Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 26. mai 1974. LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN á skauta,en pilsiö er orðiö of stutt. Já, ég veit auðvitað að dóttir yðar fer ekki á skauta, en hún getur notað hana spari. Þér eruð svo myndarleg i höndunum, þér getið sikkað hana eða aukið i hana ef þörf krefur. Og móðirin þakkar innilega og segir að Charlotta sé byrjuð i vinnu, hún sé búðarstúlka og standi sig vel. Hún er auðvitað bundin við vinnuna, en nú er að- fangadagur og hún hlýtur að fara að koma. A hún ekki að hella aft- ur i bollana? Og Frúin er alúðleg, hún þiggur i bollann aftur og fær sér þunna sirópsköku. Andreas þekkir varla móður- ina, hún er svo ólik sjálfri sér þegar hún talar við Frúna, situr þarna og brosir aulalega og sam- þykkir allt sem Frúin segir, log- andi hrædd við að styggja hana. Og hún hrósar „ungfrú Elisa- betu” upp i hástert, hún er með svo fallegt hár og augun svo skær og hörundið eftir þvi — hann gæti næstum gubbað. Og svo er hún Elisabet svo góð i sér, segir móðir hennar. Hún vill endilega að þeir fátæku borði sig sadda um jólin og hún hlifir sér ekki. Hún hefur hjálpað til við að láta niður i allar körfurnar, já, það eiga margir von á þeim i dag, þær eiga mikið ógert. Andreasi er óglatt og honum ieiðist meðan hann situr beinn og settlegur við borðið eins og lið- þjálfi, en hann verður áð þrauka, verður að reyna að brosa og þykj- ast hafa áhuga á þessari héralegu yfirstéttarstelpu sem fer nú að segja frá öllum jóladansleikjun- um sem hún ætlar á — og allan timann biður hann eftir þvi að Frúin spyrji hvernig gangi i skól- anum. Jæja, nú byrjar hún. Hún vill vita hvort hann standi sig enn jafnvel i kristinfræði. Það er þó ekki ætlunin að gera hann að presti, flýgur i svip gegnum huga hans’ En mikil ósköp, ef hún á- kveður það, — þótt hann hafi dreymt um að verða læknir. Kannski vill hann hafa yfir sálm- inn „Upp skepna hver” segir hún og brosir uppörvandi. Og hann þorir ekki að neita, rjóður i andliti byrjar hann og horfir niður fyrir sig og þakkar guði i hugans leyn- um fyrir að hún skyldi ekki biðja hann að syngja. Þá heyra þau eldhúsdyrunum skellt og allt i einu stendur Char- lotta i kamersinu, fersk og rjóð i kinnum með litla, græna alpahúfu ofaná svörtu hárinu sem er með næstum bláum blæ, klædd splunkunýrri dragt eftir nýjustu tisku, með stórum púffermum úr brúnröndóttu ullarefni og með snoturt, grænt handskjól á vinstri handlegg. 1 fyrsta skipti á ævinni ber hún ný föt, keypt fyrir pen- inga sem hún hefur sjálf unnið sér inn með súrum sveita. Loks getur hún staðið andspænis þessari riku og yfirlætisfullu stúlku sem alltaf hefur litið niður á hana, án þess að skammast sin. Og svört, glettnisleg augun tindra af gleði og eftirvæntingu. Hún hneigir sig fyrir Frúnni, kannski ekki alveg eins auðmjúk eins og vanalega, og réttir Elisa- betu höndina. En hún tekur ekki i hana, situr bara og gónir rétt eins og móðirin, orðlaus og án þess að hreyfa sig. Andreas brosir með sjálfum sér, þarna situr hún svo sannarlega með galopinn munn- inn, þessi fina ungfrú, og horfir öfundaraugum á Lottu. Þarna gátu þær séð hvor var fallegri. En Frúin er loksins búin að ná sér. Hún lyftir lonniettunum og virðir ungu stúlkuna fyrir sér frá hvirfli til ilja. Svo snýr hún sér að móðurinni: — Er þetta Charlotta dóttir yðar? Móðirin kinkar kolli þegjandi. Þá ris Frúin virðulega úr sæti: — Nýjasta tiska, sé ég. Já, ójá, hún gengur