Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 11
Suniiudagur fi. janúar 1974 ÞJóÐVILJINN — StÐA 11 Daníel Daníelsson, sjúkrahúslœknir, Neskaapstað: Don Quixote og riddarar NATO- regmnnar Flestum mun kunn sagan af Don Quixote, Spánverjanum, sem svo hafði lifað sig inn i hetjusögur riddaratimans, að hann bjóst her- klæðum, fékk sér einn húðarjálk til reiðar og barðist ótrauður við óvini, er hann sá á hverju strái, en voru i raun vindmyllur einar. Likt virðist nú farið riddurum þeim af Natóreglunni, er nú geis- ast fram á ritvöll Morgunblaðsins dag hvernæpandi um yfirvofandi árás fjandahers, sem umkringi land vort. Yfirleitt virðist þó þessa blek- riddara skorta hugrekki Dons Quixote, þvi ekki hyggjast þeir sjálfir eiga hlut að að stugga þessari vá frá dyrum okkar, held- ur treysta þar á nokkra dáta frá landi þvi, er nú er helst kennt við Watergate. Einn þessara vindmylluridd- ara, er ritar grein i Mbl. þ. 17/11 s.l., virðist þó hafa hlotið i vöggu- gjöf hugrekki hins spánska fyrir- rennara sins og sýnist þess albú- inn að axla sverð sitt til varnar landi og lýö. Það er vissulega áhugavert, sálfræðilegt viðfangsefni að leita skýringa á þessum sefasýkisrit- smiðum, sem daglega fylla nú siður viðlesnasta dagblaðs á ts- landi. Ljóst er, að ekki á sama skýring við um alla þá, er hér eiga hlut að máli. Alkunna er, að erlend herseta vekur upp margvisleg, óæskileg fyrirbæri i hverju hersetnu landi. Þau systurfyrirbæri, er frá alda öðli hafa þótt einna hvimleiðust, eru þeir tveir föstu fylgifiskar hersetu, gleðikonur og hermang- arar. Sú er sameiginleg náttúra þessara stétta, að þeim er allt falt við fé. Koma þær gjarnan skriðandi til hinna erlendu setuliða, bjóðandi fram vörur sinar og þjónustu. Ekki skipta þá hagsmunir föður- landsins máli, enda hér um að Verö- laun fyrir barna- bækur Á siðasta fundi fræðsluráös Keykjavikur var rætt um veiting- ar verðlauna fyrir frumsamdar og þýddar barnabækur og samþykkt, að úthlutunarnefnd skipi þau séra Sigurð Hauk Guð- jónsson form., Sigrúnu Klöru Hannesdóttur skólabókafulltrúa og Þórhildi Jónasdóttur, tilnefnd af Stéttarfélagi barnakennara i Reykjavik. Seint fyrnast fornar ástir Eftir fjörutiu og átta ára að- skilnað voru þau Arlene og Jack Dalton gefin saman j' heilagt hjónaband i annað sinn. Þau eru bæði 73 ára. Skötuhjúin giftust i fyrra skipt- ið fyrir 51 ári, en skildu eftir þriggja ára hjónaband. Þau byrj- uðu að skrifast á i fyrra, þegar frú Dalton frétti af þvi, að önnur kona manns hennar væri nýlátin. ræða sanna fulltrúa hins frjálsa framtaks. Island er hér engin undantekn- ing. Á allra vitorði er, að Morgun- blaðið er hið opinbera málgagn binna stórvirkustu úr hópi is- lenskra hermangara, enda munu þeir sitthvað láta af hendi rakna til blaðsins og þess flokks, er að þvi stendur. Engin er þvi nauðsyn að kafa djúpt i leit að skýringum á skrif- um þjóna þessara aðila i Morgun- blaðinu. Ekki eru þó allir þeir, ér nú fvlla siður Mbl. meö prédikunum um varanlegt hernám Islands, af þessum flokki manna. Þarna er einnig að finna menn, sem engin ástæða er til að ætla, aö séu lak- ari lslendingar né óþjóðhollari en almennt gerist. Tvennt virðist þessum mönnum sameiginlegt: Nató er i þeirra augum heilagt bandalag, sem hefur bjargað heimsfriðnum. Bandariskur her á tslandi er það eina, sem i framtiðinni getur bjargað islensku þjóðinni frá tor- timingu og varðveitt frelsi hennar fyrir óvigum gerskum her, er umkringir okkur og biður færis. Viðskulum nú athuga stuttlega þessar fullyrðingar. Afleiðing stofnunar Nató var stofnun Var- sjárbandalagsins. Siðan hafa þessi tvö bandalög staðið hvort andspænis öðru, grá fyrir járn- um. Eru þetta þær aðstæður, sem liklegastar eru til að stuðla að varanlegum friði i heiminum? Til að fá svar við þessari spurningu, hljótum við að beita hinni einu til- tæku aðferð, að spyrja söguna. Sýnir sagan okkur það, að stofn- anir hernaðarbandalaga hefi reynst besta trygging fyrir varð- veislu friðar? Sagan segir nei. En þótt Nato sé ekki besta tryggingin fyrir heimsfriði, er það þá samt ekki besta vörnin fyrir okkur, og höfum viö ekki að- eins haft gagn og sóma af þvi að vera i þessum samtökum? Hefur ekki þetta bandalag ætið vikið góðu að þessum minnsta meðlimi sinum? Enn er sagan ólygnust. Um það þarf að sjálfsögðu ekki að deila, að með þvi að lána land okkar undir vighreiður stórvelda stofn- um