Þjóðviljinn - 09.07.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Side 5
Þriðjudagur 9. júli 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Atvinna Laust embætti, er forseti Islands veitir Prófessorsembætti I haffræöi við verkfræöi- og raunvís- indadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar með um- sóknarfresti til 31. júll n.k. Fyrirhugaðar kennslugreinar eru almenn haffræði og hafeðlisfræði eða hafefnafræði. Prófessornum er jafnframt ætlað að vinna að sjófræðileg- um rannsóknum á vegum háskóiáns I náinni samvinnu við Hafrannsóknastofnunina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendum um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Auglýsing um embættið er hér með birt að nýju vegna misritunar I fyrri auglýsingu, dags. 1. júll 1974, þar sem stóð ..sjóefnafræðilegum rannsóknum” I stað „sjófræði- legum rannsóknum”. Menntamálaráðuneytið, 4. júli 1974. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍTALI FóSTRA óskast til að anna st dag- heimili fyrir börn starfsfólks. Upp- lýsingar veitir forstöðukona, simi 42800. HJÚRKUNARKONUR óskast á nætur- og dagvaktir, til afleysinga og i fast starf. Vinna hluta úr starfi kemur til greina. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á hinar ýmsu deildir. Vinna hluta úr starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir forstöðukona, simi 42800. ÞVOTTAHÚS RÍKISSPÍTAL- ANNA ÞVOTTAMAÐUR óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir for- stöðukona. Simi 81714. SAUMAKONUR óskast til afleys- inga og i fast starf. Upplýsingar veitir yfirsaumakona, simi 81714. LANDSPÍTALINN RÖNTGENTÆKJAEFTIRLITS- MAÐUR óskast til starfa hjá eðlis- fræði og tæknideild. Starfið er fólg- ið i eftirliti og viðhaldi röntgen- tækja utan Reykjavikur. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður deild- arinnar, simi 24160. RÖNTGENTÆKNAR óskast til starfa við röntgendeild spitalans. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir yfir- hjúkrunarkona deildarinnar. Simi 19504. STARFSSTÚLKUR óskast til af- leysinga i sumar og i fast starf til ræstinga. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir ræstingastjóri, simi 24160. Reykjavik 5. júli, 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Lendir Sojus-14 í sjónum? Þaö kom fram I útvarpsviötali viö geimfarana Pavel Popovítsj flugstjóra og Júri Artjúkhfn verkfræð- ing, að skip þeirra Sojús—14, er hiö fyrsta I sovéskri geimferöasögu, sem getur lent á sjó. Bendir þetta tii þess, að ferð þeirra og starf I rannsóknarstööinni sé m.a. liður að undirbúningi sameiginlegs geim- flugs með Bandarikjamönnum, sem ávallt lenda á sjó. Ferðin hefur gengið aðóskum, en á föstudag var Sojus—14 tengdur við Saljút—3. Myndin (frá APN) sýnir þá Popivitsj og Artjúkhln I geimklefanum. Málningarstríð í gangi: Á hvaða verði ber að selja málningu? Sérkennilegt stríð virðist vera haf ið um það, hvernig og hverjir eigi að selja eina helstu neysluvöru lands- manna, málningu. Málningarverksmiðjur hafa i sivaxandi mæli afgreitt beint til Sláttur að hefjast Sláttur er að hef jast i Köldu- kinn, að þvi er Þórarinn Har- aldsson i Laufási sagði okkur i gær. Þar til um helgina hafa verið óþurrkar þar nyrðra, en gott var og þurrt um helgina. t gær var farið að slita úr hon- um, sunnan andvari, og spáð rigningu með kvöldinu. viðskiptavina á heildsöluverði, en áður fyrr munu sllkar úttektir hafa takmarkast við málara- meistara og svo kaupmenn að sjálfsögðu. Kaupmenn eru á hinn bóginn argir yfir þvl að missa spón úr aski sinum. Hafa viö- brögð þeirra komið fram m.a. I þvi, að byggingarvöruverslun ein I Breiðholti er farin að selja málningu á heildsöluverði — hvort sem það er nú til að losa sig við birgðir eða I skæruhernaði gegn verksmiðjunum. I sambandi við mál þetta koma upp ýmsar spurningar: Neytend- ur gætu sótt I það röksemd fyrir því, að milliliðir séu of margir I viðskiptum eða jafnvel óþarfir I ýmsum greinum. Fjármálaráðu- neytið gæti velt fyrir sér dæmi þessu út frá áhuga sinum á fullum söluskatti af vöru, og þar fram eftir götum. KENNARAR Kennari óskast að barnaskóla Ólafsfjarð- ar Æskileg kennsla 6 ára barna. Umsókn- arfrestur til 31. júli. Fræðsluráð Ólafsfjarðar. Um 3 þúsund manns á þjóðhátíð á Svarts- engi við Grindavík Um 3 þúsund manns sóttu úti- hátlð þjóðhátiðanefnda sveitarfé- laganna á Suöurnesjum, en hún var haldin á Svartsengi við Grindavik um helgina. Fram- kvæmdastjóri þjóðhátiðarinnar, Hólmbert Friðjónsson, sagði, að hún hefði tekist vel I hvivetna. Árni Þorgrlmsson setti hátiðina með ræðu, en kynnir var Helgi Hólm. Messa var sungin á Svarts- engi, og sáu sóknarprestar Suður- nesjabyggðanna um hana, en blandaður kvennakór af svæöinu söng. Að lokinni messu söng Karlakór Keflavíkur, og einsöng með honum söng Haukur Þórðar- son. Kristinn Reyr Pétursson las frumsamið þjóðhátlðarljóð, og Helgi Skúlason las upp. Að þessum dagskrárliðum tæmdum var kaffihlé, og voru kaffiveitingar i Festi I Grindavlk. Að loknu kaffihléi léku Hljómar. Að leik þeirra loknum sýndi hóp- ur frá ungmennafélaginu Vik- verjum glimu, og þvi næst léku Hljómar aftur. A laugardags- og sunnudags- kvöld voru dansleikur I Festi i Grindavik og Stapa i Njarðvikum og léku þar sitt hvort kvöldið á hvorum stað, Hljómar og Stuðla- trió. Framkvæmdastjóri Þjóöhátið- arinnar, Hólmbert Friðjónsson, sagði, að óvist væri hvort ein- hverjar tekjur yröu af hátiðar- höldunum. Auk kostnaðar við skemmtanahaldið þurfti aö leggja I hálfrar miljónar til einn- ar miljónar króna kostnað vegna hreinsunar og nýsmiði á Svarts- engissvæöinu. Eins og áður segir voru það sveitarfélögin á Suðurnesjum sunnan Straums sem að hátiðinni stóðu. Er ætlun þeirra að gefa umframfé, ef verður til liknar- mála, en verði halli af hátiðinni þegar upp er staðið mun hann greiddur af sveitarfélögunum eft- ir höfðatölu ibúa. -úþ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.