áreiðanlega i augun á mörgum i þessum bún- ingi. Hún ætlar að feta i fótspor móðurinnar, það leynir sér ekki. Komdu, Elisabet, hér höfum við ekki meira að gera. Og konurnar tvær lyfta pilsunum hátignarlega, stika yfir þröskuldinn og halda að vagninum sem biður. — En námið... af hverju sagði hún ekki...? Andreas litur ringl- aður á móðurina, allt hefur geng- ið svo fljótt fyrir sig, hann skilur ekki almennilega hvað hefur gerst. — Það verður vist ekki um neina skólagöngu að ræða hjá þér, drengur minn, segir móðirin og andvarpar mæðulega. — Frúin kemur aldrei hingað framar, svo mikið þykist hún vita. Og ég sem var búin að hlakka svo til, þú hef- ur svo góða greind, þú ættir skil- ið... Það er eins og hún sé gráti nær. En svo þagnar hún, rís á fæt- ur og sækir myndina i sporöskju- lagaða gullrammanum og hengir hana á sinn stað, stigur nokkur létt dansspor á gólfinu, rifur af sér svuntuna og hettuklútinn og fleygir þvi á rúmið. Hún er ekki lengur auðmjúk og lúpuleg. Nú likist hún sjálfri sér á myndinni, fallegu dansmeynni úr Tivoli. — Loksins erum við laus við þennan skriðdýrshátt, hrópar hún. — Við björgum okkur sjálf, við þurfum ekki fleiri matargjafir og gömul föt. Við skulum bjarga okkur. Hún tekur smáköku, heldur henni upp að auganu eins og ein- glyrni, litur gagnrýnisaugum á dótturina og segir með tilgerðar- legri, „finni” röddu: — Er þetta hún Charlotta dóttir min? Hún er bara næstum eins falleg og móðir hennar i þessum búningi. Komdu Lotta, hér höfum við ekki meira að gera. Og báðar lyfta þær upp pilsunum og skálma hlæjandi fram i eldhús til að útbúa jóla- matinn. Og Andreas hlær hæst þeirra allra, það er ástæðulaust að vera niðurdreginn. Það er aðfanga- dagskvöld og bráðum sitja þau við jólatréð og borða svinasteik SÓLÓ- eldavélar Framleiði SóLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerö-. um, —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaftij og báta. — Varafilutaþjónusta — Viijum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og iitla sumarbústaöi. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI 33069. og súrkál. Og hann hefur keypt gjafirhanda mömmu og Lottu og allir eru kátir og glaðir, þvi að jólin eru dálitið sérstök. Það er best að skrúfa ögn niður i lamp- anum, það sviður i augun, hann strýkur treyjuerminni yfir þau. Stundarkorn situr hann hugsi og horfir útum gluggann, út i bak- garðinn þar sem snjórinn fellur á krakkana sem leika sér hjá rusla- tunnunum. Or eldhúsinu heyrir hann glamur i pottum og glað- værar raddir móðurinnar og syst- urinnar. Andreas kyngir nokkr- um sinnum, svo snýr hann sér að speglinum og hvislar að andlitinu með öriðljóta: — Já, ég skal sýna þeim. Ég skal svei mér sýna þeim! Það var þegar við heimsóttum Vaterland að pabbi hafði sagt þessa sögu um aðfangadag nokkru fyrir aldamót. Það gerði myndina af honum sjálfum skýr- ari og brá upp myndum af móður hans og systur, sem ég hafði aldrei þekkt. Fólk dó ungt i þá daga. En sennilega var það fá- tæklegt umhverfið sem hafði haft mest áhrif á mig. Hrörlega gamla húsið — reglulegt hreysi — troð- fullt af fólki, þar sem herbergi og eldhús var hreinn munaður fyrir þrjár manneskjur. Og hrifning pabba yfir að fá egg, i minum augum var það leiðinleg hvers- dagsfæða, sem ég varð að pina i mig af þvi að það var hollt. — Ertu búinn að borða eggið þitt, Fredrik? Að minnsta kosti litri af mjólk og eitt egg á dag, skilurðu, ef þú átt að vaxa. Þannig var