Þjóðviljinn - 16.06.1974, Síða 15
Sunnudagur 16. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
tslenska þjóðin var gagntekin bjartsýnum fögnu yfir að hafa tekið
siðasta skrefið til frelsis dr nærri sjö alda áþján. En óheillavænlegar
nornir stóðu þegar viö vöggu lýðveldisins.
og siðast en ekki sist Vilhjálmur
Þór.
A þessum árum var Vilhjálmur
að likindum mestur áhrifamaður
i islenskum stjórnmálum og efna-
hagsmálum, og Bandarikin litu á
hann sem sinn öruggasta vin á Is-
landi. Mun óhætt að gera þvi
skóna að af hálfu tslendinga hafi
hann verið mikilvægasti tengill-
inn i skiptunum við Bandarikin á
þessum árum, bæði opinberlega
og á bak við tjöldin. t stjórninni
var sérstaklega náið samstarf
milli hans og Björns Olafssonar,
sem þar var fulltrúi reykvlska
kaupmannaihaldsins. Er ekki
fjarri lagi að kveöa svo að orði, að
með samvinnu þeirra Vilhjálms
og Björns hafi veriö innsiglað það
vanhelga bræðralag um skiptingu
gróðans af hernámsbraski og
allrahanda hlunnindum, sem
fékkst út úr þvi aö gerast fylgiriki
Bandarikjanna, er á þessu tima-
bili fór að stofnast með StS og
reykvisku borgarastéttinni. Þótt
Vilhjálmur væri sterki aðilinn I
þvi bræðralagi, dró ihaldið lengra
stráið þegar fram i sótti. Þar
sannaðist enn sem fyrr hvernig
fer þeim, sem réttir skrattanum
litla fingurinn. Þótt almenningi
væri margt duliö sem fram fór að
tjaldabaki i stjórnmálunum á
þessum árum sem oft siðar, duld-
ist engum að þeir Vilhjálmur og
Björn voru sterku mennirnir 1
stjórninni. Þá var ort i Speglin-
um, sem i þá daga kafnaði ekki
undir nafni:
,,Þeir minna á Israels Makkabea
og mysuost éta þeir drjúgum úr
KEA
með vestrænar kúnstir frá
Washington
þeir Vilhjálmur Þór og Björn
ólafsson.”
(leturbr. min, dþ.)
Böggull fylgdi
skammrifi
Gróðasjónarmið þessara
frömuða tveggja sterkustu fjár-
málaaðilanna i landinu, SIS og
reykvisku heildsalanna, hefur án
efa ráðið miklu um hve ljúft þeim
var að hið islenska lýðveldi væri i
heiminum borið sem skjólstæð-
ingur og fylgifiskur Bandarikj-
anna. A hinn bóginn má ýmislegt
færa fram þeim til afsökunar. í
júni 1944 var ekki nema rúmt ár
siöan öruggt mátti teljast aö
Þýskaland nasismans myndi tapa
striðinu, og hvað sem um Banda-
rikin mátti segja mun mörgum
sæmilegum og þjóðhollum Islend-
ingi hafa þótt af tvennu illu
skárra að sitja i skjóli þeirra,
meðan aðrir eins endemisdólgar
og Hitler gengu enn lausir. Ólund
sú eða jafnvel fjandskapur, sem
ráðamenn hinna Norðurlandanna
sýndu gagnvart lýöveldisstofnun-
inni, vann lika fyrir Bandarikin,
eins og fyrr hefur verið að vikið,
og Bretar voru hvergi nærri af-
dráttarlaust okkar megin. Þvi má
ekki gleyma, að það var staðfast-
ur og einlægur vilji þorra islensku
þjóðarinnar að taka það siðasta
skref i sjálfstæðisbaráttunni, sem
lýðveldisstofnunin var i augum
flestra Islendinga. Þegar sá á-
setningur mætti óvild i Evrópu,
var ekki nema eðlilegt að þorri is-
lensku þjóðarinnar tæki stuðningi
Bandarikjanna við málið fegins-
hendi, þar eð sá stuðningur vold-
ugasta stórveldis i heimi var lik-
legur til að tryggja framgang
málsins, hverjir svo sem stæðu á
móti.
Hitt var svo annað mál, að
böggull fylgdi skammrifi hvað
vináttu og stuðning bandariska
stórveldisins snerti, og það leiddi
til þess að vonirnar dýru, sem
bundnar voru við lýðveldisstofn-
unina, brugðust að sumu leyti.
Þótt tsland sé sjálfstætt lýðveldi
að formi til, er það sjálfstæði
skert af tengslum þess við hern-
aöarbandalög þau, sem Banda-
rikin hafa komiö sér upp til trygg-
ingar pólitiskum og efnahagsleg-
um itökum sinum eð drottnun i
miklum hluta heims.
—dþ
SAMVINNUVERZLUN
tryggir sanngjarnt verð. Góð þjónusta.
Kaupfélag Króksfirðinga
Króksfjarðarnesi.
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1974. 1.FL
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í 6. gr.,
LXill. liður, fjárlaga fyrir árið
1974, sbr. lög nr. 7'frá 13. mars
1974, hefur fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið
að bjóða út verðtryggð spari-
skírteini, samtals að fjárhæð
200 milljónir króna.
'Lánskjör skírteina eru ó-
breytt frá síðustu útgáfu, þau
eru lengst til 14 ára frá15.sept-
ember1974, en eiganda ísjálfs-
vald sett hvenær hann fær
skírteini innleyst eftir 15. sept-
ember 1979. Vextir eru 3% áári
fyrstu fimm árin, en meðaltals-
vextir allan lánstímann eru 5%
á ári, auk þess eru þau verð-
tryggð miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar.
Skírteinin eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama tiátt og
verið hefur, en þau skulu skráð
á nafn.
Skírteinin eru gefin út í þrem
stærðum 5.000, 10.000 og
50.000 krónum.
Sala skírteina hefst þriðju-
daginn 18. júní og verða
þau til sölu hjá bönkum,
bankaútibúum og innláns-
stofnunum um allt land, svo
og nokkrum verðbréfasölum
í Reykjavík. Liggja útboðs-
skilmálar frammi hjá þess-
um aðilum.
Júní1974
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
Stofnsett 1886 — Síml (96)-21400 Eigin skiptistöð, 15 línur — Simnefnf KEA
STARFRÆKIR:
Efnagerðina Flóru
Smjörlíkisgerð
Kfötiðnaðarstöð
Brauðgerð
Mjólkursamlag
Kassagerð
Þvottahúsið Mjöll
Stjörnu Apótekið
Hótel KEA
Matstofu
Skipasmiðastöð
Skipaútgerð og
afgreiðslu
Kola- og saltsölu
Vélsmiðjuna Odda h.f.
Blikksmiðjuna Marz h.f.
Gúmmíviðgerð
3 sláturhús
3 frystihús
Reykhús
Kjörbúðir
Kjötbúð
Járn- og glervörudeild
Nýlenduvörudeild
Oliusöludeild
Raflagnadeild
Skódeid
Vefnaðarvörudeild
Herradeild
Vátryggingadeild
Véladeild
Byggingavörudeild
Kornvöruhús og
fóðurblöndun
10 útibú á Akureyri
Otibú á Dalvík
Otibú í Grenivík
Útibú í Hrísey
Útibú á Hauganesl.
Sameign KEA og SlS:
Efnaverksmiðjan Sjöfn
Kaffibrennsla Akureyrar
Heildsala á verksmiðjuvönim vorum hjá SÍS í
Reykjavík og verksmiðjuafgreiðslunni á Akureyri.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri