Þjóðviljinn - 24.02.1974, Page 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1974.
MOWIUINN
MáLGAGN S6SIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans •
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson,
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
VÍÐTÆKT VERKFALL SKOLLIÐ Á
Á miðnætti i fyrrinótt hófst verkfall nær
100 verkalýðsfélaga viðs vegar um landið.
Er hér um að ræða eitt viðtækasta verk-
fall, sem um getur hér á landi og mun allt
atvinnulif landsmanna lamast, þegar i
stað, nema á þeim tiltölulega fáu stöðum,
þar sem verkfall hefur ekki verið boðað.
Samningar hafa staðið yfir á fimmta
mánuð, og lengi vel virtist litið miða.
Fyrir stuttu tókst þó samkomulag i þeim
málaflokkum, þar sem verkalýðs-
hreyfingin beindi kröfum sinum að rikis-
valdinu, en hins vegar hefur ekki tekist að
ljúka samningum við atvinnurekendur um
sjálf kaupgjaldsmálin og hinar ýmsu sér-
kröfur félaganna.
Óvist er, hvort tekst að ljúka
samningum nú, en segja má, að á
mánudagsmorgun fái verkfallið fullan
þunga, verði það ekki leyst.
Allnokkuð hefur miðað i áttina siðustu
daga, en það eru ekki hvað sist ýmsar sér-
skröfur, sem erfitt hefur reynst að leysa,
svo sem krafan um kauptryggingu verka-
fólks.
Atvinnurekendur hafa hins vegar
samþykkt tillögu sáttanefndar, sem fól i
sér, að almenn meðaltals hækkun vegna
taxtatilfærslu hjá almennu verkalýðs-
félögunum yrði 5,6% og ofan á það kæmi
10-11% hækkun nú þegar hjá lægri
hópunum, en þeir hærri fengju aftur allir
sömu krónutölu. Siðar á samnings-
timanum gerði þessi tillaga einnig ráð
fyrir frekari hækkunum, þannig að
samtals hækkuðu laun að jafnaði hjá
GRUNSAMLEGUR UTANRÍKISRÁÐHERRA
,,Við teljum ekki að hinni stórauknu
uppbyggingu sovéska flotans á Norður-
slóðum sé beint gegn Noregi.”
Hver sagði þessi orð fyrir fáum dögum?
Það var utanrikisráðherra Noregs, sem
hér var i heimsókn.
Og hvar voru þau eftir honum höfð? —
Reyndar i Morgunblaðinu þann 20. þessa
mánaðar. Maðurini fékkst hins vegar
ekki til að segja eitt orð um það, hversu
Noregi væri brýn nauðsyn á ameriskum
herstöðvum á Islandi.
Við vekjum athygli á þessum ummælum
utanrikisráðherra Noregs til að benda á i
hve hrópandi andstöðu þau eru við allan
Morgunblaðsáróðurinn undanfarnar vikur
og mánuði um að hér yrði að vera erlend-
ur her, þar sem flotauppbygging Rússa
væri slik stórkostleg ógnun við Noreg, að
þetta gamla ættland okkar Islendinga
væri jafnvel nú þegar komið bak við fyrstu
viglinu Rússa.
En svo kemur bara sjálfur utanrikisráð-
herra Noregs og kveður upp úr með, að öll
þessi löngu og hrollvekjandi skrif með til-
heyrandi myndskreytingum hafi verið
eintómt slúður, — rússneska flotanum sé
eftir allt saman ekki beint gegn Noregi.
Vart þarf að efa, að Eyjólfur Konráð
Jónsson telur sig kunna að sjá betur,
hvaða hættur steðja að Norðmönnum
heldur en þeirra eiginn nýbakaði utan-
rikisráðherra.
Svo er lika aldrei að vita nema ráðherr-
ann kunni að vera haldinn „föðurlandsof-
stæki”, og þá er ekki að sökum að spyrja,
sem kunnugt er.
