Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 13
Summdagur fi. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 önnur, en þær vildu alla vega a6 þú kæmir þangað eins fljótt og þú gætir. Walker sagði að þær hefðú verið eitthvað yfirspenntar. en ég myndi ekki taka það nærri mér i þínum sporum. Þú veist hvernig Walker ýkir alltaf. Sem snöggvast missti Rósa- munda sjónar i aðalvandamálinu, meðan hún reyndi (og ekki i fyrsta sinn) að tengja þann Walker sem hún þekkti við Walker hans Péturs. en það bar engan árangur frekar en fyrri daginn. Og á meðan höfðu Pétur og hjólið hans runnið sem ein heild út i morgunumferðina og hún reyndi að ihuga þennan nýja gang mála eftir bestu getu. Hún yrði auðvitað að fara til Ashdene með fyrstu lest og kom- ast að þvi hvað var á seyði. Hugur hennar fór að ólga, ekki af óró- leika, heldur af hversdagslegum ráðagerðum. Ferðin gæti hæg- lega tekið megnið af deginum og hún varð þvi að sjá til þess að matur væri til reiðu handa Geof- frey og Pétri, þegar þeir kæmu heim og bréf með boðum um hvert hún hefði farið. Lika bréf til þvottahússmannsins og glugga- pússarans og enn eitt til mannsins sem ætlaði að lita á kyndinguna og hún hafði beðið eftir i sex vik- ur, en kæmi auðvitað i dag. Og hún yrði lika að láta Eileen vita að hún gæti ekki fóðrað Sjanghó, hún yrði að fá einhvern annan til þess. Vonandi var Eileen ekki farin i vinnuna ennþá. En það var hún. Það var Basil sem opnaði dyrnar. Hann var klæddur dökkbrúnum silkisloþp og sýndist hæstánægður með sjálfan sig, rétt eins og hann væri nú húsbóndi þarna. Hann hlustaði með athygli á frásögn Rósa- mundu, gerði litið úr vandamál- um Sjanghós, en bauðst til að aka henni til Ashdene undir eins. — Ég þarf að hitta mann i Rochester, sagði hann. — Það er alveg i leiðinni, og ég vil gjarnan fara timanlega, svo að ég geti kynnt mér staðhætti áður en ég skuldbind mig til neins. Rósamunda vissi ekki enn við hvað Basil starfaði — hún hafði Brúðkaup Þann 8.12.73 voru gefin saman i hjónaband i kirkju Oháða- safnaðarins s.l. af séra Emil Björnssyni Hafdis Haraldsdóttir og Helgi Sigurjónsson. Heimili þeirra er að Vogatungu 4 Kóp. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þann 29.9 voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af séra Jóhannesi Pálmasyni presti i Reykholti Margrét Theodórs- dóttir og Friðbert G. Pálsson. Heimili þeirra er að Dunhaga 15. Stúdio Guðmundar Garðastræti 2. CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ aldrei munað eftir að spyrja hann að þvi, þegar hentugt tækifæri gafst. En ef til vill hafði hún heyrt rétt fyrsta kvöldið. að hann væri umboðsmaður hjá Shell og ef til vill fólst i þvi starfi að hitta fólk i Rochester og borða hádegisverð með þvi — þvi ekki það? Alla vega var hvorki staður né stund til þess nú að fá svör við þeirri spurningu, og meðan hann fór inn til að klæða sig, baö hún enn einu sinni greiðvikin Dawsonhjónin að sinna þörfum Sjanghós. Um tiuleytið voru þau komin af stað i iitla, hvæsandi bilnum hans Basils, sem hann talaði sifellt um. Hann var enn nógu ungur til að lita svo á að hann hefði komið sér upp stöðutákni þegar hann keypti drusluna fyrir aðeins fimmpund, og meðan hann lýsti af sjálfum- gleði öllu þvi sem hafði verið at- hugavert við hann og hann hafði gétað bætt úr, gat Rósamunda helgað sig eigin vandamálum. t önnum sinum um morguninn hafði henni næstum tekisl að gleyma, að hún væri ef til vill morðingi, og nú þegar þau óku um hið kunnuglega landslag, þótti henni hugmyndin hlægilegri en nokkrusinni fyrr. Meðan Basil lét móðan mása um gangstig eða blöndunga reyndi hún enn að komast til botns I vandamálum sinum. Sem snöggvast fylltist hún yfir- þyrmandi skelfingu við tilhugs- unina um hinar veigamiklu sann- anir sem hlaðist höfðu upp gegn henni. skelfingu sem virtist svo fáránleg i þessu fagra veðri... en næstum samstundis varð hún þess vör að hún gat litið á sann- anahrúguna sem