Þjóðviljinn - 13.07.1974, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Qupperneq 5
*'♦,» í.'t ,VT << I lí.i^ I, .1 » '\f; l,r Laugardagur 13. júli 1974. ÞJÖE>VILJINN — SÉÐA 5 Verðlisti fyrir mannœtur Fjárfestu í sjálfri þér, fjárfestu í útliti þínu, skrifar kvennablaðið Vogue, í síðasta tölublaði, sérstöku hefti, sem helgað er hagkvæmri fjárfest- ingu. Slík afstaða á rauð- sokkatíð vekur að sjálf- sögðu upp hörð andmæli, eins og þau, sem fram koma í eftirfarandi um- sögn eftir Carin Nilsson. A siðari misserum hefur mikið verið um það skrifað, hvernig menn gætu komið sparifé sinu fyrir með sem arðbærustu móti. Sumir setja traust sitt á listaverk. Aðrir mæla með frimerkjum, forngripum eða demöntum. Boðskapur kvennablaðsins Vogue er sá, að konur eigi að treysta á fegurð. A það rétta út- lit. Þvi að með fegurð að beitu hafi þær möguleika á að fá karl á sinn öngul, karl, sem tryggir þægilegt lif i lúxus og allsnægtum og fyrst og fremst öryggi i ellinni. Hundskan i þessari afstöðu er vel falin undir hinum þykka glans- pappir ritsins. Þar stendur ekki svart á hvitu að tilgangur feg- urðarinnar sé karlmaðurinn, m.ö.o. liftryggingin. En öllum má vera ljóst hvað verið er að fara. Það er ekki sýnt fram á að hægt sé að gæða lifið merkingu með eigin starfi, með eigin ábyrgð, með eigin sköpun á einhverju sviði. Konurnar á myndunum gera ekkert við hendur sinar. Jú, má vera að þær láti sigarettu og kokteilglas vega salt i þeim. Með löngum klóm. Samkvæmt ritinu er það fullt starf að fjárfesta i sjálfri sér. Fætur, brjóst, mitti og mjaðmir eru svo og svo hátt skráð þessa vikuna, en siðan kemur blár blettur og þá falla hlutabréfin i verði... Sérhver hrukka táknar verð- fall. Þvi manneskjan hækkar ekki i verði með aldrinum eins og mubl- urnar, þvi miður. Aldurinn færist yfir og leiðir til þess, að konur verða að treysta æ meir á dýrar viðgerðir og klössun til að fegurð- in fari ekki allrar veraldar veg. Það er aðeins fjallað um ytra útlit. Ekki orð um innihaldið — um þekkingu sem heilinn hefur safnað, um reynslu, hlýju, ást, gáfur, húmor, imyndunarafl. Hér er ekki um annað að ræða en ytra borð kroppsins, húðina > hárið, tennurnar, neglurnar. Brotin nögl er stórslys i þessum undarlega heimi. Neglurnar eiga að vera langar, blóðrauðar, speg- ilfægðar og hvöss spjót, vopn i striðinu við þessar venjulegu grá- myglulegu manneskjur, sem halda uppi samkeppni með öðrum ráðum, sem ekki er hægt að kaupa. (Sjá ofangreindan lista um mannlega eiginleika.) Hár undir höndum og á fótum er einnig óhugsandi. Heil siða fjallar einungis um þetta megin- vandamál. Allt þetta likamastúss — kring- um húð og hár — gerir það að verkum að timaritið litur helst út fyrir að vera vörulisti fyrir mannætur. Þar eru heilsiðuauglýsingar i lit um krem og smyrsl , púður og ilmvötn , sem likjast mynd- um af bankahöllum, háhýsum og borgakortum j ilmvatnsflöskurn- ar skjóta upp turnum sinum eins og skýjakljúfar og dómkirkjur úr slipuðu gleri. Fegurðarlyf verða að lita út fyrir að vera sjaldgæf og dýr — þvi meiri sem f járfestingin er, þeim mun stærri er vinningur- inn. Það er, með öðrum orðum, hægt að kaupa hið rétta útlit. Vogue stillir þvi öllu upp sem til þarf (einmitt nú um stundir). Réttum fötum, gimsteinum, um- gerð. Réttri hárgreiðslu, förðun og mataræði, leikfimi og andlits- lyftingu. Réttum vitaminum, hor- rtiónum og heilsuræktarferðum .