Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. maí 1974.
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
— Kemurðu ekki með á álfa-
ball? Ungmeyjahópurinn sem
kemur gangandi meðfram
Tivoligirðingunni hrópar
iokkandi til karlmanns i slái og
með silkihatt sem er i þann
veginn að stiga niður úr vagni
sinum. En ungi maðurinn brosir
aðeins og flýtir sér inn upplýstan
innganginn án þess aö svara en
stúlkurnar kalla hæðnisorð á eftir
honum og halda áfram gegnum
áhorfendaskarann framanvið
stórahliðið sem yfir stendur
TIVOLI, að hliðinu við Klingen-
berggötu, á álfaball i skuggalegri
klettahvelfingunni, þar sem
gleðikonur höfuðstaðarins hafa
nóg að gera. Það eru ekki allir
MINNINGARSPJÖLD
MINNINGARSJÓDSí
ISLENSKRAR ALÞÝDU UM
Sigfús
Sigurhjartarson
fást á skrifstofu Alþýðubanda-
lagsins Grettisgötu 3 og Bökabúð
Máls og menningar Laugavegi
18.
SeNDIBÍLASTÓOIN
Duglegir bílstjórar
sem komast inn um aðalhliðið.
En í þessum fjölskrúðuga
garði, sem þetta dimma haust-
kvöld er upplýstur af
mörghundruð skrautlömpum, þá
eru rúður hátiðasalarins
uppljómaðar og i Fjölleikahúsinu
hefur yfirstéttaræska fyrir
nokkru hafið teiti yfir toddý-
glösum, það á að halda
sameiningardaginn hátiðlegan.
Og um leið og nýkomna gestinum
er velfagnað, óma tónar Kampa-
vinsvalhoppsins um salinn, það er
eins og sérstök hylling og ósjálf-
rátt réttir hann úr sér á leiðinni
upp stigann. Hann veit að margir
horfa á hann, maður af Gylden-
hahneættinni vekur athygli i
Tivoli Kristianiu.
— Þú kemur seint, Jens
Christian, segir ungi maðurinn
sem ris á fætur og býður hann
velkominn. Ég hélt að við gætum
skrafað dálitið saman
fyrir sýninguna, en nú
verðum við a biða þangað til ði
hléinu. Það er búið að panta
matinn og snafsinn stendur á
borðinu. Af hverju tæmirðu hann
ekki undir eins: það er sýnilega
kuidahrollur i þér. Skál fyrir
ánægjulegu kvöldi og fjórða
nóvember: Skál bræðraþjóðanna.
Þeir drekka og Gyldenhahne
ungi hallar sér aftur á bak i
stólinn og horfir yfir troðfullan
salinn fyrir neðan þá með smá-
borðum um allt gólf og lipra
þjóna á fleygiferð. Gljáandi
silfurnúmer blika á brjósti þeirra
þegar þeir hreyfa sig. Hann
rennir augunum áfram að glæsi-
legri upphækkuninni með
speglum og rykkilini og skraut-
lega tjaldinu sem i sömu svifum
er dregið upp og i ljós kemur
hávaxinn, magur svertingi i
hvitum silkifötum sem hlýtur
mikið klapp.
— Við sjáum sviðið dæmalaust
vel héðan af annarri hæð: þetta er
snjailt, já, svo sannarlega er
þettaorðinn,,nýr”
skemmtistaður eins og þú
skrifaðir.
— Já, finnst þér ekki, svaraði
vinurinn ákafur. — Hið hæpna
timabil Klingenbergs gamla er
liðið hjá. Tivander hefur gefið
stofnuninni alþjóðlegan blæ. I
dag er reyndar liðið ár siðan hann
opnaði nýja hliðið, þú manst að
ég skrifaði þér um það, og við
eigum eiginlega lika að halda upp
á afmæli. En nú verðurðu að
bragða á hinni frægu hænu a la
Tivis. Tivis. Tivis er gælunafnið
hans, allir kalla hann það, og þú
færð ekki ljúffengari matarrétt á
neinu parisarveitingahúsi. Hann
veifar þjóninum, sem færir þeim
samstundis matinn og freyðandi
öl og segir herrunum að gera svo
vel að gæða sér á krásunum — allt
er innifalið i miðanum.
Skemmtiatriðin byrja i sömu
svifum og vinirnir horfa þögulir á
meðal kúlum og hnifum og
logandi kyndlum er kastað um
sviðið af mikilli leikni. Siðan
koma atriðin hvertaf öðru, trúðar
og söngur og tónlist, fimleika-
menn og galdrameistarar. Og
hrifningin vex, það glitrar á skart-
gripi og glingur þegar glösum' er
lyft til að skála fyrir bræðra-
þjóðunum og fagnaðarópin
glymja, svo að það glamrar i
rúðum og ljósakrónurnar taka
BLAÐBERAR
óskast í Reykjavík.
Þjóðviljinn, sími 17500.
