Þjóðviljinn - 09.07.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriPjudagur 9. júll 1974 af erlendum vettvangí Næsta vígbúnaöarkapphlaup Bandarisk flugvélamóöurskip eru þung á metum i tafli flotans um miklar fjárveitingar og slðan yfirráö yfir siglingaleióum I þriója heiminum. Orustan um ”Dicgo Garcia” er aóeins byrjunin. Fjölmörg ríki við Indlandshaf hafa barist fyrir friðlýsingu þess. Bandaríkin eru á öðru máli hefst Bandariski flotinn teflir nú þá skák á Indlandshafi, sem vel gæti leitt Banda- rikin inn í vígbúnaðar- kapphlaup, sem gæti orðið miklu umfangsmeira og dýrara en eldflaugakapp- hlaupið við Sovétmenn á sl. áratug. Nýlega hefur varnarmálaráðu- neytið bandariska beðið þingið um 29 miljónir dala til að stækka bandariska bækistöð á Diego Garica, örsmárri eyju um 2000 km fyrir sunnan Indland. Um er að ræða fjárveitingar til að lengja flugbraut eyjarinnar i 3700 metra svo að B52 sprengjuflugvélar geti lent þar, og til að bæta höfn eyjar- innar svo að þar geti flugvéla- móðurskip athafnað sig. En það sem i raun er um teflt er eins risavaxið og Diego Garcia er litil. Spurt er að þvi, hvort banda- riski flotinn, sem þegar er rikj- andi deild bandarisks herstyrks, geti með þessari fjárveitingu haf- ið vigbúnaðarkapphlaup, sem kosta mundi tiu miljarði dala — og miðaði að eftirliti með þýðing- armestu oliuflutningaleiðum heims. Ný stefna Það er ekki nýtt að flotinn hafi hug á Indlandshafi. Þegar árið 1967, löngu fyrir „oliukreppu”, höföu sérfræðingar innan hans lagt fram drög að „herstjórnar- list á suðurhveli jarðar”, en þar er að finna ýmis þau hráefni, sem iðnaður Japans, Vestur-Evrópu og Bandarfkjanna má sist vera án. Þessi þróun fól i sér hægfara uppbyggingu flotans á Indlands- hafi. Með það fyrir augum, aö undirbúa ekki aðeins sameigin- leg afskipti bandariska flotans og hersins af striði, svipuðu þvi, sem háð var i Vietnam, heldur að taka undir sitt eftirlit sjóflutningaleið- ir i hlutum þriðja heimsins. Víetnam tafði Vietnamstriöið kom lengi i veg fyrir, að þeir, sem aðhylltust „suðurhvelsstefnu”, færu með sigur innan flotans. En eftir þvi sem dró úr hernað- arumsvifum USA i Vletnam, tóku herfræðingar flotans aftur að horfa til suðurs i rikari mæli. Þegar Indverjar og Pakistanir börðust 1971, var bandarisk. flota- sveit með flugvélamóðurskipi allt i einu send inn á Indlandshaf, og Sjöundi flotinn (Kyrrahafsflot- inn) fékk umdæmi sitt stækkað sem þvi svaraði. Engu að siður var hin opinbera stefna óbreytt. Indlandshaf átti að vera mjög neðarlega á verkefnaskrá flotans. í byrjun 1973 gekk Laird varnar- málaráðherra svo langt, að skrifa ýmsum máttarstólpum flotans bréf, þar sem hann bað þá að halda Indlandshafi utan við opin- berar kappræður i Bandarikjun- um. Og sagt var, að bandariskir embættismenn hefðu lofað rússn- eskum kollegum þvi undir fjögur augu, að þeir mundu ekki gera neitt það á þvi hafi, sem leitt gæti til vigbúnaðarkapphlaups milli risaveldanna þar. En þessu loforði var slátrað eft- ir striðið I Miðjarðarhafsbotni i fyrrahaust. 