Þjóðviljinn - 24.02.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Side 7
Sunnudagur 24. febrúar 1974. ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 7 í Kvik- 1 [ myndtr j Háskólabió sýnir nú á mánu- (lagssýningum „Sólmyrkva” Antonionis frá árinu 1962. Af þessu tilefni er hér i dag dregið saman örlitið brot úr hinum viðamiklu skrifuin kvikmynda- fræðinga, sem fjallað hafa um þrileik Antonionis, Ævintýrið, Nóttina og Sólmyrkvann, og einnig segir frá nýjustu mynd meistarans. Annars er Sólmyrkvinn að flestu leyti mjög skýrt og aðgengiðlegt verk, sem ekki þarfnast flókinna skýringa. „Sólmyrkvinn er dæmisaga, samsett af mörgum minni dæmi- sögum. Maðurinn er myrkvaður þvi hann hefur glatað trúnni, án hennar verður hann hlutur. En maðurinn er ekki ánægður með þetta hlutskipti, hann óvirðir Monika Vitti i „Sólmyrkvanum”. Sólmyrkvinn og 12 árum síðar hlutina, færir þá frá raunveru- leikanum eða tilgangi þeirra. En hlutirnir hefna sin; þeir kynnu reyndar að koma i okkar stað. — I lok myndarinnar eru Vittoria og Piero horfin af tjaldinu og við sjáum aðeins staðina þar sem þau mættust, þar eru hinir venjulegu hlutir ennþá og hljóðin lika, en fólkið þekkjum við ekki. Vittoria og Piero hittast ekki framar. Skyndilega kviknar á nýtiskulegu götuljósi sem flæðir yfir mynd- flötinn, myndinni er lokið. Er þessi skæru endalok sólmyrkvi? Jú reyndar. Þeta er hin skerandi birta rafsólanna, dýrð hlutanna, hin langa neonglampandi nótt sálarinnar.” (John Simon, 1963). „Mikið hefur verið talað um þögnina i myndum Antonionis, sérstaklega i Nóttinni. Sólmyrkvinn er enn hljóðlátari. Frá Ævintýrinu til Sólmyrkvans verður hið talaða orð stöðugt minni þáttu myndanna. Svo menn segja að Antonioni hafi nú uppgötvað á ný þöglu kvik- myndirnar, hann sé nú að hverfa aftur til hins sanna eðlis kvik- myndar. Þeir sem svona tala lita aðeins á formið. En þögn Antonionis kemur ekki eðli kvik- myndar við á nokkurn hátt. Þögn hans stafar af viðfangsefninu, er hluti af þvi, eða einfaldlega er sjálft efnið. Persónur hans verða stöðugi þögulli eftir þvi sem á þrileikinn liður, þegar sjálf- skoðun þeirra vex. Þær hafa ekki glatað samböndum við aðra menn. Myndir Antonionis fjalla ekki um glötuð sambönd, eins og allir gagnrýnendur hafa viljað vera láta, myndirnar fjalla um fólk, um okkur, sefn höfum ekkert öðrum að bjóða og finnum ekki hjá okkur þörf til að blanda geði við annað fólk, og erum að glata þvi sem manninum er dýrast. Myndir Antonionis eru um dauða mannssálarinnar.” (Jonas Mekas, 1962) 1 bók sinni um Antonioni segir Robin Wood m.a. þetta um rauða þráðinn i myndum meistarans: — „Það er augljóst samræmi i samskiptum persónanna frá Ævintýrinu til Rauðu eyði- merkurinnar, og sameiginlegur þáttur myndanna er getuleysi karlmanna að fullnægja konum. Vonsviknar konur eru tilfinninga- kjarni allra fjögurra myndanna (Monika Vitti leikur þrjár þeirra). Eftir tvær fyrstu myndirnar verður mikil breyting á eðli þessa getuleysis karl- mannsins. Sandro (Ævintýrið) og Giovanni (Nóttin) eru listamenn sem hafa brugðist