(á einhvern dýran fegurðarbú- garð). Framhald á bls. 13 Gagnsýrðir af pólitík JÓNAS KRISTJANSSON, rit- stjóri Visis, hefur stundað sér- staka varfærni i skrifum um þjóðfélagsmál. Hann hefur ver- ið tregur til að hætta sér út i djarfari staðhæfingar en til dæmis að ,,þvi meira fé sem menn hafa til umráða, þeim mun meiri likur eru fyrir þvi að þeir búi rúmt”, eins og segir i fræðiriti ritstjórans um borga- lif. En nú sýnist Jónas horfinn frá þessari einföldu stefnu, að minna okkur með stórum al- vörusvip á að hestarnir éti hey og hafra og Þjórsá falli til sjáv- ar. Hann tekur á sig rögg og segir að Þjóðviljinn sé sorp- blað, enda hafi hann farið ó- virðulegum orðum um VL-14. Þetta er þvi miður ekki frum- legt hjá Jónasi, þvl að Morgun- blaðið var komið með þessa niöurstöðu löngu áður en þeir Jónatan, Þorsteinn og Unnar fóru af stað. En engu að siður er ástæða til að óska ritstjóranum til hamingju með aukna snerpu i stil og sveiflu i hugsun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ var reyndar á sömu buxunum um daginn, á- kærandi Þjóðviljann um sorp- blaðamennsku á hálfri slðu. Satt að segja er fátt i þeirri grein sem ástæða væri til að nema staðar við. Þó skal nú fjallað lltillega um eitt atriði, sem lýsir mjög algengum fordómi. Al- þýðublaðinu finnst það sérstak- lega ámælisvert, að „öll skrif þess (Þjóðviljans) eru gagnsýrð af pólitiskum viðhorfum, einnig fréttaval og úrvinnsla fréttaefn- is”. Nú er það ekki nema rétt, að starfsmenn Þjóðviljans eru yfirleitt vel áhugasamir um stjórnmál og láta það gjarna i ljós; hvort það er vond eða góð blaöamennska, fer siöan eftir þvi hvernig á er haldið I hverju tilviki. En það er ekki þetta sem er athyglisvert. Heldur hitt, að Alþýöublaðið telur Þjóðviljann hafa sérstöðu að þvi er varðar fyrirferð pólitiskra viðhorfa og þessa fyrirferð um leið stórlega ámælisverða. NU MÆTTU MENN segja sem svo, að ekki sé kyn þótt Alþýðu- blaðið skrifi á þessa leið, svo mjög sem þetta málgagn Ai- þýöuflokksins hafi forðast stjórnmál, en þeim mun meira fengist við allskonar slúður, sem varla er ,,gagnsýrt” af neinu öðru en i besta falli við- horfum heldur misheppnaðrar sölumennsku. En slikur dómur væri að þvi leyti byggður á mis- skilningi, að,eins og áðurgreind ummæli Alþýðublaðsins, setur hann „pólitiskum viðhorfum” of þröngar skorður. Pólitisk afstaða hjá dagblaði kemur ekki barasta fram i þvi, að Þjóðviljinn birti miklu itar- legri frásagnir frá illvirkjum hægrisinna i Chile en önnur blöð, og hafi uppi vangaveltur um stéttaskiptingu og auðvald i bland við fréttir af landakaup- um austur i sveitum. Hver sá, sem tekur þátt i að setja saman dagblað i þessu landi sem öðr- um, er aðili að pólitiskum verknaði, sem kemur fyrst og fremst fram i efnisvali, i þeim áherslum sem i blaðinu eru lagðar. Þegar kratablöð hér á íslandi eða I Skandinaviu reyna að halda út samkeppnina með enn fyrirferðarmeiri og roku- legri slefusögum, af finu og frægu fólki, en „virtari” borg- arablöðum þykir taka að birta, með enn heimskulegri útlegg- ingum á karlmennsku og Messaggero þar, Moggi hér.... tengdamömmuvandamálum — þá er þetta meðal annars tákn og imynd þess, að þessi kratiska hreyfing hafi gefist upp fyrir umhverfinu. Gefist upp við að hafa eitthvað eigið mat á hlut- unum, halda fram eigin gildum. Og það skiptir þá ákaflega litlu máli, hvort blaðamennirnir sjálfir skilja þetta eða ekki. Hitt er verra, að þeir eru svo blindir, að þeir skilja ekki lengur, að það er lika pólitik þegar slúður- efni rekur á brott alvarlega fé- lagslega umræðu. Að það er pólitik að reyna að gera pólitik tortryggilega eins og gert er i ummælunum um Þjóðviljann. Pólitik, sem beinist meðvitað eða ómeðvitað að þvi, að ein- angra pólitik frá almenningi, næra hann á „brauði og sjón- leikjum” svo þeir trufli ekki þá sérfróðu á meðan: Gylfa og hans nóta. SVIPUÐ VIÐHORF til Þjóðvilj- ans