Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 5
sameign tslendinga, niillfaikdl sem komandi kynslóöa. Hver kynslóð skal kappkosta að varð- veita og hagnýta i senn náttúru- gæði lands og auðlindir þjóðar af viti og forsjá, svo verða megi til frambúðar undirstaða heiibrigðs lifs alþjóðar, efnahagslegrar vel- ferðar almennings og stjórnar- farslegs sjálfstæðis landsins.” Þá er það og orðiö svo brýnt að enga bið þolir að taka af öll tvi- mæli um eignarrétt þjóðarinnar á óbyggð landsins og öllum auðæf- um i jörðu. Hin gamla tillaga okk- ar þar um á þingi er enn i góðu gildi og hljóðaði svo: ,,011 núverandi óbyggð, — það er almenningar, afréttir, aðrar lendur og svæði, sem eigi hafa verið i byggð undanfarin 20 ár, — og öll hveraorka, vatnsorka og auðæfi I jörðu, sem þar eru, er ævinleg eign islensku þjóðarinn- ar. Akveða skal með iögum beiti- rétt, veiðirétt og annan hefðbund- inn afnotarétt á þessum svæðum, svo og hvernig með eyðijarðir, sem þar eru,skuli fara.” Hér mætti gjarnan bæta við á- kvæði um að tryggja með lögum aðgang almennings að því að njóta náttúru lands sins. Með slikri grein væri fyrir það girt að hægt væri að selja t.d. Gullfoss eða Þingvelli*og er það orðalag, sem hér er notað: ,,æv- inleg eign” hið sama og er i lög- um um þjóðareign Þingvalla. En þess mega menn minnast að fyrir 50 árum, um 1920, var svo komið að búið var að selja hlutafélögum, mestmegnis útlendinga, flestalla virkjanlega fossa landsins nema Sogið — og munaði mjóu þótt svo giftusamlega tækist til á þingi 1923 aðsú „eign” útlendra manna yrði þeim ónýt svo islenska rikið gat t.d. fyrir aldarfjórðungi siðan keypt Þjórsá fyrir 3 miljónir króna af norska hlutafélaginu „Titan”, sem „átti” hana en fékk ei að nota hana. En með tillitti til þess með hvi- likri áfergju erlendir auðmenn sækjast nú eftir fasteignum viöa um heim og hvilikar tilhneigingar hafa verið til þess öðru hvoru að selja erlendum aðilum eignir i landi voru með allri þeirri hættu, er þvi fylgir, þá væri og rétt að setja I stjórnarskrá hömlur þar á. Hin gamla tillaga okkar á Alþingi var að breyta 68. greininni um rikisborgararétt og annan rétt út- lendinga á þessa íeið: „Fasteignir og náttúruauðæfi hér á landi skulu Islendingar einir eiga, eða stofnanir, sem íslend- ingar eiga einir. Sendiráð er- lendra rikja mega þó eiga hér húseignir samkvæmt alþjóða- venjum, sem uin það gilda. Al- þjóðlegar stofnanir, sem island er aðili að, mega og eiga fasteign- ir til menningar- og heilbrigðis- starfsemi. Þó þarf lög um það hverju sinni. Engir nema íslendingar mega taka á leigu atvinnutæki eða is- lensk náttúruauðæfi. Undanþegin þessu ákvæði eru þó flutninga- skip og flugvélar. Að því er snert- ir erlenda menn búsetta hérlend- is, skal mæia fyrir um þessi atriði með lögum. Enginn útlendingur getur feng- ið rikisborgararétt nema með lögum”. Það er vissulega margt fleira, sem breyta þyrfti I stjórnarskrá vorri. Akvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu um einstök veiga- mikil mál eru orðin brýn, þegar það sýnir sig að forsetar lýðveld- isins kynoka sér mjög við aö beita þvi valdi, er þeim var veitt i lýð- veldisstjórnarskránni