Og þvi mun Morgunblaðið halda áfram
að heita á okkur íslendinga að bjarga
Norðmönnum, samt varla þessum grun-
samlega utanrikisráðherra þeirra, þvi að
hann er sennilega best kominn hjá Rúss-
um.
Á siðustu árum hafa Norðmenn og
reyndar Danir lika skorið niður herþjón-
ustutimann hjá sér um fullan þriðjung
gegn harðvitugum mótmælum hershöfð-
ingja NATO, sem haft hafa i frammi álika
hrakspár og hér eru hafðar uppi af vissum
aðilum, þegar rætt er um að senda
ameriska herinn heim frá Keflavik.
Fyrir réttu ári siðan, þann 24.2.1973,var
almennu verkalýðsfélögunum um 23 ~ 24%
á tveimur árum.
Segja má að veruleg breyting hafi orðið
á afstöðu atvinnurekenda, er þeir nú hafa
samþykkt þetta, frá þvi sem upphaflega
var, en þeirra fyrsta tilboð, sem fram kom
fyrir nokkrum vikum fól eins og menn
muna i sér kauplækkun.
Samningamenn verkalýðsfélaganna
höfnuðu hins vegar tillögu sáttanefndar.
Kemur þar hvort tveggja til, að verka-
lýðshreyfingin hefur fullan hug á að knýja
fram meiri almenna launahækkun, og
ennfremur er ekki ætlunin að standa upp
frá þessum kjarasamningum fyrr en betri
árangur hefur náðst varðandi sér-
kröfurnar.
flaggað á forsiðu Morgunblaðsins ummæl-
um breska hershöfðingjans Sir Walter
Walkersfen hann var áður æðsti maður
NATO á norðursvæði bandalagsins, en
þau voru á þessa leið: ,,Samkvæmt minni
skoðun er nú kominn timi til að Danmörk
og Noregur komi málum sinum i lag og
afturkalli bannið við herliði frá Atlants-
hafsbandalaginu á landi siniT’^Þessi um
mæli hafði NATO-hershöfðinginn viðhaft i
tilefni af styttingu herskyldunnar i Dan-
mörku.
Ef Danir og Norðmenn gera hvort
tveggja i senn, að fækka i eigin leikbrúðu-
herjum og neita stöðugt að taka við
bandariskum herstöðvum.
Þeim mun furðulegra er, að norsk rikis-
stjórn skuli taka sig til og senda okkur ís-
lendingum leynilega nótu og mæla með
ameriskum herstöðvum á íslandi. Á þessu
undarlega misræmi vakti Magnús
Kjartansson m.a. athygli i sinni frægu
ræðu i Stokkhólmi á dögunum,og vist er
um það, að við Islendingar eigum marga
góða vini á Norðurlöndum, sem fagna um-
mælum Magnúsar, og öðrum munu þau
vafalaust kenna þarfa lexiu.
ALDARSPEGILL
Glefsur um tvœr sögur nýjar og nokkrar gamlar
Foreldramál i örtröð og morð-
bréf i martröð. Raddir og óhljóð i
útvarpi i ársbyrjun 1974..
ilér verður fallið fyrir þeirri
freistingu, að fara orðum um
tvær nýjar útvarpssögur eftir þvi
sem minni og hughrif gefa tilcfni.
þvi þær verða ekki skoðaðar á
prenti að sinni.
Þorsteinn Antonsson, ungt og
alvarlegt skáld, hefir gert söguna
Foreldravandamálið — drög að
skilgreiningu. Ungur stúdent, af-
sprengi auðs og umsvifa, gerir
mjög nákvæma úttekt á tilveru
sinni, uppruna,umhverfi og lýtur
það að hegðun samfélagsins.