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
npÚNAÐARBANKINN
\f\/ REYKJAVÍK
undir. Stöku sinnum kveður við
rödd Tivanders forstjóra, hún er
vingjarnleg en einbeitt. Fólk á að
gleðjast og skemmta sér, en allt á
að fara fram með myndarskap. —
Munið að þetta er ekki hjá
Klingenberg, þetta er Tivoli i
Kristianiu.. Og þegar Tivis segir
eitthvað á sænskuskotinni norsk-
unni sinni, þá eru það lög.
En smám saman verður
vininum ljóst að Jens Christian er
ekki ánægður með dagsrkána.
Hann klappar ekki i eitt einasta
skipti, horfir með umbyrðarlyndi
i svipnum á gestina, þegar þeir
skemmta sér allra best og kæfir
geispa stöku sinnum. Og þegar
komið er hlé og þeir sitja með
góða vindla, hallar hann sér leti-
lega aftur á bak i stólinn. — Tivoli
. Hann smattar á nafninu. —
Tivoli... það er eitthvað ævintýra-
legt við þetta litla, framandi orð,
er það ekki? Eitthvað töfrandi,
eitthvað sem gefur fyrirheit um
gleðskap og gaman. En hvað er
okkur svo boðið upp á? 1 alvöru
talað, þessir „alþjóðlegu lista-
menn” sem auglýstir eru, hvað
eru þeir annað en aulalegur
svertingi og fimleikafjölskylda?
Ég held það væri ráð að við
færum á Cirkus Leonard i
staðinn. Eða á Alfaball, ég hitti
nokkrar glettnar ungmeyjar fyrir
utan þegar ég kom...
Ég held ekki að Jens Christian
Byldenhahne ætti að sýna sig á
Alfaballi, gripur vinurinn fram i
dálitið gramur, — jafnvel þótt þú
gætir fengið léða grimu. Þessi
langa útivist hefur spillt smekk
þinum, það er augljóst mál. Ég
hélt annars að þú kynnir vel við
þig hér, þú viðurkenndir að
minnsta kosti að salurinn væri
smekklegur og...
— Jú, mikil ósköp, ég er stór-
hrifinn af breytingunni. Mikil-
fenglegt anddyrið, súllnagöngin
með gasblyssunum, allt er þetta
glæsilegt. En skemmtiatriðin,
kæri vinur, þessi tröllkona með
blýlóð i tönnunum sem við vorum
að horfa á, það gleður ekki augað.
Og tamdir apar á hjóli, hvers
konar uppátæki er nú það?
Manstu ekki hér á árunum þegar
ensku stúlkurnar á reiðhjólunum
skemmtu hjá Klingenberg, það
var falleg sýning. En þessir
apar...
Vinurinn hlær góðlátlega. — Ég
tek Iika stúlkur fram yfir apa, en
vertu alveg rólegur. Tivis veldur
manni aldrei vonbrigðum. Nú
sku,um við fá okkur einn snafs i
viðbót, og svo verður þú að segja
frá. Við höfum næstum ekkert
talað saman siðan þú komst.
— Þú komst þó ekki að segja
mér, spyr Jens Christian þegar
þeir standa nokkru síðar fyrir
framan steinkerin við vegginn, —
að aðgöngumiðinn sem við
greiddum aðeins 1 krónu auka-
lega fyrir, veiti okkur rétt til að
velja alla þa köldu rétti sem við
viljum, og i ofanálag alla þá
snafsa sem við kærum okkur um?
— Jú, vissulega, steinkerin
innihalda alls konar brennivin,
norskt, sænskt og danskt, þú
þarft ekki annað en velja, og
enginn fylgist með þvi hve mikið
þú drekkur, hér skammtar fólk
sér sjálft. En segðu nú frá, þú
hlýtur að hafa reynt margt og
mikið, I þessum þurrlegu bréfum
þinum talaðirðu bara um útgerði
og viðskipti. Parisarstúlkurnar,
ha...?
Og Jens Christian segir frá.
Hann segir frá ástarævintýrum,
samkvæmislifi, skemmtilegum
viðburðum á námsárunum i
Engladi og Frakklandi. Spyr
frétta af heimaslóðum, heldur
frásögninni áfram. Og sem hann
situr hér i glæsilegum hátiða-
salnum i Tivoli i Kristianiu i sam-
ræðum við besta vin sinn meðan
kampavinstapparnir fljúga um á
þessum hátiðisdegi og hlátrar og
gleðiskaldur kveður við, kemur
hún loks yfir hannþessi góða til-
finning sem hann hefur saknað
svo lengi: Notaleikinn og
ánægjan yfir þvi að vera kominn
heim. Vist er hún litil, norska
höfuðborgin, i samanburði við
þær heimsborgir sem hann hfur
verið gestur i, — en það er borgin
hans. Það eru landar hans sem
sletta úr klaufunum þetta þung-
búna haustkvöld og gleyma sorg
og sút. Og honum finnst hann
nátengdur þeim, þetta er allt ein
stór fjölskylda.
Siðan upphefur hljómsveitin
leik sinn aftur eftir hléið, vinsæl
Fimmtudagur 30. mai
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7,30, 8.15 og 10.10.
Morgunlcikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Bessi Bjarnason held-
ur áfram lestri sögunnar
,,Um loftin blá” eftir Sigurð
Thorlacius (3). Morgunleik-
fimi kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
Við sjóinn kl. 10.25: Berg-
steinn Á. Bergsteinss.fiski-
matsstjóri talar um fisk-
veiðar og fiskverkun. Morg-
unpopp kl. 10 40. Hljóm-
plötusafnið kl. 11.00: (end-
urt. þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar
13.00 A frívaktinni Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Síðdegissagan: „Vor á
bilastæðinu" eftir Christi-
ane Rochefort Jóhanna
Sveinsdóttir þýðir og les (4).
15.00 Miðdegistónleikar: Ars
Viva hljómsveitin leikur
Konsert fyrir tvær flautur
og hljómsveit eftir
Cimarosa: Hermann Scher-
chen stj. Kammerhljóm-
sveit óperunnar i Vinarborg
leikur Konsert nr. 5 fyrir
sembal og strengjasveit eft-
ir Bach: Anton Heiller
stj. Doreen Murray, Edg-
ar Fleet og St. Anthony kór-
inn og Enska kammersveit-
in flytja Kantötu fyrir
sópran, tenór, kvennakór og
kammerhljómsveit eftir
Stravinski: Colin Davis stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
17.10 Tónleikar.
17.30 1 Norður-Ameriku aust-
anverðri Þóroddur Guð-
mundsson skáld flytur
ferðaþætti (1).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 IJaglegt mái Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.40 Gestir og heimamenn
Baldur Pálmason spjallar
um dagskrá komandi lista-
hátiðar i Reykjavik og tekur
dæmi siðari þáttur.
20.15 Leikrit: „óvæntur vin-
ur” eftir Robert Thomas
byggt á skáldsögu eftir
Agöthu Christie. Þýðandi:
Asthildur Egilson. Leik-
stjóri: Gisli Alfreðsson.
Persónur og leikendur:
Lára Varnet... Margr. Guð-
mundsdóttir, Michel
Staro... Gunnar Eyjólfsson,
Margot Varnet... Þóra
Borg, Yvonne Berard...
Edda Þorarinsdóttir, Fran-
cois Varnet... Þórhallur Sig-
urðsson, Simonot... Ævar R.
Kvaran, Julien Ferron...
Erlingur Gislason.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Eiginkona i álögum”
eftir Alberto Moravia Mar-
gret Helga Jóhannsdóttir
les (7).
22.35 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Gunnars Guðmundssonar.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Valhúsaskóli Seltjarnarnesi
auglýsir
innritun
Valhúsaskólimun taka tilstarfa næsta haust. Væntanlegir
nemendur komi til innritunar I Mýrarhúsaskóla föstudag-
inn 31. mai 1974millikl. 17:00og 19:00.
Væntanlegir 1. bekkingarkomi I stofu 4 og hafi með sér af-
rit (ljósrit) af barnaprófssklrteini.
Væntanlegir 2. bekkingar komi i stofu 4 og hafi meö sér
einkunnabók úr 1. bekk.
Þriðji bekkurmun starfa I almennri bóknámsdeild, versl-
unardeild og landsprófsdeild. Væntanlegir 3. bekkingar
komi i stofu 5 og hafi með sér afrit (ljósrit) af unglinga-
prófsskirteini.
Fjórði bekkur mun starfa i almennri bóknámsdeild og
verslunardeild.Væntanlegir 4. bekkingar komi i stofu 5 og
hafi með sér einkunnabók úr 3. bekk.
Innritunarsimi er 16254.
Skólastjóri
Auglýsing
um stofnun undirbúningsfélags
fiskkassaverksmiðju
Sainkvæmt lögum nr. 46 14. mal I974hefur verið ákveðið
að stofna hlutafélag, sem kanni hagkvæmni og aðstæður
til að koma á fót og reka verksmiðju til að framleiða fisk-
kassa, flutningspalla og aðrar sambærilegar vörur úr
plasti og stuðla að þvl, aö slikt fyrirtæki verði stofnað.
Akveðið er,að aðild sé heimil öllum einstaklingum, stofn-
unum eða félögum, sem áhuga hafa, og geta stofnendur
skráð sig fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðuneytinu, Arnar-
hvoli, Reykjavik, fyrir þriðjudaginn 25. júni n.k., en þar
liggja frammi drög að stofnsamningi. Lágmarkshluta-
fjárframlag hvers stofnanda er kr. 10.000,- og er við það
miðað, að 1/4 hlutafjárloforðs greiðist innan viku frá
stofnfundi.
Stofnfundur.verður haldinn fimmtudaginn 27. júni n.k., kl.
10:00 I fundarsal Stjórnarráösins á þriðju hæð i Arnar-
hvoli, enda hafi þá fengist nægileg hlutafjárloforö að mati
stofnenda á stofnfundi.
Reykjavik, 29. mai 1974
Iðnaðarráðuneytið.