Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 1
sbndibílAstöðin Hf
Duglegir bílstjórar
WILLIS
HEIÐRAÐUR
fyrir frábær störf
Hinn kunni breski rithöfundur
og Verkamannaflokksþingmaður
i lávarðadeildinni, Ted Willis,var
á gamlársdag heiðraður af fé-
lagsskapnum Variety Club, en
það eru samtök leikhússfólks á
Bretlandi. 1 Variety Club eru bæði
höfundar, leikarar og annað
starfsfólk við leikhús og sjón-
Tcd Willis
varpsstöðvar. Samtökin veita ár-
lega viöurkenningar, og Ted
Willis hlaut hin merkustu þeirra i
ár, þ.e. verðlaunin fyrir frábær
störf i þágu sjónvarps og leik-
húss. 1 fyrra hlaut Sir Laurence
Olivier þessa viðurkenningu.
Ted Willis er öllum íslending-
um að góðu kunnur fyrir drengi-
legan stuðning hans við málstað
Islands i landhelgisdeilunni, og
fyrir hið vinsæla leikrit hans,
Hitabylgju, sem sýnt var hjá
Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó og i
sjónvarpinu.
Solsénitsyn
á von á
handtöku
Paris 5/1 — Sovéski rithöfund-
urinn Alexander Solsénitsyn er
sjálfur sagður gera ráð fyrir þvi
að verða handtekinn. Astæðan er
sú að hann leyfði nýlega útgáfu á
bók eftir sig i Frakklandi. Bókin
fjallar um sovésku leynilögregl-
una og fangelsi. Það eru þrir
franskir lögfræðingar sem heim-
söttu Solsénitsyn i Moskvu s.l.
mánudag, sem komið hafa þess-
um upplýsingum á framfæri.
Nixon neitar að afhenda
Washington 5/1 — Nixon Banda-
rikjaforseti neitaði i gær að af-
henda mörg hundruð skjöl og
segulbandsupptökur sem Water-
gate-rannsóknarnefnd öldunga-
deildarinnar hefur krafist að
fá. Nixon sagðist telja kröfu
nefndarinnar brjóta i bága við
valdaskiptingu þings og forseta.
John Sirica Watergate-dómari
verður þvi enn einu sinni að skera
úr um það hvort forsetinn megi
neita kröfu rannsóknarnéfndar-
innar um að afhenda skjöl frá for-
setaembættinu.
I ' IIP
•••
Þjóðhátiðarnefnd lteykjavikur gengst fyrir álfabrennu á Melaveliinum I kvöld, og meðal eldiviðar eru
hlutir þeir sem sjást á myndinni: gamall nótabátur og stýrishús, sem eitt sinn prýddi fagran fiskiknörr
frá Vestmannaeyjum.
Álfabrenna í kvöld
Þjóðliútíðarnrfnd gengst /yr/r brennn
sem er fyrsti liður í fi jóðliátíðarliöldnnnm
Þjóðhátiðarnefnd Iteykjavíkur
gengst fyrir álfabrennu og öðrum
skemmtilegheitum á Mclavellin-
um i kvöld, sunnudag og hefjast
hátiðarhöldin kl. 20.:i0. Þetta er
fyrsti liðurinn i þjóðhátiðarhöld-
unum i borginni, en cftir þvi sem
nær iiður sumri mun hvert atriðið
i hátiðarhöldunum reka annað.
Það er sem sé kl. 20 i kvöld að
kveikt verður i bálkesti þeim sem
sem hlaðinn hefur verið upp á
Melavellinum. En meðan að fólk
er að koma sér fyrir mun Lúðra-
sveit verkalýðsins leika nokkur
lög, siöan fer setning þjóðhátiðar-
haldsins i Reykjavik.
Þá leikur lúðrasveitin aftur en
siðan koma inná völlinn álfa-
drottning og álfakóngur með til-
heyrandi fylgdarliði. Álfakóngur
verður Ólafur Magnússon frá
Mosfelli og mun hann verða for-
söngvari, en einnig mun kór
Menntaskólans viö Hamrahlið
taka lagið.
Þá má geta þess að þjóðdansa-
flokkur mun sýna listir sinar,
fimleikamenn koma inná völlinn i
gervi þjóðsagnapersónu og siðast
en ekki sist koma þau skötuhjú
Grýla og Leppalúði ásamt sonum
sinum jólasveinunum og kveðja,
enda eru þá jólin liðin. Lokaatriði
þessarar skemmtunar verður svo
flugeldasýning.
Aðgangur verður seldur að
Melavellinum og kostar inn 50 kr.
fyrir börn en 100 kr. fyrir full-
orðna.
—S.dór
HVERNIG HAFA INNFLUTTU HÚSIN REYNST í VETUR?
Norsku húsin virðast
henta einna best
Hiti í húsunum hefur yfirleitt reynst
vera nægur
Við höfðum samband við
verkfræðiskrifstofu Guðmundar
Þórarinssonar sem hefur haft
umsjón með byggingu innfluttra
húsa fyrir Viðlagasjóð og
spurðum hvernig húsin hefðu
staðist frostin og veðrið að
undanförnu. Sveinbjörn Stcin-
grimsson vcrkfræðingur sagði
að yfirleitt hefðu húsin reynst
vel miðað við allar aðstæður. Á
llöfn i Ilornafirði kom fram
galli i húsunum, en aðalorsökin
var samt rafmagnsleysið sem
þar var. A öðrum stöðum er
göður hiti i húsunum og þau
virðast yfirleitt þétt. Nokkuð
hefur borið á aö frosið hafi i
vatnsleiðslum, en það sama
hefur gerst i venjulegum ibúða-
hverfum, þar sem ekki hefur
verið húið að ganga að fullu frá
lóðum. Frostiö hefur lika náð
lengra niður i jörðu en eðlilegt
getur talist.
