Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 24
PIÚÐVIUINN
Sunnudagur 16. júnl 1974
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Nætur-, kvöld- og helgarvarlsa
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
14,— 20 júni verður i
Háaleitisapóteki og Vesturbæjar-
apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitálans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Allt er komið í strand! AUt er í kalda koli!
Morgunblaðið að und-
irbúa kjaraskerðingu!
Verið er að búa í haginn
fyrir stórfellda árás á kjör
launafólks, eins og 1959
Byggingar-
sjóðurtómur:
— ^ 1229 húsbyggjendur fá SMS
ekki útborguð seinni hluta lán i ......
— Ilúsnæðislán nft vorn r'V*:..-u_:.'
"uk"þSd -“eruUo'búsund Jj^Un
Neyðarástand lAðeins 2900 milljónir
_ja usbyggjendum 4 viiflia innflntningur
Sjóðakerfíð gjaldþroía
ar 1000 milljónir
Einn ajóðurinn enn fjárvana:
^ v v XC
Einn sjóSurinn enn fjananin < ^¥n”addld lón
1200-1400mfe45,v^-t,r^ÆaLÍM
vantar 1 Fis-
Ilvers ^ . jskuldir Álafoss aíS
kreppuraðstatmH„Uaas\ 500 s
“sVlórosKYlsto"
Álafoss reyotoj
fSSsaó:
ígóðœri
Rœtt við\
fnaólf Jónssoni
nálgast 500jp*J^** «•
_ forstjóri dregur úr fromleiíslu
deildum nema spuraivcrksRirðj^
horðorður I gognrýni
S.W
urinnaðtæmast Éaðak _aiarl002_
Nokkrar strandfyrirsagnir úr Morgunblaðinu og Vfsi.
Tölur um landflóttann af völdum „viðreisnar
JS
Nær 300 manns fóru
til Ástralíu
Morgunblaðið er búið að
vera í trylltum árásarham
siðustu daga og uppsláttar-
fréttir á baksíðu átt að
sanna almenningi að allt sé
að sigla í strand, hér sé allt
í kalda koli — við blasi
gjaldþrot vinstri stjórnar.
Svo langt hafa Sjálfstæðis-
menn gengið í þvi að lýsa
gjaldþrotum, að nú þegar
er málgagn þeirra búið að
fá yfir sig málsókn, eða
Raunveruleg
gjaldeyrisstaða:
Heldur
betri en
í fyrra
Gjaldeyrisvarasjóöur lands-
manna stóð i 3.738 miljónum
króna í aprillok si., og hafði
hann minnkað á einu ári um
2.500 miljónir. A sama tíma
var verðmæti útflutnings-
birgða 8.131 miljón króna, og
höfðu þær aukist á réttu ári
um 3.200 miljónir. Raunveru-
leg staða i gjaldeyrismálum
hafði þvi batnað um 700
miljónir frá aprillokum 1973 til
sama tima i ár.
Þjóðviljinn hefur nýlega birt
upplýsingar um gjaldeyris-
stöðu bankanna eins og þau
mál eru lögð fyrir i Hagtölum
mánaðarins.
Otstreymi gjaldeyris úr
bönkum er mikið vegna
óvenju mikils innflutnings, en
þar á móti aukast birgðir af
útflutningsvörum mjög veru-
lega.
Þá er rétt að hafa i huga
hinn mikla bilainnflutning
sem nú slær öll met á sama
tima sem bilakaup dragast
saman hjá öðrum þjóðum. A
fyrstu f jórum mánuðum þessa
árs voru 4.600 bilar fluttir inn i
landið, 3.100 bílum fleira en á
sama tima i fyrra.
Hækkanir á oliuvörum eru
við að setja gjaldeyrismál
margra landa úr skorðum,
eins og fram hefur komið i
fréttum erlendis frá að undan-
förnu. Þessar verðhækkanir
iþyngja innflutningi okkar Is-
lendinga einnig mjög mikið. í
mánuðunum janúar-mai var
verðmæti oliu og bensins, sem
til landsins var keypt, 2.121
miljón króna, en á sama tima i
fyrra nam sá innflutningur 605
miljónum króna. En magnið
sem nú er flutt inn er aðeins
10% meira en I fyrra.
hj-
eins og Vísir orðar það
„Rannsóknarlögreglan sér
um fyrsta stig málsins"
En hvað veldur þessum
bægslagangi? Skýringin er ofur
einföld. Sjálfstæðismenn eru
orðnir svo sannfærir um að kom-
ast i stjórnaraðstöðu, einir eða
með framsókn eða krötum, að
þeim þykir vissara að mála
ástandið nógu svart til að réttlæta
afturhaldsaðgerðir þ.e. samdrátt
og kjaraskerðingar að kosningum
loknum. Alveg eins og 1958 mála
þeir fjandann á vegginn og gripa
siðan til „viðreisnaraðgerða” —
gengisfellinga, afnámsvisitölu,
og hindra siðan mótaðgerðír
verkalýðssamtakanna með
breytingum á vinnulöggjöfinni er
hindri verkafólk i að nýta verk-
fallsvopnið, i stað allt lagt i
gerðardóm eins og frmvarp
ihaldsins á alþingi i vetur boðaði.
