Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júni 1974 Einar Olgeirsson fyrrv. alþingismaður: Mannréttindaskrá alþýðu - stjórnarskráin 1974 Eftirfarandi grein birt- ist í tímaritinu Rétti « fyrra, en síðan hefur lítið gerst í stjórnarskrármál- inu og þvf fannst Þjóðvilj- anum ærið tilefni til að endurprenta þessa grein nú/ því hún á brýnt erindi til allra þeirra er tryggja vilja frekar mannréttindi með því að lögfesta þau betur í stjórnarskrá. Það er ekki aðeins ellefu hundr- uð ára afmæli Islandsbyggðar ár- ið 1974, heldur og hundrað ára af- mæli stjórnarskrár, sem danskur kóngur „gaf” 1874. Og það mætti gjarnan minnast hennar á þann hátt að breyta henni svo að ekki yrði eftir i henni eitt einasta atriði af þeim greinum, er minna á ves- aldóm og armæðu fyrri alda og réttleysi almennings þá. Það væri vissulega ástæða til að festa i nýrri og endurbættri stjórnarskrá á næsta ári þau mannréttindi, sem islensk alþýða hefur áunnið sér i harðri lifs- og stéttabaráttu á heilli öld og enn betra væri að bæta þar við nýjum lýðréttindum, sem hún veitti sjálfri sér til frambúðar. Með þvi að binda slikt i stjórnarskrá — og nota til þess tækifærið, þá alþýða ræður nokkru — tryggir hún sér að hún verði eigi svift þeim rétt- indum að henni forspurðri. Endurskoðun eftir 1944 Frá þvi stjórnarskráin 1874 gekk i gildi hafa þær breytingar, sem á henni voru gerðar, fyrst og fremst snert sjálfa stjórnskipun landsins, siðast 1944 breytinguna úr konungsriki i lýðveldi, og alveg sérstaklega kosningaréttinn og kjördæmaskipunina. Það hefur ekki vantað að fyrir- hugaðar voru frekari breytingar eftir að lýðveldisstjórnarskráin gekk i gildi, og var beinlinis svo fyrirmælt er hin stóra stjórnar- skrárnefnd var skipuð á fyrstu dögum lýðveldisins að nú skyldi mannréttindakaflinn alveg sér- staklega tekinn til endurskoðun- ar. Þannig var t.d. lýst yfir i stjórnarsáttmála fyrstu rikis- stjórnar, er mynduð var eftir stofnun lýðveldisins, nýsköpunar- stjórnarinnar, eftirfarandi á- kvörðun: „Loks hefur rikisstjórnin á- kveðið, að hafin verði þegar i stað endurskoðun stjórnarskrárinnar með það fyrir augum, að sett verði ótviræð ákvæði um réttindi allra þegna þjóðfélagsins til at- vinnu eða þess framfæris, sem tryggingalöggjöfin ákveður, fé- lagslegs öryggis, almennrar menntunar og jafns kosningarétt- ar.” Það tókst ekki að gera þessa hluti meðan nýsköpunarstjórnin sat að völdum og slðan tók við hver afturhaldsstjórnin annarri verri. Stjórnarskrárnefndin tórði og er frammi sótti má segja að gott hafi verið að ekkert varð úr starfihennar. Allt strandaði þar á deilu um kosningarétt og kjör- dæmaskipan. Það sýndi sig sem sé fljótt er komið var fram á sið- ari helming aldarinnar að aðalá- hugamál þeirra tveggja flokka, sem þá réðu mestu og mynduðu sina alræmdu „helmingaskipta- stjórn” á árunum 1950—56, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins, var að breyta kjör- dæmaskipulaginu þannig i aftur- haldsátt að einvörðungu yrðu ein- menningskjördæmi i landinu. M.a ræddu þeir flokkar lengi um hvort heldur skyldu vera 17 eða 21 ein- menningskjördæmi i Reykjavik. Tilgangurinn hjá þessum flokka- hjúum var þá, að skipta lika þing- sætum milli sin til helminga, en kveða niður áhrif verkalýðs og verklýðsflokka. Viðleitni okkar fulltrúa verkalýðsins i þeirri nefnd hlaut þvi fyrst og fremst að vera sú að hindra að verkalýður- inn yrði sviptur þeim dýrmætu mannréttindum jafns kosninga- réttar og hlutfallskosninga, sem hann hafði knúið fram með aldar- fjórðungs baráttu sinni og fleiri framsækinna afla.Og það tókst. — Og fyrst afturhaldinu ekki tókst að fremja gerræði þetta, þá hafði það engan áhuga á öðru. Það er þvi vissulega timi til kominn að endurskoða „mann- réttinda”-ákvæði hinnar konung- legu stjórnarskrár frá 1874 og láta eigi alla öldina frá þvi hún var „gefin” liða svo að lýðurinn sjálf- ur hafi ekki ákveðið að taka sér þann rétt, er hann á, og festa hann i raunverulegri mannrétt- indaskrá, sem hin