ögrun, hvatn- ingu til að takast á við erfiðleik- ana og bjóða þeim byrginn. Þetta hlaut að tákna að hún var i þann veginn að verða heilbrigð aftur, að hún var að ná sér aftur and- lega. Rétt eins og það hefði verið liður i sjúkdómi hennar að horfast i augu við óþægilegar staðreyndir — en til allrar guðslukku var hún að ná sér og nú sat hún þarna i bilnum i glampandi vetrarsól- skini. Gráa pilsið og fallegu svörtu skórnir veittu henni stuðn- ing i einmana baráttu hennar gegn sannanahrúgunni. Morð- ingjar dubba sig ekki upp á þenn- an hátt og taka ekki til kvöldmat handa eiginmanni og sonum, hugsa þvi síður um að fóðra hunda nágrannans... Þetta var allt svo dæmalaust ólikt henni. sagði Rósamunda við sjálfa sig, það hlaut þvi að fýrirfinnast ein- hver önnur skýring. Jafnvel sag- an um rika frændann i Ástraliu hafði næstum verið trúverðugri, þótt auðvitað yrði að fella Nóru inn i hana lika og sömuleiðis strákana úr skólanum hjá Pétri, sem höfðu sagst hafa séð lik við járnbrautarlinuna. Allt þetta fólk — það virtist áfram um að skjóta skuldinni á Rósamundu með flóknum lygasögum. Einhver leynilegur agent hefði getað mút- að þeim undir þvi yfirskini að þeir sýndu föðurlandsást með þvi að þykjast hafa séð lik — en hvað um Nóru? Hún var ekkert nema miskunnsemin og virtist hvergi falla inn i þessa fáránlegu sögu, og hún var lika alltof ringluð til að geta logið þegar það átti við. En kannski hafði hún einmitt gert það, kannski hafði aldrei verið til þess ætlast að hún lygi fyrir Rósamundu? Nei; hægan nú, ef það væri nú Ned sem var erfing- inn að áströlsku miljónunum og alls ekki illi frændinn, tengdason- ur systur Jessiar? En hvar kom þá frænka Jessiar við sögu? En nú var skáldkonan gersamlega búin að gleyma þeirri röksemda- færslu sem hafði flækt ættingjum Jessiar i málið, og Basil sagði ,,er það ekki?" i annað skipti, og það minnsta sem hún gat gert var að hlusta á hvað hann var að segja. Það var hljóðið i bilnuin hans sem tók hug hans allan og hann vildi beina athygli Rósamundu að, margs konar sjaldgæf og dá- samleg hljóð sem öll sögðu hon- um eitthvað sérstakt, þótt þau væru öll eins i eyrum Rósa- mundu. Hann virtist ánægður og sjálfumglaður eins og móðir sem státar af barni sem er nýbyrjað að tala og heldur endilega að allir aðrir hafi sama áhugann á þvi. Þau höfðu ekið að heiman i glaða sólskini. en þegar Basil hleypti Rósamundu út fyrir utan hús tengdamóður hennar, var það augljóst að þokan var aftur að leggjast að. Sólin skein ennþá en birtan var farin að dofna og fljót- lega myndi sólin lita út eins og silfurlit skifa i þéttu gráu mistr- inu, uns hún hyrfi alveg. Það fór hrollur um Rósamundu. Loftið var rakt og það var farið að kólna. Hún flýtti sér upp eftir malarstignum, lramhjá sigrænu runnunum, hringdi dyrabjöllunni feginsamlega, heyrði kunnuglegt fótatak Jessiar nálgast. — Ó, ungfrú Rósamunda, það var indælt að sjá yður aftur. Gleði gömlu þjónustustúlkunnar var enn innilegri en endranær og Rósamunda heilsaði henni ofur hlýlega. — Ég er lika fegin að sjá yður, Jessie, sagði hún. — llvernig gengur? — Þakk fyrir, ágætlega, svar- aði Jessie eins og hún var vön. — Og hjá yður... Hún þagði við og horfði rannsakandi á Rósa- mundu. — Þér litið ekki sérlega vel út, ungfrú Rósamunda, þér eruðdálitið lásleg. Hafið þér ver- ið veikar? Ósjálfrátt gramdist Rósa- mundu þessi athugasemd Jessi- ar. Konu er alltaf meinilla við að heyra að hún liti ekki vel út, en einhverra hluta vegna virtust þessi orð ekki aðeins gagnrýni, en þau gerðu hana lika hrædda... eyðilögðu þann frið og gleði sem hún var annars alltaf vön að finna til við komuna á þennan stað, — Það er svo sem ekkert' að mér, Jessie, sagði hún stutt i spuna. — Ég var með flensuvott Litla gula hœrian sagði: Hvað var húsið lika að lenda? Þota rakst á hús i lendingu Morgunblaðið 3. janúar 1974. BRIDGE Belladonna rankar við sér Italir hafa lengi átt á að skipa færustu bridgespilurum heims, eins