við tilveru islenskrar þjóðar i algjöran voða, ef til styrjaldar drægi. Kjarnorkuvopn'eru of dýr til að þeim yrði eytt á herstöðvalaust land. Sé hins vegar Keflavikurstöðin svo þýðingarmikil vörn Banda- rikjanna sem Morgunbl. telur, yrðu e.t.v. fyrstu sprengjunum beint þangað. En hvað þá um allt það gagn, sem við höfum haft af að vera i þessum samtökum? Með þvi að vera i Nató og hafa hér bandariskan her höfum við falið erlendu stórveldi hluta af stjórnsýslu okkar. Hvaða riki getur talist sjálf- stætt, sem falið hefur erlendu stórveldi varnarmálaráðuneyti sitt og um leiö grundvallar-«triði utanrikismála sinna? Á þeim tima, sem við höfum verið i Nató, höfum við orðið að- njótandi þess ,,sómá” að vera samábyrgir Bandarikjamönnum um niöingsverk þeirra i viður- styggilegasta striði mannkyns- sögunnar i Vietnam. Við höfum verið þeim samábyrgir um arð- rán á alþýðu hinnar rómönsku Ameriku, um samsæri þeirra til að hrekja frá völdum hverja lýð- ræðislega stjórn i þessum heims- hluta með meðfylgjandi fjölda- morðum og pyntingum á óbreytt- um borgurum. Við höfum verið þeim sam- ábyrgir um að sfeypa lýðræðis- legri stjórn i Grikklandi o.s.frv., o.s.frv. Við höfum einnig gerst sam- ábyrgir fasistastjórn Portúgals um fjöldamorð á konum og börn- um i Afriku. ()g hvilik virðing fulltrúum ts- landsá samkundum þessa banda- lags að l'á að sitja við hlið „mannvinanna"'frá Washington, Lissabon og Aþenu. Gagnvart sinum minnsta með- limi hafa tvær af forystuþjóðum Nató beitt olbeldi i landheigi okk- ar og önnur þeirra ráðist með vopnavaldi inn i landhelgi tslands og gert itrekaðár tilraunir til að sökkva skipum okkar og bana sjómönnum okkar. Sameiginlega hafa svo flest riki bandalagsins staðið að þvi að beita okkur viðskiptaþvingunum og kórónað allt skv. frásögn Morgunbl. með þvi að pina upp á okkur nauðungarsamning, sem verul. hluti Sjátfstæðismanna fékkst ekki til að samþykkja. Hver verður þá, i ljósi þessara staðreynda, skýringin á þvi, aö góðir og þjóðhollir lslendingar láta frá sér fara slik sefasýkis- skrif, sem raun ber vitni? Einn þessara manna kemur margoft að þvi i greinum sinum, að Magnús Kjartansson, Lúðvik og co. hafi samið við Itússa um að taka við Keflavikurflugvelli um leið og siðasti Amerikaninn ler. Þarf nú lengur að leita sjúk- dómsgreiningarinnar? — Eða hafa menn gleymt ör- lögum bandariska hermálaráð- herrans, er batt endi á lif sitt með þvi að stökkva út um glugga, hrópandi: Kússarnir koma! Kússarnir koma! UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir ogi brunar. Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI Rannsóknarstaða viö Atómvísindatofnun Norðurlanda (NOIIDITA) Við Atómvisindastofnun Norðurlanda (NORDITA) i Kaupmannahöfn kann aö verða völ á rannsóknaaöstöðu fyrir islenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaað- stöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræðilegra atómvisinda er viö stofnunina unnt aö leggja stund á stjarneölisfræði, og uppi eru ráðagerðir um rann- sóknir á sviði eðlisfræöi fastra efna. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Keykjavik, og skal umsóknum skilaö þang- að fyrir 1. febrúar n.k. Umsækjendur skulu hafa lokið há- skólaprófi i fræðilegri eðlisfræði, og skal staðfest afrit prófskirteina fylgja umsókn ásamt upplýsingum um námsferil og störf. Menntamálaráðuneytið 2. janúar 1974. Fyrsta skemmtun þjóðhótíðar 1974 ALFA- DAIHS og á Melavelli 6.janúar kl. 20.30 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna. 1. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir tsl. Gunnarsson, flytur á- varp. 2. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi Ólafur L. Kristjáns- son. 3. Álfakóngur og drottning koma með friðu föruneyti og syngja álfalög. Nemendakór Menntaskólans við Hamrahlið syngur með álfun- um. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur taka þátt i gleði álf- anna og stiga dans. Hópur fimleikamanna kemur fram i gervi þjóðsagnapersóna og leikur listir sinar. 4. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir kveðja börnin. 5. Stórkostleg flugeldasýning. Aðgöngumiðar seldir á Melavelli frá kl. 16.00 þann6. jan. Verð aðgöngumiða kr. 100.00 fyrir fullorðna. Verð aðgöngumiða kr. 50.00 fyrir börn. Foreldrar, hafið börn ykkar vel klædd. Kþ. _ it'iitt pjóöhátiöarnefnd ^ Reykjavíkur 1974

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.