Þjóðviljinn - 16.06.1974, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. jiínl 1974
Sunnudagur 16. júni 1974 ÞJÓÐVItJINN — StÐA 13
„HÖFUM
Þingvallabærinn og gamla kirkjan. Menn eru ekki á eitt sáttir um viöbygginguna. Undirritaftur er þó sammála Gils Guðmundssyni um það,
að þær tvær burstir, sem bætt var við, séu til prýði og dragi siöur en svo nokkuð frá kirkjunni. (rl).
Nýbyggingin við Valhöll séð frá Þingvallabænum. Hætt er við að þessi viðbygging verði til að seinka þvl.að byggingar hverfi af þessum stað.
DAGSTUND Á ÞINGVÖLLUM
meö GilsGuömundssynialþingismanni
Við lögðum af stað úr Reykja-
vík klukkan 14 sl. mánudag og
tókum stefnuna austur yfir Mos-
fellsheiði. Við stýrið var Gils
Guðmundsson, alþingismaður,
einn af þrem Þingvallanefndar-
mönnum, en við hlið hans i fram-
sætinu sat undirritaður, með
skrifblokk á hnjánum og penna i
hendi. Sól skein i heiði og útlit gott
i austurátt þar sem áfanga-
staðurinn, Þingvellir, er . Gils
hafði fallist á það, að gerast
fylgdarmaður blaðamanns einn
dagpart og fræða hann og les-
endur Þjóðviljans um leið, um
þær framkvæmdir sem nú fara
fram á Þingvöllum og einnig það
sem er á döfinni varðandi þennan
helgasta stað þjóðarinnar.
Þingvallanefnd er kosin af
Alþingi, og er hún samkvæmt
lögum skipuðþrem mönnum. Auk
Gils eru i nefndinni þeir Eysteinn
Jónsson, sem er formaður, og
Steinþór Gestsson. Eysteinn mun
nú láta af störfum, þar sem hann
hefur hætt þingmennsku, og sagði
Gils aö þar yrði skarð fyrir skildi,
þar sem Eysteinn hefði unniö
verk sitt af stakri alúö og
dugnaði.
Sú Þingvallanefnd sem nú
starfar var kosin i maimánuði
1972. Gils segist vera sannfærður
um það, að undir forsæti Eysteins
hafi nefndin haldið fleiri fundi á
þessum tima, heldur en allar
þingvallanefndir undanfarin 15 til
20 ár samanlagt, ef undan er
skilin nefnd sú sem Gisli Jónsson
veitti forystu, en hann hefði verið
annar dugnaðarforkurinn til.
Allar framkvæmdir innan
Þjóðgarðsins eru háðar samþykki
Þingvallanefndar, segir Gils, en
min skoðun er sú, að málefni
þjóðgarðsins eigi að vera i
höndum Náttúruverndarráðs,
eins og málefni annarra þjóð-
garða. Hinsvegar tel ég, að sjálf
þinghelgin eigi að vera undir
umsjá Þingvallanefndar. Það er
lika min skoðun og margra
annarra, að gera eigi allt svæðið
umhverfis Þingvallavatn að þjóð-
garði og sýnist mér það reyndar
eðlileg þróun.
Skundum á
Þingvöll...
En svo minnst sé á sumar-
bústaðina, sem mörgum eru
þyrnir i augum, þá markaði Þing-
vallanefnd nýja stefnu i þeim
málum á fundi sem hún hélt á sl.
sumri, eða nánar til tekið þann 10.
júli, er hún gerði svohljóðandi
samþykkt:
,,I framhaldi af samkeppni
þeirri,sem fram hefur farið um
framtiðarskipulag Þingvalla-
svæðisins, ályktar Þingvalla-
nefnd að sumarbústaðir eigi ekki
að vera á svæðinu vestan Gjá-
bakka og Arnarfells. Skuli þvi
ekki reisa nýja sumarbústaði á
þvi svæði og vinna að þvi, að þeir,
sem búiö er að reisa, veröi fluttir
á brott.
Nefndin telur að vinna beri
einnig að þvi, að sumarbústaðir
verði fluttir úr Hallinum og stefnt
þannig að þvi, að sumarbústaöir
verði ekki I Þjóðgarðinum.”
En hvað um tillögusam-
keppnina, verður einhver af
tillögunum notuð, eða höfð til
hliðsjónar um framtiðarskipulag
Þingvallasvæðisins?
Vafalaust verður höfð hliðsjón
af ýmsum þeim atriðum sem
fram komu i tillögunum, en allt er
þetta mál á umræðustigi ennþá.
Hinsvegar hefur verið sett á
laggirnar samstarfsnefnd þar
sem fulitrúar eru frá ýmsum
samtökum heima og heiman.
