Þjóðviljinn - 06.02.1974, Síða 13
Miövikudagur 6. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
gætt þess að Celia fengi ekki að
vita of mikið um fjármál hans;
hann vildi umfram allt að hún
héldi að hann afþakkaði tilboðið,
svo að hann gæti haft til umráða
fimmtiu pund sem hún vissi ekk-
ert um. Þetta kom að minnsta
kosti vel heim við viðhorf hans til
kvenna yfirleitt.
— Auðvitað borga ég þér þetta
einhvern tima aftur, Ned, sagði
hann glaðlega til að ljúka samtal-
inu.
En Ned var hins vegar ekki
reiðubúinn að ljúka þvi. Ekki
ennþá. Hann vildi hafa hlutina á
sinum stað, svo að hann gæti horft
á þá og glaðst yfir þvi að þeir voru
á sinum stað. Allt skyldi gerast á
snyrtilegan hátt. Hann reis á
fæturog upphóf ræðu, sem virtist
undirbúin.
— Þú getur borgað mér aftur ef
þú vilt það heldur, en það liggur
að minnsta kosti ekkert á. Fyrir-
tækið plumar sig nokkuð vel. Satt
að segja gengur okkur betur i
kreppunni en ýmsum fjársterkari
fyrirtækjum.
Róbert kinkaði kolli viðutan.
Annaðhvort var honum farið að
leiðast eða hann kærði sig ekkert
um að heyra um velgengni fyrir-
tækisins eftir að (eða vegna þess)
að hann var farinn þaðan.
— Gömlu fyrirtækin voru i föst-
um skorðum og áttu vissa mark-
aði. Þegar dró úr sölunni var erf-
itt fyrir þau að mæta þvi áfalli.
Þau voru ekki nógu sveigjanleg.
Þess vegna er i rauninni ekki svo
galið að byrja störf á erfiðum
timum eins og ég. Við byrjum að
minnsta kosti með tvær hendur
tómar og getum einbeitt okkur að
þvi að framleiða það sem selst.
Nú var Róbert hættur að hlusta.
Kannski var þaö þess vegna sem
Ned sneri sér að næsta atriði, en
liklega hafði hann ekki meira um
þetta að segja.
— Og fáein pund öðru hverju
skipta ekki öllu máli, og það er
eins gott að ég segi það strax, að
þér er að sjálfsögðu velkomið að
fá þinn hluta af þvi sem
inn kemur.
Róbert sneri sér að honum með
hægð. Tékkurinn lá i veskinu
hans, veskið var i vasa hans og
hann var farinn að glóa. Ég sá á
honum að hann brann af löngun
eftir að segja að hann væri ekki til
sölu fyrir peninga.
— Af hverju er mér það vel-
komið? sagði'hann. Rödd hans
var gersamlega hljómlaus.
Ned hikaði andartak og tók svo
til máls með trúnaðarhreimnum,
sem hann var sennilega vanur að
beita við tvistigandi hluthafa.
— Ef þú vilt að ég leysi frá
skjóðunni án allrar tilfinninga-
semi og útúrdúra, þá get ég verið
stuttorður. Þér er það velkomið,
vegna þess að þú ert listamaður.
— Hænan sem verpir gulleggi
einn góðan veðurdag?
— Já, það er sjónarmið þjóð-
félagsins i heild. En ef þú átt við
mitt eigið persónulega viðhorf, þá
er þetta ruddalegt og ómaklegt
gamli vinur, og ef ég vissi ekki
hvilikur þverhaus þú ert, þá
myndi ég heimta að þú tækir
þessi orð þin aftur.
Róbert hafði ekki hreyft sig,
siðan hann sneri sér að Ned. Nú
sneri hann sér aftur með hægð
þannig að hann vissi að mér.
Hann starði á einhvern blett svo
sem hálfum metra fyrir ofan
höfuðið á mér, stóð þögull andar-
tak og sagði siðan:
— Ég tek þau aftur.
— Viðhorf mitt til listamanna
er þannig, hélt Ned áfram, — að
þeir séu nauðsynlegir fyrir okkur
hina. Við höfum þörf fyrir þá,
enda þótt gjaldið sé hátt. Gjaldið
getur verið peningar eða geð-
vonska og rifrildi.
