Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Alþýðubandalagið
vill beita sér
fyrir þessum
breytingum í
húsnæðismálum
Einn alvarlegasti þátturinn i
stjórn Reykjavikurborgar er sú
staðreynd að borgarstjórnarihaldið
hefur lagt sig i framkróka við að
þjóna undir braskarastéttina.
Ágallar auðvaldsþjóðfélagsins
koma óviða ljósar fram en i
Reykjavik, það gerir fjölmennið og
samsöfnun milliliðastarfseminnar.
Sérstaklega hafa þessir þættir
komið skýrt i ljós i húsnæðis-
málunum. Þar er almenningur
ofurseldur okurkerfi sem er svo
margslungið að margur maðurinn
telur jafnvel að það sé honum i
hag, enda þótt staðreyndin sé þver-
öfug:
Húsnæðiskerfið er sem myllu-
steinn um háls launamannsins.
Alþýðubandalagið samdi itar-
lega stefnuskrá i borgarmálum
fyrir þær borgarstjórnarkosningar
sem fram fara í Reykjavik i dag.
Þjóðviljinn hefur áður birt nokkra
kafla úr stefnuskránni en hér á
siðunni birtum við kaflann um hús-
næðismálin og þau úrræði sem
Alþýðubandalagið vill beita sér
fyrri á þeim vettvangi.
1 borginni er verulegur hluti ibúðarhúsnæðis á
stöðugum uppboðsmarkaði. Launafólk á yfirleitt
ekki annarra kosta völ en að eyða óhæfilega
löngum vinnutima og bróðurparti atvinnutekna
á löngu árabili til þess að standa straum af
ibúðarkaupum, en öryggisleysi og oft óhæft
ibúðarhúsnæöi biður hinna sem ekki hafa að-
stöðu til þess að hafa tekjur umfram það sem
dagvinna á lægstu töxtum gefur af sér. Með
þessum hætti eru láglaunahóparnir ofurseldir
mun lakari kostum en aðrir, og borgarstjórnar-
meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur i sifellu
tregast við að leita félagslegra ráðstafana til þes
að leysa vanda þeirra sem af fjölmörgum ástæð-
um geta alls ekki kastað sér.út i uppboðskerfi
samkeppnisæðisins.
Til að breyta þessu ástandi er eftirfarandi úr-
bóta þörf:
iVIat á þörfinni:
Meta þörf á nýju ibúðarhúsnæði i borginni og
tryggja að byggingarframkvæmdir i borginni
séu i samræmi við það. Útrýma verður heilsu-
spillandi húsnæði, og hvers konar öðru óhæfu
húsnæði, sem enn er i notkun.
Vinna ber að þvi að sem mestur hluti
nýbygginga verði á vegum byggingafélaga, sem
hafa lagalegar skyldur til að selja ibúðir á
kostnaðarverði með ákvæðum um forkaupsrétt
borgarinnar.
Leighúsnæði:
Borgin byggi sjálf leiguhúsnæði og stuðli að
þvi að verkalýðsfélög og önnur félagasamtök
geri það einnig með það markmið fyrir augum,
að i borginni verði til leiguhúsnæði i svo rikum
mæli, að borgarbúar geti treyst þvi, að eiga
jafnan völ á öruggu leiguhúsnæði gegn sann-
gjarnri leigu. Aðeins á þennan hátt er hægt að
hamla gegn óhæfilegum verðhækkunum á hús-
næði og þvi gróðabralli, sem viðgengst i Reykja-
vik vegna húsnæðisskorts. Borgin geri stórátak i
byggingu leiguibúða fyrir aldraða. Einkaaðilar
geta aldrei leyst húsnæðisvanda hinna tekjulágu
úr hópi þeirra öldruðu. Þetta fólk hefur ekki
fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa eða
leigja á þvi verði, sem einkaaðilar setja upp.
Aðstoö við kaup
og sölu:
Borgin hagnýti allan forkaupsrétt, sem hún á
og kann að eignast og verði þannig umtalsverðiir
aðili við endursölu ibúða. Sett verði á laggirnar
lögfræðisþjónusta eða sérstök skrifstofa til þess
að veita almenningi aðstoð við eignaskipti, kaup
og sölu á ibúðarhúsnæöi. Bendir Alþýðubanda-
lagið á að með nýja fasteignamatinu hefur
skapast grundvöllur til þess að meta verðlag
ibúðarhúsnæðis eftir föstum reglum, sem kæmu
almenningi siðan til góða, beint eða óbeint.
Byggingasjóð Reykjavikur ber að nota, meira
en gert hefur verið, til þess að veita efnalitlu
fólki lán til þess að kaupa ibúðir sem borgin fær
til endursölu og endurbæta þær eftir þvi sem
þörf krefur.
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRÁ JAPAN
Japanski rispappirslampinn Tíest nú einnig á fslandi i 4
stæröum
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæöi einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverö og eiguleg nýjung.
HÚSGAGNAVERZLUN
AXELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTf 7 — Reykjavlk.
Slmar 10117 og 18742.
Atvinna
Starf bifreiðaeftirlitsmanns
við Bifreiðaeítirlit rikisins i Vestmanna-
eyjum er laust til umsóknar.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá bæjar-
fógetaembættinu i Vestmannaeyjum og Bifreiðaeftirliti
rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik.
Bifreiðaeftirlit rikisins.
Laus staða
Dósentsstaða i líffærameinafræðii læknadeild Háskóla ís-
lands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 20. júni
1974. Um er að ræða hlutastöðu, og fer um veiting hennar
og tilhögun samkvæmt 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting
á lögum nr. 84/1970, um Háskóla tslands, m.a. að þvi er
varðar tengsl við sérfræðingsstöðu við opinbera stofnun
utan háskólans.
Laun samkvæmt gildandi reglum um launakjör dósenta i
hlutastöðum i læknadeild.
Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er
þeir hafa unniö, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil
sinn og störf.
Menntamálaráðuneytið, 20. mai 1974.
Laus staða
I.ektorsstaða i stjórnmálafræði við námsbraut i almenn-
um þjóðfélagsfræðum i Háskóla íslands er laus til um-
sóknar. Gert er ráð fyrir, að aðalkennslugrein verði
stjórnmálaatferli, en aðrar kennslugreinar verði alþjóða-
stjórnmál eða félagsleg stjórnmál.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavik, fyrir 20. júni n.k.
Menntamálaráöuneytið,
20. mai 1974.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
RITARI óskast til framtiðarstarfa
við nýja deild innan spitalans.
Fyrstu mánuðina verður um hálft
starf að ræða en siðar fullt starf.
Viðkomandi þarf helst að geta haf-
ið starf snemma i júni n.k. Upplýs-
ingar veitir starfsmannastjóri,
simi 11765.
FÆÐINGARDEILD
LANDSPÍTALANS:
LJÓSMÆÐUR óskast til afleysinga
á fæðingargangi i sumar. Upplýs-
ingar veitir yfirljósmóðir, simi
24160.
KLEPPSSPÍTALINN:
HJúKRUNARKONUIt óskast til
sumarafleysinga og i fast starf við
hinar ýmsu deildir spitalans. Vinna
hluta úr fullu starfi kæmi til greina,
svo og næturvaktir. Upplýsingar
veitir forstöðukonan, simi 38160.
STARFSSTÚLKA, ekki yngri en
tvitug, óskast til framtiðarstarfa i
borðstofu starfsfólks. Upplýsingar
veitir matráðskonan, simi 38160.
Reykjavik, 24. mai 1974.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765