Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 8
8 SÍBA — ÞJÖBVI1.JINN RWHn«af(ltr 1«. jí*i 1974
Þá var
síldin í
fullum
gangi
Olafur Aðalsteinsson er
bílstjóri hjá Landsímanum
á Húsavík. Hann fæddist
17. júní 1919 á ísólfsstað á
Tjörnesi, en ólst upp frá
átta ára aldri á Svalbarðs-
strönd. Uppkominn settist
hann að á Húsavík og
stofnaði þar heimili. Hann
hafði eftirfarandi um lýð-
veldisstofnunina að segja:
— Ég man nú litið eftir þjöð-
hátíðardeginum sjálfum, enda
þykir mér liklegast að ég hafi
verið á sjö þann dag. Þá voru
sildveiðarnar i fullum gangi og
sildin gekk snemma sumars fyrir
Norðurlandi. En ég tók þátt i lýð-
veldiskosningunum og man vel
eftir þeim.
— Hvernig er að eiga afmæli 17.
júni?
— Það er alveg ágætt. Hingað
koma vanalega margir gestir
þann dag, siðan ég fór að vinna i
landi. Það mæðir auðvitað mest á
konunni, sem verður að hafa fyrir
öllu, en ég fæ ánægjuna.
— Hafa þær vonir ræst, sem
bundnar voru lýðveldisstofnun-
inni?
— Ja, viljum við ekki vera
sjálfstæðir? Það eru nú reyndar
skiptar skoðanir uppi um það
núna, hvort við séum það, eða er
ekki svo?
ráa
Fallegt
veður í
Flatey
þennan
dag
Lára Gunnarsdóttir,
húsmóðir á Húsavík, er
fædd og uppalin í Flatey á
Skjálfanda. Hún er fædd
17. júní 1934, og hefur því
orðið tíu ára á þjóðhátíðar-
daginn 1944. Lára var
spurð hvað hún myndi
helst frá þeim degi.
— Það er nú ekki mikið, sem ég
man eftir þá. Að visu man ég að
það var mjög fallegt veður i Flat-
ey þennan dag og allir i hátiðar-
skapi. En ég minnist þess ekki að
hann hafi verið ýkja ólikur öðrum
dögum. Ég man hinsvegar eftir
þvi, að fólk kom saman, meira en
vant var, i tilefni af lýðveldis-
stofnuninni, og þá sérstaklega á
kosningadaginn, við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. 1 Flatey var
mjög góð kosningaþátttaka eins
og viðast hvar. En þjóðhátiðar-
dagurinn er alltaf merkisdagur
hjá þjóðinni, ekki hvað sist fyrir
það, að hann er afmælisdagur
Jóns Sigurðssonar.
ráa
Höfum
aldrei haft
þaö betra
en nú
Sigurvin Guðbjartsson er
hafnarvörður í Bolungar-
vík, fæddur þar og uppal-
inn. Hann er fæddur 17.
júní 1929 og hafði þetta að
segja um þjóðhátíðardag-
inn 1944:
• — Ég man nú ekki eftir neinu
sérstöku þennan dag, þar sem ég
Oft getur verið skemmtilegt að
heyra fólk segja frá liðnum atburð-
um og rif ja upp gamlar minningar.
Okkur datt i hug að slá á þráðinn til
nokkurra manna, sem lifðu stofnun
Lýðveldisins 17. júni 1944. Mann-
talið var tekið fram úr hillunni og
flett upp á nokkrum Islendingum,
sem eru fæddir 17. júni og tóku þvi
þátt i lýðveldisstofnun á afmælis-
degi sinum.
Viðbrögðin voru misjöfn eins og
gengur,- hjá sumum brast minnið
að einhverju leyti, og aðrir vildu
litið láta eftir sér hafa, þótt af nógu
væri að taka. Virtist það algengt að
menn vildu litið flagga afmælis-
degi sinum og jafnvel leyna honum
af fremsta megni.
Árangur spjallsins við afmælis-
börn 17. júni birtist hér á siðunum.
Eftirminnilegur
afmælisdagur
var þá i sveit i Skálavik i Reykja-
jafðarhreppi, nema þvi að það
var gert alveg sérstaklega vel við
mig þennan dag og haldið veglega
upp á fimmtán ára afmælið mitt.
