Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. maí 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Hannibal gafst upp
Ur stjórnmálavafstrinu
og í landbúnaðarstörfin
Hinn aldni pólitiski
slagsmálamaður og
klækjarefur Hannibal
Valdimarsson hefur nú
endanlega hætt af-
skiptum af pólitik — að
eigin sögn. Hannibal
sagði i gær af sér for-
mennsku i Samtökum
frjálslyndra og vinstri
manna,en gekk ekki úr
flokknum eins og fóst-
bróðir hans Björn
Jónsson.
Hannibal hefur um
langt árabil verið iðinn
við að skemmta hægri
öflunum með þvi að
gera strandhögg á
ýmsum stöðum i
vinstri fylkingar
stjórnmálanna, kljúfa
af þeim sneiðar og
skeyta þær saman ann-
ars staðar. Hefur nokk-
ur gustur jafnan fylgt
þessum pólitiska víga-
manni.
Undanfarið hefur hann gert
sig liklegan til að kljúfa að endi-
löngu flokkinn sem hann stofn-
aði fyrir fjórum árum, en þar
hætti hann við hálfnað verk,
enda aðkrepptur mjög. 1 viðtali
við rikisútvarpið i gær sagðist
hann vera „algjörlega og óaft-
urkallanlega hættur afskiptum
af stjórnmálum”. Fyrir fáum
dögum lýsti hann þeirri skoðun i
sjónvarpinu að nú væri nauð-
synlegt að styðja Alþýðuflokk-
inn.
Kreppa Hannibals er m.a.
annars fólgin i þvi, að helsti
fylgissveinn hans á Vestfjörð-
um, Karvel Pálmason, ætlar i
framboð fyrir SFV þar, og Jón
sonur Hannibals verður i öðru
sæti. Það er þvi erfitt fyrir
Hannibal að skriða inn i Alþýðu-
flokkinn við þessar kringum-
stæður, enda þótt heimþrá hans
hafi mjög beinst i þá átt.
Það er þvi fremur lágreistur
lokakaflinn á stjórnmálaferli
Hannibals: Flokkur hans tvistr-
aður, þingflokkurinn i fjórum
pörtum af smæsta tagi og hin
háværu sameiningarloforð fokin
út i vind. Leifarnar af flokknum
Ilannibal Valdimarsson. Pólitiskur vigamaður snýr sér að land-
búnaðarstörfu m.
rekur nú á pólitiskar fjörur i einbeita sér að búskapnum i
ýmsum áttum. Selárdal, enda ærnar nýbornar
Hannibal kveðst nú. ætla að og allar fjörur þaktar rekaviði.
Listahátíð í Reykjavík:
Uppselt á Sigfús
Mikíl aðsókn að
Lundúnasinfóníunni
t»ó nokkur skriður er
kominn á miðasölu á
Listahátið i Reykjavik
sem hefst þann sjöunda
júni. Til dæmis mun nú
þegar uppselt á tvær
sýningar af þrem á
kabarettdagskrá úr
verkum hins ágæta
lagasmiðs Sigfúsar
Halldórssonar, sem efnt
verður til i Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Þá virðist nú þegar allmikill á-
hugi á tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar Lundúna i Laugardals-
höll. Þessi elsta hljómsveit Lund-
úna leikur tvisvar undir stjórn
Andrés Previn og eru einleikarar
i fyrra skiþtið Vladimir Ashken-
azy og i seinna skiptið fiðluleikar-
inn Pinhas Zuckerman. Þá hafa
menn og þegar sýnt mikinn áhuga
á tónleikum Daniels Barenboim i
Háskólabiói þann 9. júni, en Bar-
enboim hefur áður verið gestur
listahátiðar. Meðal annarra er-
lendra tónlistarmanna sem von
er á, má nefna Jean Bernard
Pommier, franskan pianóleikara.
mikilhæfan finnskan bassasöngv-
ara, Martti Talvela, sem syngur i
Háskólabiói með undirleik
Ashkenazys, að ógleymdri Ren-
ötu Tebaldi, sem kemur fram
með Sinfóniuhljómsveit tslands á
lokatónleikum hátiðarinnar.
Enn er ekki eins mikil hreyfing
komin á sölu miða á leiksýningar,
en búist er við að mjög skipti um
nú um mánaðamót þegar menn
hafa nokkra hvild frá pólitiskri
spennu.
Merki landsmótsins.
Sigfús Halldórsson tónskáid.
Uppselt er á kabarettdagskrá
hans á Listahátið.
Landsmót
skáta
dagana
14.-21. júlí
Dagana 14.—21. júli efnir skáta-
hreyfingin á tslandi til landsmóts
en þau eru nú orðin reglulegur
viðburður á fjögurra ára fresti.
Þetta landsmót sem er hið 16. i
röðinni verður haldið að Úlfljó'ts-
vatni i Grafningi, en þar hefur
verið miðstöð foringjaþjálfunar
skáta undanfarin ár.
Alls er nú vitað um rúmlega 2
þúsund manns sem hyggjast
sækja mótið. Þar af eru 250 út-
lendir skátar, flestir frá Dan-
mörku, Noregi og Sviþjóð eða
160—200 talsins. 35 eru væntan-
legir frá Færeyjum, 11 frá Græn-
landi og færri frá Frakklandi,
Sviss, Þýskalandi og Bandarikj-
unum.Tala islenskra skáta getur
þó enn hækkaö, þvi umsóknar-
frestur er til 1. júni.
Fyrir utan sjálfar skátabúðirn-
ar verða svo fjölskyldutjaldbúðir
þar sem fyrir komast allt að 800
manns. Er öllum velkomið að
tjalda þar, og ekki þarf að til-
kynna það fyrirfram.
Kjörorð mótsins verður Land-
nám og er það valið til þess að
minnast þjóðhátiðar en einnig til
að minna á nýtt landnám sem
skátar hyggjast hefja við Úlf-
ljótsvatn. Félagsbúðum skátanna
verða gefin nöfn þess landnáms-
manns sem nam land næst þvi
svæði sem viðkomandi félag
starfar á.
Þátttökugjald i mótinu verður
4800 fyrir allan timann og er inni-
falinn i þvi allur matur en ferðir,
hins vegar undanskildar. Gjald
fyrir fjölskyldutjaldbúðir er 700
kr. fyrstu nóttina en 300 fyrir
hverja nótt þar fram yfir.
—Þll
Mynd af málverki Asgríms Jónssonar ,,úr Húsafellsskógi”, málað á
árunum 1945—50.
Sumarsýning
r
1
Ásgrímssafni
Siðastliðinn sunnudag
var hin árlega sumar-
sýning Ásgrimssafns
opnuð; er hún 41. sýning
safnsins siðan það var
opnað almenningi árið
1960.
Val myndanna miðað-
ist aö nokkru leyti við
þetta þjóðhátiðarár og
er hluti sýningarinnar
myndir frá Reykjavik,
málaðar á 40 ára tirna-
bili. Meðal þeirra er
gömul Reykjavikur-
mynd sem Ásgrimur
Jónsson málaði útum
glugga i Galtafelli við
Laufásveg.
Á heimili Ásgríms hefur verið
komið fyrir vatnslitamyndum og
nokkrum þjóðsagna-teikningum.
1 vinnustofu hans er sýning á .oliu-
málverkum og nokkrum vatns-
litamyndum. Skýringartexti fylg-
ir öllum myndunum á islensku og
ensku.
Ásgrimssafn hefur látið prenta
kynningarrit á ensku, dönsku og
þýsku um listamanninn og safn
hans, og þá hafðir I huga erlendir
gestir sem jafnan skoða Ásgrims-
safn á sumrin. Einnig kort i litum
af nokkrum landslagsmyndum i
eigu safnsins, ásamt þjóðsagna-
teikningum.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti
74, verður opið alla daga i júni.
júliog ágúst, nema laugardaga.
frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókevpis.
Jónas orðinn formaður
Aðalfundur Félags islenskra
rithöfunda var haldinn siðastlið-
inn fimmtudag að llótel Esju.
Þóroddur Guðmundsson. skáld
frá Sandi, sem verið hefur for-
maður félagsins um árabil, lét af
formennsku vegna veikinda.
Voru honum þökkuð ágæt störf i
þágu félagsins og var hann kjör-
inn heiðursfélagi á fundinum.
Jónas Guðmundsson rithöfund-
ur var kjörinn formaður, og aðrir
i stjórn eru Snjólaug Bragadóttir.
Jenna Jensdóttir, Ragnar
Þorsteinsson og Indriði G. Þor-
steinnsson.
Fundurinn samþykkti einróma
aðildina að Rithöfundaráði Is-
lands.