Ég skildi. Þetta var ræðan sem
hann hafði undirbúið heima,
skýringin á þvi hvers vegna hann
fyrirgaf Róbert að hafa farið
leiðar sinnar án þess að tala við
hann fyrst. Mér fannst óþægilegt
að hlusta á hana en mér var fylli-
lega ljóst, að Ned lét ekki hunsa
sig. Ned gat hvorki verið stutt-
orður né látið sem ekkert væri. Ef
hann var búinn að gera upp við
sig hvernig hann ætlaði að
bregðast við einu eða öðru, þá til-
kynnti hann hinum aðilanum
ákvörðun sina. Það var vegna
þess að Ned leit á sjálfan sig sem
stofnun en ekki einstakling. Hann
var Ned Roper h.f., fyrirtæki i
vexti, á leið upp i hæðirnar. Það
minnsta sem hann gat gert var að
senda frá sér yfirlýsingu þegar
hann dró nýjan fána að hún. Hann
sagði Róbert ekki frá örlæti sinu i
þeim tilgangi að fá hann til að
sýna þakklæti. Hann var aðeins
að upplýsa hann. Ned Roper h.f.
mun eftirleiðis fylgja þessari
stefnu.
Róbert skildi ekki haus né sporð
i þessu. Honum fannst Ned vera
að prédika til að hreinsa sam-
visku sina sem atvinnurekandi og
græða meiri peninga. Hann hafði
rétt honum þessi fimmtiu pund til
að fá hann til að hlusta. Þetta er
ekki ágiskun min, þvi að hann
sagði mér þetta sjálfur eftir á. —
Hann kaupir sér athygli fyrir
fimmtiu pund, sagði hann. Ég
reyndi að fá hann til að lita á
málið frá hinni hliðinni, en það
tókst ekki. Þeir voru ekki þannig
gerðir að þeir gætu skilið hvor
annan.
— Þannig lit ég á málið, sagði
Ned. — Verksvið mitt — það sem
ég ber skynbragð á — aflar fjár
handa mér. Oðru máli gegnir um
þig. En ef við viðurkennum að við
séum báðir jafnómissandi, ætti að
vera hægt að viðhafa eins konar
jöfnun.
Róbert gekk stundarkorn um
gólf meðan hann melti þetta. Svo
Þann 5.1. voru gefin saman i
hjónaband i Langholtskirkju af
séra Sváfni Sveinbjörnssyni Stef-
ania V. Sigurjónsdóttir
hjúkrunark. og Axel Eiriksson
úrsm. Heimili þeirra er að
Tangagötu 6, fsafirði. (Nýja
myndastofan) •
Brúðkaup
Þann 29.12. voru gefin saman i
hjónaband i Dómkirkjunni af séra
Þóri Stephensen Erla Sigurgeirs-
dóttir og Höskuldur Dungal.
Heimili þeirra er að Grettisgötu
31. Brúðarmeyjar voru Gerður og
Kristrún Einarsdætur (systur
brúðarinnar). (Nýja myndastof-
an)
stansaði hann með bakið að Ned.
Hann sneri höfðinu um niutiu
gráður og talaði yfir öxlina.
— Að vissu leyti er það rétt sem
þú segir, en að öðru leyti ekki. Ég
skil vel hvert framlag þitt er, en
hvað á ég eiginlega að láta i té?
— List þina, sagði Ned blátt
áfram.
— Já, mér datt það i hug. Láta
list mina i té? Hvernig á ég að
fara að þvi? Koma með koppa og
kyrnur sem þú getur stungið i
ofninn?
Ned hallaði sér upp að
veggnum og slakaði á. Nú var
Róbert kominn i rétt hugar-
ástand.
— Gallinn á þér, Róbert, er sá
að þú hengir þig um of i orðin. Þú
gripur með kjafti og klóm i
eitthvert orð og þér verður ekki
þokað úr stað, fremur en
hvumpnu hrossi. Þegar ég segi að
við höfum hvor um sig ákvéðnu
hlutverki að gegna, þá á ég aðeins
við það, að þú eigir að skapa góða
list. Sú staðreynd nægir að þú ert
skapandi listamaður. Ef þú
grunar mig um að fá þig til að
láta eitthvað i té fyrir þá hjálp
sem þú þiggur, þá skjátlast þér.
Þú heldur kannski að ég búi yfir
leynilegum áætlunum um að
narra út úr þér teikningar og
muni, en eins og landið liggur
þessa stundina hef ég enga þörf
fyrir teikningarnar þinar.