i þvi skyni. En ætla má að um slikt yrðu mjög skiptar skoðanir og svo er um fleiri mál, sem ættu heima I nýrri stjórnarskrá. Mun verða nógu erfitt að fá viötæka samstöðu um sum þeirra mála, er nú hafa verið nefnd, þótt eigi sé fitjað upp á fleirum. Höfuðatriðið er að alþýða manna og samtök hennar fylki sér svo fast um aö festa mann- réttindi þau, sem hún hefur áunn- ið sér i harðri baráttu i 80 ár, i stjórnarskránni að undan verði látið og knýi um leið fram ný. En jafnhliða geri hún allt, sem i hennar valdi stendur til þess að fá fram þau önnur ákvæði einkum um sameignarrétt þjóðarinnar, sem hér eru nefnd, og eru nauð- synlegur grundvöllur alls fram- tiðarefnahags Islendinga og þar- með velferðar og sjálfstæðis þjóð- arinnar. Þjóðaratkvœðagreiðslan um sambandsslitin 1944: 116 hr eppar 100% kjörsókn I þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, sem fram fór 20-23. maí 1944 um slit sam- bandsa lagasamningsins við Dani frá 1918 og stjórnarskrá lýðveldisins islands greiddu atkvæði 73058 af 74091 kosninga- bærum mönnum, það er að segja 98,61%, og mun sú kosningaþátttaka nálega einsdæmi á Vesturlöndum og sjálfsagt þótt eitthvað víðar sé leitað. Kosninga- þátttakan var ívið meiri í dreifbýli, en þéttbýli, sem sést á því að í 116 — hundrað og sextán — hreppum var kosninga- þátttakan heil 100%, Alls munu hreppar á landinu vera um 220. I einum kaup- stað, Seyðisfirði, var kosn- ingaþátttakan einnig 100%. Vestur-Skaftafellssýsla var með mesta kjörsókn af sýslunum — 100%, en klénastur i kjörsókn- inni af sýslum og kaupstöðum var Isafjarðarkaupstaður með „að- eins" 97,12% kjörsókn. Atkvæði með sambandsslitunum greiddu alls 71122, 377 á móti, 805 skiluðu auðu og 754 seðlar voru ógildir. Heyrir það frekar til undantekn- inga i slikum kosningum að auðir seðlar og ógildir séu fleiri en mót- atkvæði. Mestur var einhugurinn i Dalasýslu, en þar voru 817 með sambandsslitum, enginn á móti fimm seðlar voru auðir og fjórir ógildir. Um lýðveldisstjórnar- skrána var einhugurinn tæplega eins mikill, þvi að með henni greiddu ekki atkvæði nema 69435 (95,04%), ámótivoru 1951 (1,44%), auðir seðlar voru 2054 og ógildir 518. Einstakar kosningareglur 1 engum hreppi fór kjörsóknin niður fyrir 95%. Til dæmis um þessa fádæma kjörsókn má taka að i Gullbringu- og Kjósarsýslu skiluðu eftirtaldir hreppar sér hundrað prósent: Grindavik, Hafnir, Vatnsleysuströnd, Bessa- staðahreppur, Kjalarneshreppur og Kjós. 1 Mosfellshreppi vantaði tvö atkvæði, Seltjarnarnesi eitt, i Garðahreppi þrjú, i Njarðvikum eitt, I Keflavik eitt, Garði eitt, i Sandgerði tvö. 1 Suður-Múlasýslu var 100% kjörsókn i eftirtöldum hreppum: Skriðdalshreppi, Eiða- hreppi, Mjóafirði, Norðfjarðar- hreppi, Breiðdalshreppi, Beru- neshreppi, Búlandshreppi og Geithellnahreppi. Nokkur skýring á þessari geysimiklu kjörsókn var, að kosningareglur voru hafðar öllu rýmri en þekkst hefur I nokkrum kosningum á Islandi fyrr eða sið- ar. Kjördagar voru hafðir fjórir, og heimakosningar heimilaðar fyrir fólk, sem átti illa heiman- gengt. Var þar bæöi um að ræöa fólk, sem ekki var ferðafært af heilsufarsástæðum og bundið við heimilið vegna mikilla