Þjóðviljinn - 24.02.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. februar 1974. YÍETNAM OLÍUNNAR Grimmilegur skæruhernaður, sem minnir á striðið í Vietnam, hefur i mörg ár geisað i soldánsdæminu Óman suðaustan á Arabfuskaga. Þar berst marxisk skæruliðahreyfing gegn soldáni landsins, sem nýtur stuðnings og er undir áhrifum frá bresku stjórninni og íranskeisara. Dofar væri ekki annaö en næstum gleymt horn af þvi afskekkta og vanþróaða arabiska soldánsdæmi Áman, ef ekki kæmi tvennt til. 1 fyrsta lagi er Dofar föðurland einu arabisku skæru- liðahreyfingarinnar, sem er hvorttveggja i senn marxisk og heyr skærustrið eftir vietnamskri fyrirmynd. í öðru lagi er þessi örsnauði landshluti ekki allfjarri mynni Persaflóa, en að þeim flóa liggja sem margkunnugt er orðið mestu oliusvæði, sem enn er vitað um i heiminum. Velgjörðamaður Aría Fyrir allskömmu sendi hin marxiska skæriihreyfing landsins út tilkynningu þess efnis, að Iranskeisari hefði sent gegn henni sérþjálfaðar hersveitir. Svo er að sjá að tran reyni nú að gera sig að stórveldi á þessu svæði. Það hefur vigbúist af kappi undanfarin ár og einni reynt að gera smærri riki sér háð með diplómatiskum klækjum. Fyrir fáeinum^árum hernam Iransher smaeyjar nokkrar i innsiglingu Persaflóa og hefur siðan aðstöðu til að stöðva siglingar inn i flóann og út úr honum. ef Sjaansja Ariameher (embættistitill Iranskeisara og þýðir: konungur konunganna og velgjörðarmaður Aria) teldi henta. Útþenslubrall Irana á svæðinu hófst fyrst fyrir alvöru er Bretar drógu her sinn þaðan burt. PEKING 22/2 — Talsmaður kin- verska utanrikisráðuneytisins þvertók fyrir það i dag, að þær stjórnmáladeilur, sem nú eiga sér stað i landinu, myndu hafa i för með sér harðnandi afstöðu i utan- rikisstefnu rikisins. Talsmaður- Þetta er ekki i fyrsta sinn, að tranar eð Persar seilast til áhrifa i Suður-Arabiu, en langt er siðan þeir reyndu það seinast. Það var Austast á kortinu er Dofar, sem er vestasta fylkið I soldánsdæm- inu óman. A miöju korti, er Suð- ur-Jemen, en þar situr marxisk stjórn er styður skæruliða. raunar fyrir daga Múhameðs, en þá keppti Persaveldi Sassanida við Eþiópa um áhrif á þessu svæði. Stórveldistilburðum Persa- keisara fylgir að hann vill endi- lega taka að sér hliðstætt lög- regluþjónshlutverk gegn sósialiskum og umbótasinnuðum öflum i Persaflóalöndum og Bandarikin eru orðin alræmd. Olia og bylting hafa alltaf þótt nokkuð eldfim blanda og hætt er við að svo reynist ekki hvað sist á þessum siðustu og verstu oliu- inn vildi heldur ekki gera mikið úr gagnrýni þá á vestræna tónlist og kvikmmyndir, sem gætt hefur viða i Kina undanfarið i sambandi við nýja menningarbyltingu, sem sumir vilja meina að sé i uppsigl- ingu þar i landi. krepputimum. 1 bók um skæru- hernaðinn i Óman, sem nýkomin er út i Bretlandi og hefur meðal annars verið þýdd á dönsku, segir að ,,Þjóðfrelsisstriðið i Dofar ógni auðugasta svæðinu, sem heims- valdasinnar hafa á valdi sinu til fjarfestingar, og um leið þvi svæði, sem nú skiptir mestu máli fyrir auðvaldsheiminn.” Og hvað mikilvægi Persaflóasvæðisins viðvikur, geta vist flestir verið höfundum bókarinnar sammála. Bretar og Hússein kóngur lika í spilinu Et^ er það ekki velgjörða- maður Aria einn, sem sýnir i verki áhuga á Dofar. Langt er siðan breska stjórnin sendi soldáninum af Óman og Múskat til trausts og halds herforingja, sem siöan hafa verið potturinn og pannan i baráttunni gegn hinum marxisku skæruliðum, Fyrir skömmu sendi Hússein Jórdaniu- kóngur liðsforingja til Óman sömu erinda, og skyldi maður þó ætla að hann hefði ærið að gera fyrir sitt fólk heima fyrir. Kaddafi i Libiu, sem er bókstafs- trúaður Múhameðingur og kommúnistahatari, hafði einnig látið sér detta i hug að hjálpa soldáninum af Óman gegn þegnum hans marxistunum, en hættisiðan við það, liklega vegna vinskapar soldáns við Breta og trana. Kaddafi er ásamt með öðru harður arabiskur þjóðernissinni og afskipti utanaðkomandi af málum Araba eru eitur i beinum hans. Libia fordæmdi þannig á sinum tima með hörðustu orðum það athæfi Persakeisara að hernema smáeyjarnar i innsiglingu Persaflóa (sem Arabar vilja raunar kalla