Þjóðviljinn - 24.02.1974, Qupperneq 1
r
Ovíst hvort
um helgina
Áburðarverksmiðja ríkisins
og Sementsverksmiðja
ríkisins sömdu og halda
áfram framleiðslu
Þegar Þjóðviljinn fór i prentun
um hádegi á laugardag, var enn
með öllu óvist hvort tækist að
leysa hin viðtæku verkföll nú um
helgina, en þau hófust klukkan 12
á miðnætti i fyrrinótt.
Það eru nær 100 verkalýðsfélög
vitt um landið sem nú hafa hafið
verkfall en helstu undantekning-
arnar eru Vestmannaeyjar,
Grindavík og nokkrir staðir á
Austurlandi. Er þetta ein viðtæk-
asta vinnustöðvun, sem um getur
hér.
Fundur samninganefnda
verkalýðsfélaganna og atvinnu-
rekenda, sem hófst klukkan 13 á
fimmtudag stóð til klukkan hálf
þrjú aðfaranótt laugardags, og
nýr samningafundur hófst klukk-
an 2 i gær. Enn er deilt um ýmsar
mikilvægar sérkröfur fyrir utan
sjálfa almennu kauphækkunina.
Samninganefnd ASl hefur ekki
hugsað sér að mæla með neinum
undanþágum, en vald til að veita
undanþágur er i höndum hvers
einstaks félags á þess svæði.
Verslunarmenn hafa veitt und-
anþágu til flugs, svo að Islenska
landsliðið i handbolta kæmist til
þátttöku i heimsmeistarakeppni I
\
Nœsti leikur?
Það eru margir sem skilja ekkert i þvi hvernig fóik getur setið
margar klukkustundir og horft á framvindu skákar. Eins og
þessar myndir sýna þá gleyma menn sér alveg og biða i angist
og spenningi eftir næsta leik. Siðasta umferð Reykjavikurskák-
mótsins hefst kl. 13.30 i dag og þá teflir Friðrik, sem öðrum
fremur hefur dregið að áhorfendur, viðForintos, sem hefur stað-
iðsig meðágætum i þessu móti (Ljósm. SJ)
verkföllin leysast
Austur-Þýskalandi, en hún er i
þann veginn að hefjast.
Sérstakar viðræður hófust á
föstudagskvöld milli Verkalýðs-
félaga á Suðurnesjum annars
vegar og Oliufélagsins h.f. og
flugfélaganna hins vegar, vegna
starfsmanna við afgreiðslu flug-
véla á Keflavikurflugvelli. —
Ekki var vitað um niðurstöðu i
þeim, þegar Þjóðviljinn fór i
prentun.
Samningar tókust aðfaranótt
laugard. milli Vinnumálanefnd-
ar rikisins fyrir hönd Aburðar-
verksmiðju rikisins og Sements-
verksmiðju rikisins annars veg-
ar, og nokkurra verkalýðsfélaga
hins vegar, og heldur framleiðsla
áfram i þessum verksmiðjum af
fullum krafti. Það eru Dagsbrún,
Verkalýðsfélagið á Akranesi,
járniðnaðarmenn og fleiri, sem
að þessu samkomulagi standa, og
hefur verkfalli verið aflýst hjá
umræddum verksmiðjum.
Herinn brýtur verkf all
1 fyrrakvöld gerðist það að
Kristján Pétursson tollvörður og
Valtýr nokkur Sigurðsson tóku
sér far til Bandaríkjanna. Nú
væri þetta ekki i frásögur færandi
ef ekki væri verkfall verslunar-
manna. Farkostur manna þess-
ara var flugvél bandariska flug-
hersins en hvorugur mannanna
hafði sótt um undanþágu til þess
að mega fljúga af landi brott.
Flugu þeir þvi i algerri óþurft
verkfallsvarða.
Það virðist vera margt hlut-
verkið sem þetta blessaða ,,varn-
arlið” gegnir á Keflavikurvelli.
Nú hefur ný starfsemi bæst á af-
rekaskrá þess; verkfallsbrot.
Þessi starfsemi hlýtur að hafa
hlotið samþykki varnarmála-
nefndar utanrikisráðuneytisins
og þá er bara spurningin: Hvenær
fær „varnarliðið” aðild að samn-
inganefnd verkalýðsfélaganna
eða hvorum megin við borðið sem
þaö nú á eftir að sitja?