— Hundómerkilegar stælingar.
— Þú getur kallað það þvi
nafni, en þessar hundómerkilegu
stælingar seljast og halda fyrir-
tækinu uppi, svo að starfsfólkið
mitt getur haldið vinnunni og ég
hef sjálfur það mikið aflögu að —
— Að þú getur verið örlátur við
soltna málara.
—• Og hjálpað þeim sem gera
eitthvað annað en hundómerki-
legu stælingarnar hans Baxters.
Skilurðu ekki að allir heimsins
Baxterar gera gagn á þann hátt.
A einni svipstund gerbreyttist
Róbert. Hann rétti virðulega úr
sér, gekk stirðlega að borðinu,
settist á eldhússtólinn og togaði i
buxnabrotin eins og hann vildi
ógjarnan eyðileggja egghvöss
brotin. Hann studdi saman
fingurgómunum og hallaði sér
aftur á bak með lokuð augu.
— Viljið þér hraðrita dálitið,
ungfrú Bolsterworthy, sagði hann
rólega og virðulega. — Herra
Edward Baxter, Esq. Kæri herra
Edward Baxter. 1 dýpstu auð-
mýkt sendir Listastofnunin Lamb
yður kærar þakkir fyrir þá hjálp
sem þér leggið fram til trygg-
ingar áframhaldandi tilveru
vorrar, með þvi að framleiða
viðurkennda og ósvikna kúa-
mykju.
— Æ, hættu nú, sagði Ned hlæj-
andi. Hlátur hans virtist ekki
alveg ekta, en sennilega veitti
hann gremju hans útrás. Honum
likaði ekki siðasta tiltæki
Róberts. Mér likaði það reyndar
ekki heldur, en ég gat þó séð að
Róbert var það mikils virði að
halda stolti sinu einmitt núna. Ef
sattskalsegja, varég ekki heldur
sérlega hrifinn af þessari sýndar-
mennsku Neds. Ef list Róbert
skipti hann i rauninni svona
miklu máli, hefði hann alveg eins
getað sent honum þessi fimmtiu
pund með undirskriftinni ,,Frá
vini” og sleppt öllum ræðu-
höldum. En ég hafði þekkt þá
báða nógu lengi til að skilja hvað
á spýtunni hékk. Efnislegar
þarfir Róberts voru ekki meiri en
andlegar þarfir Neds. Ef Róbert
vildi álita að kaupsýslumenn
væru aðeins gervikarlar sem
réttlættu tilveru sina með þvi
einu að hjálpa listamönnum. þá
vildi Ned ekki siður leiðretta þann
misskilning og tryggja sér i leið-
inni sólskinsblett meðal hinna
skapandi. Hann var ekki fyrsti
maðurinn sem gerði þá angur-
væru uppgötvun, að næst þvi að
vera skapandi var að gera sig
ómissandi fyrir þann sem
eitthvað skapaði.
Aður en ég gat sagt eitthvað til
að beina talinu i aðra átt, hafði
Róbert snúið sér að þvi sama. Allt
Miðvikudagur 6. febrúar
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Vilborg Dagbjarts-
dóttir heldur áfram lestri
sögunnar „Börn eru bezta
fólk” eftir Stefán Jónsson
(2). Morgunleikfimikl. 9.20.
Tilkynningar kl. 9.30 Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða. Or játningum
Agústinusar kirkjuföður kl.
10.25: Séra Bolli Gústafsson
I Laufási les þýðingu Sigur-
björns Einarssonar biskups
(11). Kirkjutóniist kl. 10.40.
itöisk tónlist kl. 11.00:
Félagar i Filadelfiu-
blásarakvintettinum leika
Konsert i g-moll fyrir
flautu, óbó og fagott eftir
Vivaldi/Blásarakvintettinn
i Filadelfiu leikur Kvintett
nr. 3 I F-dúr eftir Cam-
bini/Flutt atriði úr óperunni
„Rakaranum frá Sevilla”
eftir Rossini.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Dyr
standa opnar” eftir Jökul
JakobssonHöfundur les (5).
15.00 Miðdegistónleikar: is-
lenzk tónlista. Lög eftir Ey-
þór Stefánsson, Pál Isólfs-
son, Fjölni Stefánsson og
Emil Thoroddsen. Frið-
björn G. Jónsson syngur,
Ólafur Vignir Albertsson
leikur á pianó, b. Svita fyrir
pianó eftir Herbert H.