30. nóv. var tilkynnt, að flugvélaskipið Hancock hefði siglt inn á Indlandshaf og siðan þá hefur bandarfsk flotadeild með flugvélamóðurskipi svo til stöð- ugt verið þar. Þarna hafði orðið á stefnubreyting. Hvers konar skip? Bandariski flotinn hafði undir forystu Zumwalts aðmiráls, sem nú er að láta af störfum, tryggt sér bróðurpartinn af fjárveiting- um til hermála. En þrátt fyrir aukinn fjáraustur, hafa upphæð- irnar ekki nægt til að greiða þann stjarnfræöilega kostnað sem hin nýju vopnakerfi krefjast. Þvi reyndi Zumwalt að mæta vandan- um með þvi að breyta flotanum og byggja hraöskreiðari, smærri og ódýrari skip. í samræmi við þetta samþykkti flotinn með semingi, að 1980 skyldi flugvélamóðurskipum hans fækkað úr 15 I 12 (að með- töldum þeim nýju, sem verið er að smiða, og kosta miljarð dala stykkið). En nú virðist sem flot- inn sé að reyna aö fá ákvörðun Zumwalts breytt undir forystu hins nýja yfirmanns sins, Hollo- ways, sem áður stjórnaði Enter- prise, kjarnorkuknúnu flugvéla- móöurskipi. Ef fiotinn getur feng- ið þingiö til að byggja mikil mannvirki á Diego Garcia, væri hann kominn langt með að festa flotadeild með flugvélamóður- skipi á Indlandshafi. Eins og Zumwalt hafði á sinum tima bent á, mundi þetta þýða, að ekki væri hægt að halda uppi þeim umsvifum á Indlandshafi með þeim fjölda flugvélamóður- skipa, sem Bandarikin ætluðu sér að reka um 1980. Að óbreyttum flotastyrk á Miðjarðarhafi og Kyrrahafi þýðir rekstur flugvéla- móðurskips á Indlandshafi, að afturkölluð sé fyrri ákvörðun um fækkun flugvélamóðurskipa. Risaf járhæðir Þess I stað munu Bandarikin byggja ný flugvélamóðurskip á næsta áratug. Kjarnorkuknúið flugvélaskip kostar nú um 3 miljarði dollara með flugvélum og fylgiskipum, og er þá ekki tekið tillit til vænt- anlegra verðhækkana. Og þar eð skv. útreikningum flotans er þörf á tveim flugvélaskipum til að styðja við bakið á þvi skipi, sem er I „virkri þjónustu”, mun kostnaðurinn við að reka flug- vélamóðurskip á Indlandshafi fara upp i tiu miljarði dollara eða meira. (Menn skilja fyrst hvað þetta þýðir ef á það er bent, að lagt er til að her, floti og flugher fái samtals 99 miljaröi dollara á fjárlögum næsta ár, en það væri samt algjört met.) Þegar i fyrra samþykkti bandariska þingið hina umfangs- miklu áætlun flotans um að smiða flota af „Trident”-kafbátum, og kostar hver þeirra miljarð doll- ara. „Skærufloti” sá með freigát- um, vængbátum og öðrum léttum skipum, sem Zumwalt átti hug- mynd að, mun einnig verða smið- aður. Þvi mun ný áætlun um efl- ingu flugvélamóðurskipaflotans gera flotanum kleift að sölsa und- ir sig bróðurpartinn af hernaðar- útgjöldum landsins. Það mun gera að veruleika ,,draum”Zum- walts um 50 miljarði dollara til nýsmiði á herskipum að veru- leika. Var einhver að tala um bruðl i sveltandi heimi? Hin sovéska skelfing Eins og áður halda talsmenn flotans mjög á lofti hættunni af hinum sovéska flota. (Einn þeirra hefur undir rós kallað sovéska flotann helstu tekjulind hins bandarlska.) Mánuðum saman hefur verið hamraö á, að Rússar hafi „þrengt sér” inn á Indlands- haf. Rússar hafa herskip