—ÞH
Margir urðu til að ná sér f bensinlögg á tankinn áður en verkfall skail á og sést hér ös við bensinstöðina
við Miklubraut á föstudagskvöld.
Mikil harðindi í vetur
Rœtt við Unnar Þór Böðvarsson skólastjóra á Birkimel
Unnar Þór Böðvarsson skóla-
stjóri á Birkimel á Barðaströnd
tjáði blaðinu að mikil harðindi
hefðu verið þar i sveit i vetur.
Hafa mikil frost verið og klaki
bæði i og á jörð. Hins vegar
sluppu Barðstrendingar nokkuð
vel út úr óveðrinu sem gerði á
dögunum. Engir skaðar urðu á
mannvirkjum og rafmagn fengu
þeir nóg frá Patreksfirði.
Samgöngumálin kvað Unnar
vera i mesta ólestri og nefndi sem
dæmi að áætlun flóabátsins væri
ekkert samræmd áætlun rútunn-
ar frá Stykkishólmi til Reykja-
vikur þannig að litil not verða af
honum, vilji menn bregða sér til
höfuðborgarinnar. Er þá helst til
ráða að fara með mjólkurbllnum
til Patreksfjarðar en þaðan er
flogið til Reykjavikur.
Þá kvarta þeir Barðstrending-
ar yfir lélegum sjónvarpsskilyrð-
um. Eru miklar truflanir á út-
sendingunni af erlendum stöðv-
um.
Nú eru Barðstrendingar að búa
sig undir grásleppuvertið sem
hefst um miðjan april. Að sögn
Unnars munu 15^20 bátar stunda
vertiðina sem stendur fram i júni
og lengur hjá sumum. Hafa menn
gert það gott á fyrri vertiðum og i
fyrra fengu þeir allt upp i 100
tunnur af hrognum á bát. Verðið á
tunnunni er um 10 þúsund krónur
þannig að þetta er drjúgur skild-
ingur fyrir 2 menn i 2—3 mánaða
úthaldi.
Útvegsbændur á Barðaströnd
eru hagleiksmenn og eru nokkrir
þeirra núna að smiða sér báta
sjálfir fyrir vertiðina.
Nú er verið að undirbúa bygg-
ingu barna- og unglingaskóla á
Barðaströnd en smiði hans á að
hefjast með vorinu. Hefur verið
veitt tveimur miljónum til bygg-
ingar hans. Skólinn mun rúma 50-
—60 nemendur en það er svipaður
fjöldi og börn á skólaskyldualdri i
hreppnum.
Nú búa um 200 manns i Barða-
strandarhreppi og fer heldur
fjölgandi. Hreppurinn hefur stað-
ið af sér alla flutninga i þéttbýlið
og kvað Unnar helstu skýringuna
á þvi vera grásleppuna. Þónokk-
uð er um ungt fólk i hreppnum og
sagði Unnar að það settist að i
sveitinni eftir þvi sem land og að-
stæður leyfa. — ÞH
Svartolía i stað gasoliu — sparnaður:
3 skuttogarar á ári
Ef tekinn væri upp sá
háttur að brenna svart-
oliu i stað gasoliu á öll-
um nýju skuttogurunum
okkar, gætum við keypt
okkur 3 nýja togara á ári
fyrir sparnaðinn.
Þetta kom fram hjá Ólafi
Eirikssyni tæknifræðingi á fundi
hjá Alþýðubandalaginu i Reykja-
vik á fimmtudagskvöldið.
Miðað við nýjustu upplýsingar
sem fyrir liggja um verð á oliu
má ætla að nýi togaraflotinn eyði
gasoliu fyrir 740 miljónir króna á
ári. Auðvelt er að koma við þeim
útbúnaði sem geri það kleií't að
brenna svartoliu. en hún er miklu
ódýrari en gasolian.
Árseyðsla togaraflotans af
svartoliu mundi kosta á að giska
275 miljónir króna. Þaö mundu
þvi sparast 465 miljónir sam-
kvæmt þessum reikningi.
Væri nú ekki ráð, spurði Ólaf-
ur, að hyggja að þessum sparn-
aðarmöguleika? Eru menn ekki
oft að tala um hagræðingu og
endurskipulagningu þar sem
minni verðmæti eru i húfi en
þarna?