koma oft fram i ýmislegum skrifum i Morgunblaðinu og reyndar viðar. Forsenda þeirra er reyndar næsta einföld. Hún er sú, að mönnum finnst ekkert ,,áróður”eða„pólitik”nema það sem kemur i bága við þeirra eigin hugmyndir, við þær hug- myndir sem viðurkenndar eru i umhverfinu. Það er næsta auð- velt að taka dæmi af barnabók- um. Yfirleitt hafa menn ekki tekið eftir þvi, að stórmikill hluti allra barnabóka er fullur með „áróður” fyrir kristnum strangtrúnaði, fyrir mjög ihaldssöm, patriarkölskum hugmyndum um húsbóndavald og hlutverk kvenna og barna i fjölskyldum, oft eru þessar bækur fullar af þjóðrembu og beinlinis stórhættulegum for- dómum um aðrar þjóðir, þá sem „öðruvisi” eru. Þessu taka menn ekki eftir af þeirri ein- földu ástæðu, að þeir eru vanir þessum viðhorfum, finnst þau einhverskonar partur af and- rúmsloftinu. En þegar Sviar taka sig til og búa til barnasögur sem gagnrýna beinlinis rikjandi ástand, hvort sem er i verk- smiðju eða á heimili, þá ætlar allt af göflum að ganga. Þá er verið að læða „pólitik” að aum- ingja börnunum. Svoleiðis má ekki. Verður þá stutt i frjáls- lyndi hins þögla meirihluta; það á að stinga þeim inn, sem fara með ljótt fyrir börnum. MORGUNBLAÐSMENN eru steigurlátari miklu en aðrir fjöl- miðlar. Þeir standast ekki reið- ari en ef þvi er fram haldið, að pólitisk viðhorf fari i þvi blaði út fyrir ieiðara, staksteina og Reykjavikurbréf, rétt eins og þeir hefðu verið vændir um að éta ömmu sina. Við erum hólf- aðir af, segja þeir. Þeir ganga margir hverjir með þá grillu. að þeir séu hinn fullkomni, óhlut- drægni upplýsingamiðill allra landsmanna, hlutlausir sagna- ritarar samtimans, einskonar marghöfða Snorri Sturluson með rafmagnsritvél. Hin glaða sjálfsánægja innan- kerfismanna gerir þá fullkom- lega blinda á það, hve ramm- pólitisk meðferð þeirra er til dæmis á einkaframtakinu svo- il§» laugardags kallaða, og er þá hversdagslegur fréttaflutningur „úr atvinnulif- inu” hreint ekki undan skilinn. Til gamans gæti ég minnt á það, að fyrir nokkrum árum fór ég yfir allt það sem Morgunblaðið skrifaði um bókmenntir og ut- anrikismál. Það reyndist eigin- lega lygilega auðvelt að sjá i greinum jafnt sem fréttum mjög ákveðna stefnu — og skiptir i þessu sambandi ekki höfuðmáli hvort hún var alveg meðvituð eða ekki. I bókmennt- um var stefnan einfaldlega sú, að flest eða allt það,sem telja mátti til alvarlegrar þjóðfélags- ádeilu I islenskum bókmennt- um, var gert tortryggilegt.au- virðilegt, misheppnað. 1 utan- rikismálum var stefnan i stór- um dráttum sú, að samkvæmt heildarmynd blaðsins var kúg- un mannfólksins staðsett fyrir austan tjald, þriðji heimurinn vanræktur nema þá sem vett- vangur fyrir kommúnisk véla- brögð og vandkvæði Vestur- landa fyrst og fremst rakinn til óhlýðni nokkurra aðila við Bandarikin. Og þannig mætti rekja sig áfram eftir fleiri efnis- þáttum. Þótt slikar skoðanir þurfi að endurtaka, bendir ekk- ert til þess að niðurstöður mundubreytast svoum munaði. Það breytir ekki miklu þótt Morgunblaðið gefi gaum nokkr- um bandariskum vandkvæðum eins og Watergatemáli. Enda gleymir blaðið þvi ekki, að kom- ast öðru hverju aö þeirri ein- kennilegu niðurstöðu, að eigin- lega sýni Watergatemálið það fyrst og fremst, að bandariskt stjórnarfar sé gott og sterkt. Að lokum þetta um Þjóðvilj- ann. Þjóðviljamenn mættu vel taka nótis af þeirri gagnrýni, að það væri skynsamlegra að greina meira á milli frásagnar af atvikum og athugasemdum um þá. En þegar sagt er að blaðið sé „gagnsýrt af pólitisk- um viðhorfum”, þá er það, sem betur fer, hrós en ekki last. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.