Þjóðviljinn - 24.02.1974, Qupperneq 16
UOÐVHJiNN
Sunnudagur 24. febrúar 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsími blaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgarvarsla
lyf jabúðanna i Reykjavik, vikuna
22.-28. febrúar verður i Reykja-
vikurapóteki og Borgarapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans *
er opin allan sólarhringinn.
'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Dreifbýlisstyrkjum úthlutað
75 miljónir til 2700
nemenda
Þessa dagana er verið að ganga
frá úthlutun dreifbýlisstyrkja til
skólafólks, en þeir hafa nú verið
veittir i 5 ár. Þessara styrkja
nýtur það skólafólk, semekki get-
ur sótt skóla i sinni heimabyggð
og gildir um alla skóla á fram-
haldsstiginu nema þá sem falla
inn i námslánakerfið.
örlygur Geirsson i mennta-
málaráðuneytinu tjáði blaða-
manni að nú væri verið að úthluta
um 2300 styrkjum, en alls bjóst
hann við að þeir yrðu 2700 i vetur.
Styrkirnir eru þrenns konar:
ferðastyrkur, fæöisstyrkur og
húsnæðissty rkur.
Styrkirnir eru mjög misháir
eftir aðstæðum nemenda. Ferða-
styrkur ákvarðast skiljanlega af
■fjarlægðinni frá heimabyggð til
skóla, t.d. fá Austfirðingar sem
sækja skóla i Reykjavik um 8 þús-
und krónur i ferðastyrk, en Sel-
fyssingar ekkert. Fæðisstyrkir
eru mismunandi eftir þvi hvort
V » *
Unnur Stefánsdóttir formaður Félags fóstrunema.
Bretar velta fyrir sér
200 mílna landhelgi!
LONDON 22/2 Godber, land-
búnaðar- og fiskimálaráðherra
Breta, lét að þvi liggja I dag, að
Bretar kynnu að þurfa að ræða
við Norðmenn um skiptingu fisk-
veiðilandhelgi I Norðursjó. Þetta
þykir benda til þess, að Bretar
séu sinátt og smátt að taka upp þá
stefnu, að auðlindalögsaga sú
sem nú skiptir t.d. Norðursjó á
milli þeirra og Norömanna, þegar
leitað er að oliu, verði látin ná til
fiskveiða einnig.
Godber sagði einmitt, að Bretar
væru ekki búnir að gera upp hug
sinn um það, hvaða stefnu þeir
ættu aö fylgja á væntanlegri haf-
réttarráðstefnu. En hann sagði,
að ef stjórnin héldi veili mundi
hún velta fyrir sér hugsanlegum
aflciðingum þess, að tekin verði
upp 200 milna fiskveiðiiögsaga.
nemendur hafa aðstöðu i mötu-
neyti eða ekki og húsnæðisstyrkur
fer eftir þvi hvort menn fá inni á
heimavistum eða leigja úti i bæ.
Heildarfjárhæðin sem varið er
til þessara styrkja er 75 miljónir i
ár. Styrkfjárhæð er mjög mis-
munandieins og að framan grein-
ir. ör’.ygur kvað meðalstyrk fyrir
nemanda i héraðsskóla vera
15—20 þúsund krónur, en viö þá
flesta eru bæði heimavistir og
mötuneyti. Meðalstyrkur til
handa nemanda sem stundár
menntaskólanám I Reykjavik og
hefur hvorki heimavistar- né
mötuneytisaðstöðu er hins vegar
40—50 þúsund krónur yfir vetur-
inn.
Ekkert tillit er tekið til tekna
nemenda við styrkveitingu þar
sem þessir styrkir eru ætlaöir til
þess að draga úr aðstöðumun
nemenda eftir búsetu. — ÞH
Hvað segja nem-
endur um styrkina?
Við náðum i Emil Búason
nema i MH en hann er frá
Eskifirði og hefur þegið dreif-
býlisstyrk i þrjú ár. Hafði hon-
um borizt styrkurinn á mið-
vikudag. Lét Emil nokkuð vel
af sinu hlutskipti. Hann fékk
8.200 krónur i ferðastyrk en
kvaðst eyða 9.200 i ferðalög ef
hann sleppti þvi að fara heim i
páskafri.
Hann sagði að athugun i MH
hefði leitt I ljós að dreifbýlis-
nemendur eyddu að meðaltali
um 14 þúsund krónum á mán-
uði i fæði og húsnæði. Styrkur-
inn upp I þetta væri nálægt þvi
að nema 5 þúsundum á mán-
uði. Kvaðst Emil vera nokkuð
ánægður með það þvi ekki
væri hægt að gera kröfu til
þess að menn fengju allan
þann kostnað greiddan.
Fyrsta árið sem Emil naut
styrksins var i hitteðfyrra og
var hann þá rúmar 16 þúsund
krónur. 1 fyrra var hann 31.700
krónur og nún 50.700 krónur.
„Þetta hækkar og verðlagið
lika. Styrkurinn þó meira.”
