Þjóðviljinn - 16.06.1974, Síða 9
•I1
Sunnudagur 16. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Mannfjöldinn á Lækjartorgi á Þjóðhátið I Reykjavlk 18. júni 1944.
Frá þingfundi i Sameinuðu þingi 16. júni þar sem undirbúinn var siðasti málatilbúnaður fyrir þingfund á
Lögbergi, yfirlýsing um sambandsslit við Danmörk og samþykkt stjórnarskrá lýðveldisins.
Byggðastefna
x
-<
í raun I.
Skömmu fyrir árslok — nánar
tiltekið i nóvemberlok — 1968
leiddu upplýsingar frá Seðla-
bankanum i ljós að ihaldsstjórnin
hafði á tæpu ári stolið helmingn-
um af sparifé landsmanna með
tveimur gengisfellingum. 1
septemberlok það ár áttu lands-
menn rúmlega átta miljarða á
sparisjóðsbókum, en i tveimur
siðustu gengisfellingum ihaldsins
hækkaði bandariski dollarinn úr
43 krónum i 88, sem þýðir helm-
ings rýrnun sparifjárins og vel
það. Rétt er að minna á að hér var
um að ræða rán á sparifé laun-
þega, sparað saman með mikilli
nætur- og eftirvinnu, svo og spari-
fé skólabarna og margskonar
sjóðir til samhjálpar. En vita-
skuld er það ekki nema i fullu
samræmi við eðli þess siðvillta
braskaralýðs, sem flokkskjarnar
Ihalds og krata samanstanda af,
að leggjast fyrst og fremst á litil-
magnann.
Eftir siðustu gengisfellingu
ihaldsstjórnarinnar i nóvember
1968 var svo komið að námskostn-
aður islenskra námsmanna
erlendis hafði tvöfaldast á einu
ári. Aætlaður meðalkostnaður
fyrir námsár var 90.000 krónur i
nóvember 1967, en komst upp i
um 180.000 á sama tima 1968.
Hraðvaxandi atvinnuleysi, sem
einkenndi þessa kreppu ihalds-
stjórnaráranna, gerði að verkum
að mörgum námsmönnum var
fyrirmunað að bæta sér upp þetta
fjártjón með vinnu einhvern hluta
ársins. Hér var ihaldið að færa
klukkuna nokkra áratugi aftur á
bak til þeirra ára er skólanám
var sérréttindi efnafólks.
t desember 1968 lét ihalds-
stjórnin þingmeirihluta sinn sam-
þykkja frumvarp, sem fól i sér að
27-37% sameiginlegs fiskafla var
tekið af óskiptu og fengið útgerð-
armönnum til greiðslu stofnlána
og i reksturskostnað útger.ðarinn-
ar.
Seinni hluta stjórnartiðar við-
reisnarstjórnarinnar var svo
komið að islenskir verkamenn
voru að jafnaði meira en helmingi
kauplægri en stéttarbræður
þeirra i Danmörku, og voru þjóð-
artekjur á mann þó svipaðar i
löndunum báðum. Grundvallar-
ástæðan liggur i augum uppi: 1
Danmörku ráða fyrst og fremst
sósialdemókratísk sjónarmið,
sem þrátt fyrir alla galla hafa
sæmilegan hag almennings fyrir
augum, en á tslandi réðu i þann
tið hreinræktuð íhaldssjónarmið,
sem gengu út frá atvinnuleysi og
kaupráni sem grundvallaratrið-
um i efnahagsmálum.
Greinilega má merkja það nú,
að sá meðbyr, sem ihaldið naut i
nýafstöðnum bæjar- og sveitar-
stjórnakosningum er að snúast
upp i kröftugan mótvind. Sem
betur fer fór þess fljótlega að
gæta eftir þær kosningar, að ótti
almennings við nýtt viðreisnar-
timabil og hægri stefnu yrði
glundroðakenningum og Rússa-
grýlum yfirsterkari. tslendingar,
sem muna viðreisnarárin vilja þá
tima ekki aftur. I alþingiskosn-
ingunum i lok þessa mánaðar
mun þvi væntanlega sannast, að
þeir eru mun fleiri sem vilja
vinstri stefnu og vinstri stjórn i
landsmálum.