köllun sinni, þeir hafa svikið listina og sjálfa sig, svikið sköpunargáfu, sem er i rauninni þeir sjálfir. Þeir hafa báðir selt sig heimi veraldlegara gæða. Þess vegna eru þeir ófærir að uppfylla þær kröfur sem konur gera til þeirra; þeir geta ekki horfst i augu við sjálfa sig og þvi alls ekki i augu kvenna sinna. Getuleysi Pieros i Sólmyrkvanum og Ugo i Rauðu eyðimörkinni er annars eðlis, þeir vila ekki fyrir sér að horfa á augu konunnar, og þeim er getuleysi sitt varla ljóst. Piero er fjármálamaður, Ugo er visindamaður, þeir eru báðir rig- bundnir efniskendum heimi. — Thomas, ljósmyndarinn i Blow- Up er athyglisverð persóna i þessu sambandi, þvi sem ljósmyndari er hann eins konar bræðingur listamann og visindamanns, og þó er hann hvorugt, heldur dálitið af • þéim báðum. Sú staðhæfing, að frá náttúrunnar hendi sé karlmaðurinn hinn ævintýra- gjarni, en konan ihaldssöm, er ekki lengur viðurkennd, en hefur ef til vill nokkuð að styðjast i liffræðilegum skilningi. Einhver slik forsenda virðist undirstaðan i myndum Antonionis, þar sem hann skilgreinir hvernig nútima- maðurinn bregst sjálfum sér og þar af leiöandi konum. Eftir þvi sem þjóðfélagið verður „háþróaðra” beinist ævintýra- lögnun karlmannsins að visindum og tækni. Listamanninum er ekki annað eftirskilið en sú spilling að gefast upp fyrir auðfenginni velgengni eða getulaus óvissa sem snýstgegn honum sjálfum og hann þarfnast stöðugra upp- örvana frá öðrum til þess að viðhalda presónuleikanum. Visindamaðurinn finnur þunga- miðju lifsins i menntun og lifs- háttum sem ýta ekki undir þann næmleika á mannlegar til- finningar sem ætlast er til af listinni. Þetta er skýringin á vonsvkikum kvenna Antonionis, frá Claudiu i Ævintýrinu til Giuliana i Rauðu eyðimörkinni.” Antonioni i viðtali 1962: „Sómyrkvinn fjallar um unga konu er yfirgefur mann sem hún elskar ekki lengur og siðan fer hún frá öðrum manni þá hún elski hann enn. Heiminum nú á timum er stjórnað af peningum, peninga- græðgi, ótta við peninga. Þetta leiðir til hættulegs afskiptaleysis af vandamálum mannsandans. Þetta hefur einnig áhrif á ástina og konuna i Sólmyrkvanum, Vittoriu, sem stuttu eftir mis- heppnað ástarsamband hittir Piero, kauphallarbraskara, sem hefði getað orðið hin eina sanna ást hennar, en hann er læstur inn i heimi fjárfestinga og brasks. Hann er glataður i hinu sjúklega æði kauphallarinnar. Kauphöllin stjórnar gerðum hans, jafnvel ástarlifi hans. — Áður en ég hóf töku Sólmyrkvans fór ég til Flórens til þess að sjá og kvikmynda sólmyrkva. i þessu myrkri, iskulda, i þeirri þögn sem er svo ólik öllum öðrum þagnar- stundum, i hinu næstum algjöra hreyfingarleysi, þessum fölu gráleitu andlitum, kom mér i hug hvort jafnvel tilfinningarnar stöðvuðust i sólmyrkva. Þetta var hugmynd sem var aðeins lauslega tengd kvik- myndinni er ég vann að, þess vegna notaði ég hana ekki. En hún hefði getað orðið kjarni að annarri.” Nýja myndin Hér i blaðinu hefur áður verið sagt all itarlega frá Kinamynd Antonionis og nú alveg nýlega frá litilli hrifningu kinverskra ráðamanna