Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 2
2 StÐA - ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Sdmantekt um orkuvandamál í Bandaríkjunum, stofnun og starf OPEC Bandaríkjamenn — 6% jarðarbúa — nota um þriðjung allrar orku! Haldi orkueyðslan áfram að aukast á sama hátt og siðustu árin mun hún um aldamótin verða fimmföld á við það sem er nú, samkvæmt spám, sem gerðar hafa verið. Ljóst er, að ekki er unnt að auka framleiðsluna svona mikið nema með hærri fjár- festingu á framleiðslueiningu. Þá myndi um h ver f i sm eng un i n aukast, jafnvel þótt öll þau efni væru tekin i notkun, sem nú eru kunn til þess að hindra um- hverfisskemmdir. Bandarikin voru til skamms tima tiltölulega sjálfstæð i orku- málum, en þau rötuðu nýverið i erfiðleika og eru nú háð inn- flutningi á brennsluefnum. Framleiðsla jarðoliu — sem er grundvöllur orkubúskapar Bandarikjanna — hefur nefnilega dregist saman. tinginn gerir ráð fyrir að nýting nýrra orkulinda i Alaska eða annars staðar muni hafa úrslitaáhrif á ástandið. En aúk þessa er önnur ástæða fyrir orkuskorti auðvaldsrikj- anna; ástæða sem ef til vill er aðeins timabundin. Þessi ástæða er nátengd óðaverðbólgunni, sem rikjándi er i nokkrum kapital - Iskum löndum um þessar mundir. (»% nota :50% orkunnar Bandarikin, þar sem 6% jarðarbúa lifa, nota 3% allra orkuframleiðslu veraldarinnar. Orkuneysla á ibúa i Bandarikj- unum er tvöfalt meiri en i Vestur- Þýskalandi og i Stóra-Bretlandi, nærri þrefalt meiri en i Japan, og tiu til hundrað sinnum meiri en i þróunarlöndunum. Að jafnaði eykst orkuneysla á ibúa i Banda- rikjunum um 6% á ári, en aukningin milli ára er meiri annars staðar. Kolin eru grundvöllur fimmtungs orkuframleiðslunnar i Bandarikjunum, en þau ná ekki hærra hlutfalli af tæknilegum ástæðum og umhverfisverndar- ástæðum. Kjarnorkuframleiðsla mun ekki vaxa nægjanlega til þess að draga úr eftirspurninni eftir jarðoliu og jarðgasi, sem nú eru grundvöllur þriggja fjórðu hluta orkuframleiðslunnar. Samkvæmt mati opinberra aðila munu jarðgas og jarðolia Bandarikjanna sjálfra nægja til þess að mæta 10 — 11 ára eftir- spurn, en aukinni brennsluefna- þörf verður i æ rikari mæli svarað með innflutningi. Innflutn. jarðoliu og efna úr jarðoliu hefur tvöfaldast siðan 1970, og hefur nú náð þvi að vera 40% allrar notkunar á jarðoliu i landinu. Að dómi H. Mortons, innanrikisráðherra Bandarikj- anna, mun innflutningurinn inn gerir nú vart við sig er ekki aðallega tæknileg, heldur fyrst og fremst pólitisk. Hana er að finna i andstæðunum milli oliuhringanna annars vegar og framleiðslu- landa olíunnar hins vegar. Um áratugaskeið hafa Standard öil og „systurnar sjö” (auðhringarnir Standard Oil of Bandariltin vrrða sifelll háðari innfíutningi á oliu Af 13 m iljónum tunna, sem Vrslur-Kvrópnlönd nota af oliu, rru 12,5 miljónir fluttar inn. Vaxandi þjóðnýlinfr oliulinda i ()1*K C-lön du n u m standa undir 05% notkunar þessa brennsluefnis 1985. Lakara i V.