á þessu svæði, en samt benda likur til að það séu fá svæði þar sem þeir sið- ur vildu lenda i andstöðu við bandariskt flotaveldi, enda væru þeir illa settir i þeim efnum frá byrjun. Enginn vafi er á, að Sovétrikin láta kjarnorkukafbáta sveima um á svæðinu, eins og Bandarikin gera. En þar skilur á milli, að So- vétrikin hafa engin flugvélamóð- urskip, engar flugsveitir á eftir- litsflugi, engar landgöngusveitir, sem um munar, og aðflutnings- leiðir þeirra eru alla leið til Vladi- vostok við Japanshaf eða þá Svartahafshafna. Sovéskar bækistöðvar? Rússar hafa engar flotastöðvar við Indlandshaf, enda þótt tals- menn bandariska flotans bendi á þrjú svæði, þar sem þeir telja vera um að ræða verulega fram- sókn sovéskra: Indland, Berbera i Sómaliu við innsiglinguna til Rauðahafs og Umm Kasr i Irak. Indverjar hafa aldrei boðið So- vétrikjunum nein flotastöðvafrið- indi, þrátt fyrir mikla sovéska hernaðaraðstoð til þeirra, og koma eins fram við þau og Bandarikin i þessum efnum. Umm Kasr er ofnotuð höfn, sem sovéskir tundurspillar heim- sækja öðru hverju — en aðeins með sérstöku leyfi íraksstjórnar I hvert skipti. Berbera er litt útbúin bækistöð en þar er djúp höfn. Þetta er eini staðurinn á Indlandshafi, sem so- véskir tundurspillar hafa nokk- urnveginn frjálsan aðgang að. Allsstaðar annarsstaðar hafa þeir ekki rétt til annars en varpa akk- erum. Ekkert af þessu getur vakið upp sérlega skelfilega mynd af so- vésku flotaveldi á Indlandshafi. I skýrslu frá bandarisku leyniþjón- ustunni, CIA, um svæðið segir, aö Sovétmenn vildu helst draga úr nærveru sinni þarna, en séu nú smeykir við, hverju bandariski flotinn kunni að taka upp á. Þessa skýrslu hefur greinarhöfundur barið augum. Forræði Bandaríkjanna Talsmenn bandariska flotans segja nú, að diplómatiskt frum- kvæði Kissingers i Egyptalandi, en hann lætur bandariska flotann vinna i að opna Súesskurð, sé mikill ávinningur fyrir sovéska, vegna þess að með opnun skurð- arins muni siglingaleið flota þeirra frá Svartahafi til Indlands- hafs styttast að miklum mun. En i raun er opnun skurðarins liður i þvi tafli, að fá stuðning á þingi við þá flotaforingja, sem vilja hreiðra um sig á Indlands- hafi. Og auk þess er opnun skurð- arins i sjálfu sér litilvæg áhætta, það tekur ár aö opna hann én Bandarikjamenn gætu lika lokað honum á einum degi ef þurfa þætti. 1 raun er ekki nema eitt stór- veldi, sem i dag getur rofið þær siglingaleiðir, sem mikill hluti af oliuflutningum heimsfer um. Það eru Bandarikin, en floti þeirra er nú á góðum vegi með að ná fullum yfirráðum á Indlandshafi. Ef það tekst, mun Bandarikjastjórn ekki aðeins getað haldið andstæðing- um sinum i gislinu, heldur og iðn- væddum og oliuþurfandi banda- mönnum sinum eins og Vestur- Evrópu og Japan. (Byggt á grein frá Pacific News Service eftir Tom Engelhardt.) Innan skamms birtum við aðra grein, þar sem skýrt er frá viö- leitni til að koma á nýju, en óformlegu hernaðarbandalagi við Indlandshaf undir bandariskri forystu. Einn aðila er Suður- Afrika.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.