Þjóðviljinn - 24.02.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Sunnudagur 24. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 meiri krafti i jassmúsik og nútimatónlist. Skólahljómsveitin hefur að visu gert þetta að vissu marki, og t.d. leikum við núna tónlist i útsetningu frá Herb Al- bert. Við höfum þvi áhuga á að reyna eitthvað nýtt, og vissulega væri gaman ef vel tækist til og unnt yrði að haldg slikum hornaflokki gangandi. Nú hafið þið vakið athygli fyrir skemmtiiegar marséringar og liflega framkomu. Ætlar skóla- hijómsveitin að fitja upp á einhverju nýju hvað slikt snertir? — Já. Hingað til landsins kemur "i vor ung stúlka frá Bandarik junum , Vestur- Islendingur. Hún ku vera mjög snjöll i gönguæfingum lúðra- sveita og höfum við frétt að hún hafi verið kjörin meistari sem Tambour-Major, en slikt nafn ber sá, sem gengur fyrir lúðrasveit- inni með stórt prik og stjór'nar i senn göngu og leik lúðrasveitar- innar. Þessi stúlka ætlar e.t.v. að kenna okkur nýjar listir, og mun þá skólahljómsveitin og Horna- flokkurinn þiggja af henni kennslu i sameiningu. Það verður ekki annað sagt en að Skólahljómsveit Kópavogs, sem hefur áunnið sér miklar vin- sældir fyrir skemmtilega tónlist og líflega fram- komu, hafi nóg aðgera, og vissulega eru ekki ófá verkefni framundan hjá þeim rúmlega 100 ung- lingum, sem nú starfa innan sveitarinnar. Tónleikar með Sinfónu- hl jómsveitinni verða í mars, í ráði er að reyna að heimsækja Færeyinga í sumar og jafnvel ferðast út á landsbyggðina ef tími vinnst til. Auk þess verður skólahljómsveitin eina i lúðrasveitin, sem mun leika á Listahátiðinni i Reykjavik í sumar. Það þarf vart að taka það fram, að geysileg vinna liggur á bak við þann árangur, sem náðst hefur. Þrotlausar æfingar í 8 ár hafa gefið af sér góðan ávöxt, og enginn átti von á því, er lúðrasveitin var stofnuð, 1966, að hún ætti eftir að blómgast svo ört sem raun varð á. Stjórnandi og umsjónar- maður Skólahljómsveitar- innar hefur frá upphafi verið Björn Guðjónsson, og Hörður Sigurðarson. Þórunn Björnsdóttir Blásið I rörið Framundan eru tónleikar á Listahátíöinni í Reykjavík og meö Sinfóníuhljómsveitinni og nú stendur til aö stofna „Hornaflokk” fyrir þá , sem elstir eru Og að lokum: Hvað er fram- undan? — Það sem okkur finnst stærsta verkefni þessa árs er tvi- mælalaust leikurinn á Listahátið- inni i sumar og tónleikarnir með Sinfóniuhljómsveitinni, sem verða nú i mars. Það verður skemmtilegt að vinna að þeim verkefnum, en þvi miður senni- lega eitt af þvi siðasta, sem við, þau elstu, eigum eftir að gera undir merkjum Skólahljóm- sveitar Kópavogs. Þá höfum við hug á að heimsækja Færeyjar ef þess' er nokkur kostur, við munum leika mikið i Kópavogi og halda sjálfstæða tónleika. Siðan munum við væntanlega, eins og öll fyrri ár, leika fyrir ýmsar sér- stofnanir og fyrir annað það fólk, sem ekki á auðvelt með að heyra i okkur einhvers staðar á skemmtistað. Einnig vonumst við til að fá að leika á landsléikjum knattspyrnumanna og yfirleitt á öllum þeim stöðum, þar sem þörf er fyrir hljómsveit eins og okkar. Sjálfboðaliðsstarfið er snar þáttur i öllu starfi okkar og tón- leikaferðum, okkur þykir vænt um að geta gert gagn og sjá fólk njóta þess að hlusta á ávöxt þess mikla starfs, sem við höfum unnið á undanförnum árum. —gsp Klarinettleikarar eru flestir kvenkyns, ,,en skila samt hlutverki slnu bara vel ”,eins og karlinn sagði. þrátt fyrir mikinn áhuga og dugnað unglinganna, verður honum ævinlega eignaður mestur heiður. Á miðvikudagskvöld léku unglingarnir úr Kópa- vogi í Laugardalshöllinni, er Handknattleiksmenn okkar héldu mikla hátíð, til styrktar utanförlandsliðs- ins i heimsmeistarakeppn- ina. Þá voru nokkrar myndanna hér teknar, og á meðan í þróttafréttamenn léku við dómara, unglingar við ,,gömlu mennina," landsliðið við FH og á meðan Ömar Ragnarsson söng baráttusöngva með landsliðinu, var rabbað lítillega við 2 af elstu meðlimum Skólahljóms- veitarinnar, sem nú eru að koma á