Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. mai 1974.
Þrítugasti og
fyrsti
frambjóðandinn
lAUTRDP
Satt best að segja er ég
þrítugasti og fyrsti maður
á lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Hinn fyrsti og hinn þrí-
tugasti, og hinir síðustu
munu verða f yrstir, eins og
kerlingin sagði.
Og ég er sá sem mestu skiptir.
bað er ég sem hefi sannfært borg-
arbúa um að það sé alls ekkinein
pólitik að kjósa okkur, heldur sé
það eins og að fara i strætó og lesa
bibliuna. bað er ég sem fann önd-
vegissúlurnar út við himinbláu
sundin. bað er ég sem hefi haldið
á lofti fegurð Esjunnar og aldrei
kallað hana fjóshaug eins og
Framsóknarmenn og aðrir
sundrungar- og klofningsmenn.
Grasið er mitt (og ber þó að forð-
ast allar öfgar) og aldan við
fjörustein. bað erum við sem höf-
um átt þessi yndislegu börn,
þvegið þeim á bak við eyrun og
rólað þeim brosandi meðan áhugi
á félagsmálum hefur hrislast um
okkur i heilastormsveipum. Ég er
núna að strjúka hamsturinn okk-
ar, hann Nixon. Svo ætla ég að
vökva sálarblómið með einu litlu
kvæði eftir Matthias hérna
Johannessen.
Og svo ætla ég að spila Yfir
kaldan eyðisand fyrir konuna
mina á litið banjó sem ég hefi
sjálfur búið til úr eldspýtum. Ég
er á móti öllum öfga- og niðurrifs-
öflum.
Ég vil frelsi og ábyrgð einstakl-
ingsins og um leið er ég einlægur
félagshyggjumaður. betta hafa
kommarnir aldrei skilið þvi þeir
ganga með steinbarn i maganum.
Ég á tvær sjoppur fyrir utan
barnaskóla, enda verður ein-
staklingurinn að hafa frelsi til
fjármunamyndunar. Um leið
veiti ég börnunum félagslega
þjónustu, sé þeim fyrir vettvangi
ORÐABELGUR
kosningaslags
Hér á eftir fara nokkr-
ar ívifnanir í pólitísk
skrif undanfarinna daga.
Því miöur verður að segj-
asteins og er, að skrifin
eru með dauflegra móti.
Þau eru það sem kallað er
stöðluð: bætum, eflum,
styrkjum, þróum, hönn-
um, byggjum, reisum,
leggjurrþ aðstoðum. Hið
sérstæða og ógleyman-
lega i pólitískum umsvif-
um festist ekki í orðalagi
nú um stundir — heldur í
sjaldgæfum athöfnum.
Skaði.
Angi af Þórði Breiðf jörð
gengur í
Heiðnaberg íhaldsins
Metnaðardraumar Daviðs á
stjórnmálasviðinu eru hógvær-
ir.... ,,Ég held að maður hljóti
að fara á mis við mjög margt
annað ef maður leggur hana
(pólitikina) fyrir sig. Mér virð-
ist að þeir sem fara út i pólitik
hafi tilhneigingu til að einangr-
ast dálitið, verði allt aðrir menn
en þeir eru i raun og veru vegna
þess, að þeir þurfa stööugt að
vera að skapa sér einhverja
persónuimynd út á við”.
Daviö Oddsson, á lista hjá i-
haldinu, i viðtali við Morgun-
blaðið.
Hátt til lofts
og vítt til veggja
1 frjálslyndum flokki er alltaf
rúm fyrir skoðanaágreining og
skoöanaskipti.
Hannibal Valdimarsson um
brotthlaup Magnúsar Torfa
til Mööruveliinga.
Til athugunar
fyrir Hannibal
Övenjulega skemmtileg jarð-
eign nálægt miðjarðarlinunni er
til sölu i Kenya.... Stórt lúxus
ibúðarhús.... stendur alveg sér
og er virðulegt.
Auglýsing i Mogganum.
Vond sjón hugsjonin
Ofbeldishneigð hugsjónanna
hefur þvi skotið rótum hér á
landi og enginn veit hvar þessi
þróun tekur enda.
Leiðari i Visi.
Við skrúfum fyrir!
