Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN'Sunnudagur 16. júni 1974 Lúðvík Jósepsson sextugur Lúövlk Jósepsson Sú kynslóð sem tók þátt í hinni róttæku verklýðshreyfingu á kreppuárunum fyrir strið átti mörgum afar hæfum forustu- mönnum á að skipa, og athafna þeirra sér mjög viða staði i þeim stórfelldu breytingum sem siðan hafa gerst á Islandi. Einn hinn mikilhæfasti i þessum hópi, Lúð- vlk Jósepsson, er sextugur i dag. Hann hóf stjórnmálaafskipti sin i Neskaupstað sem ungur bylting- armaður, og á ótrúlega skömm- um tima tókst honum og félögum hans að ná þar algerri forustu um stjórn bæjarmála. Hinir ungu byltingarmenn reyndust sem bet- ur fer þeirrar gerðar að þeir tók- ust á við vandamál hins rúmhelga dags af raunsæi og festu og leystu þau i samræmi við þær aðstæður sem tiltækar voru án þess að slaka á upphaflegum hugsjónum sinum. Þeim tókst að gera Nes- kaupstað að forustubyggð á Aust- fjörðum, brutu upp á hverri nýj- ungunni annarri merkari, en stóðu þó alltaf föstum fótum á jörð. Hve traust forusta þeirra hefur verið má marka af hinum mikla sigri Alþýðubandalagsins i bæjarstjórnarkosningunum ný- verið, þegar það fékk hreinan meirihluta atkvæða og sex bæjar- fulltrúa af niu; sá sigur vakti fögnuð um allt land, þvi að það hefur lengi staðið ljómi af „rauða bænum” á Austfjörðum i hugum allra islenskra sósialista. Þegar ég kynntist Lúðvik skömmu eftir strið voru hugur hans og athafnir fyrst og fremst i tengslum við Neskaupstað; þar þurfti i sifellu að leysa knýjandi vandamál og gera nýjar hug- myndir að veruleika. En hann var þá þegar orðinn mjög vel verki farinn þingmaður, og smátt og smátt tóku þingstörfin og forustu- störf i Sósialistaflokknum og sið- ar Alþýðubandalaginu æ meira af tíma hans. Þar kom reynsla hans af störfunum i Neskaupstað i mjög góðar þarfir, ekki sist raun- sæ vitneskja um sjávarútveg, rekstur útgerðar og fiskvinnslu- stöðva og þau fjárhagsvandamál sem tengd eru þessum meginat- vinnuvegi landsmanna. Brátt varð engum ráðum ráðið um þau efni innan samtaka islenskra sósialista án þess að forusta Lúð- viks kæmi til, og þegar Alþýðu- bandalagið tók þátt i rikisstjórn 1956 þótti hann sjálfkjörinn sjáv- arútvegsráðherra og bætti við sig viðskiptamálunum. Slikt hið sama endurtók sig 1971. Lúðvik Jósepsson hefur i lif- anda lifi orðið þjóðsagnapersóna, einskonar imynd — sumir dá hann, aðrir óttast hann. Um það hygg ég þó að engir geti deilt, að þróttmestu framfarirnar i sjáv- arútvegi á tslandi undanfarin þrjátiu ár eru tengdar störfum hans og frumkvæði, einstæðum dugnaði hans og kjarki. Og i Is- landssöguna hefur hann skráð nafn sitt með forustu sinni um stækkun landhelginnar, fyrst i 12 milur, en siðan i 50 milur. Raunar hefur hann einnig tengt nafn sitt mannkynssögunni með þeirri for- ustu, þvi frumkvæði okkar ts- lendinga á þeim vettvangi hefur tvivegis hrundið af stað alþjóð- legri þróun. Ég ætla mér ekki að tiunda frekar störf Lúðvik Jósepssonar; við islenskir sósialistar ætlum að njóta forustu hans enn um langt skeið. Ég stend i mikilli persónu- legri þakkarskuld við hann, þvi að þegar mér voru falin ráð- herrastörf, óreyndum manni, var það ómetanlegt að hafa hann við hlið sér, traustan og ráðhollan. Á það samstarf hefur aldrei borið neinn skugga. Við hjónin sendum Fjólu og Lúðvik bestu árnaðar- óskir á þessum afmælisdegi, og ég veit að hann mun ekki skorta kveðjur og góðar óskir i dag. Ég er þess þó fullviss að þær afmæl- isóskir sem ylja honum mest verða kveðjur þær sem flokkur hans fær eftir réttan hálfan mán- uð. Magnús Kjartansson Kynni okkar Lúðviks Jóseps- sonar eru gömul. Þau hófust haustið 1929 þegar við báðir vor- um við nám i Gagnfræðaskólan- um (Menntaskólanum) á Akur- eyri, hann