Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ISunnudagur 6. janúar 1974 Jesús gengur á vatninu? Nci, rétti klnvcrski textinn hljóðar svo: „Haustiö 1921 hélt hinn mikli kennari okkar Maó formaður til Anyuan og tendraöi þar persónu- Icga bál byltingarinnar”. Pílag Maó 1919 þcgar hann veitti æf- ingadeild kcnnaraskólans i Tsjangsja forstöðu Maó-dýrkun I réttu umhverfi. Maó með vinum: Með Nixon Bandarikjaforseta stökkvandi yf- ir blómabreiður vináttunnar. Næst sovéska sósialfasismanum stendur Kina mest hætta af bandariskri heimsvaldastefnu. Um það leyti sem öllum, nema hraustustu mönnum, var farið að verða illt í maganum af jólaáti hér um daginn, átti Maó Tse- tung, formaður allra Kín- verja, áttræðisafmæli. Það var annan dag jóla. Varla veröur um það deilt, aö af leiðtogum kín- verska kommúnistaflokks- ins, sem leiddu kínversku þjóðina til sigurs yfir inn- lendum íhaldsöflum og umboösmönnum banda- ríska auðmagnsins, beri Maó hæst. Hann er for- maðurinn, eða „hinn mikli stýrimaður" eins og Kín- verjar segja. Kinverska byltingin hef- ur ekki skapað fjölmenn- ustu þjóð heimsins alsæld, en fáir munu þó neita þvi að þjóðfélag hennar sé réttlátara en það sem Kín- verjar hafa áður þekkt. Og um það leyti sem við vesturlandabúar erum að jafna okkur eftir átveislur miðsvetrar, er þess hollt að minnast, að kínversku byltingarmennirnir hafa útrýmt hungri og landfar- sóttum úr sínu mikla landi. Það er heimssögulegt af- rek, þótt ekki kæmi fleira til. Eftirfarandi afmælis- grein um Maó áttræðan birtist um daginn i íhalds- samasta blaði Evrópu, Neue Zúricher Zeitung í Sviss. Svisslendingurinn lýsir pílagrímsför sinni til þeirra staða í Kína sem gestir eru látnir kynna sér svo að þeir megi meta for- manninn að verðleikum. Maó, drottinn herskaranna, biður 750 miljónir Kínverja um að taka undir sig stökk fram á við. rímsferð helgistaði Fyrir 80 árum, 26. desember 1892, fæddist Maó Tse-tung i þorp- inu Sjaósjan i llúnan-fylki. Þar eru hrisgrjónaakrar sundur- skornir af lækjum og skurðum, en sums staðar risa bambusgirtar hæðir, i fjarska sést hið keilu- myndaða Sjaó-fell. Ofugt við fok- jarðveg Norður-Kina er þetta land mettað frjósemi og lifslöng- un og hlýtur að ala stolt i brjósti barna sinna. Maó hefur sjálfur vitnað til byltingarhefða heim- kynna sinna i Húnan sem fengju næringu af sterkum pipar. Skógar og fjöll veittu ræningjahópum skjól, og bændur i uppreisnarhug héldp héðan löngum til baráttu gegn kúgandi yfirvöldum. Margir vopnabræður Maós — og einnig margir siðari andstæðingar eins og Liú Sjaó-tsji og Peng Te-húæ — voru frá þessum stöðvum. Hérað- ið varð fyrsta hreiður hins kin- verska bændakommúnisma. Með guðræknissvip Foreldrahús Maós, endurbætt og vandlega við haldið, er nú minningarstaður og tignunar. Þangað flykkist fólk til að sann- færa sig um alþýðlegan uppruna og bændablóð leiðtoga sins. Upp frá þorpstorginu i Sjaósjan sem þakið er hópferðavögnum, vöru- bilum og svo farkostum erlendra gesta, streyma skólabekkir, verksmiðjuhópar og herdeildar- einingar undir rauðum fánum um þrönga göngustiga yfir akurlend- in sem Maó vann á drengur. F'yrir framan innganginn að foreldra- húsi Maós er tekin hin skyldu- bundna minningarmyndi