Nokkur gæðamismunur er á
húsunum varðandi þéttleika og
virðast norsku húsin, sem gerð
eru fyrir vesturströnd Noregs,
einna vönduðust, en á þeim
húsum þurfti að gera minnstar
breytingar frá upprunalegri
gerð.
Sveinbjörn taldi að þessi hús
ættu vissulega framtið fyrir sér
hér á landi, en samt þyrfti að
lagfæra margt i þeim, og þvi
væri reynslan, sem fengist i
vetur mjög dýrmæt. Hann sagði
einnig að með tilkomu þessara
húsa ætti skoðun fólks á ein-
býlishúsum eftir að breytast —
menn eru vanir að flytja úr
Sigurgeir Jónsson kennari i
Hveragerði býr i einu af minni
viðlagahúsunum þar i bæ. Hann
kvað húsin hafa reynst Ijómandi
vel i kuldunum sem rikt hafa að
undanförnu. Hann kvað fólk
nokkuð hafa óttast kuldann en sá
ótti hefði reynst ástæðulaus. 1
blokk yfir I stórar og dýrar
villur, en þarna kynnast menn
einbýlishúsaformi sem liggur
þarna á milli, hvað verð og gæði
snertir.
Einangrunargildi þessara
húsa er almennt betra en við
eigum að venjast. Á Norður-
löndum er fólk vant mun meiri
loftræstingu i þessum húsum
vegna kyrrstöðu loftsins, og það
sýnir sig, að við verðum að
minnka þessa loftræstingu.
Undir húsunum er yfirleitt 60
sm hár kjallari til að hafa næga
húsunum væri prýðileg raf-
magnskynding sem ekkert hefði
látið sig. Einu kvartanirnar sem
hann hafði heyrt voru um að
samskeyti þar sem saman koma
gólf og veggur væru óþétt og væri
hætt við leka'þar.
Sigurgeir sagði að mikil hreyf-
loftræstingu undir húsinu vegna
hræðslu við rakaskemmdir. Það
sýnir sig, að það hentar okkur
ekki að hafa svo mikla loft-
ræstingu i húsunum. Það eru
ýmis slk atriði, sem komið hefur
i ljós að þarf að breyta i fram-
tiðinni og ef tilbúin hús yrðu
flutt áfram inn, yrði öðruvisi
staðið að byggingu þeirra.
Innfluttu húsin eru alls 555
talsins og eru nú 33 hús i Mos-
fellsveit á þvi stigi að kallast
fokheld og 35 i Garðahreppi, en
á báðum þessum stöðum hefur
staðið á rafmagnsleiðslum að
húsunum og hitaveitulögnum.
Þá er verið að reisa 10 hús i
Hafnarfirði sem eru frá
Kanada. Þau hús virðast ekki
heppileg fyrir okkar staðhætli.
Þegar við báðum Sveinbjörn
að lýsa nánar gæðum húsanna,
þá sagði hann að varðandi inn-
réttingar væru sænsku húsin
ing væri á fólki i viðlagahúsun-
um. Væru margir fluttir til Vest-
mannueyja og stæöu 10—12 hús
auð af þeim sökum. Að auki var
nokkrum aðkomukennurum
komið fyrir i þremur húsanna. —
Skynsamlegasta hugmyndin að
lausn á þessu máli sem ég hef
smekklegusl, en varðandi þétt-
leika og öryggi væru norksu
húsin best, og jafnvel dönsku
húsin, en það er fremur litið af
þeim. Af norsku húsunum eru
reyndar fjórar gerðir og þeir
gallar, sem komu fram á hús-
unum á Neskaupstað og Höfn
má annarsvcgar rekja til
óvenjulegra utanaðkomandi
áhrifa og svo mistökum hand-
verksmanna. Þegar óveðrið
mikla gekk yfir Reykjavik stóðu
innfluttu húsin sig mjög vel,
enda þólt þau væru þá i
byggingu og sum hálfbyggð.
Nú er verið að ganga endan-
lega frá skemmdunum sem
urðu á húsunum á Neskaupstað
og voru sendir menn héðan til
þess.
Keypt voru sex hús frá Hús-
einingum hf. á Siglufirði og er
búið að ganga frá grunnum fyrir
fjögur hús, sem verða reist á
Seyðisfirði og tvö hús verða
reist annars staðar. Þá byggði
trésmiðja Stykkishólms^ eitt
hús. Viðlagasjóður hefur einnig
keypt venjulegar ibúðir úti á
landi. SJ
heyrt er að flytja húsin héðan til
Vestmannaeyja. Þau eru svo
meðfærileg að það væri engin
fyrirhöfn að þvi, sagði Sigurgeir
að lokum.
ÞII
„Húsin reyndust Ijómandi vel í kuldanum
95