kominn austan af Norðfirði, ég vestan frá Isafirði. Lúðvik var góður námsmaður, en ekki varð af framhaldsnámi hjá honum sakir þess að hann veiktist mjög alvarlega þegar hann hafði lokið gagnfræðaprófi. Þar við bættist að fjárráðin voru ekki mikil. Þvi var það að þegar hann náði heilsu aftur hóf hann kennslustörf fyrir austan, bein- linis með það fyrir augum að afla fjár til framhaldsmenntunar eins og hugur hans stóð til. Um leið hóf hann afskipti af stjórnmálum. Raunin varð sú, að ekki varð meira úr skólagöngu, en þvi meiri og farsælli varð ganga hans i skóla lifsins. Lúðvik hefur sjálfmenntað sig svo vel á ýmsum sviðum að hann stendur á sporði mörgum fræðimanninum. Um stjórnmálasögu Lúðviks þarf ekki að segja mikið. Hún er alþjóð kunn. Hófst með baráttu þeirra þremenninganna, hans, Bjarna og Jóhannesár á Norð- firði, en um þá félaga talar maður gjarnan i einu. Bæjarfulltrúi varð Lúðvik I sveitastjórnarkosning- unum 1938, en þá fengu sósialistar meirihlutann i bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og hafa haldið honum alla tið siðan, juku hann sem kunnugter i siðustu kosningum úr fimm fulltrúum i sex. Lúðvik hefur setiö á Alþingi frá október-kosningunum 1942, og sjávarútvegs- og viðskiptamála- ráðherra var hann á árunum 1956—1958 og svo aftur frá 1971 þegar núverandi rikisstjórn var mynduð. Ég vil aðallega fara nokkrum orðum um manninn sjálfan. Lúð- vik hefur verið einlægur sósialisti allt frá þvi hann komst til vits og ára, en hann er laus við alla draumóra i sambandi við fram- kvæmd sósialismans. Hann gerir sér glögga grein fyrir þvi þjöð- skipulagi, sem við búum við, og hagar verkum sinum eftir þvi. Það sem mér finnst einna rnest einkenna Lúðvik er hversu mjög hann gerir sér far um að skoða hvert mál niður i kjölinn. Oft og tiðum er þetta bæði mikið verk og tafsamt, en það bætir úr skák að maðurinn er með afbrigðum vinnusamur og ósérhlifinn. Lúðvik hefur viðtæka þekkingu á atvinnu- og efnahagslifi þjóðar- innar, sér i lagi öllu þvi er snýr að sjávarútve^inum. Ég hef nokkrum sinnum setið með Lúðvik á fundum, sem hann hefur haldið með skipstjórnar- mönnum veiðiflotans. Það hefur alltaf vakið furðu mina hve mikið hann veit um alla skapaða hluti i sambandi við fiskveiðar, um fiskimiðin kringum allt landið, um göngur hinna ýmsu fiskteg- unda, um áhrif strauma og veðra- brigða á fiskigengd á þessu veiði- svæðinu eða hinu, um bestu hag- nýtingu veiðarfæra, að þvi er virðist um allt sem að sjósókn lýt- ur. Það er eins og hann sjálfur hafi stundað sjómennsku alla tið. Þetta mun vera ein skýringin á þvi mikla trausti sem sjósóknar- ar bera til Lúðviks, hvar i stjórn- málaflokki sem þeir eru. Hið sama er að segja um gjör- þekkingu Lúðviks á öðrum svið- um efnahagslifsins. Hann er mik- ill hagfræðingur i bestu merkingu þess orðs. Sterkur þáttur i fari Lúðviks er að sjá fljótt aðalatriði hvers máls, greina I burtu aukaatriðin. Jafn- framtþvier hann úrræðagóður og skjótráður þegar vanda ber að höndum. Lúðvik hefur verið mikill láns- maður, bæði i einkalifi og á póli- tiskum ferli sinum. Það er á engan hallað þótt sagt sé, að Lúðvik hafi manna mest unnið að útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, fyrst I 12 milur og siðan i 50 milur. I samningunum við Breta vegna siðari útfærslunnar naut Lúðvik yfirburða þekkingar sinn- ar um leið og hann beitti mikilli lagni. Hann sýndi ýmist lipurð eða þrákelkni, allt eftir þvi hvað hentaði hverju sinni. En mjög var honum i móti skapi að gefa okkar hlut i einu eða neinu. Það er mikið lán að hafa átt drýgstan skerfinn i þeim árangri, sem náðst hefur i þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. 