—Evrópu Astandið er þó miklum mun lakara i þeim löndum sem eiga innan sinna landamæra litlar eða engar jarðgas- og jarðoliubirgðir. VesturEvrópulöndin nýta dag- lega 13 miljónir tunna af jarðoliu, en flytja þar af inn 12,5 miljónir. Japanir nota 4,6 miljónir tunna á dag, og er þar eingöngu um inn- flutta oliu að ræða. En jarðoliu- þarfir þessara landa hafa á undanförnum árum vaxið hraðar en i Bandarikjunum. Það eru sem kunnugt er löndin innan Sam- bands oliuframleiðenda — OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries)—sem flytja einkum oliu til Vestur-Evrópu og Japans. Innan þessara samtaka eru tran, trak, Kuvait, Katar, Abu-Dhabi, Libýa, Alsir, Nigeriar, Indónesia. Venezúela og Sádi-Arabia. Sovótrikin eru stærsti oliu- framleiðandi meðal sósialiskra rikja og Utflutningur þeirra á oliu til kapitalisku landanna hefur farið vaxandi. OPEC og systurnar sjö Astæðan til þess að oliuskortur- New Jersev. Mobil Oil, Texaco, Gulf Oil, Standard Oil of Cali- fornia, British Petroleum og Itoyal Dutch/Shell) dælt oliu frá framleiðslulöndunum að eigin geðþótta og gróðavon. Til þess aö tryggja aðstöðu sina sem best ákváðu forsvarsmenn auðhring- anna að blanda sér i stjórnmál framleiðslulandanna og höfðu þannig bein áhrif á, að þægir og viðráðanlegir stjórnmálamenn settust i valdastólana. En hraðfara þróun og efling þjóðlegra sjálfstæðishreyfinga hefur breytt ástandinu i grund- vallaratriðum. 1960 var ákveðið að stofna OPEC sem sameigin- legt tæki oliuframleiðenda til þess að halda i við auðhringana. Þessum samtökum tókst að tryggja aðildarlöndunum nokkru stærri hlut en áður og ella hefði verið.Til 1970 hækkaði meðalverð á tunnu til aðildarlanda OPEC um 69%. Þrátt fyrir tap vegna gengislækkunar dollarans fá rikissjóðir OPEC-landanna 20 miljarða dollara 1973, i stað 2 miljarða dollara 1960Í Þjóðnýting Auk viðleitninnar til þess að tryggja sér stærri hlut söluhagn- aðar hafa OPEC-löndin, sum hver, gert ráðstafandir til þess að efla yfirstjórn sina yfir oliuVmd- unum. Irak, Libýa og Alsir hafa þegar þjóðnýtt mikilvægustu oliulindirnar. Áætlað er að framkvæma þjóðnýtingu oliulind- anna i Venezuela á 10 árum. Flest OPEC-ríkjanna stelna að þvi að hafa sjálf yfirumsjón með 25% oliuframleiðslunnar, innan landamæra sinna, eða stefna að þvi að auka sinn hlut i 50%. fran hefur til þessa verið nokkuð á eftir hinum rikjunum, en i janúar I fyrra, 1973, lýsti Shjainn þvi yfir að oliulindir landsins yrðu þjóð- nýttar stig af stigi til ársins 1979. Bandarikjamenn og Bretar létu i ljósi óanægju með þessar að- gerðir, en tókst ekki að breyta neinu um fyrri ákvarðanir Irans- stjórnar sér i vil; þvert á móti: transstjórn yfirtók umsjón með allri oliuframleiðslu i landinu strax i mars 1973! Eins og er mun þjóðnýting oliu- framleiðslunnar i þróunarlönd- unum haldast i hendur við menntun tæknimanna viðkom- andi þjóða. Ilringarnir græða Bandarikin hafa beitt sér fyrír stofnun samtaka þeirra rikja sem kaupa oliuna frá OPEC-lönd- unum, en það hefur ekki tekist. Það stafar af andstæðunum meðal auðvaldsrikjanna sjálfra. Japanir neituðu fyrst algerlega að taka þátt i slikum félagsskap vegna þess að japanskir kapitai- istar eiga hvergi fast fé i oliu- framleiðslu innan OPEC-land- anna ( sem Bretar eiga t.d. i stórum stil.) En þrátt fyrir allt munu kapitalisku rikin enn um sinn um næstu framtið kaupa oliu frá OPEC-löndunum. En i framtið- inni mun verða greitt hærra verð fyrir oliuna en áður. Talið er að 1972 hafi 15% þess verðssem kaupendur greiða fyrir oliuna i kapitalisku löndunum lent i sjóði framleiðslurikjanna sjálfra . En væri miðað við eðli- legar greiðslur fyrir vinnuafl, tækniþekkingu, flutninga ois.frv. ættu 30 — 33% að