Þjóðviljinn - 24.02.1974, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1974.
OO000
Hvað varðar
Morgunblaðið
um þjóðarhag!
Vegna sifelldra rógskrifa
Morgunblaðsins um rikisstjórn-
ina, nú sérstaklega vegna loðnu-
veiðanna og stöðvunar á móttöku
i verksmiðjunum hérna á Faxa-
flóasvæðinu, vildi ég leyfa mér að
minna lesendur Þjóðviljans á þá
margendurteknu lygi, er þessi
blaðsnepill lét frá sér fara árum
saman um einn harðgerasta og
duglegasta verkalýðsforingja, er
tslendingar hafa átt, Þórodd
Guðmundsson á Siglufirði. thald-
ið hundelti þennan mann árum
saman meðan hann lifði og einnig
eftir að hann var allur, um að
hann hafi viðhaft þessi ummæli,
sem nefnd eru hér i upphafi þessa
pistils. Þannig er þessi sorp-
blaðamennska Morgunblaðsins
þegar grannt er skoðað, saman-
ber grein, sem fyrrverandi for-
maður thaldsins, Jóhann Haf-
stein, reit nýlega i tittnefnt blað.
Loðnusjómaður
Af
erlendum
bóka-
markaði
Art and Architecture
in Italy 1600 to 1750.
Rudolf Wittkowér. The Pelican
History of Art. Penguin Books
1973. Paperback Edition.
Rit þetta hlaut mjög góða
dóma, þegar það kom út i fyrstu
1958, og var nefnt klassiskt. Höf-
undur endurskoðaði það, og er
þessi útgáfa eftirprentun þeirrar
þriðju. Timabilið er eitt mesta
blómaskeið italskrar listar, þá
einkum byggingarlistar og högg-
myndalistar. Páfavaldið studdi
mestu meistara þessara tima,
svo sem Bernini, Borromini og
Cortona. Barokkin reis hvergi
hærra en á ítaliu þessa tima-
skeiðs. og útlistun þeirrar stefnu
eða stils er óviða betri en i skrif-
um Witkowers. Nú eru komin út
átta bindi ,,paperback”-útgáfu
þessa ágæta ritverks, listasögu
Penguin-forlagsins, og um margt
eru þau hentari en bundna útgáf-
an, einkum það, að myndir eru
prentaðar i texta og bækurnar eru
handhægari i meðförum og auk
þess munar miklu á verði þeirra
og hinna innbundnu.
Zur Kabbala und
ihrer Symbolik.
Gershom Scholem. Suhrkamp
1973.
Kabbalistar töldu sig byggja á
Gamla testíimentinu, töldu að
hvert orð og hver stafur i heilög-
um ritningum hefðu i sér fólgna
dulda merkingu. Þessar kenning-
ar koma fram á sjöundu
öld og lifðu meðal Gyðinga
og fleiri fram á þá átjándu.
Kabbalistar töldu allt frá Guði,
þar með hið illa, sem stafaði af of
mikilli fjarlægð frá Guði, einnig
töldu þeir sál mannsins eilifa, til-
vera hennar væri eilif. Talna-
speki fylgdi þessum kenningum
og ýmiss konar töfratilburðir.
Táknmál kabbalista er sér á parti
og fræði þeirra full af táknum og
boðskap, sem er fólginn bak við
orð og tölur.
Scholem fjallar um þessi fræði i
riti sinu og rekur áhrif kabbalista
á gyðingdóminn og dregur upp
kenningar þeirra, sem táknmynd
af sögu Gyðinga. Hann notar dul-
speki kabbalistá sem spegilmynd
af dulvitund gyðingdómsins og
leitast við að finna kabbala sál-
fræðilegan grundvöll. Bókin er
mjög svo forvitnileg.
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mál: Guðbergur Bergsson
A tannaveiðum
■ Áhrif ljóssins, hin sérstaka stil-
færing 'þess, flökt, sem staðfestir
það, að hér sé málariað teikna og
fást við liti, ekki aðeins hvitan og
svartan, heldur ósýnilega liti,
gefur listamanninum, Goya, tæki-
færitil þess að færa viðfangsefnið
út og inn i rúmið og sviðsetja það.
