Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1974, Blaðsíða 5
SiHinudagur 26. mai 1»74. ÞJ6ÐV1LJINN — SIÐA 5 fyrir mannleg samskipti. Ég á lika þrjár bensinstöðvar þar sem þjóðvegir liggja út úr bæn- um. Þar með vinn ég að félags- legri þjónustu við bilinn og að efl- ingu samgöngumálanna, sem eru mikil mál. Ég veiti lika spitölun- um félagslega þjónustu sem er einkar vönduð, að minnsta kosti eru lyfin sem ég flyt inn miklu dýrari en önnur. Snemma beygist krókurinn. Ég var hvislari i Vekjaraklukkunni i Gaggó Vest og framsögumaður um stuttu pilsin i skólafélaginu þvi snemma var ég gripinn þörf fyrir að gleðja aðra og miðla af fróðleik. Ég tók þátt i naglaboð- hlaupi við hafnfirska unglinga. Ég gekk i KFUM, Heimdall, KR og Varðberg. Og siðar, þegar ég hafði þroska og menntun til setu i Junion Chamber, Kiwanis, Lion, Rotary, Samstarfsnefnd einbýlis- húsalóðaeigenda og Félagi til efl- ingar hundahaldi grásleppukarla. Margur komminn snýtti rauðu þegar ég beitti mér i þágu öryggis og frelsis þann góða dag, þritug- asta mars. Og margar hálf- kommastelpur úr góðum fjöl- skyldum fengu i hnén og sneru frá rauðri villu, þegar ég beitti mér i sjarmöranefnd Heimdallar. Ég var kosinn heiðursfélagi i sjálf- stæðiskvennafélaginu Hvöt með sérstökum réttindum. Ég var far- arstjóri á einsöngvaramót nor- rænna vitavarða i Álaborg. Mér var boðið að gerast aðili að golf- klúbbinum Nes, en þáði ekki boð- ið, þvi ég hefi næmt nef fyrir svo- leiðis og veit hvað klukkan slær og mættu ýmsir aðrir menn vita það lika. Aftur á móti tók ég með gleði að mér varaformennsku i nefnd áhugamanna um lagningu hjólreiðabrautar undir Austur- stræti og formennsku i fjármögn- unarnefnd Varins lands. Ég hefi átt heima við öldugötu, Ægissiðu, Háuhlið og Laugarás- veg, i London, Paris, New York, Norfolk og Acapulco. Sérstök á- hugasvið min eru stjórnmál, ut- anrikismál, viðskiptamál og fé- lagsmál almennt. Ég hefi bæði skrifað sérstakar greinar og ræð- ur sem birtar hafa verið i Morg- unblaðinu. Við erum Reykjavik. Við lútum ekki að plebbaskap eins og að stimpla okkur inn klukkan fimm i erfiða eftirvinnu i embætti eins og kratapislirnar gera. Við pauf- umst ekki i smáskitahrossakaup- um á vinstri hlið,heldur riðum við gæðingum loftsins til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Við sjáum grasið vaxa, heyrum hverja kók opnaða og teljum hvert tóbaks- korn sem sogast upp i nasir elli- heimilanna. Við viljum engan glundroða vinstri flokkanna. Ekkert glundur og engan roða. Við drekkum ekki görótt heima- brugg laumukommanna, sem fylla útvarpið af Svium, heldur teygum við hið tæra kampavin viðreisnarhagstjórnar með ábyrgum sósialdemókrötum. Hesta á hvert heimili hvanngrænt gras i flagi væri ekki Votergeit væri allt i lagi. Skaði Vinstri menn! Dreifið ekki atkvœðum ykkar! Eining er aflið sem rœður úrslitum! Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 50. Chinchillarnir Hvaða ætt er það, sem læsir eyrun- um á sér með lásum, svo að hún heyri ekki i heiminum eða kall timans, og hefur annað hvort gert jakka úr feldi skjaldarmerkis sins, eða spennitreyju, svo að sá hluti ættarinnar, sem ættar- böndin reyra vandlega, liggi afvelta og bjargarlaus, vafinn inn i merki kyn- stofnsins, opinmynntur eins og ungi nýkominn úr egginu? Það er Chin- chilla-ættin. Feldur Chincilla-rott- unnar er afar verðmætur og skorinn i kápur auðugra kvenna. Með nafninu tengir Goyra margar tegundir nagdýra, sem naga stofn þjóðfélagsins. En þvi er stundum stjórnað af fáeinum fjöl- skyldum af sama ættarmeiðnum. Á annarri frumteikningunni stendur yfirskriftin: „Sjúkdómur vitsins”. Undir henni er skrifað með blýanti: „Martröðin, sem dreymdi, að ég hafi hvorki getað vaknað né losnað úr henni”. A teikningunni er það stúlka, sem matar höfðingjann i jakkanum, en á koparstungunni matar blindur blindan. Blindinginn matar með sleif og honum hefur vaxið asnaeyru. Hann er þó ekki blindari en það, að hann verður að binda fyrir augun til þess að komast hjá þvi að sjá eigin asnastrik, losna við sektarkennd og stéttarvit- und. Hann matar blint og leikur blind- ingsleik. Á milli stéttanna stendur stór pottur. Blindinginn er þjóðin, sem hef- ur bundið fyrir augun, og asnaeyru á höfuðið, þannig að hún geti nauðug viljug matað blint og heyrnarlaust valdið. Valdið er eins og þjóðin, það hvorki heyrir né sér, vafið i vörumerk- ið: Tignin tryggir vald