á myndinni og. höfundi hennar. Fyrir skömmu lauk Antonioni töku nýrrar myndar, hinnar fyrstu leiknu eftir Zabriskie Point, sem ber ennþá nafnið „Profession: Reporter”. t tvö ár hafði hann veriðað updirbúa allt aðra mynd, „Technically Sweet”, sem átti að fjalla um mengunarvandamálið og m.a. að gerast i frumskógum Brasiliu. En framleiðandanum, Carlo Ponti, uxu þessi áform svo mjög i augum, að hann lagði bann á frekari framgang málsins og fékk Antoioni i hendur handrit að annarri mynd. Antonioni mót- mælti, en þarna var um of dýrt fyrirtæki að ræða til þess að það yrði falið óreyndum leikstjóra, og þar að auki var hann samnings- bundinn Ponti um gerð einnar myndar til viðbótar. Hann tók tregur að sér verkið og fékk að- eins sex vikna undirbúningstima. Siðan gerist hið undarlega, Antonioni lýkur töku myndarinn- ar á 19 vikum án nokkurra árekstra við framleiðendurna, MGM-félagið og Ponti, sem hafa látið hann algjörlega afskipta- lausan og einráðan. Þetta þykja hin merkustu tiðindi, þvi alls kon- ar vandræði, einkum fjárhagsleg, hafa verið fastur liður á ferli Antonionis. Myndatakan fór m.a. fram i MGnchen, Barcelona, Malaga, Alsir og London. Aðal- hlutverkið leikur bandariski leik- arinn Jack Nvcholson. Antonioni lætur söguþráðinn ekki uppi i smáatriðum, en myndin segir frá lifsleiðum sjónvarpsfréttamanni sem er á ferð i Afriku, þegar hon- um er óvænt boðið að taka að sér hlutverk manns, sem hann liktist mjög i útliti. Hann tekur boðinu, stekkur frá eiginkonu og sjón- varpsliðinu,og leikurinn berst nú viða um lönd, þar sem hann hittir m.a. Marin Schneider (stúlkuna úr „Siðasta tangó”). En hinn nýi persónuleiki, sem hann hefur tek iðá sig, á ekki við færri vandamál að striða en sá, sem hann hefur reynt að flýja. Antonioni var nýlega spurður að þvi hvort hann hefði breytt handritinu eftir eigin höfði: „Ég samdi nýjan endi, breytti byrjuninni og heilmiklu öðru. Auðvitað varð ég að semja myndina að minu eðli. Ég byrjaði að vinna að handritinu algjörlega óráðinn i hvað gera skyldi, en smám saman vaknaði áhuginn á efninu og ég fór að reyna að sjá sjálfan mig i þessari sögu, að setja mig sjálfan inn i söguna. Og þá kom allt af sjálfu sér. Hug- myndin að baki myndarinnar er sú, að maður nokkur breytir einkennum sinum og ég komst að raun um að það hefur oft komið fyrir mig. Við erum sifellt að breytast vegna þess sem við upplifum. Maður veit aldrei hvað gerist á næstu minútum, sem enn á hý mun breyta einkennum manns.” Antonioni var spurður hvort kynni hans af tveim gjörólikum þjóðum Bandarikjamönnum og Kinverjum hefðu ekki breytt lif- skoðunum mannsins, er samdi þrileikinn á ítaliu 10 árum áður: „Þegar ég kom heim eftir að hafa lokið við Zabriskie Point, fannst mér ég vera rótlaus, eftir tveggja ára fjarveru og ferðalag um heim allan. Ég var raunveru- lega annar maður og ég veit ekki hvort það var gott eða slæmt, en ég hafði týnt einhverju, en eignast eitthvað annað. Svo ég varð að byrja á nýjan leik og komast að hvað vekti áhuga minn. Ég hafði verið vestanhafs og þá fór ég til Kina til að