upp- vöxtur minn. En þegar ég stóð við gröfina á fögrum sumardegi og starði á svarta steininn með nöfnum for- eldra minna og hugsaði til baka, varð mér ljóst að faðir minn hafði átt góða bernsku þrátt fyrir allt. Það hafði rikt samheldni i þessari litlu fjölskyldu, allir höfðu lagt sitt af mörkum, bæði pabbi og systur hans höfðu unnið baki brotnu frá tólf ára aldri. Og pabbi lét ekki bugast þegar hann varð að hætta námi, þótt það væru hon- um mikil vonbrigði. Fjölskyldan stóð með honum, „við skulum sýna þeim”! Vinnusemi pabba, þrautseigjan, rik ábyrgðartilfinn- ingin — þessir eiginleikar höfðu þróast með honum I bernsku. En ég hafði tekið allt eins og sjálf- sagðan hlut, hafði látið dekra við mig á allan hátt. Og gert siðan það sem mér hentaði. Sjálfstæður! Það hafði mig dreymt um að verða. Sjálfstæður og frjáls að þvi að gera það sem mér sýndist. Ég vildi ekki vera á þeim bás sem mér hafði verið markaður, ég hafði sjálfstæðan vilja og vildi ráða gerðum min- um. Já, nú var ég svo sannarlega óháður... Táralindir minar voru þornaðar. Dagarnir, sem ég hafði verið aleinn i auðri ibúðinni, þar sem pipan hans pabba lá á skrif- borðinu og svuntan hennar mömmu I eldhúsinu, höfðu verið eldskirn min. Það hafði verið gróðursettur rósarunni á gröfinni, hann var ungur og ferskur og tveir knúppar voru að springa út. Þeir voru eins og kveðja frá ástvinum minum. Til min og til ömmu fannst mér þeir segja. Ég braut greinina með rauðbleiku knúppunum og flýtti mér með hana út úr kirkjugarðin- um. Svo hóaði ég i leigubil og bað hann að aka með mig að kirkju- garðinum i Vaterland. Það var ekki fyrr en ég var kominn lang- leiðina að ég áttaði mig á þvi, að gröfin hennar ömmu var kannski ekki lengur til. Ef allar grafir fengju að vera ósnertar, þá væri allt borgarlandið einn samfelldur kirkjugarður. Hversu lengi fékk gröf að standa óhreyfð? Presturinn sem ég hitti, svaraði að það færi eftir þvi, hvort ein- hver borgaði fyrir viðhald henn- ar, og hann gat lika sagt mér að amma min hefði ekki verið jörðuð frá þessari kirkju. Fyrst hún var fædd um 1860 var trúlegt að hún hefði verið skirð i Frelsarakirkj- unni og sennilega jarðsungin þar lika. Og mikið rétt, þar fann ég bæði fæðingarár og dánarár og einnig Charlottu dóttur hennar, ,og það kom i ljós að báðar voru grafnar I Gamla kirkjugarðinum. Hafði pabbi borgað fyrir grafirn- ar? Voru þær ennþá til? Ég fyllt- ist eftirvæntingu, mér lá á að komast þangað. Ég stöðvaði ann- an leigubil og bað bilstjórann að hraöa sér sem mest. BRIDGE Holdsins list og list spilamennskunnar Fyrirsögnin er til komin af hug- leiðingum okkar, þegar spil þetta var birt I siðustu viku, um þá al- kunnu bábilju að Frakkar af báð- um kynjum hugsi ekki um annað en holdsins lystisemdir og verji öllum sinum fristundum til að njóta þeirra. Við förum ekki frek- ar út i þá sálma aftur, en minnum aðeins á að tiilefnið var, að Frakkar — af báðum kynjum — eru miklir spilamenn og lenda oftast i efstu sætum á bridgemót- um. Kvennasveit Frakka i bridge hefur verið i efstu sætum á bridgemótum. Kvennasveit Frakka I bridge hefur verið i efstu sætum á sið- ustu olympiumótum i bridge og gjöfin sem hér fer á eftir er þvi til staðfestingar og það hefur ekki verið af tilviljun. S. G76 H. Á9862 T. A72 L. DG S. 93 S. K1084 H. G4 H. 10753 T. KDG9864 T. 103 L. 3 L.1065 S. AD52 H. KD T. 5 L. AK9742 1 opna salnum voru þær frönsku i Suðri og Norðri á móti irsku kvennasveitinni. Suður