anna. Varð þó til að koma drengskapar- yfirlýsing hlutaðeigandi að ekki væri heima setið að ófyrirsynju. Þá var kjörstjórn heimilt að taka gild atkvæðabréf, þótt þau kæmu ekki fram fyrr en eftir kjördag, eða fram að 17. júni sama ár. 18/8% atkvæða bréfleg Margir urðu til þess að nota sér þessi einstöku kosningahlunnindi, sem sést best á þvi að bréfleg at- kvæði voru alls 13.692, eða 18,8% greiddra atkvæða. Heimagreidd atkvæði er skilað var fyrir kjör- dag voru 6.188 og voru 4.716 þeirra er þannig greiddu atkvæði konur. Mun skýringin á þessari miklu heimaatkvæðagreiðslu kvenna meðal annars hærri með- alaldur þeirra en karla, svo og að þær hafa frekar verið bundnar heima við af völdum heimilis- starfa ýmiskonar, þungunar o.fl. Af 6.949 mönnum, sem skiluðu at- kvæðum fyrir kjördag vegna fjar- vista að heiman, voru hinsvegar ekki nema 2074 konur, og mun skýringin sú að fleiri karlar voru að heiman I atvinnu. Þegar horft er um öxl til þess- ara kosninga hlýtur það óneitan- lega að vekja nokkra furðu, hversu fáir urðu til þess að vilja halda i konungssambandið við Dani. Að visu var ekki við öðru að búast en að mikill meiri hluti kjósenda væri með sambandsslit- um, en með tilliti til þess að i landinu var allmargt danskætt- aðra manna og að borgarastéttin islenska var nátengd danska ný- lenduveldinu gömlum tryggða- og raunar einnig verulegum ættar- böndum, hefði mátt ætla að eitt- hvað fleiri hefðu greitt atkvæði með kónginum en raun varð á. Einnig var vitað að Alþýðuflokk- urinn gekk til lýðveldishátiðar- innar af takmörkuðum fögnuði vegna tengslanna við danska sósialdemókrata, enda var Al- þýðuflokkurinn fyrir striðið orð- inn litið meira en útibú frá danska krataflokknum, likt og færeysku kratarnir eru nú. Hverjir skiluðu auðu og ógildu? Ekki er óliklegt að nokkur hóp- ur konunghollra ihaldsmanna og dansksinnaðra krata hafi veitt óvild sinni til hins komandi is- lenska lýðveldis útrás með þvi að skila auðu og ógildu, og kynni það að vera skýringin á tiltölulega miklum fjölda auðra seðla og ó- gildra. Þrátt fyrir einstaklega liðlegar kosningareglur hefði verið von- laust að knýja fram svo mikla kjörsókn sem raun varð á, heföi ekki komið til mikill og einlægur metnaður islensku þjóðarinnar að stiga nú siðasta skrefið til fulls sjálfstæöis. Þótt svo að tsland hefði orðið sjálfstætt riki 1918, mun þorri manna hérlendis hafa litið svo á að frelsið væri ekki fengið að fullu fyrr en slitið hefði verið sambandinu við Danakóng. Þá grunaði fáa að þegar áður en hið islenska sjálfstæði var að fullu fengið væri farið að brugga þvi banaráð vestur I Washington, þar sem Roosevelt og ráðherrar hans höfðu þegar ákveðið að gera ís- land að útvarðarstör Bandarikj- anna i Atlantshafi. -dþ SAMVINNUVERZLUN TR YGGIR SANNVIRDI VIÐSKIPTA- MENN! Munið, að með því að verzla við kaup- félagið tryggið þér bezt yðar eigin hag. Kappkostum að veita sem bezta þjónustu. Kaupfélagið Fram Neskaupstað. Samvinnuvenslun tryggir yður sanngjamt verðlag. Versium með allar innlendar og erlendar vörutegundir. KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR Hólmavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.