kynnast gjörólikum heimi. Hæutverk mitt á báðum þessum stöðum var hlut- verk áhorfandans, sem segir siðan frá (Zabriskie Point og Kinamyndin) og þetta heldur sannarlega áfram i „Profession: Reporter”. — En nú á timum er erfitt fyrir fréttamann aö vera eingöngu hlutlægur. Er þá ekki tekin einhver pólitisk afstaða i myndinni? Antonioni: „1 myndinni er tekin pólitisk afstaða, mjög ákveðin. Þessum manni liður illa af ýmsum ástæðum. Hjónabandið er misheppnað, hann tekur að sér barn, en það samband gengur ekki vel heldur, hann er óánægður með starf sitt, hann langar að komast lengra, en veit ekki hvernig. Hann fer til Afriku til þess að taka heimildarkvikmynd. Þar kemst hann i snertingu við vandamál Þriðja heimsins og þá tekur hann mjög eindregna afstöðu.” Antonioni var inntur eftir þvi hvort frumskógurinn væri honum hugleikinn og i þvi sambandi bent á Kenya-ljósmyndirnar i Sólmyrkvanum og frumskóga- leiðangra hans i Brasiliu vegna „Technically Sweet". Hann kvað svo vera, hann elskaði Afriku. Hann hefði verið sendur þangað sem blaðamaður 1940 og hefði ferðast um alla álfuna. Einhvern ■ timann myndi hann gera sina | fullkomnu kvikmynd þar, en fyrst þyrfti hann að gera tilraunir með nokkrar nýjar kvikmvndatöku- vélar, sem hann væri nvbúinn að uppgötva i Bretlandi. Þær ættu lika að gera honum kleift að hrinda gömlum draum i fram- kvæmd: að „mála” kvikmynd. „Maður getur „stjórnað" litunum með þessum dásamlegu nýju vélum. Með þvi að snúa takka getur maður fengið fram hvaða lit sem er. Ég er að hugsa um kvikmynd sem byggð yrði upp af raunveruleika, minningum og imyndunum. — Myndavélin fangar allt sem sett er fyrir framan hana, en minni mannsins er ekki þannig; við munum aðeins stemmingar, litina. brota- brot, örlitinn hluta úr atviki. Mig langar til að kvikmyndin verði þessu lik en það er aðeins hægt með nýju vélunum. t „Rauðu eyðimörkinni” málaði ég tré hvitt til þess að sýna að það væri dautt (af mengun frá verksmiðju), en þegar við reyndum að filma það, var lýsingin ekki rétt svo að það sýndist svart. Og svo fór máln- ingin að renna af. En með nýju tækninni væru vandamál af þessu tagi úr sögunni. Ég mundi leysa þetta á elektroniskan máta.” Antonioni virðist hafa notið lifsins þessar 19 vikur við gerð nýju myndarinnar. „Ég veit ekkert hvað ég ætla að filma þegar ég kem á upptökustaðinn á morgnanna. Ég vil ekki vita það. Þegar ég var að byrja á myndinni vissi ég alltaf hvað ég ætlaði að gera næsta dag, það var næstum leiðinlegt. En smám saman flæktist ég i sögunni og allt laukst upp fyrir mér. t upphafi var þetta eins og mósaik, sumt i Miinchen, annað i Afriku, á Spáni, I London og svo aftur Spánn — einn hræri- grautur. Einn góðan veðurdag varð allt tært, allt féll saman i huga mér og siðan hugsaði ég ekki meir. Þegar ég vann að fyrri myndum minum — ég veit að þetta er ekki nógu vel að orði komist — þjáðistég mjög, eilifar þjáningar. En ekki i þetta sinn, og ég veit ekki hvers vegna. Þetta var eins og að fara i bió.” Þ.S. tók saman.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.