Hins vegar var Emil ekki
eins ánægður með tilhögun út-
hlutunarinnar. Fyrsta árið
var styrkurinn óskiptur en i
fyrra var honum skipt i tvennt
og greiddur með stuttu milli-
bili þegar komið var fram á
vor. Ef þessi tviskipting væri
nauðsynleg væri best að fá
styrkinn greiddan sitt hvoru
megin yið áramót. En best
væri þó að hann yrði greiddur
mánaðarlega. Þvi það vildi
brenna við að menn eyddu
honum t.d. i að auka eignir
sinar ef þeir fengju stórar
fúlgur upp i hendurnar i einu.
—ÞH
Fóstrunemar
Óánægðir með kjör sín
Vinna fulla vinnu á hálfu kaupi
Fóstrunemar eru ekki sem á-
nægðastir með. 5hlutskipti sitt
þessa dagana. Þjóðviljinn náði
tali af formanni félags þeirra,
Unni Stefánsdóttur, og hafði hún
eftirfarandi um málið að segja:
— Námið hér i skólanum hefst á
hálfs mánaðar bóklegu námi. Sið-
an förum við út á barnaheimilin
og vinnum þar það sem eftir er
vetrar. Þar erum við fullgildur
vinnukraftur á móti fóstru, en
kaupið sem við fáum er aðeins
50% af byrjunarlaunum fóstru,
eða 17.466 krónur á mánuði. En
hafi nemandi áhuga á að vinna á
barnaheimili um sumarið tekur
hann kaup samkvæmt Sóknar-
taxta sem er 27.430 krónur á mán-
uði. Næsta vetur fer svo að mestu
leyti i bóklegt nám og höfum við
þá ekkert kaup. Sumarið eftir er-
um við svo skyldar af skólanum
að vinna á barnaheimili, fulla
vinnu eins og áður, en þá er kaup-
ið aðeins 65% af byrjunarlaunum*
fóstru, eða 22.706 krónur á mán-
uði.
— Þetta kaup sem við fáum
fyrri veturinn er það litið að við
rétt getum skrimt af þvi,en þegar
kemur að seinni vetrinum höfum
við afskaplega litið að lifa af, og
þær sem ekki njóta stuðnings að-
standenda gera ekki annað en að
safna skuldum.
— Fóstrunemar hafa ekki enn
fengið aðgang að Lánasjóði is-
lenskra námsmanna.en við fáum
ekki betur séð en að Fóstruskól-
inn fullnægi þeim skilyrðum sem
sett eru fram i þvi frumvarpi um
námsaðstoð sem nú liggur fyrir
alþingi. Þar er talað um 13 ára
nám áður en byrjað er á sérnámi
þess sem aðstoðar nýtur og það
þurfum við að hafa áður en við
byrjum.
— Við sem útskrifumst I vor er-
um heldur ekki ánægðar meö það
kaup sem við fáum þegar við
hefjum störf sem fóstrur. Fóstrur
eru aðeins i 15. launaflokki og
byrjunarlaunin eru 38.941 króna á
mánuði. Þetta er það lágt kaup
að við gætum allt eins fengið jafn
vellaunuð störf þar sem engar
menntunar er krafist. Starfið er
ekkert betur launað en venjuleg
Framhald á 14. siðu.
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
Alþýðubandalagið ! Reykjavlk
Félagar athugi að nýlega hafa verið sendir út giróseðlar til inn-
heimtu félagsgjalda, sem vangoldin eru fyrir árið 1973. Vinsamlegast
bregðist fljótt og vel við þessari innheimtu. — Stjórnin
Kópavogsbúar — Frá bæjarmálaráði H-listans
A mánudagskvöld verður haldið áfram að ræða stjórnsýslu bæjarins
og iþróttamál.
Umræðuhóparnir eru öllum opnir og fólk hvatt til að mæta og taka
þátt I starfinu. — Stjórnin
Alþýðubandalagið i Stykkishólmi
Fundur i Lionshúsinu klukkan 3 sunnudag.
A fundinn koma Jónas Arnason.Erlingur Viggósson og Jenni Ólason.
Áriðandi mál á dagskrá.
RÁÐSTEFNA
Alþýðubandalagsins
um sveitarstjórnarmál
2. og 3. mars
Ráðstefnan verður haldin i Þinghól, félagsheimili Alþýðubanda-
lagsins i Kópavogi, og hefst kl. 14 laugardaginn 2. mars.
DAGSKRA
Laugardaginn 2. mars kl. 14.
Ragnar Arnalds:
Skipulag landshlutasamtaka
og dreyfing valdsins.
Geir Gunnarsson:
Fjárhagsleg samskipti rikis og
sveitarfélaga.
Svava Jakobsdóttir:
Lögin um dagvistunarheimili.
Að loknum framsöguerindum
verða frjálsar umræður.
Sunnudaginn 3. mars kl. 14
Adda Bára Sigfúsdóttir:
Heilbrigðisþjónustan og
tryggingamál.
Sigurður Grétar Guðmundson:
Stjórnkerfi sveitarfélaga og
embættismannavald.
Sigurjón Pétursson:
Undirbúningur sveitarstjórna-
kosninganna.
Umræður og afgreiðsla mála.
Sveitarstjórnarmenn á vegum Alþýðubandalagsins og aðrir áhuga-
menn um sveitarstjórnarmál eru hvattir til að taka þátt i ráðstefnunni.