gaf og hvorugar voru á hættunni. Sagn- irnar voru þessar: Suftur Vestur Norftur Austur 1 L. l T. 1 H. pass 1 S. 2 T. 3 T. pass 4 L. pass 5 L. pass 5 H. pass 6 L. pass... Vestur lét út tigulkónginn sem Mado Paoli I Suðri tók með ásn- um i blindum. Hún tók siðan á trompdrottningu og gosa og lét þvi næst út spaðasexu frá blind- um og drottninguna að heiman. Hún vonaðist til þess að Vestur ætti kónginn og tæki á hann, svo að hún fengi innkomu i blindan á spaðagosann og gæti þvi tekið slag á hjartaásinn. En nú hélt spaðadrottningin slagnum, og hvernig fór þá Mado Paoli að þvi að vinna hálfslemmu sina i laufi gegn bestu vörn? Svar: Mado Paoli hafði þegar i upp- hafi hafnað þeirri hættulegu vinn- ingsleið að taka á kóng, drottn- ingu i hjarta og þá á drottningu, gosa i laufi og siðan á hjartaásinn til að geta kastað af sér spaða. En það fór þvi miður svo, að sviningin i spaða heppnaðist — heldur óvenjulegt orðalag i þessu sambandi — og við það varð spil- að allt flóknara. Hún tók nú á öll tromp sin og á hjartakónginn. Austur verður að kasta af sér spaða I siðasta trompið.og þegar hjartakóng hefur verið spilað er staðan þessi: S. G7 H. Á9 S.9H.GT.DG--------S.K10H.10 7 S. A52 H. D Spaðaásinn var nú látinn út og þegar Suður sá aft tian og nian falla I hann varð henni ljóst að spaðakóngurinn var eftir blank- ur. Hún lét þvi út lágspaða til þess að fria spaða sinn, en hún hefði einnig getað tekið á hjartadrottn- inguna og látið þvi næst út spaða sem Austur hefði orðið að taka og þá um leið neyðst til að gefa sið- asta slaginn á hjarta. En hálfslemma i hjarta hefði einnig unnist á spil Suðurs og Norðurs þegar Austur lætur út tigultiu eins og gerðist við borðið I lokaða salnum. Tian er tekin með ásnum, siðan tekur Norður á kóng, drottningu i hjarta I blind- um og kemst inn á laufagosann til að taka á hjartaásinn. Hjörtun féllu ekki og þá lætur Norður út laufadrottningu sem tekin er með kóngnum hjá blindum, og siðan koma ás og nia i laufi og Norður kastar af sér tiglum sinum tveim- ur. Austur trompar fjórða laufa- slaginn, en Norður hefur tryggt sér tólf slagi, og það án þess að þurfa að reyna að svina i spaða, þvi að enn eru tvö frilauf hjá blindum og örugg innkoma á spaða. Tölvísi Lúkasar Israelski bridgefræðingurinn P. Lúkas samdi þessa eftirtektar- verðu þraut. Norður og Suður eiga visan vinning i hálfslemmu sinni hvernig svo sem spil and- stæðinganna liggja og hvernig sem þeir halda á þeim. Suður verður að spila þannig að hann sé ævinlega öruggur um að Austur geti ekki trompað. Hver slagur leiðir af öðrum — spilið gengur „eftir sinni föstu braut” — og ætti að vera hugstætt tölvisum mönn- um. En ef ykkur veitist erfitt að finna lausnina, þá getið þið hugg- að ykkur við það, að margir kunnir bridgemeistarar voru æði- legni að finna réttu leiðina, þegar þrautin var lögðfyrir þá. Við birt- um aðeins spil Norðurs (blinds) og Suðurs (sagnhafa). Norður S. K 3 2 H. A D 5 4 T. 8 6 3 2 L. 5 2 Suftur S. A D G 10 8 H. K G T. 5 L. Á K D 4 3 Vestur lætur út tigulkóng, sem Austur verður að drepa með tigulás sinum blönkum og lætur siðan út spaðasjöu, en Vestur kastar af sér tigli. Og þá er spurt: Hvernig á Suður að spila til að vera öruggur um að vinna hálf- slemmu i spaða, hvernig svo sem spil andstæðinganna skiptast og þeir halda á þeim? Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu Hn úrvali. livr Jasmin Laugavegi 133 m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.