Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagtir fi. jamiar 1!)74 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Jónas Jónasson, formaöur Landssambands lögreglu þjóna. Lögreglumenn uröu aft inna af hendi mikla yfirvinnu á síöastliönu ári vegna komu þjóöhöföingja, Vestmannaeyjagossins og iand* helgismálsins. Myndin er tekin þegar Pompidou, Frakklandsforseti kom til Keflavikurflugvallar. Lögreglumenn liafa ótakmark- aöa yfirvinnuskyldu. Um 300 lögregluþjónar gerast ríkisstarfsmenn: Nýju samningarnir þýddu almennt 2j a f lokka hækkun Eftir 8-10 ára starf fá allir lögreglumenn stöðu- heitið flokksstjóri og hœkka þá í 18. launaflokk Fyrir nær tveimur árum voru sett ný lög um starf lögregluþ jóna sem kváðu á um að lögregluþjónar yrðu allir rikis- starfsmenn, þar sem rikið hafði tekið að sér að standa kostnað af allri löggæslu i landinu. Lögreglumönnum var gefinn rúmur aðlögunartimi og þeim frjálst að gerast rikisstarfsmenn eða segja stöðum sin- um lausum ef þeir óskuðu ekki eftir stöðu hjá rikinu. Mjög fáir lögreglumenn sóttu um hin- ar nýju stöður, vegna þess að þeir vildu áður láta ganga frá nýjum kjarasamn- ingi, þar sem um viðmiðandi kjara- samning var ekki að ræða nema fyrir lögregluna á Keflavikurflugvelli og nokkra lögreglumenn i Reykjavik. Þetta kom fram i spjalli viö Jónas Jónasson, lög- regluþjón, sem er formaður Landssambands lögreglu- manna og formaöur nefndar þeirrar sem samdi fyrir hönd lögreglumanna, sem nú eru allir i landssamband- inu. Þar sem hin ýmsu bæjarfélög höföu áður samiö hvert fyrir sig viö lögreglumenn var nauösynlegt aö fá upplýsingar um hin ýmsu kjaraatriöi og samræma þau eftir þvi sem tök voru á áöur en gengið var til samn- inga. Lögreglufélag Reykjavikur hefur hingaö til veriö klofiö i tvær fylkingar hvaö samningagerö viövfkur. BSRB hefur samið fyrir nýliöa en hinir eldri i starfi samið viö borgina. Margir telja aö þetta fyrirkomulag hafi ekki komiö vel út fyrir hina eldri og þeir dregist aftur úr samsvarandi stéttum. Þessvegna voru settar fram sérstakar kröfur til aö leiörétta gamalt óréttlæti, ef svo mætti aö orði komast. Lögreglumenn uröu nú að semja á undan öllum öör-, um félögum um rööun. 1 þessum samningum fengu lögreglumenn að jafnaöi tveggja launaflokka hækkun, og var fylgt stefnu BSRB að hækka þá sem neöarlega voru i stiganum. Eftir 8—10 ára starf kemur aldurs- hækkun, sem samsvarar hækkun um einnflokk, en um leið fá menn nýtt stööuheiti, eru kallaöir flokksstjórar. Nýir lögreglumenn eru I 15. til 16. flokki meöan yfir stendur þjálfun og skóli, en þegar lögreglumaöur hefur lokið námi og þjálfun, flyst hann i 17. launaflokk. Eftir 8—10 ára starf breytir hann um starfsheiti eins og áöur segir og fer þá i 18. launaflokk. Þeir sem ljúka skólan- um eru tveimur árum fyrr að komast i flokksstjóra- stööuna. 