Þjóðviljinn - 09.07.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Qupperneq 7
Þriöjudagur 9. júli 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Endurminningar Pablo Neruda Annar hluti 1 fyrsta hluta endurminninga þeirra, sem Pablo Neruda skrifaði fársjúkur siðustu dagana sem hann lifði, fjallaði hann um baráttu sina fyrir rétti námu- manna er hann var kosinn þingmaður kommúnista undir lok striðsins. 1 þessum kafla vikur Neruda að atburðum, sem eru miklu nær i tima og leiddu til þess að vinur hans, Salvador Allende, var kosinn forseti. HVAÐ EF ÉG YRÐIALLT í EINU KOSINN FORSETI? Ég var næstum allt árið 1969 á Isla Negra. A morgnana kemur aðfalliö eins og verið sé að hnoða óendanlega mikið af deigi. Og brimlöðrið reið þessu mikla deigi sem lyfst hafði tir isköldum djtip- um. Á veturna er sjórinn kyrrlátur og hulinn þoku. Þokan blandast reyknum tir arni okkar, sem við aldrei koma i staðinn fyrir aö skrifa. A einu ári fylli ég nokkrar minniskompur. Þær liggja á við og dreif heima hjá mér þessar minniskompur, saumaðar saman með grænum þræði kvæða minna. Ég hefi fyllt margar slikar og margar þeirra hafa orðið að bók- um, tekið hamskiptum frá hvild Forsetaframboð Morgun einn árið 1970 heim- sóttu mig á Isla Negra aðalritari flokks mins og nokkrir félagar aðrir. Þeir lögöu til, að ég byði mig fram til forseta. Þeir ætluðu að leggja þetta framboð fyrir þá sex flokka, sem áttu aðild aö Ein- Stormsveipur Samt sem áður var eins og stormsveipur færi um landið, þegar tilkynnt var um framboð mitt morguninn eftir. Ég var alls- staðar boðinn og velkominn. Mót- tökur þtisunda manna, sem föðm- uðu mig að sér, kysstu mig og augað eygði og meira að segja upp eftir trjánum. Ég þekkti frambjóðandann. Þrisvar áður hafði ég ferðast með honum með ljóðalestri og ræðuhöldum á ferðum hans um þetta mikla land. Þrisvar sinnum hafðihann, með sex ára millibili, barist i forsetaksoningum af dæmafárri harðfylgni. Hann sigr- Strið við ströndina, hinar fullkomnu fylkingar farfuglanna.... AUende var gjörsamlega óþreytandi. Aðrir gátu ekki fylgt honum eftir. kveikjum upp I á degi hverjum. Hvítur sandurinn á ströndinni magnar einmanaleika þessa staðar — það er sem jörðin sé enn óbyggð. En ekki skuluö þið samt halda, að ég kunni illa við manna- ferð á sumrin. Ég dáist að stúlk- unum, sem hópast saman á ströndinni þegar vorar, og mönn- um og börnum, sem ganga hressilega i sjóinn og reyna að hlaupa undan öldunni á leiö inn. Þau halda áfram ævafornum dansi mannsins á strönd hafsins, sem kannski er fyrsti dansinn sem hann steig.... Frá lirfu til fiðrildis Fréttamenn eru alltaf að spyrja mig hvað ég sé að skrifa eða gera. Ég er alltaf jan hissa á þessari yf- irborðslegu spurningu. Þvi ég er reyndar alltaf að gera eitt og hið sama. Ég hefi aldrei hætt. Það var ekki fyrr en ég haföi ort lengi að ég vissi aö það sem ég var að gera var kallað skáldskap- ur. Ég hefi aldrei haft sérstakan áhuga á nöfnum og einkunnum sem má festa við hlutina. Ég er að farast tir leiðindum þegar rætt er um fagurfræði. Ég vil ekki draga tir verðleikum þeirra sem fjalla um þessa fræðigrein. En ég erbláttáfram svoóralangt frá þvi að skrá fæðingar og dauðsföll i bækur um skapandi bókmenntir. Rannsókn á þvi aö skrifa, hve þýðingarmikil sem hún er, má til hreyfingar, frá lirfu til fiðrildis. Stjórnmálagnýr sleit mig aftur frá starfi i einsemd. Ég sneri aft- ur til fjöldans. Einvera skálds Fólkið hefur alltaf kennt mér að lifa. Stundum hefi ég nálgast al- þýöu manna með þeirri feimni, sem er skáldum eiginleg, með blygðunarkennd hins hlédræga. En þegar ég er meðal fólks breyt- istég. Þvi ég er, þegar allt kemur til alls, ekki annað en ögn af þessu efni, laufblað á hinu mikla tré mannkynsins. Eitt helst skylduverk skálds i dag er að kunna að meta einveru og um leið finna sig eiga heima meðal fólksins. Einveran hefur auðgað lif mitt, með þvi að sýna mér þá orustu sem öldurnar heyja þegar þær brotna við strönd Chile. Strið öldunnar við strönd- ina, klettar sem vatn grefur und- an, fjölbreytni lifsins i hafinu fullkomnar fylkingar farfugla — allt þetta hefur heillað mig. En