hópur iþróttamanna i æfingabúningum, fjölskyldur með börnum og afa og ömmu, hermenn með vopn i hendi. Ungur hermaður gripur laumulega til greiðu og spegils og lagfærir á sér hárið i flýti, það er auöséð á honum hvað atburðurinn fær á hann. A hóli yfir lótustjörn stendur hið stásslega bændabýli úr leirtigulsteinum og með leir- flöguþaki. Ekki er neinn múr- veggur i kringum bæinn, heldur horfir hann beint við dali og hæð- um. Kyrrlátlega og meö guð- ræknissvip fara raðir pilagrim- anna um dagstofuna, sem er til- tölulega vel búin, um eldhúsið þar sem pottar hanga i krókum yfir hlóðum, fram hjá gulnuðum ljós- myndum af foreldrum Maós, nema staðar við rúm Maós sjálfs, og fara siðan um útihúsin, skoða hrismylnuna, koma i útibúr og fara loks um litinn húsagarð. Aftur og aftur á æskustöðvarnar I dagstofunni eru ekki lengur Búddhalikneskin og myndir af fjölskylduguðum sem hin trú- bneigða móðir hélt i heiðri, en hægt er að sjá á myndum sem vestrænir ferðamenn tóku árið 1964. Innréttingar og lifsstill hússins er að visu einfaldur, en ekki er þó hægt að segja að Maó hafi alist upp i fátækt eða við skort. Faðirinn, Maó Jen-sjeng hafði með harðri vinnu og nokkr- um hrisgrjónaviðskiptum komist yfir hálfan annan hektara lands og átti það. Hann var þvi talinn efnaður bóndi. Hann var strangur við fjölskyldu sina og hélt meira i við hana en vinnumann sinn. Maó, elstur 4ra barna, lýsti árekstrum sinum við föður sinn oft fyrir ævisöguritara sinum EdgarSnow. Varð þetta Snow til- efni til að gera skýrandi athugan- ir á föðurflækjum kinverskra byltingarmanna. Miklu frekar en rifrildið við föðurinn ákvarðaði óheft náms- löngun brautir hins unga Maós. Skammt frá foreldrahúsi á glæsi- legum nágrannabæ getur enn að lita kennslustofu þorpsskólans, skuggsýnt þakherbergi með ein- földum viðarborðum og -bekkj- um, þar sem Maó lærði reglur Konfúsiusar og reikning 8 til 13 ára að aldri. Hinn ungi Maó var á þeim tima hrifinn af hetjum gam- alla ræningja- og ævintýrasagna sem hann svalg i sig. I safninu i Sjaósjan er bókakostur Maós litla til sýnis og hann var hreint ekki svo litill fyrir sveitaungling. Þar eru rit sem ekki virðast i afhaldi nú á dögum undir veldi Maós. Gegn vilja föður sins hélt Maó skólanámi áfram og fór árið 1909 frá Sjaósjan. A timum þegar að Maó þrengdi i persónul. og pólitiskum efn- um kom hann æ ofan i æ aftur á æskustöðvar sinar. Þannig var veturinn 1925 þegar hann átti i erfiðleikum i flokknum. Þegar Maó — eftir að byltingin hafði misheppnast i borgunum árið 1927 — undirbjó bændabyltinguna i Húnan, skipulagði hann bænda- samtök i Sjaósjan, kom á bænda- skóla, fékk yngri systkini sin til að ganga i kommúnistaflokkinn og myndaði kjarnann i skæruliða- her sinum. „Rauðu fánar, hefjið á loft spjót ánauðugra bænda”, segir Maó 32 árum siðar i kvæði um Sjaósjan. Enn á ný hvarf Maó aftur til uppruna sins i júni árið 1959 eftir að Stóra stökkið hafði misheppnast, en þá var hin ný- lega stofnaða alþýðukommúna i Sjaósjan og árangur hennar orðið að deiluefni i forystu flokksins. 