Engum dettur til hugar, að
halda fram, að núverandi rikis-
stjórn hafi tekist vel i einu og öllu.
Þvert á móti hefur stjórn ýmissa
málaflokka reynst afar erfið, og
ber þar hæst efnahagsmálin. Tök-
um á þeim hefur ekki verið náð,
eins og vonir stóðu til, enda komu
upp mjög alvarlegir brestir i
stjórnarsamstarfið og óheilindi,
ásamt liðhlaupi Bjarna Guðna-
sonar, sem gerði það að verkum
sérstaklega, að I efnahagsmál-
um, sem orðið höfðu fyrir ýmsum
alvarlegum og ófyrirsjáanlegum
áföllum, reyndist ekki unnt að
gripa til viðhlitandi ráðstafanna,
fyrir þvi var hvorki meirihluti á
alþingi né nokkur samstarfsvilji
stjórnarandstöðunnar.
En þrátt fyrir ýmis vonbrigði
þeirra, sem mestar vonir báru til
núverandi rikisstjórnar, fer það
ekki á milli mála, að árangur
samstarfs flokkanna, sem ab
henni standa, hefur markað
þáttaskil i íslenskum þjóðarbú-
skap og vakið aftur til lifsins viss-
una um að vinstri flokkarnir geti
starfað saman og vinstri stjórn
geti verið langlif, ef umboð henn-
ar er nógu sterkt.
Eitt af þvi, sem stendur upp úr,
ef litið er yfir feril vinstri stjórn-
arinnar, er hversu unnið hefur
verið að málefnum landsbyggö-
arinnar. Þvi verður ekki á móti
mælt, að i byggðamálum hefur
orðið slik framför á undanförnum
3 árum, að nú er i fyrsta skipti i
langan aldur hægt að eygja þoi-
aniegan jöfnuð mcð öllum lands-
mönnum, hvar sem þeir búa.
Stefnu atvinnuleysis og fólks-
flótta, sem bera mun viðreisninni
vitni um ókomin ár, hefur á þess-
um skamma tima verið gjörsam-
lega snúið við. Hér hefur Verið i
verki raunveruleg byggðastefna.
Jafnaðarhugsjón sósialismans
getur ekki þolað þann ójöfnuð og
misskiptingu lifskjara, sem við-
reisnin hafði leitt af sér, enda
hafa islenskir sósialistar alltaf
verið ákafir talsmenn raunhæfra
aðgerða i byggðamálum Það var
þvi skoðun þeirra og stefna við
myndun núverandi rikisstjórnar
og ein af forsendum fyrir þátttöku
Alþýðubandalagsins i henni, að
tækifærið yrði notað til að kapp-
kosta mcðölium tiltækum ráðum,
að jafna lifskjör ailra islendinga
Með þetta markmið að leiðarljósi
og undir forystu Alþýðubanda-
lagsins og ráðherra þess, eru þeir
timar i landi okkar nú, að almenn
bjartsýni rikir úti á landsbyggð-
inni, sem á nú að fagna meiri
framförum á öllum sviðum en
nokkru sinni áður.
t komandi alþingiskosningum
verður þvi fyrst og fremst kosið
um það, hvort stefnu alhliða upp-
byggingar til sjós og lands skuli
fylgt áfram eða hvort uppþornuð
hugmyndafræði viðreisnarinnar
undirstjórn þeirra Gylfa og Geirs
verði á ný hlutskipti þjóðarinnar.
Röttæk stefna og fullnaðarsigur
i landheigismálinu, efling undir-
stööuatvinnuveganna undir for-
ystu rikisvaldsins, opinber fyrir-
greiðsla til að stuðla að jafnvægi
og bættri aðstöðu til búsetu i ein-
stökum byggðarlögum, efling is-
lensks iönaöar, stórbættur kaup-
máttur lifeyristrygginga og bætt
félagsleg þjónusta á öllum svið-
um, allt er þetta byggðastefna i
raun. Eina liðin til að tryggja
áframhald hennar er að efía Al-
þýðuliandalagið svo að um muni.
Arnmundur Backman.
SIMINN ER 17500