Araba- flóa), og áreiðanlega finnst Kaddafi sem Múhameð Resa Pahlavi bæti nú gráu ofan á svart með þvi að senda iranskan her til hernaðar gegn Aröbum i arabisku landi. Blaðið Sot A1 Þora, er skæruliðarnir gefa út i Suður- Jemen, sem er þeim vinveitt, skýrði nýlega svo frá að skæru- liðarnir hefðu nú fengið að opna skrifstofu i Libiu. Þetta bendir til þess að Kaddafi hafi komist að þeirri niðurstöðu að kommúnistar séu skömminni til skárri, þótt guðlausir séu, en sá óhugnanlegi kokkteill af miðaldaafturhaldi og tæknivæddu nútimaauðvaldi, sem Iranskeisari er fulltrúi fyrir. Vopn frá Kína og Sovét Skæruliðarnir i Dofar eru sem betur fer ekki einir i heiminum, þvi að auk þess sem þeir njóta stuðnings frá Suður-Jemen fá þeir vopn frá bæði Kina og Sovét- rikjunum. Vopnunum er komið til þeirra gegnum Suður-Jemen, sem .liggur að Dofar. Þótt striðs- aðilat þar tefli hvor um sig aðeins fram nokkrum þúsundum manna, er striðið þeirra þvi þegar orðið alþjóðlegt að vissu marki. Strið þetta hófst þegar árið 1965 og var upphaf þess uppreisn, sem hafði það markmið að þræla þáverandi soldáni, Said bin Timúr hét hann, til einhverra umbóta. Þessi höfðing'' var ihaldsmaður af hugsjón 0£ hafði til þessa tekist að halda riki sinu fullkomlega á miðaldastiginu. Þrælahald var sjálfsagður liður i þjóðarbúskapnum og önnur eins djöfulsins spilverk og buxur með vestrænu sniði, gleraugu og læknislyf voru harðlega bönnuð. Dauðasynd var að taka ljós- myndir, og komust vestrænir blaðaljósmyndarar oftar en einu sinni i þann krappan er þeir reyndu að mynda lifverði soldáns, fornmannlega striðsmenn með bjúgsveðjur. Þá vissu þeir ekki fyrr en kallarnir voru komnir yfir þá með breddurnar og áttu fótum fjör að launa. Stríöinu breytt i nútímahorf 1968 gerðist skæruliða- hreyfingin marxisk og tók Kina helst til greina sem erlenda fyrirmynd, enda þótt hreyfingin væri raunar áfram mjög þjóðleg og mótuð eftir staðháttum og aðstæðum I landinu. Liösmenn hreyfingarinnar voru margir fornmannlegir hirðingjar, sem ennþá lifðu i goðsögninni og löguðu bæði hugmyndafræði marxismans og mannkynssöguna eftir henni Þannig höfðu sumir skæruliða fyrir satt að Maó formaður, sem þeireðlilega töldu merkan mann, væri kominn af Múhameð spámanni að lang- feðgatali og þar að auki nákom- inn Nasser hinum egypska að frændsemi. Skæruliðshreyfingunni óx óumdeilanlega ásmegin, er marxisminn varð ofan á i röðum hennar, og þóttust gæðingar soldáns sjá að hann væri enginn maður til að verjast voðanum. Var gamla manninum steypt af stóli og sonur hans, sá er Kabús heitir, i staðinn gerður soldán af Óman og Múskat. Gamli soldáninn hafði haft sér við hönd nokkra „ráðgjafa”, sem breska stjórnin hafði sent honum, og fór ekki leynt að þeir höfðu átt drjúgan þátt i stjórnarskiptunum. Hernaðurinn gegn skæruliðunum var nú yfirfærður i það nýtisku- horf, sem þekktast er úr Vietnam. Þeim almúgamönnum, er vildu þýðast soldán, var lofað umbótum, en að öðrum kosti skyldu þorp þeirra bombuð i rústir, akrar þeirra og beitilönd brennd með napalmi og kvikfé murkað niður með vélbyssum. Hefur ekki skort á efndir þessara loforða, að minnsta kosti ekki þeirra siðarnefndu. 2/3 Dofar á valdi skæruliða Nokkrir liðsmanna skæru- hreyfingarinnar féllu fyrir umbótafreistingum Kabúsar soldáns og gengu i lið með honum, en ekki virðist það hafa veikt hreyfinguna til langframa. Hún ræður nú tveimur þriðju hlutum Dofar-fylkis og hefur gerbreytt þvi landi, skipt jarðnæði jafnt milli bænda, gefið þrælunum frel.si, veitt kvenfólki mann- réttindi og almenningi stjórn- málalega menntun. Úrslitin i þessu skærustriði, sem háð er á sólsviðnum eyði- merkurflákum sem eru einhverjir gleymdustu staðir á jörðinni, geta samt sem áður skipt sköpum i þvi valdatafli, sem fram fer um orkuforða heimsins. dþ Framleiði SÓLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerö-. um, —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaöií og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litia sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SIMI 33069. Obreytt afstaða Kín- verja í utanríkismálum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.