Allt slikt skortir frumteikning-
una. Hjá Goya verður bakgrunn-
urinn jafnan til á koparplötunni.
Á frumteikningunni sést gálginn,
og með þeim hætti verður myndin
„raunsærri”, nánar tengd aftöku-
stað en á koparstungunni. Hinn
hengdi hangir hér i snöru, áhorf-
andinn verður sjálfur að imynda
sér gálgann og aftökustaðinn.
Með þessum hætti reynir Goya á
huga áhorfandans og ýtir undir
imyndunarafl hans og sköpunar-
mátt. Það er erfiðara að teikna
hengdan mann, sem hangir i tóm-
inu en mann, sem hangir i gáiga.
Velazquez lék sér að þvi að láta
menn standa eina i tóminu, eða á
einhverjum lit. Liklega hefur
Goya fengið höfuð hins hengda að
láni frá Pisanello, sem teiknaði
oft hengda menn og var snillingur
á þvi sviði.
Svarið við þvi, hvers vegna
ungfrúin sækist eftir tönnum úr
likinu, finnst við lestur handrits-
ins i Prado: „Tennur hengdra
manna eru einstaklega vel fallnar
tiLgaldurs; án þess krydds verður
engum árangri náð. Slæmt er að
alþýða manna trúir þvilikum
kjánaskap.”
Liklega hafa galdramenn sótt
mikinn fróðleik i læknisfræðirit
Pliniusar, sem eru furðuleg og
skemmtileg. Lyf hans voru áreið-
anlega einstaklega vond á bragð-
ið, og það þykja hin bestu meðul
enn þann dag i dag. Alþýðu
manna þykir bragðvond meðul
best til árangurs. Það vita skottu-
læknarnir.
TRÆDAL FYRIR RETTI:
Æfingum Nató-hersins var stefnt gegn
norskum verka- og námsmönnum
Kvöldvaka leikara endurtekin
Kvöldvaka Leikarafélags Þjóðleikhússins verður endurtekin I Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld kl.
20.00 vegna mikillar aðsóknar sl. mánudag. Efnisskráin verður talsvert breytt, en alls munu um 30 leik-
arar koma þar fram. Ekki verða kvöldvökurnar fleiri að þessu sinni, vegna mjög mikillar starfsemi
leikhússins um þessar mundir og anna leikaranna. Myndin er úr einu atriði kvöldvökunnar, „Sauma-
klúbbnum”.
OSLÓ 21/2 — Réttarhöld eru hafin
i Noregi i máli hermannsins
Narve Trædal, sem tekinn var
fastur fyrir að senda blöðum
leyniskey ti frá y firherstjórn
Nató-hersins i Noregi. Skeyti
þessi voru send viðvikjandi her-
æfingum á landi og sjó i Noregi,
og bendir efni þeirra eindregið til
þess að aöalhlutverk hersins sé
ekki að verjast innrás, heldur að
brjóta á bak aftur innlenda aðila,
einkum námsmenn og verka-
menn, sem liklegir gætu talist til
að verða rikjandi stjórnarfari og
þjóðfélagskerfi miður hollir.
Trædal leit svo á að hér væri
herinn að fara út fyrir löglegt
verksvið sitt og sendi þvi skeytin
með upplýsingum um tilgang æf-
ínganna til norskra blaða. Fyrir
réttinum i dag kvaðst hann lita
svo á að efni skeytanna vitnaði
um ofriki gegn pólitisku frelsi i
landinu.
Einn þeirra norsku hershöfð-
ingja,erstjórnaði umræddum æf-
ingum, var generalmajór Tönne
(ekki Kristófer) Huitfeldt, sem
var i hópi Norðmanna þeirra er
Nató kostaði fyrir skemmstu
hingað til lands á ráðstefnu, sem
hérlend samtök Nató-vina voru
látin standa fyrir. Væntanlega
hefur Hvitfeldur ekki látið tæki-
færið ónotað til að fræða islenska
bræður sina i Nató um hverskon-
ar ofbeldisaðgerðum myndi hent-
ast að beita gegn þeim tslending-
um, sem ekki létu hræða sig til að
skrifa undir Watergate-vixilinn.
dþ