Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júni 1974 | CAPRICHOS KENJAR | Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guöbergur Bergsson 63. Hvílíkur höfðingjabragur! A frumteikningunni stendur, að myndin sé sýn séð i draumi galdra- norna. Onnur teikning er til af þessu sama og er varðveitt i Berlin. „Hvert sem augað litur i þessum heimi er ekkert að sjá, annað en skepnuskap. Tvær hræðilegar ófreskj- ur bera tvær persónur á bakinu. Onnur þeirra þykist vera hughraust, en er að- eins þjófótt, hin læst vera full af ást, en er aðeins grimmdarseggur. Eins eru konungarnir og helstu ráðamenn hverrar þjóðar, en engu að siður eru þeir álitnir vera lærðir menn, og rikis- stjórnirnar bera á þá lof og traust,” segir L-handritið um myndina. Að baki gammsins með klærnar og asnamannsins með feitu puttana, stendur fagnandi lýðurinn. Hann virð- ist hafa slegið hring um forustumenn sina og gefur þeim gott svigrúm til þess að ræða um hin alvarlegustu vandamál, sem jafnan steðja að hverri þjóð. Ætli ófreskjurnar tvær séu ekki að ræða örlög hennar? Að minnsta kosti eru þær báðar með spenntar greipar, en það er ætið haldgott að halda að sér höndum eða flétta fingur. Höföingjunum er áreiðanlega vel borgið á baki hinna traustu dýra, þótt þau séu aðeins tvifætt. Nógur er asna- svipurinn á þeim, að minnsta kosti á öðru þeirra. Það er næstum þvi hreinn asni, og honum riður annar asni, ekki eins kynhreinn, en svipur þingmanns- ins á honum villir ekki um fyrir nein- um. Þetta er forsætisráðherra lands- ins, og yfirmaður hans, konungurinn með þanda brjóstkassann, er aö leggja honum lifsreglurnar. Alþýðan fagnar. Þannig eiga þjóðir að vera. .... .......... 'i i Listahátíð í dag og þriðjudag t dag, sunnudag, er seinni sýning hins „leitandi” danska leikflokks, Banden, i Norræna húsinu. Þaö er ki. 16. Þátturinn sem flokkurinn flytur heitir „Sláöu mig ekki” og er byggöur á svörum skóianemenda viö spurningum um þaö hvaö ofbeldi er. Er þetta svo tengt viö heim teiknimyndasagnanna, sem ailt ungviöi fær ómældan skammt af. Norsk hjón flytja þjóölega tónlist. Kl. 16 hefjast einnig kammer- tónleikarað Kjarvalsstöðum. Þar verður m.a. frumflutt verk eftir Fjölni Stefánsson, Duó fyrir óbó og klarinett. Auk þess flytja þeir sjö hljóöfæraleikarar sem taka þátt i tónleikunum Fimm bagatellur eftir Apostel, Permutazioni a cingue eftir Matyas Seiber, Tango eftir Igor Stravinsky og sextett fyrir pianó og blásarakvintett eftir Francis Poulenc. Fjölnir Stefánsson hefur m.a. stundað framhaldsnám hjá Matyas Seiber. Verk hans hafa verið flutt á Tónlistarhátiðum Norðurlanda og ISCM-hátiðinni I Vin. Hann er nú skólastjóri Tón- listarskóla Kópavogs. Og i kvöld fer Þór til Jötun- heima i þriðja sinn i óperu Jóns Ásgeirssonar i Þjóðleikhúsinu. Sautjánda júni hvilir listahátið sig. A þriðjudag er dagskráin um Sæmund fróða flutt i þriðja sinn i Iðnó. 1 Norræna húsinu koma fram norsk hjón, sem flytja þjóð- lega tónlist. Þau heita Hanne Kjersti Buen og Knut Buen og koma frá Þelamörk, en þar hefur staðiö ágætt virki þjóðlegrar tón- listar. Þau hjón leika og syngja bæði ljóðræna tónlist og dansa — barnavisur, kallkvæði, þjóðkvæði um bergnumda stúlku, Fanitullen-slátt, sem lýsir áflogum við brúðkaup, hailingja- dans. Knut Buen er margfaldur meistari i að leika á Harðangurs- fiölu. Þau hjón eru bæði við þjóð- lega myndlist riðin einnig, en það er önnur saga. Fjölnir Stefánsson er með nýtt verk. Kusu r Mand i dag kemur hingaö til iands 120 manna hópur frá fyrirtækinu National Panasonik og mun halda hér ráöstefnu og sölufundi yfir helgina. Hópurinn kemur meö áætlunarflugvél Flugfélags is- lands fráFrankfurt og dvelur hér á Hótel Loftleiöum, þar sem ráö- stefnan mun fara fram. Tilefni ferðarinnar er aö fyrr- greint fyrirtæki, sem er japanskt fyrirtæki með útibú viða um lönd, efndi til samkeppni meöal sölu- manna sinna i Þýskalandi og voru verðlaunin ferð til Islands eða Sviss aö eigin vali. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaöafulltrúa Flugfélags íslands, kusu 120 af þeim 150 sem verðlaun fengu að ferðast til íslands. Hópurinn mun fara aftur til sins heima næstkomandi þriðjudag. -úþ Klúbbur- inn opnar bar Veitingahúsið Lækjarteigi 2, hefur enn lagt undir sig meira af húsinu. A fimmtudaginn var opnaði staðurinn bar á nesðtu hæð hússins. Að sögn forráðamanna er bar- inn það neðarlega, að gólfflötur hans mun vera neðar sjávarmáli. Þessi neðansjávarbar er hinn huggulegasti og ágætur til þess sem hann er ætlaður, að kikja i glas á góðri stund. —úþ Sigurðar Ólafssonar minnst á bæjar- stjórnar- fundi Á fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Kópavogs minntist Ólafur Jónsson, sem stjórnaði fundi, í upp- hafi Sigurðar Ólafssonar skrifstofustjóra á eftir- farandi hátt: Sextíu ára í dag Sextiu ára er 18. júni, á þriðju- daginn, Guöjón Guömundsson, skrifstofustjóri Rafmagnsveitna rikisins. Guðjón veröur aö heiman á afmælisdaginn. Attræðis afmæli Attræður er á morgun — þjóö- hátföardaginn — Arni M. Sigfús- son, fyrrverandi bakaramcistari, i Vestmannaeyjum, nú til heimilis i Barmahliö 10 hér I borg. „Aður en gengið er til dagskrár vil ég með nokkrum orðum minnast Sigurðar ólafssonar skrifstofustjóra, sem lést hinn 1. júni s.l. Sigurður var einn af fyrstu starfsmönnum bæjarins. Hann hóf störf á skrifstofu bæjarins árið 1958 og starfaði þar alla tlð siðan, fyrst viö bókhald og siðar sem skrifstofustjóri bæjarins. Hann var varafulltrúi I bæjar- stjórn eitt kjörtimabil og sat nokkra fundi bæjarstjórnar. Auk þess var hann oft ritari bæjar- stjórnar. Hann átti sæti i fram- talsnefnd i mörg ár og i fleiri starfsnefndum bæjarstjórnar. Sigurður Ólafsson var prúður maður i framkomu og farsæll i starfi. Hann naut trausts og virðingar sinna samstarísmanna. Ég minnist Sigurðar með virðingu og þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf að mál- efnum bæjarins i nærri tvo ára- tugi. Við bæjarfulltrúar þökk um störf hans fyrir okkar bæjarfélag, vottum fjölskyldu hans samúð og minnumst hans með virðingu með þvi að risa úr sætum”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.