Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 15
Visir. Suiinudagur (!. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Heimsmet í gullfiskaáti
Larry Hollibaug,
Bandaríkjunum, setti
nýlega heimsmet með
því að gleypa 85 lifandi
gullfiska. Þrátt fyrir
aðvaranir lækna um að
slík samkeppni hlyti að
vera heilsuspillandi
tóku um 100 manns
þátt í keppninni.
SÍÐAN
UMSJON. SJ
SPRENGINGIN MIKLA
Þegar forsætisráðherra Spánar,
Carrero Blanco, var myrtur 20.
desember sl. var það gert með
þcim hætti að tilræðismennirnir
komu sprengjum fyrir undir
strætinu sem Carrero var vanur
að aka eftir á vissum timum
dags. Með fjarstýringu voru
sprengjurnar gerðar virkar
þegar bill Carrcros kom og var
krafturinn svo óskaplegur að
bifreiðin hentist upp á svalir á
annarri hæð, en hluti af bilnum
fór yfir fimm hæða háa kirkju-
hyggingu. Myndin hér að ofan
sýnir hvernig umhorfs var eftir
sprenginguna, en i götuna kom
gigur sem var :io fet i þvermál.
Auk forsætisráðherrans fórst
bilstjórinn og lifvörður.
SAGA AF STJÖRNU
Skömmu fyrir áramót-
in lést söngvarinn
Bobby Darin á sjúkra-
húsi i Los Angeles 37
ára að aldri. Banamein
hans var hjartabilun.
Bobby Darin hét upphaflega
Walden Roberto Cassotto.
Faðir hans var minniháttar
..gangster” og dó hann áður en
Bobby Darin fæddist. Móðir
hans lifði á tryggingarfé það
sem eftir var.
1
Nafnið Darin fann drengurinn
i simaskrá og byrjaði að nota
það þegar hann hóf að syngja
inn á plötur. t maimánuði 1958
kom út platan „Splish Splash”
og seldist hún i 100 þúsund ein-
tökum á þremur vikum. Þar
með var Bobby Darin orðinn
stjarna. Siðar, þegar Darin söng
lögin i „Mach the Knife” eftir
Kurt Weil, seldist sú plata i yfir
2 miljónum eintaka og drengur-
inn var þar með orðinn topp-
stjarna. Þar með lá leiðin opin i
dyrustu næturklúbba Las
Vegas, i sjónvarpið og i kvik-
myndaiðnaðinn. Bobby Darin
kvæntist leikkonunni Sandra
Dee árið 1960, en þau skildu árið
1967.
Vegur Bobby Darins fór
minnkandi upp úr 1965 allt fram
á siðasta ár, að honum tókst að
rifa sig upp að nýju með leik og
söng i sjónvarpsþáttum.
Bobby Darin
Tískan og unga
fólkið í Sovét
Uiiga fólkið i Sovét hefur til-
hneigingu til að elta tiskuna eins
og annaö ungt fólk i velferðar-
þjóðfélögum. Þessi tilhneiging
unga fólksins hefur verið aII-
mikiörædd isovéskum fjölmiðl-
um að undanförnu, og þar reynt
að sýna fram á, að margt sem
fylgir tiskunni, sé bæöi óhollt og
hættulegt. Þannig varði eitt
dagblað heilli siðu undir að-
viirunarorð varðandi háa sóla,
þröngar buxur, sitt hár og svo
framvegis, og sögð dæmi um
ófarir ungmenna sem höfðu
fylgt tiskunni um of.
Tiska = iðjuleysi?
Sérfræðingur einn sagði að
það væri eitthvað bogið við
tiskutildur i öreigaþjóðfélagi.
Frá örófi a!da hefði orðið tiska
verið tengt oröinu iðjuleysi eða
fánýti, og unga fólkið yrði aö
skilja að það sem hentaði iðju-
Verzlið þar seni úrvalið er mest o« kjörin bezt
Skoðið hina nýju
ATON
leysingja i Paris eða manni
sem dræpi timann á börum i
Florida, hentaði ekki vinnandi
fólki i Sovétrikjunum.
Vesturlandabúum þykja
Sovétmenn heldur ihaldssamir i
klæðaburði, en þó sjást viða ung-
ir menn með fremur sitt hárog
kvenfólk á hásóluðum skóm. Þá
hafa buxnadragtir og hárkollur
mætt æ minni andúð stjórnvalda
og fara senn að þykja sjálf-
sagðir hlutir.
DEILD
á annarri
hæð
ATON-
HÚSGÖGNIN
eru
glæsileg og
AL-ÍSLENSK
Skoðið renndu
vegghúsgögnin
skápana og skattholin
Engir víxlar — heldur mánaðargreiðslur
með póstgíróseðlum — sem greiða má
í næsta banka, pósthúsi eða
sparisjóði.
Opið til kl. 10 á föstudögum
— og til kl. 12 á hádegi laugardögum.
Næg bilastæði.
Jli
JÓN LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 . Simi 10-600
[=J||
Vinningsnúmer i happdrætti
Styrktarfélugs vangefinna
eru:
1. II 31950 Mercury Comet
2. R 37870 Volvo 144
3. R 6539 Saab 96
4. R 32181 Peugeot 104
5. Ö 2434 Sunbeam
Styrktarfélag vangefinna