Þjóðviljinn - 09.07.1974, Síða 9
Þriðjudagur 9. júlt 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Tzr\
V-Þjóöverjar urðu
H EIMSM EISTARAR
Sigruðu Hollendinga 2:1 — Besti úrslitaleikur HM frá upphafi, segja fróðir menn
Það fór sem flestir spáðu, V-Þjóðverjar urðu
heimsmeistarar, hollenska liðið náði ekki að brjóta
niður þann sterka varnarmúr sem v-þýska liðið get-
ur sett upp hvenær sem það hefur forystu að verja.
Óskapleg gleði greip um sig i V-Þýskalandi þegar
úrslit leiksins voru kunn, en aðeins 80.000 manns
komust á ÓL-leikvanginn i Mtinchen til að sjá leik-
inn. Aðrir urðu að láta sér nægja að horfa á hann i
sjónvarpi eins og hundruð miljóna fólks varð að
gera. Dansað var á götum borga og bæja i
V-Þýskalandi allt sunnudagskvöldið og nóttina eftir
og sigrinum fagnað hvar sem var um landið. Hefur
vart önnur eins sigurgleði gripið um sig meðal fólks
i V-Þýskalandi og eftir þennan annan HM-sigur
V-Þjóðverja, en fyrst urðu þeir heimsmeistarar
1954 eftir 3:2 yfir Ungverjum sem frægt varð.
Gerd Muller, skoraði sigurmark-
ið.
Vogts
Winner.
Kremers
Beckenbauer
Sagt eftir leikinn
Mörkin 3 i leiknum komu öll i
fyrri hálfleik. Það fyrsta kom eft-
ir aðeins 57 sekUndur, og höföu
v-þýsku leikmennirnir þá aldrei
komið við boltann. Hollendingar
byrjuðu með hann, brunuðu upp,
og inn á vitateig V-Þjóðverja var
brotið á Cruyff og vitaspyrna
þegar dæmd. Það var hinn mark-
heppni Neesken sem skoraði úr
vitaspyrnunni, og hann sagði eftir
leikinn: — Ég hef aldrei á ævinni
veriö jafn taugaspenntur, það var
eins og fuglager væri I maganum
á mér —. En þrátt fyrir tauga-
spennuna skoraði hann örugg-
lega, 1:0, og það fór hrollur um
v-þýsku áhorfendurna.
V-Þjóðverjar jöfnuðu svo á 25.
minútu, og aftur var það vita-
spyrna. Það var bakvörðurinn
Paul Breitner sem skoraði Ur
vltaspyrnunni.
Svo var það tveim mlnUtum
fyrir leikhlé að markakóngurinn
Gerd Muller skoraði sigurmark
v-þýska liðsins meö þrumuskoti
sem hollenski markvörðurinn
Jongbloed átti ekki minnstu
möguleika á að verja.
Þrátt fyrir ákafa sókn I slðari
hálfleik tókst Hollendingum ekki
að jafna. Þýska vörnin var eins
og klettur og fyrir aftan hana
snillingurinn Sepp Maier i mark-
inu, og hann átti ekki hvað
minnstan þátt I þvi, að heims-
meistaratitillinn fór til V-Þjóð-
verja.
Þjóðverjarnir tóku snillinginn
Cruyff Ur umferð að kalla má I
fyrri hálfleik, en I þeim slðari dró
hann sig aftur og mataði félaga
sina, en þeim tókst aldrei að
brjóta þýska varnarmUrinn.
Hér fara svo á eftir nokkrar
staðreyndir Ur leiknum.
V-Þjóðarjar fengu 9 horn-
spyrnur, 1 viti, 17 aukaspyrnur, 1
gult kort, 7 skot á markið, 4 sem
ekki hittu.
Hollendingar fengu 11 horn-
spyrnur, 12 aukaspyrnur, 1 vlti, 3
gul kort, 10 skot á markið og 5
skot sem ekki hittu markiö.
Johan Cruyff
Ég er ergilegur yfir þvl, að
okkur skyldi ekki takast að
vinna leikinn, þar sem þetta
verður I slðasta sinn sem ég
tek þáttlHM. (Hér á hann við
að hann sé orðinn of gamall, 28
ára, til að taka oftar þátt I
HM) Þar fyrir utan langar
mig ekki til að vera með oftar,
sagði hann; að vera einangr-
aður frá fjölskyldu sinni I 7
vikur er óþolandi, og I HM
1978semfram fer I Argentinu
veröa það minnst 10 vikur,
sagði Cruyff.
Við lékum langt undir getu I
þessum leik, sagði Cruyff, og I
fyrri hálfleik vorum við hreint
eins og byrjendur. Berti
Vogts, sem vék ekki frá hon-
um I leiknum, væri góður leik-
maöur, en hann hefði leikið
mjög gróft.
JOHAN NEEKENS
Mér hefur aldrei liðið jafn
illa og þegar ég tók vltaspyrn-
una, enda hafði ég ekki enn
komið við boltann þegar ég
framkvæmdi hana. Og þegar
þýsku leikmennirnir hrópuðu
til Maiers hvar ég myndi
skjóta, varð ég að breyta til,
og þvi varð spyrnan svo slæm.
