Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Maó með vinum: Með Sjang Kæ-sékk I lok heimsstyrjaldarinnar. A
næstu árum unnu kinverskir kommúnistar þaö þarfaverk að dreifa liöi
Sjangs á flæðarflaustur.
Maó með vinum: Með Líú Sjaó-tsji rikisforseta
nokkru síðar sem óvinur rikisins nr. 1.
1965, úthrópaður
Maó með vinum: Með vopnabróöurnum Lin Piaó I menningarbylting-
unni. Lin var þá lýstur arftaki Maós, en hann var skotinn niður nokkru
siðar þegar hann ætlaði að fljúga til Sovétrikjanna (og steypa Maó það-
an).
Maó msð vinum: Krústsjof sovétmannaforingi i heimsókn. Milli so-
véskra og kínverskra kommúnista hefur verið grunnt á þvi góöa allt frá
þvi fyrir 1930, þegar Stalin taldi þarflaust að Kinverjar berðust fyrir
eigin sovétvöldum.
Hsiang-fljóti. Við fjallið stundaði
Maó útilif með félögum sinum, og
má lita á þær útilegur sem nokk-
urs konar undirbúning undir
þrautir Göngunnar löngu. Að
dæmi Maós fara ungir Kinverjar
nú i ýmsa kappleiki á þessum
söguslóðum.
Keisaraætt Maós
er fjölmenn!
Eftir að hafa dvalið um skeið i
Peking þar sem Maó kynntist
Marx og kommúnismanum sneri
hann árið 1919 aftur til Tsjangsja
og varð forstöðumaður æfinga-
deildarinnar við kennaraskólann.
Það var mikil forfrömun fyrir
hinn unga kennara sem aldrei
hafði i háskóla komið. 1 skrifstofu
skóiameistara eru varðveittir
sem helgir dómar bleksteinn hans
og pensill. Er þetta til merkis um
virðingar hans og áhuga hans
sjálfs á ritlistinni. Getur þar að
lita ritað fögru handbragði Maós:
„Sá sem vill vera kennari alþýð-
unnar verður að vera lærisveinn
alþýðu”. 1 grennd við skólann
hafði Maó stofnsett „Stiftun
sjálfsnáms” eða eins konar
kvöldskóla fyrir verkafólk og er
Maós
það fyrsti áfanginn á leið hans til
byltingarhlutverksins.
Annar minningarstaður er i út-
jaðri Tsjangsja-borgar við Tæru
tjörn. Litið steinhús hverfur nærri
þvi i skuggann af risastórri Maó-
likneskju og af safnbyggingu sem
prýdd er rauðum fánum og mynd
af Maó. Hér bjó Maó eftir heim-
komuna af stofnþingi Kommún-
istaflokks Kina i Sjanghæ 1921
með ungri konu sinni og tveim
litlum sonum. Viðkunnanlegt
heimili með fábrotnum en þægi-
legum húsgögnum var hið ytra
borð á leynilegum aðalstöðvum
flokksins i Húnan-fylki sem Maó
veitti forstöðu. Fyrsta kona
Maós, dóttir heimspekikennara
hans, Jangs, starfaði i flokknum
og hún var tekin af lifi árið 1930 af
hermönnum Sjang Kæ-sjékks.
Bræður hans báðir og systir urðu
einnig fórnarlömb byltingarinn-
ar. Elsti sonur Maós féll i Kóreu,
annar sonur hans, menntaður i
Moskvu, kvað vera truflaður á
geði, aðrir segja þó að hann hafi
snúist á móti föður sinum. Maó
hefur hvað eftir annað svarað
þeirri ásökun að hann vilji stofn-
setja nýja keisaraætt með þeirri
fullyrðingu, að hann eigi enga af-
komendur sjálfur, heldur muni
arfleifð hans lenda hjá „miljón-
um niðja”. Alþýðan er keisaraætt
Maós.
Þaö sem Maó gerði úr
hofi Konfúsíusar
Úr hinu hávaðasama og eril-
sama götulifi suðrænnar stór-
borgar kemur gesturinn allt i einu
i kyrrláta garða með gamalgrón-
um trjám umhverfis timburskála
i hefðbundnum stil. 1 Konfúsius-
arhofinu i Kanton var á árinu
1924, meðan samstarfið stóð milli
Kumintang og kommúnista,
stofnuð „Rannsóknarstöð búnað-
armálefna”. Maó var á þeim
tima bæði i forystu kommúnista-
flokksins og Kúomintang og hann
var 1925—26 kennari og forstöðu-
maður þessarar stöðvar. Á þess-
um sögufræga stað kynnti hann
þá hugmyndir sinar um bænda-
byltingu. Á uppdrætti með ótelj-
andi rauðum ljósum sést, hvert
lærisveinar Maós héldu til að
koma af stað uppreisnum meðal
bænda. Hermennskuagi hélt inn-
reið sina inn i helgidóm Konfúsi-
usar á dögum Maós þar. Eins og i
herbúðum standa enn i göngunum
larigar raðir af þvottaskálum, þar
við hliðina handklæði og tann-
bursti. 1 klefum uppfræðaranna
eru flikur úr einkennisbúningum,
einstök vopn. Stóri hofskálinn var
fyrirlestrasalur. i stað Konfúsi-
usar hanga myndir af Marx, Eng-
els og Lenin á gaflinum og stórar
áletranir boða: „Lifi þjóðlega
byltingin”. Maó fikraði sig hér á-
fram með það sem hann fram-
kvæmdi i stærri stil i Jenan að
lokinni Göngunni löngu: að
breyta kinverska bóndanum i
hermann byltingarinnar með ög-
un, skipulagningu og innrætingu.
Hættan sem stafar
af Maó-dýrkuninni
Yfir glæsilegar boglinur dreka-
mænisins á Konfúsiusarhofinu
skagar forljótur og firnastór turn
með fimm risavöxnum rauðum
kyndlum. Það er minningarskál-
inn sem hýsir sal'n kommúnista-
byltingarinnar. Munurinn á graf-
hvelfingum hinnar fyrstu kristni
og hvolfþaki Péturskirkjunnar er
ekki meiri en sá sem hér getur. Á
öllum þeim stöðum sem sýndir
eru til marks um störf Maós á
yngri árum, einnig þótt þeir séu iiglg
endurreistir i upprunalegri mynd
og vel við haldið, gætir hins ein-
falda, harða stils og þrungna lii®
viljaþreks þessa manns og hreyf- i;i;i;iv
ingar hans.
Einnig þótt hinn erlendi gestur ii;i;i;i|i
verði ekki jafn uppnuminn og kin- igiiíij
verski pilagrimurinn virðist vera i|i;i|j.:i;
af fortið Maós, þá fær persóna ;i;i;i;l;i
Maós skýrara svipmót og hann íiiiiiiii
lærir það, hversu mjög þessi i;i;i;i;l;
maður hefur mótast af landi sinu í!;i:5;
og hversu mjög hann hefur sjálf- iiliiilii
ur umbreytt landi sinu á hinu til- |l;!;l;!;
tölulega stutta skeiði einnar ;i!i|i;i|
mannsævi. !;i;!;i;l
t hinum nýbyggðu stórkostlegu ;i;i;!;i;:
Framhald á 14. siðu. ;!;!;i;!;i
w TILBOÐ
óskast i eftirtaidar bifreiöar, er veröa til sýnis þriöjudag-
inn 8. janúar 1974 ki. 1-4 I porti bak viö skrifstofu vora
Borgartúni 7:
árg.
Chevrolet sendiferöabifreiö 1966
Willys 4x4 frambyggöur 1965
Willysjeppi 1962
Gaz 69 torfærubifreiö 1957
Volkswagen 1200 1965
Chevrolet sendiferöabifreiö 1966
Land Rover bensin 1967
Land Rover diesel 1963
Voivo 144 fólksbifreiö 1971
Ford D-600 vörubifreiö 1970
Ford Transit Kombi 8 m. 1969
Ford Transit sendiferðabifreiö 1968
Mercedes Benz 18 m. fólksbifreiö 1965
Austin Gipsy 1965
Chevrolet sendiferöabifreiö 1963
Taunus Transit sendiferöabifreiö 1966
Volkswagen fólksbifreiö 1972
Ilonda bifhjól 1966
Tilboöin veröa opnuö sama dag kl. 5.00 aö viðstöddum
bjóöenduin. Réttur áskilin til aö hafna tilboðum, sem ekki
teljast viöunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844
LEIKFANGALAND
Leihfangaland
Veltusundi 1. Simi 18722.
Atvinna
Fjölbreytt úrval leik-
fanga fyrir börn á öllum
aldri. — Póstsendum.
LAUS STADA
Dósentsstaöa I jarðeölisfræöi viö jaröfræöiskor verkfræöi-
og raunvisindadeildar Iláskóla tslands er laus til umsókn-
ar. Fyrirhugaðar kennslugreinar eru aöaliega I eölisfræöi
hinnar föstu jaröar. Umsóknarfres'ur til 15. febrúar 1974.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur um stööu þessa skulu láta fylgja umsókn
sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, cr þeir hafa
unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og
störf.
Menntamálará'ðuneytiö,
2. janúar 1973
Laust embætti,
sem forseti íslands veitir
Prófessorsembætti i byggingarverkfræöi I verkfræöi- og
raunvisindadeild Háskóla tslands er laust til umsóknar.
Fyrirhugaðar kennslugreinar eru skipulag bæja, sam-
göngutækni ásamt vatnsveitu-;hitaveitu- og holræsagerð.
Umsóknarfrestur til 2. febrúar 1974.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta
fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau,
er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og náms-
feril sinn mg störf.
Menntamálaráöuneytiö
2. janúar 1974.