Myndin af foreldrakynslóðinni er
sýnd i nokkurri fjarlægð, svona
likast og kvikmynd. öðru máli
gegnir um kynslóð höfundarins
sjálfs, æskuna og feril hennar i
fyrra og nú i ár, liðandi stund
samtimasögu. Þar nær höfundur
þvilikum snilldartökum á sög-
unni, að áheyrandinn verður
einnig áhorfandi. Maður er stadd-
ur á miðju sögusviðinu, finnur
hverja hreyfingu jafnt og að sjá
hana, finnur hvern þefeim.
hverja hitasveiflu, heyrir hvert
hljóð, hver kennd og tilfinning
egnir upp andsvar i skynjunar-
næmi áhorfandans. Gerir hann að
virkum þátttakanda hvort sem
honum likar vel eða illa. Maður
skynjar söguna sem lifandi þátt-
takandi hversu framandi sem hún
er. Og sagan er margmögnuð
fjarstæðu. Hún er grunduð á böl-
kjarna aldarinnar, firringunni,
poppæði, ölæði, hassvimu, kynæði
og þó fyrst og siðast er sagan
grunduð á þvi að enginn veit um
hvernig eða til hvers hann er að
öllu þessu nema svara kalli
hverrar þrár játandi á svip-
stundu. Ég hef ekki vit á betur en
galdur höfundar sé ekta. Hann
eigi skáldgáfu og hafi kunnáttu til
að beita henni.
Hrafn Gunnlaugsson, annað
ungtskáld, margræður höfundur,
hefirkynnt Morðbréf Margeirs K.
Laxdal, samsetning úr sögu,
sjónleik, veruleik úti og inni,
martröð i svefni og vitfirringu i
vöku, auk flestra hugsanlegra
hljóða og óhljóða. Semsagt:
Kynnt samsetning úr allskonar
samsetningum.
Hversu ákafur sem maður vildi
hafna samsetningnum og forsmá
hann. Hafna hverju einstöku
atriði útaf fyrir sig og siðan þeim
öllum samanlögðum, þá verður
hitt ekki sniðgengið: Þetta er al-
veg bráðvel gert og snjallt.
Ekki svo að skilja ég þekki fyrir
vist að þetta sé einhverjum veru-
leiki, heldur hitt, að i sögunni og
alhliða túlkun þeirrar keðju öfga
og f jarstæðna sem söguþráðurinn
er úr spunninn, i þvi er snilldin.
Ég held ég vogi að láta uppi að
stundum komi f jórða viddin með i
spilið, svo altækt og nærgöngult
gat þetta heilaspunaverk um
áfengisæði, myrkfælni og sorg
orðið.
Ekki er undir eigandi að bera
þessa höfunda saman neitt að
ráði. En þeir minna á tvistirni.
Þeir eru það i það minnsta i tim-
anum, i augnablikinu.
A Þorsteini veit ég alls engin
deildi, ekki hið minnsta. Um
Hrafn er vitað að hann er uppal-
inn á öldufaldi margs hins
fremsta i isl. list þar sem eru for-
eldrahús hans. Og annað sem er
meira virði. Hann er lika alinn
upp við það sem æðst er i islenskri
náttúru og það sem rótfastast
hefir verið að finna i þjóðlegri
menningu, hvorttveggja i eyjum
Breiðafjarðar. Hann hefir þvi
meira en litið forskot framyfir
margan kaupstaðastrákinn, enda
er ég ekki fjarri þvi að það segi til
sin i næmleikanum og skáld-
Játvarður Jökull
skynjuninni — hvað sem öðru lið-
ur.
„Og nokkrar gamlar"
Dagana eftir að lauk j útvarp-
inu sögunum, sem á er minnst hér
að framan, þá hefi ég fiktað við
það i huganum að visa þeim til
sætis á skáldaþingi. Verið að
svipast um hvort það væri hægt.
Auðvitað fer önnur spurning þar á
undan, sú, hvort það sé mitt með-
færi. Aðrir verða að koma til á
eftir og gera út um það.
Framhald á 14. siðu.
Eftir Játvarð Jökul á Miðjanesi