Þessi nefnd hefur tvisvar komið
saman, en i henni eru u.þ.b. 20
manns. A fundina hafa m.a.
komið þeir sem verðlaun hlutu i
samkeppninni og hafa þeir út-
skýrt tillögur sinar. Með þessu er
hugmyndin að ná sem viðtækustu
samkomulagi um skipulagsmál
alls svæðisins. Hliöstæðu þessa
fyrirkomulags má t.d. finna i
Mývatnssveit, en um þá ágætu
sveit var á siðasta þingi sett stór-
merk löggjöf, sem stefnir I
friðunarátt.
En nú þjóta sumarbústaðirnir
upp eins og gorkúlur við vatnið,
t.d. I Miðfellslandi?
Já, óneitanlega má finna margt
að störfum Þingvallanefndar á
undanförnum árum og áratugum,
en hvergi er ástandið þó verra
hérna við Þingvallavatn en þar
sem einkaframtakið hefur fengið
að vera algerlega sjálfrátt.
Atakanlegasta dæmið má finna i
Miðfellslandi, en engu er likara,
en sumarhúsunum þar hafi verið
fleygt af hendi og dreift i skipu-
lagsleysi um svæðið.
Hestamenn,
nýjar leiðir,
vegamót...
En hvað getur Þingvallanefnd
gert i málinu?
Þingvallanefnd var stofnuð að
frumkvæði Jónasar frá Hriflu,
eins og margt annað. Nefndin var
sett á laggirnar árið 1929, og um
leið voru Þingvellir gerðir að frið-
helgum stað. Fyrir nokkrum
árum var þetta friðhelga svæði
stækkað. Þingvelli er hægt að
nýta mun betur fyrir almenning
en nú er gert. Tii dæmis með þvi
að fjarlægja þá sumarbústaði
sem standa i sjálfri þinghelginni,
leggja göngubrautir meðfram
vatninu og fjarlægja þær
girðingar sem liggja um sumar-
bústaðina og allt niður að
vatninu. Nýi Gjábakkavegurinn
opnar lika skemmtilega leið upp i
gegnum hraunið, þar sem
Hrauntún stóð og önnur býli, en
þeirra má enn sjá merki, þar sem
grænar túnskákirnar eru i hraun-
inu.
Hvað um mótsstað hestamanna
að Skógarhólum?
Ég sé ekki að mót þeirra hafi
spillt nokkru og ekki ástæðu til að
amast við þeim, að svo komnu
máli. En ég vænti þess, að ekki
verði haldin of mörg mót á
Skógarhólum, né of stór.
Þegar við ökum niður á vellina
er þar mikið um framkvæmdir.
Vegagerðarmenn eru þar mest
áberandi. Verið er að bera ofan i
veginn nýja, sem liggur norðan
Almannagjár, og einnig streyma
bilar hlaðnir möl upp i hraunið
Þar ægir saman ótrúlegum fjöida sundurleitra bygginga, hvað lit og lag snertir.
eftir nýja Gjábakkaveginum.
Innan þinghelginnar er búið að
oliumalarbera vegina að mestu
leyti, og er það mikil bót. Gils
segir að sú ráðstöfun sé eitt af þvi
sem Þingvallanefnd hafi tekist aö
fá fjárveitingu til. A vegamót-
unum, þar sem vegurinn kemur
frá Reykjavik um Mosfellsheiði
og skiptist til þriggja
átta, þ.e.a.s. Uxahryggja, Gjá-
bakka og Þingvalla, er risið hús,
þar sem hreinlætisaðstaða verður
fyrir ferðafólk, svo og margs-
konar önnur þjónusta. Húsinu
hefur verið valinn góður staður
þarna á krossgötum, þar sem
tjaldstæðin eru stutt frá.
Trúnaðarmenn
o.f I.
Við spyrjum Gils um starfsemi
þjóðhátiðarnefndar og umsvif
hennar á Þingvöllum, vegna
væntanlegrar þjóðhátiðar. Gils
segir að þjóðhátiðarnefnd hafi
haft samráð við Þingvallanefnd
um allar framkvæmdir á
staðnum. Einnig segir hann, að
Þingvallanefnd hafi valið sér
trúnaðarmenn á ýmsum sviðum,
sem dæmi mætti nefna Eyþór
Einarsson, grasafræðing, i
sambandi viö gróðurvernd á
staðnum, vegna hátiðarhalda.
Gils segir einnig, að þjóðgarðs-
vörður sé starfsmaður nefndar-
innar og hafi hann m.a. unnið að
þvi að girða fyrir spjöll i sam-
bandi við hátiðarhöld á Þingvöll-
um. Sigurður ólason er
lögfræðilegur ráðunautur
nefndarinnar, i sambandi við
réttarfarsleg mál sem upp kunna
að koma. Gils getur þess einnig,
að Þingvallanefnd hafi leitað eftir
og haft ágæta samvinnu við for-
svarsmenn vegamála, i þvi skyni
að koma i veg fyrir spjöll vegna
vegagerðar innan þjóðgarðsins
og endurgerðar þeirra vega sem
fyrir eru. Einnig getur Gils
ánægjulegs samstarfs við
embætti húsameistara rikisins.