renna til land- anna sjálfra. Miðað við þennan útreikning hefðu framleiðslurikin átt að fá 3,5 — 4 dollara fyrir hverja tunnu, það er nærri tvö- falda þá upphæð sem fengist hefur. Til samanburðar má geta þess að meðalverð á oliutunnu frá oliustöðvunum i Oklahoma i Bandarikjunum var 3,56 dollarar sl. ár. Tvöföldun greiðslunnar til framleiðslulandanna þarf alls ekki að hafa i för með sér aukna byrði almennings þeirra landa sem kaupa oliuna. Hærri greiðslur handa framleiðslurikj- unum má fá með þvi að skerða gróða einokunarhringanna. En þeir hafa einnig séð sér leik á borði; þeir hafa reynt að hag- nýta sér oliukreppuna að bestu getu. Vetur brast snemma á i Banda- rikjunum 1972 og blöðin birtu margar myndir af skólum sem urðu að gera hlé á starfsemi sinni vegna þess að olia barst ekki i tæka tið; birgðir höfðu minnkað i kuldunum. Auðhringarnir notuðu tækifærið til þess að knýja fram hærra verð og um leið til þess að koma smærri oliufélögum sem leituðust við að halda verðinu niðri fyrir kattarnef. Á fyrsta hluta ársins 1973 — fram i mai — var 1300 oliustöðvum smærri oliu- félaga lokað — og oliurisarnir keyptu. Þessi ..samdráttur”, sem stafaði aðeins af þvi að gengið hafði á birgðirnar, reyndist oliu- risunum vel. Dæmi: Esso, sem áður hét Standard Oil of New Jersey, stærst ..systranna sjq”. Gróði þessa oliuhrings varð 43% meiri á fyrsta fjórðungi 1973 en árið áður eða tveimur miljörðum doilara meiri ef reiknað er á árs- grundvelli. Gróði Texaco jókst um 15%) á sama tima. Standard Oil og California 24% meiri gróði. Meðalverð á bensini stór- hækkaði Hvað er til úrræða? En meðan Bandarikjastjórn fylgir kröfum einokunarhring- anna i orkupólitik sinni mun slikt koma niður á alþýðu manna. Þess vegna hafa vinstri menn i Banda- rikjunum bent á að til þess að koma i veg fyrir að almenningur i Bandarikjunum verði að bera allan þunga þess vanda sem óneitanlega er til staðar, verði að gripa til róttækra ráðstafana. Með orkumálin i heiminum i huga er ljóst að Bandarikin geta ekki og mega ekki, með 6% ibúa jarðarinnar, nýta 30% orkulind- anna. Þess vegna hefur verið bent á að liklega neyðist Bandarikja- menn til þess að gera viðtæka samninga um oliukaup frá Sovét- rikjunum. Er bent á samning milli Japans og Sovétrikjanna sem fyrirmynd. Framhald á 14. siðu ALFA- POTTUR fundinn á gamlárskvöld Þessi gripur sem myndin er af er „ÁÍfapottur”, sem mað- ur nokkur I Dýrafirði náði frá álfum snemma á siðustu öld. Iiann er nú geymdur I Þjóð- minjasafni og I aðfangabók safnsins segir um gripinn: „Alfapottur”, sem Þjóð- minjasafn tslands eignaðist árið 1882. Honum fylgir sú sögn, að Pálmi Guðmundsson, Litla-Garði i Dýrafirði, hafi fundið hann á gamlárskvöld snemma á 19. öld. Pálmi var „maður hjátrúarlaus og trúði ekki að draugar nje álfafólk væri til”. Þó bar það til ein- hverju sinni á gamlárskveld, þegar hann kom út i tungls- ljós. að honum sýndist flokkur af fólki fara fyrir neðan hlað- varpann. Seinast gekk 4—5 ára barn og hélt á einhverju i hendinni. Pálmi fór á eftir, en þá sleppti barnið hlutnum og hljóp af stað. Þetta var pottur, og sá Pálmi nú, að þetta mundu vera álfar. Oft var beðið um ofurlítið af svarfi úr álfapottinum, bæði til að leggja við brjóstmein og fing- urmein. Þvi er sorfin lægð i einum pottfætinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.