1 sögu hennar gerðust mikil og ör- lagarik tiðindi þegar Lúðvik sjáv- arútvegsráðherra undirritaði reglugerðirnar um báðar útfærsl- urnar. Þegar Lúðvik stendur nú á sextugu þá þakka ég honum mikla vináttu og órofa tryggð. Lúövik er kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Fjólu Steinsdóttur. Þeim báðumog þeirra fólki árna ég allra heilla. Vonandi fær þjóðin enn um langt skeið að njóta starfskrafta Lúðviks Jósepssonar. Haukur Helgason Á þessum timamótum i ævi Lúðviks Jósepssonar er við hæfi, að við austfirskir samherjar hans stöldrum við, litum til liðinnar tiðar, förum á vit framtiðar einnig og fyrst og siðast sendum honum kveðju okkar, baráttu- og þakkarkveðju i senn. I eldi stjórn- málabarattunnar hefur hann staðið, oftast feti framar öðrum, tekið á sig vanda og ábyrgð, en verið maður baráttunnar framar öðru, baráttu hins einlæga sósial- lista fyrir bættu mannlifi, betra íslandi. Um slika foringja næða stormar, en þeir hljóta lika mörg sigurlaun, þótt fyrirhöfn og erfiði fylgi jafnan hverjum sigri. Lúðvik hóf ungur þessa baráttu sina, þekkir vel erfiðleika og and- streymi, svo og sigurgleði og rlkuleg verkalaun. Neskaupstaður, heimabær hans, var hans fyrsti vettvangur, þar varðhann slikur áhrifavaldur um öll meginmál að fátitt er eða einstakt. Bærinn ber sannarlega merki hans og félaga hans, sem blómlegasti bær fjórðungsins. En landsmálin tóku hug hans fanginn, þar voru á þeim árum, er hann hóf stjórnmálaafskipti, mörg þau verkefni óunnin, sem i dag teljast til sjálfsagðra hluta, verkefni, sem kostuðu ára og ára- tuga baráttu að koma i rétt horf. Þessi verkefni voru honum verð- ug viðfangsefni, i baráttunni að þeim sneri hann sér af alefli mikilla starfskrafta og óþrot- legrar elju. Ungur vakti hann sér- staka athygli á sér fyrir málefna- leg rök i hverju máli, án skætings og skrums, sem og algengt er I Islenskri stjórnmálabaráttu. Þessi hefur verið hans megin- styrkur alla tið i erfiðri sókn og vörn fyrir okkur Austfirðinga, fyrir islenskar alþýðustéttir og þó e.t.v. framar öðru fyrir islenskan sjávarútveg, undirstöðugrein atvinnulifs okkar. Skarpleiki skýrrar hugsunar og alhliða þekking ólikustu mála- flokka hafa oft vakið furðu mina og aðdáun. Þekking á traustum grunni, skörp og glögg yfirsýn, gera honum kleift að taka ævinlega á hverjum vanda með málefnið eitt að leiðarljósi, án hiks og vafninga þess, sem miður veit. Nú siðustu árin hefur ekki leikið á tveim tungum, að hann hefur verið i langfremstu röð fslenskra stjórn- málamanna og afrek hans og um leið gæfa sú, að hafa tvivegis staðið að þvi með einarðri djörfung, að auka áhrifa- og athafnasvæði okkar Islendinga umhverfis strendur landsins, og liggja þannig grunn að bættum framtiðarhag islenskrar þjóðar. Lúðvik er svo sannarlega verðugur fulltrúi íslenskrar alþýðu, vaxinn upp með hennt til þroska og framfara, án þess að hefjast frá henni eins og of mörgum hættir til. Lifskjör hennar þekkir hann af eigin raun, áhugamál hans að visu mörg og mikilvæg en ofar öðru standa þó mál islenskra atvinnustétta, kjör þeirra og skilyrði öll. Þeim málum hefur hann ekki einungis reynst góður liðsmaður, heldur farið i fylkingarbrjósti; nú siðustu þrjú árin hefur stefna hans og framkvæmdaþor verið að gjörbreyta svip allrar lands- byggðarinnar. Þetta má allt vera honum gleði- efni i dag, en mest yrði honum þó virði að fá aðstöðu til framhalds þeirrar stefnu með nýjum sigri 30. júni nn.k. Það væri honum verðug afmælisgjöf og Austfirðingum sjálfsagt verkefni. Þar þarf svo sannarlega að horfa til framtiðar, þvi blikur eru á lofti, sem boðað gætu endalok þessarar djarfhuga stefnu. Ég ætla mér ekki þá dul að fara út i nána persónulýsingu af Lúðvik Jósepssyni, hana hafa menn of greypta i hug sér, störf hans og stefnumið of kunnug öllum til þess, að á þvi sé þörf. En Lúðvik er ekki bara starfs- maður, fullur atorku og alvar- legra þenkinga, hann á einnig til hinn létta tón grómlausrar gamansemi, og þá er hann ævin- lega vigreifastur og kátastur, þegar okkur hinum þykir vera að syrta i álinn, og ósjálfrátt hrif- umst við með og bjartsýni rikir á ný, baráttugleðin fær völdin. Slika foringja er gott að eiga þeim ungu og óreyndu, sem vilja bogna undan ofurþunga vanda- mála, sem leysa má með nægri fyrirhyggju og framsýni. 