23. júli 1959 hótaði Maó andstæðing- um sinum þvi, að hann mundi sjálfur halda til þorpanna og ger- ast leiðtogi bænda gegn stjórn- inni. Þetta las Maó þá, en bannað nú Fyrsti kennaraskóli Húnan- fylkis i höfuðborg þess, Tsj- angsja, stofnaður 1912, er enn einn áfanginn i þroskasögu Maós. Hér stundaði hann nám á árunum 1913—18 og öðlaðist kennararétt- indi. Frásagnir skólafélaga hans stangast að visu stundum á, en af þeim er þó ljóst hvllfkir hæfileik- ar komu þarna fram hjá bónda- Agreiningur um leiðir. Taldir frá vinstri: Brésjnéf, Lenin, Maó. — Teikn.: EWK. syninum frá Sjaósjan. Skólahúsið hefur verið endurbyggt nákvæm- lega i upprunalegri mynd, en það varð fyrir miklum skemmdum af loftárásum Japana i styrjöldinni. Það er alveg á borð við þær skóla- byggingar i Sviss sem reistar voru fyrir heimsstyrjöldina fyrri og er fagur vitnisburður um menntunarsókn Kinverja eftir fall Mandsjú-keisaranna. Ungur atorkusamur skólastjóri — skólinn menntar enn kennara — fylgir erlendu gestunum um skólann, undir stór bogagöng og yfir sólrika svalaganga inn i þær stofur sem Maó sat eitt sinn i. Birtan fellur á blámáluö borð ný- tiskulega útbúinnar skólastofu þar sem Maó lærði fræðin við þri- tugasta mann. Kennslubókum og námstextum er stillt út i gler- skápa — þetta las Maó! Þar á meðal er kinversk þýðing á „Kerfi siðfræðinnar” eftir Paul- sen i kinverskri þýðingu. Hefur Maó krotað athugasemdir um Kant, um heimspeki og um stjórnmál i bókina. Ein af þeim er svona: „Ég efast ekki um það, að stjórnkerfi. sérkenni þjóðar okk- ar og þjóðfélagið eiga eftir að breytast. Mér er hins vegar ekki Ijóst hvernig þessum breytingum verður á komið. Ég hneigist til þeirrar sannfæringar að nauð- synlegt reynist að byggja að nýju. Látum tortiminguna leika hlut- verk móður sem gefur nýju landi lif”. Sígild kínversk menntun Hugmynd byltingarinnar ljóm- aði i vitund Maós áður' en hann uppgötvaði kommúnismann. I kennaraskólanum i Tsjangsja flutti heimspekikennari hans, Jang Tsjang-tsji, honum kenn- ingar Rousseaus, Kants, Dar- wins, Carlyles og Spencers og veitti honum óljósa hugmynd um frjálslyndisstefnu og lýðræðis- hyggju. Maó hafði ékki mikinn á- huga á kennaramenntuninni sem slikri né erlendum tungumálum. Aftur á móti ritaði hann forkunn- ar góðar hugleiðingar i sigildum kinverskum stil, fylgdist i blöðun- um með styrjöldinni i Evrópu, tók þátt i hreyfingum til endurnýjun- ar kinversks þjóðfélags, skipu- lagði „námssamtök nýrrar þjóð- ar” og gaf út fyrsta timarit sitt. Heimsóknin i skólann heldur á- fram og við göngum gegnum kyrrlátan húsagarð með banana- trjám til svefnsala stúdentanna. Maó hefur sofið i herbergi þar sem eru fjögur mjó og hörð rúm. A bak við er yfirbyggður brunnur meö áletrun um það, að þar hafi Maó daglega hert likama sinn. 1 kennaraskólanum varð Maó ástriðufullur fylgismaður likatns- þjálfunar. Um það efni ritaði hann fyrstu grein sina sem kom út á prenti, og birtist hún undir dulnefninu „stúdent hinna 28 strika” (i þeim þrem kinversku táknmyndum, sem nafn hans er ritað með, eru nefnilega samtals 28 strik). I spor Maós i Tsjangsja er siðan farið með gestinn á appelsinueyju og i Ming-skála við rætur hins helga Jálú-fjalls. Við eyjuna var hann vanur að synda á námstið sinni og siðar einnig i hinu breiða í tilefni áttræðis- afmælis Maós formanns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.