nýja stjórnar- skrá yrði, er alþýðan gæfi sjálfri sér i afmælisgjöf. Hvaða atriði eru það fyrst og fremst sem breyta ætti? Skal nú gerð I stuttu máli grein fyrir þeim og þess getið um leið að mjög er stuðst við stjórnarskrárfrum- varp, er við Ragnar Arnalds flutt- um á Alþingi 1965 og 1966 og þeir Ragnar og Magnús Kjartansson 1967, svo og breytingartillögu er við Hannibal Valdimarsson flutt- um fyrr. Rétturinn til atvinnu Skýlaus ákvæði um skyldu þjóðfélagsins til að tryggja hverj- um vinnufærum manni atvinnu og þeim, sem fatlaðir eru, vinnu við þeirra hæfi, eru óhjákvæmileg i stjórnarskrá. Slika kröfu verður að gera til hvers menningarþjóð- félags að það tryggi þannig undir- stöðuna að velferð þegna sinna. Þessa skyldu verður að leggja á herðar rikisins. Er það siðan lög- gjafans að ákveða á hverjum tima hvernig það rækir þá skyldu, með hvaða aðgerðum, lagaboðum og öðrum ráðstöfunum. Bæta mætti ákvæði er að þessu lýtur aftan við núverandi 69. gr., er fjallar um atvinnufrelsi og gæti t.d. hljóðað svo: „Hver maður á rétt á atvinnu. Það er skylda ríkisins.að tryggja öllum fulla atvinnu. Með lögum skal skipa um öryggi manna við vinnu, hæfilegan vinnutima og ráðstafanir gegn ofþjökun. Nú er atvinnuleysi eða verka- menn útilokaðir frá vinnu af at- vinnurekendum og skulu menn þá eiga rétt til greiðslu úr atvinnu- leysistryggingasjóði, sem er eign verklýðsfélaga, en greiðslur til hans skulu koma frá atvinnurek- endum, sveitarfélögum og rikinu samkvæmt nánari fyrirmælum i lögum. Greiðslur til atvinnu- lausra mega aldrei vera undir 2/3 af daglaunum verkamanna.” Það er nauðsynlegt að festa i stjórnarskrá eignarrétt verklýðs- félaganna á atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Ella gæti afturhalds- stjórn stolið þeim sjóði, svo sem áður hafa af slikum stjórnum verið tilburðir til að stela heilum fyrirtækjum, svo sem áburðar- verksmiðjunni úr eigu rikisins. Eins er rétt að verkamenn fái styrk úr atvinnuleysistrygginga- sjóði, ef atvinnurekendur setja verkbann á þá. Það verður að skoða slikt verkbann sem hvert annað félagslegt böl, sem þjóðfé- laginu ber skylda til að bæta, ef það viðheldur sliku einræði i at- vinnulifi að einstakir svokallaðir eigendur fyrirtækja geti hindrað verkamenn i að vinna og svipt þjóðfélagið ávöxtum af vinnu þeirra. Atvinnuleysistrygginga- sjóður er nú um 1600 miljónir króna og til orðinn fyrir kaup- hækkun um 4%, sem verkamenn gátu fengið, en kusu i framsýni sinni að láta leggja i þennan tryggingasjóð sinn. Af komuöryggi Rétturinn til öruggrar afkomu, 1 stað gömlu greinargerðarinn- ar i anda fátækralaga og sveita- flutninga ætti að koma nú 70. gr. t.d. orðuð eitthvað á þessa leið: „Hver maður á rétt á læknis- hjálp og ókeypis sjúkrahúsvist, þegar slys eða sjúkdóma ber að höndum. Hver maður á og rétt á slikum styrkjum úr almennum Einar Olgeirsson fv. alþingismaður einkum þá á bjátar, er eitt af þvi, sem alþýða manna er langt kom- in með að tryggja sér og hefur stigið risaskref i þá átt siðustu ár- in. tryggingasjóðum, er slys, sjúk- dóma, örorku eða elli ber að höndum, að nægi honum til fram- færslu. Sérstaklega skal tryggja rétt barna, mæðra og ekkna á r _ Ur tímaritinu Rétti, 2. hefti 1973. Núverandi 70. gr. stjórnar- skrárinnar er sú, sem fátækra- framfærslan með öllum hennar svivirðingum byggðist á, þar með sveitaflutningar, sundrung fjöl- skyldna og svipting kosningarétt- ar, er styrkþegar áttu i hlut.xÞessi grein á að falla burt. 1 krafti hennar hafa ómældar hörmungar verið leiddar yfir fátæklinga þessa lands, ekki sist fram til 1934.** Núverandi 70. grein hljóðar svo: „Sá skal eiga rétt á styrk úr al- mennum sjóði, sem eigi fær séð fyrir sér og sinum, og sé eigi öðr- um skylt að framfæra hann, en þá skal hann vera skyldum þeim háður, sem lög áskilja”. Á niður- lagi greinarinnar, — hér með breyttu letri, — byggðust þræla- lögin gegn styrkþegum. Sveitarflutningar og svipting kosningaréttar styrkþega voru numin úr lögum eftirkosningarn- ar 1934. sama hátt. Sá, sem ekki fær séö fyrir sér og sinum, á rétt á styrk úr almennum sjóði. Nánar skal á- kveða öll þessi réttindi með lög- um, en engan má svipta öðrum réttindum fyrir að njóta þeirra.” Jafnrétti til menntunar Hin gamla stjórnarskrá var hvað menntun almennings snerti miðuð við algert lágmark og enga almenna skólaskyldu/t Eðlilegt væri að mannréttinda- skrá alþýðu orðaði 71. grein stjórnarskráinnar eitthvað á þessa leið: „öll börn og unglingar á aidrin- um 7 til 16 ára eiga rétt á ókeypis Núverandi 71. grein stjórnar- skrárinnar hljóðar svo: „Hafi foreldrar eigi efni á að fræöa sjálf börn sin eða séu börn- in munaðarlaus og öreigar, er skylt að sjá þeim fyrir uppfræð- ingu og framfæri af almannafé.” fræðslu, svo og yngri börn á að- gangi að vöggustofum og dag- heimilum, er með þarf. Þeir, sem njóta vilja framhaldsmenntunar og sýna til þess hæfileika og á- huga, eiga og rétt áókeypis mennt un. Tryggja skal efnahagslegt jafnrétti til menntunar með lög- um.” Ef til vill væri llka þörf á að hafa i stjórnarskránni ákvæði um rétt og skyldu til menntunar og endurþjálfunar gagnvart full- orðnum, en oft er það svo að fyrst verður að berjast fyrir slikum réttindum til að fá þau i lög og er þá stjórnarskráin siðar hið æðra, helstóafturkallanlega stig slikrar tryggingar fyrir alþýðufræðslu. Herskylda? Þá eru nokkur atriði i gömlu stjórnarskránni, sem nauðsyn- legt er að afnema, til þess að hindra að nokkru afturhaldi geti tekist að hagnýta þau I sina þágu eða annarra og setja i staðinn á- kvæði, sem að gagni mættu verða. Þannig er það t.d. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Hún hljóðar svo: „Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt i vörn landsins eftir þvi sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum.” Herskylda er sem sé sett i stjórnarskrána af konungi og em- bættismönnum hans á sinum tima, þó tslendingar hafi aldrei verið svo vitlausir að setja þar um lög. En auðvitað á að afnema svona ákvæði, en setja i staðinn það, sem æskilegast væri og eðli- legast frá íslenskusjónarmiði. En það myndi að mínu áliti hljóða eitthvað á þessa leið: „tsland er ævarandi hlutlaust i ófriði og mun engan her hafa né veita erlendum rikjum herstöðv- ar né rétt til hersetu. Herskyldu má aldrei i lög leiða.” Með slikri grein væri Itrekuð hlutleysisyfirlýsingin frá 1918. En með tilliti til kerfisbundins áróð- urs og pólitiskrar spillingar, sem siðan hefur haft áhrif á þjóðina, mun vart hugsanlegt að breyta þessari grein á næsta ári frekar en t.d. að orða hana svo: „tsland er friðlýst land. Her- skyldu má aldrei lögleiða.” Geta þá sumir skoðað „friðlýs- ingu” sem yfirlýsingu um vilja til friðar, en aðrir litið róttækar á það og lagt i fögur orðin þá merk- ingu að frið viljum við hafa fyrir öllum ófriðarundirbúningi. Eftir skilningi I hernaði þýðir friðlýs- ing að borg verði ei varin og vopn þar eigi geymd. (Sbr. Paris og Róm i siðasta striði). En alltaf ætti þó að verða fullt samkomulag um siðari setning- una i stjórnarskrá. Island sameign islendinga Hundrað ára gömul stjórnar- skrárákvæði, skrifuð fyrir skútu- öld af embættismönnum niður við Eyrarsund áður en vatnsafl varð nýtanlegt til orkuframleiðslu, áð- ur en ofveiði og landeyðing urðu til sem yfirvofandi hættur og auð- vitað löngu áður en hugtakið og fyrirbrigðið mengun varð til, taka eðlilega ekki tillit til neins af þessu, sem á einn eða annan hátt varða lif og velferð landsmanna i dag og á komandi timum. Það væri eðlilegt að setja á- kvæði, er að þessum málum lúta, t.d. i kaflann um mannréttindi (VII. kafla) máske grein eitthvað á þessa leið á eftir 67. greininni um friöhelgi eignarréttarins: „tsland, náttúrugæði þess og auðlindir til lands og sjávar, eru Dæmin eru tekin af alkunnum ástæðum, Gullfoss var eitt sinn búið að selja sem kunnugt er, — og i leikriti sinu „Syndir ann- arra” lætur Einar Kvaran brask- arana hyggja á sölu Þingvalla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.