fót nýrri lúðrasveit fyrir þá, sem eru eiginlega orðnir of ,,gamlir" til að leika með Skólahljóm- sveitinni. Þau Hörður Sigurðarson og Þórunn Björnsdóttir settust með mér inn í einn af mörgum afkimum Laugardalshallarinnar og töluðu eftirfarandi inn í minnisbókina: — Jú, það er rétt, við höfum ákveðið að stofna nýjan hornaflokk, i framhaldi af Skóla- hljómsveitinni, og mun hann starfa verulega með henni til að byrja með. Stofnfundur hefur þegar verið haldinn, og við höfum fengið vilyrði fyrir riflegum fjár- styrk frá Lista- og menningar- sjóði Kópavogs til hljóðfæra- kaupa, auk þesssem bæjarfélagið ætlað að styrkja okkur til að launa stjórnanda og kennara. Björn Guðjónsson hefur sam- þykkt að taka okkur i sina vörslu fyrir litinn eða jafnvel engan pening, þannig að við höfum fyrir bragðið mjög rúman fjárhag til kaupa á hljóðfærum. Sennilega er ekki búið jafnvel að nokkurri lúðrasveit og einmitt okkar, og vissulega erum við þakklát bæjaryfirvöldum fyrir rikan skilning á mikilvægi þess, sem við erum að gera. Hvað verður nýja hljómsveitin stór, og hvcrnig tónlist hafið þið hugsað ykkur að leika? — A stofnfundinum voru tæp- lega 30 manns, en við vonumst til að enn fleiri bætist við, einkum þeir, sem hafa leikið með Skóla- hljómsveitinni hér áður fyrr, en hætt vegna skólagöngu í Reykja- vik eðaa annars staðar. Við viljum endilega fá þá krakka aftur og byggja upp nýja lúðra- sveit með öllum gömlu félög- unum. A fundinum ræddum við litil- lega um hvers konar tónlist skemmtilegast yrði að taka fyrir, og var mikill áhugi á þvi að reyna eitthvað nýtt i flutningi lúðra- sveitar, leggja t.d. minni áherslu á marsa og önnur sigild lúðra- sveitarverk, en fara i staðinn af Rætt viö Kristínu Thoroddsen, skipsþernu á Lagarfossi Skipsþernur, skipsjóm- frúr eins og þær héfu með- an það þót+i femur til ágætis hjá konum að halda meydómi sínum fram eftir árum,er starf- stétt sem lítið hef ur heyrst um og undanfarið. Blaðamaður Þjóðviljans hafði samf lot með tveimur skipsþernum er hann var farþegi með Lagarfossi milli f jarða á Austurlandi, og tók þá eftirfarandi við- tal við aðra þeirra, Kristínu Sverrisdóttur Thoroddsen. — Ég er búin að sigla samfleytt núna i rúmt ár, en áður var ég i nærri tvö ár skipsþerna hjá rikis- skip i fyrstu og þá á Herjólfi og siðan Esju gömlu, en fór siðán til Eimskip, en það er nú orðið siöan þetta var, þvi ég var aðeins 14 ára þegar ég byrjaði. Kristin Thoroddsen Mér þykir sjórirm skemmtilegur — Af hverju hættirðu á sjónum? — Nú, ég gifti mig óg eignaðist barn. Meðan ég var gift var ég m.a. ráöskona hjá Vegagerð rikis- ins i 6 ár i brúarvinnuflokki og ferðaðist þannig um landið þvert og endilangt. — Svo það er sennilega flökku- blóð i þinum æðum? — Já, og hefur alla tið verið, varð vör við þetta sem barn. — í hverju er starf skipsþernu aðallega fólgið? — Hér um borð i Lagarfossi er minn verkahringur sá að halda setustofu hreinni, þjóna farþeg- um, skipstjóra og fyrsta meistar. — Hefurðu verið á Lagarfossi þetta ár sem þú ert búinn að vera i siglingum i þessari lotu? — Nei, þetta er minn fyrsti túr hér um borð. Ég leysti af jólatúr á Mánafossi, þá var ég búin að vera fjóra túra á Dettifossi sem annar kokkur, og þar áður á Selfossi, en hætti á honum i haust þegar hann strandaði við Vestdalseyri við Seyðisfjörð, sællar minningar. — Hvernig eru launin? — Við höfum okkar mánaðar- kaup fyrir 40 stunda vinnuviku og eigum að hafa fast tvo og hálfan tima i yfirtið á dag. Vinnudagur- inn er sem sagt frá 7 til 7. Þegar farþegar eru með og það þarf að þjóna þeim eftir að okkar vinnutima er lokið, fáum viö að sjálfsögðu yfirtið fyrir það. Ef yfirtiðin er mikil fáum við svipað kaup og hásetar. — Þú hefur nokkra viðmiðun af flökkulifi á landi og sjó. Hvort likar þér betur? — Mér þykir sjórinn skemmti- legri. Það er þó ákaflega gaman að ferðast um landið sitt og sjá það og kynnast landi og lýð, en það er lika gaman að ferðast til útlanda og kynnast þar fólki, koma jafnvel inn á heimili