og þeir hafa hvað eftir annað sannað, nú siðast á Evrópumeist- aramótinu sl. haust. Italska bridge-sveitin ,,Blue Team" er vafalaust sterkasta bridge-sveit sem um getur og það sannaði hún rækiléga hér um árið þegar hún gersigraði hina frægu bandarisku ..Dallasása". Tveir þeirra sem i ,,Blue Team"-sveitinni voru, þeir Bella- donna og Garozzo, eru i reynd at- vinnumenn, einbeita sér alger- lega að bridge-spilinu. Spilatækni þeirra er einkum viðbrugðið, en þeir, og þá einkum Belladonna, dotta stundum við spilaborðið og leika þá af sér, en eru þá oftast fljótir að ranka við sér eins og Belladonna gerði i þessu spili i einviginu við „Dallasásana". S. A 10872 H.A 109853 T. 10 L.K S. 5 H.KG72 T. 965 L.98762 S. KD9643 II. 64 T. G83 L.D4 S. G H.D T. AKD742 L.AD1053 Sagnir: Suður gefur. Hvorugir á hættunni. Suður Vestur Norður Austur Belladonna Garozzo 1. L. pass 1 II. 1 S. 3. T. pass 3 G. pass 4 L. pass 4 S. pass 5 I.. pass 6 T. pass Vestur lét úr spaðafimmu, Belladonna tók með ási blinds og lét aftur út spaða, sem hann trompaði með tvisti, en Vestur yfirtrompaði með tigulsexu og lét út tromp. Hvernig fór Bella- donna, sem hafði dottað stundar- korn og þvi ekki heyrt spaðasögn Austurs, að þvi að vinna samt sem áður hálfslemmuna i tigli? Svar:: Það er kannski of djúpt tekið i árinni að Belladonna hafi beinlin- is dottað við spilaborðið og þvi ekki heyrt yfirboðssögn Austurs, einn spaða, en hann hélt a.m.k. þannig á spilunum að ætla verður að hann hafi gleymt henni — og er það reyndar ekki ótrúlegt þvi að hann e'r oft furðu viðutan, en er venjulega fljótur að ná sér á strik aftur. Sé þetta haft i huga er ekki nema eðlilegt að hann reyndi fremur að trompa spaða (til þess að komast sjálfur inn) en hjarta. En með hliðsjón af spaðasögn Austurs, hefði hann átt að taka á laufakónginn siðan á hjartaásinn og trompa hjarta heima, trompa lauf i borðinu og láta enn út hjarta frá blindum. Trompi Austur með tigulgosanum, yfirtrompar Suður með drottningunni og Vestur fær aðeins slag á tigulniuna. En spilið fór sem sagt á aðra leið. Þegar Belladonna rankaði við sér og sá hvaða skyssu hann hefði gert. fór þvi fjarri að hann léti hugfallast. Hann tók á frispil- in sin i laufi og trompi, og þegar siðasta tigultrompinu er spilað kemst Vestur i kastþröng i þess- ari stöðu: II. A109 11.KG L.9 S.K 11.64 11.D T.7 L.5 Vestur kastar af sér hjarta i tigulsjöuna i þeirri von að Austur eigi hjartadrottningu, en við það verður hjartatia blinds frispil. Og ekki má hann kasta af sér laufa- niunni. Þá stendur laufafimman fyrir sinu. Ein þraut — tvœr lausnir Bandariski bridgemeistarinn Jeff Itubens bjó til eftirfarandi bridgeþraut og birti, en varaði sig ekki á þvi að til er önnur og ein- faldari lausn á henni en hann ætl- aðist til að menn l'yndu. S. AK8743 11. G98542 T. 3 L. — S. D II.— T. AI) 108754 L. AD1097 S. 9652 II.D763 T. K9 L.643 S. G10 11. AK10 T. G62 L. KG852 Það fylgdi þrautinni að sagnir hefðu verið þessar, Suður gefur: Suður Vestur Norður Austur 1 G. 3 T. 4 T. pass 4 II. 5 L. 5 II. pass pass 6 L. 6 11. pass Gert er ráð l'yrir að Vestur láti út laúfaás og þá spurði Rubens: Hvernig átti Suður að fara að þvi að vinna hálfslemmu i hjarta hver sem vörnin verður? Og hæla má annarri spurningu við, þar sem spurning höfundarins var ekki einhlit: Hvaða tvær leiðir er hægt að fara til að standast hálf- slemmuna? FELAG (SLEHZKRA HLJOMLISTARMAIA ' . '■''v f' ***■'?'•',. ■" útvegarjyður hljóðfæraleikara l v - ■<>&. MjómsvHtír við hverskonar tækifœri Vinsamlegast hringið í 2ÖZSS milli kl. 14-17 SÚLÓ- eldavélar Framleiði Sol.o-eldavélar af mörgum stærðum og gerð- um, — einkum liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbúslaöi og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla f.vrir sma-rri báta og litla sumarbústaði. i;li) avklaverkstæði ÍÓIIANNS I II. KRISTJANSSONAR H.F KLEPPSVEGI 62. - SÍMI33069.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.