Ég fylgdist auðvitað með hátið-
inni á Þingvöllum i útvarpinu,
það gerðu allir i sveitinni. A Bol-
ungarvik voru aftur mikil útihá-
tiðarhöld, en þangað komst ég
ekki, enda slæmar samgöngur á
þeim tima, og ekki auðhlaupið að
komast á milli.
Ég man hinsvegar vel eftir
kosningunum. Það var mjög góð
kosningaþátttaka og geysiiegur
áhugi á þeim þarna. Ég held að
það hafi allir kosið, sem það
máttu. Ég minnist þess lika, að
fólk vakti langt fram eftir og
fylgdist með kosningatölum.
— Hvernig finnst þér hafa tekist
til með islenska lýðveldið?
— Nú, bara framar öllum von-
um. Það voru nokkrir, sem voru
tortryggnir á að við gætum þetta,
voru hræddir um að við hefðum
ekki bolmagn til að vera sjálfstæð
þjóð. En ég held að það hafi að
flestu leyti ræst vel úr fyrir okk-
ur, og Islendingar sannað það, að
þeir gætu spjarað sig á eigin spýt-
ur. Við höfum t.d. aldrei haft það
betra en nú.
— Hvernig finnst þér að eiga
afmæli 17. júni?
— Það hefur einn mjög stóran
kost i mfnum augum. Þá er nefni-
lega alltaf fridagur.
ráa.
Þaö
skiptast á
skin og
skúrir
En lífið gengur
svo sem alltaf sinn
vanagang
María Eliasdóttir er fædd 17. júni
árið 1909, á Vestfjörðum, en flutti
til Reykjavikur fyrir alliöngu.
Tókst þú þátt i hátiðahöldun-
um 1944?
,,Ég var nú komin hingað
suður þegar lýðveldið var
stofnað, og hér komst enginn
hjá þvi að vera þátttakandi á
einn eða annan hátt. Maður
dróst svona inn í stemminguna
óafvitandi og varð eins og aðrir
gagntekinn af þvi mikilvæga
skrefi, sem þjóðin var að stiga.”
Hafa vonirnar ræst?
,,Já, já, mér finnst stofnun
lýðveldisins og þróun þess hafa
staðið fyrir sinu á allan hátt.
Lifið gengur sinn vanagang, vel
og iila til skiptis, en mér virðist
á öllu að þjóðfélagið tryggi
hverjum og einum mannsæm-
andi lif, og það er svo sannar-
lega fyrir öllu. A meðan allir
komast af veitir þjóðfélagið það
öryggi, sem hægt er að krefjast
af þvi. Annað er svo, hvort það
veitir öllum landsmönnum þau
þægindi, sem þeir gera krcfur
til.”
En hvað um nútimann, höfum
við siglt i strand?
„Nei, það hefur nú oft verið
erfiðara en þetta. Velmegunin
hefur sennilega sjaldan verið
meiri eins og raunar sést á inn-
kaupum og lifsháttum al-
mennings. Maður hefur séð það
svartara, og ég skil ekki þessar
eilifu kvartanir yfir dýrtið og
hækkunum.
—gsp
Vantar fólk
í vinnu í
Garðinn
Bjarni Guðniundsson
vinnur við saltfiskverkun
hjá Gauksstöðum h.f. suð-
ur í Gerðum á Reykjanesi,
en hann er búsettur þar á-
samt f jölskyldu sinni. Það
var síðla kvölds að náðist í
Bjarna, en hann var þá að
koma úr aðgerð, og sagði
nóga vinnu í Garðinum;
það vantaði helst fólk
þangað til starfa. Hann er
annars ættaður norðan úr
Strandasýslu og fæddur
þar 17. júní 1919. Hann
mundi vel eftir lýðveldis-
stofnuninni 1944:
— Ég átti þá heima i Drangs-
nesi við Steingrimsf jörð i
Strandasýslu, og það var heldur
dauft yfir þjóðhátiðinni þar; maö-
ur komst ekkert i burtu, þvi veg-
leysur voru miklar og erfitt að
komast. Nú, maður hlustaði auð-
vitað á hátiðardagskrána i út-
varpinu eins og allir aðrir og
fylgdist með þvi sem fram fór á
Þingvöllum.
— Voru þá engin hátiðarhöld i
grenndinni, sem fólkið i Drangs-
nesi gat sótt?
— Það var að visu skemmtun á
Hólmavik þennan dag, og þangað
fór ég með bát seint um kvöldið,
en þá voru öll hátiðarhöld búin.