þess og sjá hvernig það býr. t erlendum hafnarborgum geri ég litið að þvi að fara á skemmti- staði, heldur fer ég og hitti kunn- ingja, sem ég á þar á þeim túrum sem ég hef siglt lengst. — Eftirað þú hættir sjómennsku og fóst i larid til að stofna heimili, grunaði þig þá, að þú mundir fara aftur á sjóinn? — Já, ég var búin að heita þvi. — Sérðu nokkuð fyrir endann á sjómennskunni? — Nei, svo lengi sem ég fæ að vera hjá félaginu og get sinnt minu starfi, þá vil ég ekki hætta. — Skipsþernur hafa með sér samtök, ekki satt? — Jú, Þernufélag lslands er heitið á okkar samtökum. Það gerir fyrir okkur kjarasamninga. Þetta er ákaflega sterkt og gott félag. Það er ekki þar fyrir, að mér finnst að við mættum fæ hærra kaup. Oft á tiðum vinnum við meira en aðrir sjómenn, hásetar og stýrimenn. Þá eru kannski oft lengri vökur hjá okkur, en þetta veltur á þvi hvort við erum með farþega eða ekki. — Nú er til að mynda yerið að leggja af stað i næstu höfn, þriggja tima stim, klukkan orðin hálf ellefu og farþegar um borð. Er þinn vinnutimi búinn núna? — Ég gef farþegunum kvöld- kaffi og geng frá eftir það. Ef far- þegarnir verða ekki sjóveikir, get ég farið i koju eftir kaffið. Ef þeir verða hins vegar sjóveikir, þá hringja þeir bjöllu i klefum sinum og ég svara þvi kalli. Þegar mikið er um farþega, vont i sjó og siglt allan sólarhringinn, verður oft litið um hvild. — Þú nefndir það áðan að þú hefir verið a Selfossi þegar hann strandaði i haust er leið. Viltu segja nánar frá þessari sögulegu ferð? — Við vorum að koma heim eft- ir mánaðartúr til Bandarikjanna og fórum siðan á ströndina. Viö vorum búin að þræða þrjár hafnir á Austfjörðunum og fórum siðan upp til Seyðisfjarðar, og það var unnið til klukkan 12 á miðnætti. Ég fór i koju um tólf-leytið og varla búin að sofa meir en i kortér tuttugu minútur og vakna við óskaplegan dynk. Ég hélt að það væri komin svona mikil bræla og sjógangur og snéri mér upp i horn i kojunni. Þá heyrðist annar dynkur, og i þvi er hurðinni að klefanum hrundið upp og mér sagt að hypja mig úr koju: við sé- um strönduð! Mér þótti þetta harla skritið og spurði hvar við værum strönduð og var þá sagt við værum strönduð á Seyðisfirði. Ég dreif mig i spjarirnar og fram. Strákarnir voru að ganga frá endum framá og afturá, og þegar ég kom niður i háseta- messa og leit út um gluggann var skipið á þurru landi. Þetta var i sjálfu sér ákaflega skemmtileg sjón, þvi þarna kom bóndi riðandi á hesti, bauð gott kvöld og spurði hvert við værum aðjþra. Ég vann svo um noltina við að gefa kaffi, bagsaði, þe. tók til, klæddi mig siðan upp, fékk mér hjálm á höfuðið og vinnuvettlinga að láni og fór siðan niður i lest og vann þar ásamt öðrum úr skips- höfninni, og þarna unnum við nótt og dag. Þetta var ákaflega gam- an. — En hefurðu lent i stórviðrum á hafinu? — Já, já. Við vorum til að mynda á leið á Mánafossi til Nor- folk og fengum allt á móti okkur. Skipið gekk ekki nema 2 milur þegar oest lét og þarna hjökkuð- um við svo til i sama farinu i hálfan annan sólarhring þó svo allar vélar væru keyrðar á fullu. Þetta var um hátiðirnar. — Hvað gerðuð þið ykkur til til- breytingar yfir hátiðirnar? — Við efndum til félagsvistar, þriggja kvölda keppni, áhöfnin og tveir farþegar sem með okkur voru. Þetta tókst ágætlega. Um áramótin tók ég mig svo til ásamt fyrsta meistara og bjuggum við til i sameiningu visur um hvern einstakan af áhöfninni við lög, sem allir gátu sungið. — Þú hefur þá eitthvað af skáldagáfu ættarinnar? — Nei. Alls ekki. —Hefurðu verið sjóhrædd? — Nei. Þó verð ég að viður- kenna það, að þegar ég fór upp i brú i veðrinu sem ég sagði þér frá áðan, og horfði á öldurnar steypast yfir skipið. að þá hafi ég hugsað sem svo: komumst við áfram eða verðum við hérx það sem eftir er? — Finnst þér ástæða til að kyn- systur þinar leggi fyrir sig sjó- mennsku i rikara mæli en þær hafa gert hingað til? — Já, og ég hvet þær eindregið til þess. —ú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.