Ég er mjög sár yfir úrslitun-
um, en á morgun er allt
gleymt, og þá held ég til
Barcelona og byrja æfingar
með þvi félagi ásamt vini mln-
um Cruyff.
HöNESS
Að verða heimsmeistari,
Evrópumeistari og deildar-
meistari I Þýskalandi, allt á
sama árinu, er einum of mik-
ið. Ég vona bara að við rlsum
undir þeim kröfum, Sem nú
eru gerðar til okkar, og hafa
þær þó verið nógar fyrir, að
manni hefur fundist. Þegar
Maier varði skot Neekes I siö-
ari hálfleik bjargaði hann
sigrinum fyrir okkur að min-
um dómi. (Hér á Höness við
hörkuskot af stuttu færi sem
Maiers varði snilldarlega).
Schwarsenback Bonhoff
Vó\ " jÉ
Hoeness
Breitner
Heynckes
Höttges
Schön, þjálfari
IBV og Víkingur
deildu stigunum
Hætt er við að bæði Vest-
mannaeyingar og Víkingar
séu úr leik i toppbaráttunni
í 1. deild í ár eftir að liðin
deildu stigum i Vest-
mannaeyjum á laugardag-
inn var, leiknum lauk 1:1.
Eyjamenn hafa níú 8 stig
eftir 8 leiki og Víkingar 7
stig úr jafn mörgum leikj-
um. Hinsvegar taka þau
bæði þátt í baráttunni um
2. sætið og eru hvorugt
sloppin úr fallhættu enn
þá, og svo undarlegt sem
mönnum kann að finnast
Ódrepandi
sigurvilji
færöi FH-ingum dýrmætan sigur
yfir Blikunum, sem virtust áhugalausir
Það var hreint út sagt stórkost-
legt að sjá FH-inga i leiknum
gegn Breiðabliki á föstudaginn.
Sigurviljinn var ódrepandi og
þeir börðust allan leikinn á fullum
hraða, gáfu aldrei eftir, og það
var greinilegt þegar þeir yfirgáfu
völlinn að þrekið var gjörsamlega
búið. Allt hafði veriö lagt i sölurn-
ar, allir sem einn tóku þeir á öllu
sem til var, og dýrmætur sigur
varð uppskeran.
Engum blöðum er um það að
fletta að betra liðið sigraði i þess-
um leik, sem gerði að miklu leyti
út um vonir Blikanna á að endur-
heimta sæti sitt 11. deild. FH-ing-
ar léku af meiri styrkleika allan
leikinn, nema ef vera skyldi
fyrstu 10 minúturnar.
Einar Þórhallsson tók forystu
fyrir Breiðablik á 10. min. og
skoraði þá með skalla eftir auka-
spyrnu. Þá tóku Hafnfirðingar við
sér, settu á fullan hraða og
gleymdu öllum taugaóstyrk.
Gunnar Bjarnason jafnaði með
skallamarki á 15. min., og Logi
Ólafsson tók 2-1 forystu fyrir FH
er nokkuð var liðið á fyrri hálf-
leik.
I þeim siðari bætti hann öðru
marki við, og þrátt fyrir nokkra
pressu Blikanna i lokin héldust
þær tölur og úrslitin urðu 3-1 sigur
FH.
Breiðabliksliðið hefur ekki sýnt
gamla grimmdarsvipinn i sumar,
og I þessum leik var ekki hægt að
sjá að það væri að berjast fyrir 1.
deildarsæti. FH-ingar standa vel
að vígi eftir þennan sigur og eiga
það svo sannarlega skilið.
—gsp
það, þá eraðeins ÍA sloppið
úr fallhættunni. Tölfræði-
legur möguleiki er á falli
allra hinna liðanna.
Eyjamenn voru betri aðilinn I
fyrri hálfleik leiksins við Viking á
laugardag og skoruðu sitt mark i
fyrri hálfleik. Var það Óskar Val-
týsson sem það gerði á 20. mlnútu
og staðan I leikhléi þvi 1:0 Eyja-
mönnum I vil.
Vlkingarnir virtust lengi vel
ekki ætla að ná þvi að jafna, en
svo á 75. mínútu kom loks markið,
og var það hinn ungi og efnilegi
leikmaður óskar Tómasson sem
það skoraði, og fleiri urðu mörkin
ekki i leiknum.
Hefðu Eyjamenn unnið þennan
leik áttu þeir enn veika von um að
vinna titilinn eða i það minnsta að
fylgja Skagamönnum eitthvað
eftir, en nú skilja 5 stig á milli
þeirra og þvi ekki um það aö tala,
að Eyjamenn verði með I barátt-
unni. Von Vlkinga til að vera með
i baráttunni var lltil, þótt þeir
hefðu unnið leikinn, en með jafn-
tefli er hún endanlega úr sögunni.
Segja má að þeir hafi ekki borið
sitt barr slðan þeir töpuðu fyrir
IA á dögunum sem frægt er orðið.
Þau Urslit virðast hafa verið Vik-
ingunum sllkt áfall að þeir hafa
ekki unnið leik siöan.