Stakkaskipti
Við rennum I hlað á Þingvalla-
bænum, sem óneitanlega hefur
tekið miklum stakkaskiptum.
Tveim burstum hefur verið bætt
við þær þrjár sem fyrir voru.
Breytingin hefur óneitanlega
tekist vel, þar sem bærinn sam-
svarar sér betur hvað varðar
breidd og hæð. Um þetta eru þó
skiptar skoðanir, og verður hver
að dæma fyrir sig.
Frá hlaðinu rennum við augum
yfir Oxará i áttina til Valhallar,
sem einnig hefur tekið gagn-
gerum útlitsbreytingum. Mikil
risbygging hefur verið reist við
norðurhlið hótelsins, og eru sjö
„kvistir” sem núa I norður. Gils
segir að það eina sem réttlæti
þessa byggingu sé það, að þeir
skúrar, sem áður stóðu þarna
norðanvið og áttu að heita
mannabústaðir, hafi verið fjar-
lægðir. Hinsvegar segist Gils
vera á móti hótelbyggingu á
þessum stað og segist vonast til,
að stefnt verði að þvi , að fjar-
lægja Valhöll. Einnig er hann á
móti þvi, að hótelrekstur á Þing-
völlum sé I höndum einkaaðila.
Hringur Jónasar....
Við ákveðum að aka þann
fræga Þingvallahring þeirra
Jónasar og fjölskyldu. Og hafi
lesandinn farið þennan „hring” á
undanförnum árum, getur hann
séð ýmsar breytingar. Það er til
dæmis eftirtektarvert hversu
merkingar ýmiskonar eru skýrar
orðnar, svo sem bifreiðastæða,
tjaldstæða o.s.frv.
En þegar komið er framhjá
Miðfelli, blasir óhugnaðurinn við.
Þar hefur risið upp heil borg
sumarbústaða, og er þröngt
setinn bekkurinn. Þar ægir
saman ótrúlegum fjölda sundur-
leitra bygginga, hvað lit og lag
snertir. Verður þvi ekki með
orðum lýst hvert lýti er að
þessum „byggingum ” .
Vart getur hjá þvi farið, að
maður velti þvi fyrir sér við að
sjá ófögnuðinn, hvert gildi
eigendur eða ibúar þessara húsa
sjá i þvi að hverfa úr þéttbýli og
þægindum borgarinnar, i þéttbýli
og þægindaskort þessa staðar, þó
að óneitanlega sé umhverfið
fagurt.
Mengun frá
sumarbústöðum
En hvað um mengun frá
þessum gifurlega fjölda sumar-
bústaða við Þingvallavatn?
Jú, það er vitað mál, að
mengun er mikil frá sumar-
bústöðunum við Þingvallavatn,
segir Gils. Og væntnalega verður
i sumar hafist handa um rann-
sóknir i vatninu og öllu lifkerfi
þess, hliðstæðar þeim rann-
sóknum sem fram hafa farið i
Mývatni undanfarin ár og ennþá
er unnið að. Hvað varðar sorp frá
þessum sumarbústöðum, þá
hefur verið kannað hvort ekki sé
hægt að ná samkomulagi við
nálægustu kauptún, varðandi
sorphreinsun, en i ráði er að reisa
sameiginlega sorpeyðingarstöð
fyrir kauptúnin austan fjalls.
Og áfram höldum við Þing-
vallahringinn. Þegar komið er að
Alftavatni verður fyrir okkur
svipuð sjón og hjá Miðfelli, nema
hvað sumarbústaðahverfið hér er
byggt i mishæðóttara landslagi og
gróðursælla. Þessvegna er þetta
þorp ekki i eins æpandi ósam-
ræmi við landslagið og „Veiði-
lundur ”.
Eftirsjáað Eysteini
A heimleiðinni spyrjum við Gils
hvort honum hafi vel likað setan i
Þingvallanefnd. Hann svarar þvi
til, að vissulega sé það áhugavert
að starfa i nefnd sem þessari. Og
hann hrósar samstarfsmönnum
sínum i nefndinni fyrir áhuga
þeirra og ósérhlifni. En hann
itrekar það, að hann sjái mjög
eftir Eysteini Jónssyni úr
nefndinni, en getur þess um leið,
að sem betur fer muni Eysteinn
halda áfram störfum i Náttúru-
verndarráði, en þar er hann for-
maður.
Að lokum vill undirritaður
þakka Gils Guðmundssyni fyrir
samfylgdina og þær upplýsingar
sem hér er reynt að setja á þrykk.
r.e.
VIÐ GENGIÐ