En hvað um „galtómu
sjóðina”?
Tölur Morgunblaðsins eru
þannig fengnar að þeir leggja
saman upphæð allra lánsum-
sókna hvernig sem umsóknirnar
eru, draga siðan frá þá upphæð
sem kemur út úr samanlögðum
afgreiddum umsóknum i Fjár-
festingalánasjóði og segja svo:
Útkoman — þetta vantar. Sjálfir
voru þeir hins vegar á móti þvi aö
vandi fjárfestingalánasjóðanna
yrði leystur á þingi i vetur. Alltaf
hefur þurft að afla fjár eftir ýms-
um leiðum í þessa sjóði og það
gengið misjafnlega vel. Fjár-
þröng þeirra er ekkert nýmæli.
En hvernig mun ihaldið leysa
vanda fjárfestingasjóðanna?
Þeirri spurningu hafa þeir ekki
fengist tii að svara.
Hvað gjaldeyrisvarasjóðinn
snertir, þá er þeirri spurningu
svarað annars staðar i blaðinu.
Þeir gleymdu helmingnum i þvi
dæmi, þ.e. að reikna með verð-
mæti þeirra útflutningsbirgða
sem eru i landinu, og ef það væri
reiknað með þá kæmi i ljós, að
gjaldeyrisstaða landsins hefur
heldur batnað á þessu ári. Þannig
er „reikningssnilli” þessara
Morgunblaðsmanna.
Vart er fjármálastjórn þeirra
treystandi, þegar útreikningar
þeirra standast ekki og „kolleg-
ar” þeirra á Visi búnir að hlaupa
þannig á sig, að rannsóknarlög-
reglan er komin i málið!
Rússar
reiðubúnir
MOSKVU 14/6 — Leónid
Bresjnéf, leiðtogi sovéska
kommúnistaflokksins, sagði i dag
að Sovétrikin væru reiðubúin að
gera samning við Bandarikin um
takmörkun á tilraunakjarnorku-
sprengingum neðanjarðar, og
yrði miðað við það i samningum
að þessar sprengingar yrðu með
timanum stöðvaðar með öllu.
Brésjnéf kvaðst einnig mjög
hlynntur þvi að risaveldin tak-
mörkuðu annan vigbúnað sinn
eins og mögulegt væri.
suður
Á árunum 1968 til 1970
fluttu samtals 288 is-
lendingar búferlum til
Ástralíu. Þeir flúðu at-
vinnuleysi og eymd „við-
reisnarinnar". Nú hefur á
annað hundrað þeirra
snúið heim, og aðeins á ár-
inu 1972 f luttist 53 ís-
lendingingum fleira heim
frá Ástralfu en fóru út
þangað. Á fjórum árum,
1968-71, töpuðust landinu
2.700 íslenskir ríkisborgar-
ar sem fluttu búferlum til
útlanda, en á árinu 1972
bættust landinu samtals
160 íslenskir flóttamenn.
Þessar tölur eru sóttar I Hag-
tiðindi, og verða þær ekki með
nokkru móti rengdar. Þær eru i
sjálfu sér afar skilmerkilegur
áfellisdómur yfir „viðreisninni”
og hagstjórn hennar, og að sama
skapi eru þær góður vitnisburður
um ávinninga vinstri stjórnar.
Fólkið flúði „viðreisn”, en það
sækir heim til vins.tri stjórnar.
En ekki aðeins islenskir rikis-
borgarar flytja búferlum milli Is-
lands og útlanda, heldur einnig
erlendir menn. Sé með þeim
reiknað (Islendingar og út-
lendingar saman), þá litur dæmið
svona út:
Arið 1972kemur 431 maður inn i
landið til búsetu umfram það sem
flyst út. Þetta er I fyrsta skipti
um margra ára skeið sem þessi
jöfnuður er hagstæður.
A árinu 1971 fara 172 fleiri til út-
landa, en koma frá útlöndum. A
árunum 1966-70 fara að meðaltali
650 fleiri út en inn koma á hverju
ári. Næstu 5 árin þar á undan,
sem einnig voru „viðreisnarár”
var nettótapið 212 manns á árinu.
A árunum 1955-60 gætti áhrifa
vinstri stjórnarinnar fyrri þvi að
þá var útstreymið aðeins 25
manns umfram innkomið i 5 ár
samfleytt. hj —
Skiptimiðar gilda líka í Kópavogsstrœtisvagnana Borgarráð hefur samþykkt skiptimiðakerfi fyrirtækj- samkvæmt tillögum Strætis- anna. Geta þá þeir sem koma vagna Reykjavikur og úr Kópavogi haldið áfram ferð Strætisvagna Kópavogs, að sinni innanbæjar i Reykjavik upp verði tekið til reynslu til á sama miðanum og öfugt. næstu áramóta gagnkvæmt