1 þessum samningum komu ekki fram ný atriði um réttindi og skyldur lögregluþjóna. Eftir er að semja um vinnutima og vinnuálag hjá lögregluþjónum úti á landi þar sem einn til þrir menn eru við skyldustörf. Jónas sagöi ennfremur aö liklega myndi rikið láta skipuleggja störf lögregluþjóna með öörum hætti en hingaö til hefur tiðkast, en um þau mál var ekkkert fjallað aö þessu sinni. Lögreglumenn eru um 450 talsins á landinu og meö þessum samningum hafa um 300 lögreglumenn breytt um húsbónda, þ.e. gerst rikisstarfsmenn. Þegar lögreglumenn eru orönir 55 ára gamlir geta þeir losnað undan næturvöktum og er þetta nýtt atriði i samningum. Mikil yfirvinna var siöastliöiö ár hjá þeim sem á annað borö vinna yfirvinnu. Þar kom m.a. til Vest- mannaeyjagosiö, heimsókn Nixons og Pompidous, og landhelgismáliö. Þetta hef ur verið mikiö álag hjá mörgum, og þessvegna var i þessum samningum reynt að fá þak á aukavinnuna, en þaö tókst ekki aö þessu sinni. Lögreglumenn hafa eftir sem áöur ótakmarkaða yfirvinnuskyldu sem opinberir starfsmenn hafa yfir- leitt ekki. SJ Nærri því tíundi hver verkamaður í Vestur-Þýskalandi Hvað verður um þá þegar orkukreppan skellur yfir? er innfluttur! Gifurlegur fjöldi erlendra vcrkamanna hefur sótt til Vest- ur-Evrópulandanna á sföustu ár- um. Kjör þessa fólks hafa yfirleitt verið ákaflega léleg, en nú, þegar orkukreppan hefur haldiö innrciö sina, mun enn þrengja verulega að þessu fólki. Af þvi tilefni er fróðlegt að rifja upp tölur um fjölda erlendra verkamanna i cinstökum rikjum Efnahags- bandalagsins siöustu árin. FRAKKLAND Ibúar i Frakklandi voru alls 51,5 milj. 1972, að meðtöldum inn- flytjendum. Þeir voru alls 3,7 milj., eöa 7,1% ibúanna. Launa- menn voru alls 16,5 milj. i Frakk- landi þetta árið, þar af voru er- lendir verkamenn 1,5 rgilj. eða 9,7%. Erlendu verkamennirnir i Frakklandi eru frá mörgum lönd- um : Alsir (0,8 milj.), Marokkó 0,2 milj., Túnis 0,1 milj. og frá öörum Afrikulöndum 65 þúsund. Frá öðrum EBE-löndum voru i Frakklandi 588 þúsund Italir, og siöan nokkrir tugir þúsunda frá grannrikjum Frakka öörum. Frá Portúgal voru nærri 700 þúsund, frá Spáni 630 þúsund, frá Júgó- slaviu 65 þúsund, og frá Sviss og Bretlandi innan við 30 þúsund frá hvoru landi. VESTUR-ÞÝSKALAND Ibúar Vestur-Þýskalands voru 62,1 milj. að meðtöldum innflytj- endum 1972, en þeir voru alls um 3,5 milj. þ.e. um 5,6% ibúanna. Heildarf jöldi launaverkamanna var þá 22,9 milj., þar af erlendir launamenn 2,4 milj. eða 10,3% allra launamanna. Erlendir verkamenn i Vest- ur-Þýskalandi skiptust þannig eftir þjóðernum. (Fjöldi i þús): Tyrkland 528,2 Júgóslavia 466,1 italia 409,7 Grikkland 268,1 Spánn 179,5 Portúgal 69,0 Marokkó 15,3 Túnis 11,2 BRETLAND Ibúar Bretlands voru tæplega 56 milj. talsins 1971. Þar af voru launamenn 22,7 milj. talsins, þar af erlendir verkamenn 1,8 milj. eöa 7,9% vinnuaflsins. Þær tölur sem hér hafa birst sýna að á undanförnum árum hafa velferðarþjóðfélög Vest- ur-Evrópu ekki aðeins byggst á orkugjöfum frá vanþróuðum löndum, heldur einnig þvi að er- lendir verkamenn ynnu sóðaleg- ustu störfin. Nú er það spurning- in: Hvaö verður um þessar milj- ónir erlendra verkamanpa, þegar orkukreppan skellur á af fyllstum þunga? Kemur kreppan fyrst niö- ur á þeim?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.