1 miðri eldlinunni stendur Lúð- vik nú, hress sem jafna, heill I stefnu og markmiðum, ótrauður sem fyrr að leggja til atlögu við andann og sigrast á honum. Ég sendi honum bestu baráttu- kveðjur minar og minna, og vona, að gæfa Islands verði sú, að starfskraftar hans, vit og þekking nýtist á næstu árum til þeirra mörgu, þörfu verka, sem enn eru óunnin á Islandi. Svo færi ég honum og fjölskyldu hans hjartanlegar hamingjuóskir með þessi timamót, um leið og ég þakka fyrir samskipti og leiðsögn siðustu ára, og hlakka til að mega starfa áfram undir ötulli forystu hans. Helgi Seljan. Lúðvik Jósepsson er sextugur i dag. Það færist aldur yfir þá menn sem mótuðust i harðri baráttu kreppuáranna og hug- sjónaeldur sósialismans gaf kraft og þor til starfa. Lúðvik er fæddur á Norðfirði og ólst þar upp hjá móður sinni og stjúpföður Hafði heimilið úr litlu að spila, og húsa- kynni, er voru þessa tima fjöl- býlishús, með löngum gangi og eins herbergis ibúðir beggja vegna Strax þegar drengirnir i sjávarþorpinu uxu úr grasi fóru þéir að vinna við bátana, beita og stokka upp, breiða og taka saman fisk á reitum, Kaupið var sára- litið, og veitti ekki af, að það gengi til fjölskyldunnar. Má segja, að hið gróskumikla lif við bátana bryggjurnar og það kjarnafólk, sem þetta lifandi fiskiþorp byggði, hafi fallið Lúðviki vel i geð og raunar sett svip sinn á hans fjölþætta og mikla starf sem stjórnmála- manns. Það herti hann og gerði honum snemma ljóst að þörf var að helga sig baráttunni fyrir bættum lifskjörum þess. Lúðvik gekk I gagnfræðaskóla á Norðfirði og dreif sig meir af dugnaði en efnum i menntaskóla á Akureyri, lauk þaðan gagn- fræðaprofi 1933 en varð siðan veturinn eftir að hætta námi i 4. bekk vegna veikinda. Lúðviki sóttist létt námið og var jafnvigur á flestar greinar til munns og h$nda. Lúðvik' gerðist kennari við Gagnfræðaskólann og jók þekkingu sina með sjálfsnámi. Þótti hann afbragðskennari. Var hann sundkennari á sumrin. Strax 1934 fór Lúðvik af alefli út i félagsmál — var formaður Iþróttafélagsins Þróttar, ritari verkalýðsfélagsins og i stjórn fleiri félaga. Gekk hann I kommúnistaflokkinn og starfaði af miklum dugnaði þar. Varð Lúðvik snemma harðskeyttur ræðumaður, og átti þá strax betra með en aðrir menn, sem ég hefi þekkt, að gera mál sitt auðskiljanlegt og ljóst. Hann hefur manna best kunnað að skilja aðalatriði frá aukaatriðum. A þessum árum tókst náið sam- starf og einlæg vinátta með mér, Lúðviki og Bjarna þórðarsyni. Hefur þetta samstarf verið giftu- drjúgt, og vinátta hefur staðið i meira en fjóra áratugi og hygg ég að það muni nokkuð sérstætt ef litið er á pólitiskar sviftingar á þessu timabili. Lúðvik Jósepsson hafði alla hæfileika til að gegna forystuhlut- verki: einbeitni dugnað, gáfur, mælsku og einkar aðlaðandi framkomu á mannfundum. Þetta kom ekki sist i ljós þegar hann fór lítt reyndur I framboð árið 1937 fyrir Kommúnistaflokkinn ásamt Arnfinni Jónssyni i Suður-Múla- sýslu. Voru þá i kjöri harðskeyttir stjórnmálamenn eins og Eysteinn Jónsson, Jónas Guðmundsson og Árni frá Múla. Var Lúðvik enginn eftirbátur þeirra á framboðs- fundunum. Arið 1942 náði Lúðvik kosningu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.