og gæðin. Það er eitthvað afar sætabrauðslegt og deigkennt við Chinchilla-drengina. Dagheimilin verði í framtíðinni forskólar Rauðsokkar vilja, að stefnt verði að þvi, að dag- vistun barna verði i fram- tíðinni ókeypis fyrir alla á sama hátt og skólaganga, þe. að dagheimilin verði einskonar forskóli. Þetta kemur fram í athuga- semdum, sem starfshópur Rauðsokka um dagvistun- armál hefur gert við tillög- ur borgarstjórnar Reykja- víkur varðandi dagvistun barna í Reykjavík og sent borgarfulltrúum og fleiri aðilum innan borgarkerf- isins. Athugasemdir Rauðsokka eru svohljóðandi: Dagvistunarrými barna 1 Reykjavik fullnægir ekki helm- ings þörf nú. Samkvæmt könnun Þorbjörns Broddasonar haustið 1971 á vegum Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar, þurfa a.m.k. 6—7 þús. börn i Reykjavik að vera i dagvistun. Áætlað er, að dagvistunarrými fyrir börn verði rösklega 3 þús. á þessu ári. Hvar eiga þó hin 3—4 þús. börnin að vera? Við álitum að stefna skuli að þvi, að svo myndarlega verði tekið á byggingum dagvistunar- stofnana, að unnt verði að fullnægja þörfinni fyrir dagvistun barna innan fárra ára. Vistun barna á einkaheimilum er neyðarráðstöfun meðan dag- vistunarstofnanir fullnægja ekki eftirspurn. Vistun á einkaheimili er mjög óörugg og ekki varanleg. Getur hún valdið miklu raski á högum barns og foreldrum þess erfiðleikum, t.d. ef gæslumaður veikist eða heimilisfólk hans. Gæslumaður á einkaheimili er i fæstum tilfellum sérmenntaður i barnauppeldi. Dagvistunaraðstaða fyrir börn er æskileg i hverju stóru f jölbýlis- húsi, sem byggt er, og að ibúum þeirra sé veitt aðstoð a.m.k. við rekstrarstofn- un þeirra. Við skipulagningu nýrra hverfa þyrfti að hafa þann möguleika opinn, að raðhúsa- samstæður og aðrar ibúðaeining- ar geti stofnað dagvistunarheim- ili. Varast skal þó hvers konar stéttaskiptingu og leyfa börnun- um að blandast sem mest. Sé dagvistunarheimili stofnað og starfrækt hjá atvinnufyrirtæki, skulu allir starfsmenn njóta sama réttar með dagvistun barna sinna. í þessu sambandi viljum við minna á, hve aðstoð sveitarfé- laga við rekstur slikra dagvistun- arstofnana hlýtur að vera bæði auðveldari og sjálfsagðari eftir að lög um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunar- heimila tóku gildi. Við teljum óeðlilegt, að byggðir séu fleiri leikskólar en dagheim- ili, eins og fram kemur i tillögu frá 6. des. sl. i borgarstjórn. Leik- skólar gefa fólki aðeins kost á að vinna hálft starf. Það er enn rikj- andi hefð, að mæður gæti barna frekaren feður, og er þvi hætta á, að þær njóti ekki sömu möguleika og karlar á vinnumarkaðnum. Athyglisverð finnst okkur sú hug- mynd, sem fram kom á ráðstefnu um málefni yngstu borgaranna á vegum Sambands islenskra sveitarfélaga, menntamálaráðu- neytisins og barnaverndarráðs fslands nýlega, að dagvistunar- stofnunum sé ekki skipt i leik- skóla og dagheimili, heldur sé dvalartimi hafður sveigjanlegri eftir þörfum foreldra. Þar með verði jafnframt komið i veg fyrir hugsanlega stéttaskiptingu milli leikskóla og dagheimila. Um leið og komið er til móts við þarfir foreldra má ekki slá af kröfum um innri gerð dagvist- unarstofnanna. Dvöl barns á dag- vistunarheimili er liður i uppeldi þess, þar sem það þroskast og nýtur handleiðslu sérmenntaðs fólks. Dagheimili má aldrei verða geymsla. Við beinum þvi til borrarstjórn- ar, hvort ekki séu möguleikar á að lækka stofnkostnað dagheim- ila svo og hvort ekki megi nýta eldri hús, svo hægt sé að koma til móts við þörfina fyrr. Við fögnum tillögu um að sporna við aðskilnaði kynslóða. Við álitum rétt, að stefna beri að þvi, að dagvistun barna verði i framiðinni ókeypis fyrir alla á sama hátt og skólaganga, þ.e. að dagheimilin verði einskonar for- skóli. Rétt er þó að taka fram, að margir foreldrar eru reiðubúnir að greiða fullan kostnað fyrir dagvistun barna sinna til þess að njóa þessarar aðstöðu. Ekki er óeðlilegt. að foreldrar taki þátt i rekstrarkostnaði meðan á upp- byggingu stendur, flýti það fyrir henni. Við teljum það sjálfsögð mannréttindi að öll börn fái að- gang að dagvistunarstofnun og kostnaður vegna hennar hafi þar engin áhrif. Við bendum einnig á, að tekjur rikis- og sveitarfélags hækka, þegar foreldrar geta báð- ir sinnt fullum störfum i þjóðfé- laginu, auk þess hlýtur þjóðar- framleiðslan að aukast með auknu vinnuafli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.