hin miklu sjávarföll mann- lifsins hafa kennt mér miklu meira, sti bliða sem ég hefi séð i hundruðum augna sem horfðu á mig i einu. Ef til vill er það ekki öllum skáldum gefið að skilja þetta. En þeir, sem það gera, munu ávallt rækta þessa kennd i hjörtum sinum, bera hana fram i bókum sinum. ingarfylkingu alþýöu. Frá öllu hafði veriö gengið — stefnuskrá, forgangsverkefnum nýrrar stjórnar o.s.frv. En hver þessara flokka hafði sinn frambjóðanda, sem þeir héldu fast við. Við kommtinistar vorum þeir einu, sem ekki höfðum tilnefnt forseta- efni, þvi við ætluðum að styðja einn sameiginlegan frambjóð- anda fyrir alþýðufylkinguna. En timinn leið og ekki tókst að sam- einast um slikan frambjóðanda. Þessu mátti ekki halda áfram. Hægriflokkarnir höfðu valið sér frambjóðendur og voru að fá for- skot I kosningabaráttunni. Eina leiðin til að flýta fyrir ein- ingu vinstri afla var sú, að kommúnistar tilnefndu sinn mann. Ég tók uppástungu flokks- ins, en við lögðum sérstaka áherslu á, að við værum sem fyrr reiðubúnir til að styðja sameigin- legan frambjóöanda vinstrisinna. Ef ekki næðist samstaða, varð mitt framboð að hafa áfram sinn gang. Þetta var djörf aðferð til aö láta aðra komast að samkomulagi. Þegar ég sagði félaga Corvalan, að ég mundi taka tilboði flokks- ins, var ég viss um, að þvl mundi verða tekið meö sama hætti, þeg- ar ég drægi mig til baka, en það hlaut að gerast. Það var óhugs- andi að hægt væri að ná sam- komulagi um kommúnistafram- bjóðanda. Allir þurftu á okkar stuðningi að halda, jafnvel ýmsir frambjóðendur Kristilegra demó- krata, en engum fannst hann þurfa að veita okkur stuðning. grétu, hrærðu mig að hjartarót- um. Fyrir tithverfabtia Santiago, fyrir kolanámumenn I Coquimbo, koparnámumenn eyðumerkur- innar, fyrir bændakonur, sem biðu með börn á handlegg klukku- stundum saman eftir mér, fyrir alla þá, sem lifðu i eymd á þessu langa landi alltfrá Bio Bio ánni til Magellansunds, fyrir þau öll las ég kvæði mln I tirhellisrigningum, á götum og þjóðvegum i ísköldum næðingi. Ég var sem nýr maður. Aheyr- endum fjölgaði með hverjum fundi. Ég var i senn yfir mig hrif- inn og áhyggjufullur. — Hvað mundi gerast ef ég nú allt i einu yrði kosinn forseti þessa óhemju- legasta, dramtiskasta, skuldug- asta og kannski erfiðasta lýðveld- isheims? Þar eru forsetar hafnir til skýjanna fyrsta mánuð i emb- ætti en sæta — með réttu eða röngu — hörðum ásökunum hina mánuðina 71 sem þeir sitja i embætti. Barist fyrir Allende Einn góðan veðurdag bárust svo þær ágætu fréttir, að Allende væri líklegur frambjóðandi allrar alþýðufylkingarinnar. Um leið og hinir ýmsu flokkar höfðu lagt blessun slna yfir framboð hans tilkynnti ég að ég drægi mig i hlé. Ég ávarpaöi mikinn fagnaðar- fund i garði einum. Allsstaöar var hafsjór af fólki, svo langt sem aði ekki fyrr en i fjórða sinn. Allende var þolmeiri en allir hans félagar. Hann gat sofnað hvenær sem vera skyldi. Stund- um vorum við t.d. að aka um endalaus, brennheit flæmi Norð- ur-Chile. Allende svaf eins og steinn titi i horni. Allt i einu sáum við framundan rauðan dil, og þegar við komum nær reyndust þar vera 15-20 manns i hóp, menn, konur og börn, sem veifuðu fán- um. Bifreiðin nam staðar, All- ende neri stýrurnar úr augum og gekk út i skært sólskinið til fundar við þennan litla hóp af syngjandi fólki. Hann gekk til þeirra, og söng með þeim þjóðsönginn. Sið- an talaði hann, skýrt og af ástriðu. Siðan gekk hann aftur til bifreiðarinnar og við héldum áfram eftir einum af endalausum vegum Chile. Allende sofnaði aft- ur fyrirhafnarlaust. Þetta mundi að likindum endurtaka sig eftir tuttugu minútur eða hálftima — hópur manna, fánarnir, söngur- inn, ræöan, og svo aftur hænu- blundur. Hann ávarpaði hundruð slikra hópa, steig úr bifreið inn i lest, af lest og upp I flugvél, tir flugvél á skip, af skipi á hestbak, lét aldrei bilbug á sér finna alla þessa erf- iðu mánuði. Samferðamenn hans voru úttaugaðir og gátu vart fylgt honum eftir. Og siðar, þegar All- ende var orðinn forseti Chile, var hann jafn virkur og óþreytandi. Framhald.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.