Ég komst þó á ball þar innfrá og
þar var ágæt stemmning og
ánægjulegt að koma þangað.
— Hvernig finnst þér að eiga af-
mæli 17. júni? Muna fleiri eftir þvi
en ella?
— Nei, ég held að það skipti
engu máli hvort maður á afmæli
þann dag eða einhvern annan.
Samt er það mjög ánægjulegt
þennan dag, að allt landið heldur
upp á afmælið með manni.
— Hvað viltu segja um hin ár-
legu hátiðarhöld 17. júni, svona
almennt?
— Þau hafa reyndar stundum
verið hálfömurleg. Ég hef tvisvar
verið staddur i Reykjavik á 17.
júni, og sá þá ýmsa hluti, sem ég
vildi helst hafa sloppið við að sjá.
Ég vona bara að vel takist til með
hátiðarhöldin núna og þá ekki sið-
ur með hátiðarhöldin i tilefni af
1100ára afmælinu. Það væri mjög
leiðinlegt ef eitthvað yrði til að
setja blett á þau.
ráa
Svona pylsu-
og brenni-
vínshátíð
Kristmann Guðmunds-
son, gjalkeri hjá Mjólkur-
búi Flóamanna á Selfossi,
er alinn upp í Eyði-Sandvik
í Sandvíkurhreppi í Flóa.
Hann er fæddur 17. júní ár-
ið 1939, og við spurðum
hann hvort hann ætti ein-
hverjar minningar frá lýð-
veldisstofnuninni 1944.
— Ég var nú ekki hár i loftinu
þá, aðeins fimm ára grmall, svo
það er heldur litið sem ég man
eftir henni.
— Fórstu á Þingvöll?
— Nei, ég var heima i Eyði-
Sandvik, en það fór samt hópur
riðandi fólks þaðan úr sveitinni á
Þjóðhátiðina. Þá voru ekki Ibflarn-
ir eins og nú er og samgöngur
miklu stirðari. En ætli hún hafi
ekki verið, hátiðin þá, svipuð og
þær gerast núna á 17. júni, svona
pylsu- og brennivinshátið, ekkert
nema glaumur og glys.
— Nú voru bundnar miklar von-
ir við lýðveldisstofnunina, hafa
þær ræst heldurðu?
— Já, það ætla ég, svona að
mestu, þó kannski ekki að öllu
leyti, en við skulum ekkert ræða
það.
ráa
Skemmti-
legra aö
hafa
innlendan
þjóö-
höföingja
Margrét Árnadóttir, hús-
móðir á Hellissandi, er
fædd 17. júní 1929. Hún
varð 15 ára á þjóðhátíðar-
daginn 1944, og við spyrj-
um hana hvað henni sé
minnisstæðast í sambandi
við lýðveldisstofnunina.
— Ég man nú ekki mikið eftir
þeim degi, ég var aðeins fimmtán
ára og var langt uppi i sveit,
fjarri ölium hátiðarhöldum. Ég
var þá á Stað á Reykjanesi á
Ströndum og ég man eftir þvi að á
þjóðhátiðardaginn var hringt
kirkjuklukkunum á Stað, en þá
samhringdu allar kirkjuklukkur
landsins. Svo fylgdist maður
náttúrulega með hátiðarhöldun-
um á Þingvöllum i útvarpinu.
— Manstu eftir lýðveldiskosn-
ingunum?
— Já, ég man vel eftir þeim. Ég
held að það hafi verið 100% kjör-
sókn hjá okkur þá. Þá kusu bara
allir, það var svo mikill hugur i
fólki þá.
— Kusu þeir lika, sem ekki voru
rólfærir?
— Ég man eftir einni gamalli
konu, sem haföi verið rúmliggj-
andi i þrjú ár, hún hafði aldrei
kosiðáður, ekki til Alþingis, en ég
held hún hafi beðið sérstaklega
um að fá að kjósa i þetta skipti, og
hún fékk að kjósa þar sem hún lá.
— Hvernig finnst þér hafa ræst
úr lýðveldinu?
— Mér finnst bara hafa ræst vel
úr þvi. Það er lika miklu
skemmtilegra að hafa innlendan
þjóðhöfðingja, heldur en danska
kónginn.
ráa
Afmælisbörn 17. júní tekin tali og
spurö um stofnun lýöveldisins 1944
—