Agústsson. Ragnar Björns-
son leikur. c. Lög eftir Björn
Franzson. Guðrún Tómas-
dóttir syngur, Guðrún
Kristinsdóttir leikur á
pianó. d. Norræn svita um
islenzk þjóðlög eftir Hall-
grim Helgason. Strokhljóm-
sveit Rikisútvarpsins leik-
ur, höfundur stj.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Popphornið
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Smyglararnir i skerja-
garðinum” eftir Jón Björns-
son. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les (5).
17.35 Framburðarkennsla i
spænsku
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. BeinlinaUm-
sjónarmenn Árni Gunnars-
son og Einar Karl Haralds-
son.
19.45 Til umhugsunar Þáttur
um áfengismál i umsjá
Sveins H. Skúlasonar.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur
Maria Markan syngur lög
eftir islenzka höfunda. b.
Stefánsbylur . Þórarinn
Helgáson frá Þykkvabæ
flytur stutta frásögu. c.
■ Svipast um á Suðurlandi
Jón R. Hjálmarsson skóla-
stjóri talar við Þórð
Stefánsson i Vik i Mýrdal
um bókasafn staðarins og
sitthvað fleira. f. Tvær ljós-
móðursögur af Ströndum
Laufey Sigurðardóttir frá
Torfufelli les frásagnir
Heigu Soffiu Bjarnadóttur
fyrrum ljósmóður af erfið-
um vetrarferðum. g.
Biómsturvallarimur Svein-
björn Beinteinsson kveður
rimur eftir Þorstein Jóns-
son á Dvergasteini. h. Um
islenzka þjóðhætti Árni
Björnsson cand.mag. talar.
i. Kórsöngur Blandaður kór
og strengjasveit flytja lög
eftir Þórarin Guðmundsson.
21.30 Utvarpssagan: „Tristan
og Isól” eftir Joseph Bédier
Einar ól. Sveinsson
prófessor islenzkaði og flyt-
ur formálsorð. Kristin Anna
Þórarinsdóttir leikkona
byrjar lesturinn.
22.00 Fréttir. 22.15 Veður-
fregnir. Morðbréf Margeirs
K. Laxdals, — fimmti hluti
Saga eftir Hrafn Gunn-
laugsson i útvarpsgerð
höfundar. Flytjendur með
honum: Rúrik Haraldsson
leikari, örn Þorláksson og
Lárus Óskarsson.
22.55 tslandsmótið i hand-
knattleik Jón Ásgeirsson
lýsir.
23.20 Nútimatónlist Halldór
Haraldsson kynnir.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
18.00 M a g g i nærsýn i.
Teiknimynd. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.05 Skippi. Ástralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.30 Svona eru börnin — i
Alsir. Norskur fræðslu-
myndaflokkur um börn i
ýmsum heimshlutum. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
18.45 Gitarskólinn. Gitar-
kennsla fyrir byrjendur. 1.
þáttur. Kennari er Eyþór
Þor'láksson, og styðjast
þættirnir við samnefnda git-
arkennslubók eftir hann.
sem nýkomin er út og fæst i
bókaverslunum um land
allt.
19.25 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 l.if og fjör i læknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.55 Krunkað á skjáinn.
Þáttur með blönduðu efni
varðandi fjölskyldu og
heimili. Meðal efnis i þætt-
inum er viðtal við krafta-
manninn Reyni örn Leós-
son. Umsjónarmaður
Magnús Bjarnfreðsson.
21.35 Spekingar spjalla.
Hringborðsumræður
Nóbelsverðlaunahafa i
raunvisindum árið 1973 um
vandamál samtiðar og
framtiðar. Þátttakendur
eru Lea Esaki og Ivar Gia-
ever, sem hlutu verðlaun i
eðlisfræði, Konrad Lorenz
og Nikolaas Tinbergen. sem
hlutu læknisfræðiverðlaun-
in. og Geoffrey Wilkinson og
Ernst Otto Fischer. sem
hlutu efnafræðiverðlaunin.
Umræðunum stýrir Bengt
Feldreich. Þýðandi öskar
Ingimarsson. (Nordvision
— Sænska sjónvarpið)
22.30 Ilagskrárlok.