En vinstri stjórnin opnaði alla
krana og ók þannig þvert á
viðurkenndar reglur við stjórn
efnahagsmála.
Staksteinar Moggans.
Hver hefur stjórnað
skipulagi Reykjavíkur?
Hugmyndin um að deila borg-
um upp i svefnhverfi, iðnaðar-
hverfi, verslunarhverfi o.s.frv.
hefur beðið algert gjaldþrot,
bæði skipulagslega séð og ekki
hvað sist fjárhagslega. Geti
sænskir jafnaðarmenn kennt
einhverju um fylgistap sitt er
það húsnæðispólitikinni.
Fréttari.tari Moggans i
Stokkhólmi.
Merk stefna í
skólamálum
Hér á hiklaust að breyta um
stefnu og reisa litlar kennslu-
sundlaugar við óbyggöa skóla
borgarinnar.
Krataframbjóðandi i Al-
þýðublaðinu.
Fínleg gagnrýni á
Alfreð og Tómas
Skolpið er léttara en sjórinn,
stigur upp og breytir útliti
sjávarins kringum útrásir.
Úr b o r g a r m á I a s t e f n u -
skrá Framsóknar.
Þau eru lúmsk
ihaldsáhrifin
Sonja, kona Birgis fsleifs...
var að þvo Lilju Dögg bak við
eyrun (Úr kynningarviðtali við
borgarstjóra i Mogganum).
Alfreð borsteinsson ásamt
eiginkonu sinni og dóttur þeirra,
Lilju Dögg (Myndatexti i Tim-
anum).
Sér grefur gröf...
bað var i þessari stöðu, sem
óvænt yfirlýsing Gylfa b. Gisla-
sonar um, að Alþýðuflokksmenn
myndu greiða atkvæði gegn
efnahagsmálatillögunum þegar
eftir fyrstu umræðu skall yfir
Ólaf Jóhannesson eins og þruma
úr heiðskiru lofti og eyðilagði
allar hans djúphugsuðu ráða-
gerðir.
Alþýðublaðið.
Og tók ekki
grænan eyri fyrir
Liklega hefur enginn maður
átt jafn mikinn þátt i hinni
glæsilegu uppbyggingu iþrótta-
mannvirkja á þessu timabili og
Gisli Halldórsson.
Ueykjavikurbréf Moggans.
Mikil eru áhrif Manga
Hlustendur héldu að þing-
menn hefðu staðið fyrir hlátra-
sköllum á alþingi ,,Svo hefði
hinsvegar ekki verið heldur
hefði allfjölmennur hópur nem-
enda úr þjóðfélagsfræðideild
Háskóla tslands verið á þing-
pöllunum i fylgd með foringja
sinum. bessi hópur hefði mynd-
að nokkurs konar klappkór með
hlátrasköllum sem undirspili.
Hefði pallaliðið hagað sér siðan
i takt við svipbrigði Magnúsar
Kjartanssonar, sem setið hefði i
ráöherraröðinni.”
Heimdellingur skrifar Vel-
vakanda.
Hinn mikli
félagsmálaþorsti
I sannleika sagt er ég þvi
marki brennd að þurfa bæði að
leita mér þekkingar, kynna mér
hin ýmsu mál, og hins vegar að
miðla þekkingu minni til ann-
arra.... begar ég var i Mennta-
skólanum á Akureyri tók ég þátt
i alls konar félagsstörfum og
átti ég t.d. þátt i þvi að héraðs-
læknirinn á staðnum var feng-
inn til að koma á heimavist
stúlknanna á kvöldin eftir að
heimavistinni var lokað til þess
að fræða okkur stúlkurnar um
hina ýmsu þætti heilbrigðis-
mála.
Krataframbjóðandi i Ai-
þýðuhlaðinu.
Gagnorð leikhúsgagnrýni
Hér hefur verið spennandi,
hér hefur verið skemmtilegt.
Kveðjuorð Eysteins Jóns-
sonar á Alþingi.
Flækjur
Aðalfundur (Heimdallar) stóð
fyrir dyrum, einhverjar deilur
voru um stjórnarkjör og smalað
á báða bóga. Ég flæktist með
öðrum hópnum og lenti i félag-
inu.
Viðtal við Birgi ís-
leif i Mogganum.