Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Laugardagur 13. júll 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfja- búöa i Reykjavik 12,—18. júli er i Garösapóteki og Lyfjabúöinni Iöunni. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans ,er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Hjónin Þorbjörg Sverrisdóttir og Þorvaldur Asgeirsson ásamt börnum sinum I nýju Ibúöinni aö Rjúpu- felli 44. Þúsundasta íbúð framkvæmdanefndar afhent í gær I gær var afhent eittþúsundasta ibúð Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar i Breiöholti III og er hún aö Rjúpufelli 44. Samningar um 1250 ibúðir i Breiöholti I Reykjavik voru gerðir meö kjarasamningum verkalýösfé- laganna i júni 1964. Aætlunin um byggingar þess- ara ibúöa heíur dregist nokkuð en tók þó nokkurn fjörkipp undir vinstri stjórn. Er nú eftir aö ljúka byggingu 250 ibúða. Þaö var 6 manna fjölskylda, sem þessa þúsundustu ibúö fékk. Hafðifjölskyldan verið á hrakhól- um meö húsnæöi um nokkurt skeiö, og sögöu hjónin, aö þau heföu beðið alllengi eftir þvi að fá þessa ibúö. tbúðin er um 100 fer- metrar, auk geymslurýmis á jarðhæð. Eins og kunnugt er þá greiöa viðtakendur Ibúöanna 20% and- viröis þeirra á fyrstu tveimur ár- unum, en 80% eru lánuð til 30 ára. Þau hjónin, Þorbjörg Sverris- dóttir og Þorvaldur Asgeirsson, sem ibúö þessa fengu, ætluöu sér aö hefja flutning I hana strax I gær, afhendingardaginn, en von- uöust til aö flutningunum lyki á morgun. Alþjóðasamvinna um æskulýðsmál Á fundi menntamálaráöherra Norðurlanda áriö 1972 var samþykkt aö verja einni miljón danskra króna árlega næstu 3 árin til stuðnings viö samstarf á sviöi æskulýösmála á Noröur- löndum. Var stofnuð sérstök nefnd til aö semja reglur um stuöning þennan viö æskulýðs- starfiö og var henni jafnframt falið aö leggja fram tillögur um úthlutun fjársins. 10 fulltrúar eiga sæti i nefndinni og af hálfu Is- lands eru þaö þeir Reynir Karls- son æskulýösfulltrúi rikisins og Skúli Möller kennari. Styrkir úr sjóönum afhendast einkum til fræöslustarfs um t.d. félagsmál, búöastarfsemi, út- gáfustarfsemi og kannana, sem öllum Noröurlöndum er fengur aö. Fyrir skömmu var Islandi út- hlutaö 75.000 dönskum krónum til viðfangsefna, sem æskulýðssam- tök hér á landi hyggjast vinna aö, auk þess sem leggja á rika áherslu á að gera Islendingum fjárhagslega kleift að sækja ráö- stefnur ytra. En samvinna um æskulýösmál nær viöar en milli Noröur- landanna. Ráöherranefnd Evrópuráös samþykkti áriö 1972 stofnskrá Æskulýösstofnunar Evrópu og er starfsemi hennar þegar komin I fullan gang. Mark- miö samtakanna er fyrst og fremst ,,aö stuöla aö samvinnu æskulýös i Evrópu meö þvi aö veita fjárhagsaðstoö þeirri starf- semi, sem stuölar að friöi, skilningi og samstarfi Evrópu- manna og annarra heimsbúa i anda viröingar fyrir mannréttindum og frelsi”, eins og segir i samþykktum stofnun- arinnar. Mikið um heimsóknir Rikur þáttur i starfi æskulýös- félaga virðist vera heimboö er- á ýmsum árstimum og i sumar er um auöugan garö aö gresja aö venju. Meðal þeirra aöila, sem tekiö hafa á móti islenskum þátt- takendum, eru t.d. Lýöfræöslu- stofnun Noröurlanda, sem hefur aösetur sitt i Sviþjóö og miöar aö Ég er forsetinn. Nixon er WASHINGTON 12/7. Nixon for- seti játaöi það I fyrsta sinn opin- berlega i dag, að hann byggist viö þvi, að dómsmálanefnd fulltrúa- deildar þingsins mundi mæla meö þvi, að honum yröi stefnt fyrir landsdóm. Um leiö lagði forsetinn sér- staka áherslu á þá skoðun sina, að hann geröi ráö fyrir þvi, aö fulltrúadeildin muni hafna til- mælum dómsmálanefndar og slá þvi föstu. að ekki sé forsenda lendra gesta og kynnisferðir einstaklinga milli landa. Ýmis konarnorræn námskeiö eru i gangi þvi fyrst og fremst að veita til- sögn I leiöbeiningu og- kennsiu æskulýösstarfs. Þá má nefna lýö- háskólana á Noröurlöndum, sem bjóða upp á sérstakt nám i æsku- lýösleiðsögn. I einum slikum I Sviþjóö luku tveir tslendingar prófi fyrir skömmu og voru þeir styrktir til fararinnar af Æsku- lýösráði Reykjavikur. Vestur-Þjóöverjar hafa löngum verið iönir við aö bjóöa til sin ungu fólki og undanfarin 4 ára Framhald á bls. 13 hræddur íyrir slikri málshöföun gegn for- setanum. Þetta mat forsetans á að- stæðum kom fram á blaðamanna- fundi með Warren blaðafulltrúa I Hvita húsinu i dag. Þaö kom fram i skjölum sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar lagði fram I gær, aö Nixon haföi mjög snemma i sögu Watergate- málsins látiö i ljós ótta um, aö þær afhjúpanir sem þá þegar voru aö koma fram, mundu beinast að honum sjálfum. Ný stjórn skipuð í Portúgal í dag? Frelimo tók borg i Mósambik LISSABON 12/7 — Portúgalskir herforingjar héldu fundi fyrir lok- uðum dyrum I dag til aö fjalla um stjórnarkreppuna I landinu. Búist er viö að á morgun muni Spinola forseti birta ráðherralista nýrrar stjórnar. Talið er, aö varnarmálaráö- herra bráöabirgðastjórnarinnar fyrri verði skipaður forsætisráö- herra og fimm aðrir herforingjar muni eiga sæti i stjórninni. Þá er og taliö aö forystumenn sósialista og kommúnista, Soares utan- rikisráöherra og Cunhal, ráö- herra án stjórnardeildar, muni báöir taka sæti i hinni nýju stjórn, en þeir hafa báöir gert fremur lít- iö úr þeirri kreppu sem risiö hafi. Kommúnistar hafa hingaö til lýst stuðningi viö Spinola og fylgismenn hans i hernum og hvatt til þess að yfirstandandi verkföllum veröi hætt. Spinola hefur að sögn, lofaö þvi, aö kosn- ingar til þings veröi ekki siöar en I mars á næsta ári. I dag bárust þær fregnir frá Mósambik, að sveitir þjóöfrelsis- hreyfingarinnar Frelimo hefðu tekið á sitt vald borgina Morrum- bala, sem er sunnarlega i land- inu. Er þetta fyrsta borgin sem þjóðfrelsisherinn nær á sitt vald, en haldiö haföi veriö uppi skothriö á hana I þrjú dægur. Þrjár sveitir úr portúgalska nýlenduhernum, sem áttu að verja borgina, neit- uðu aö berjast lengur, og kröföust þess að teknar yrðu upp viðræöur viö Frelimo. Þjóðhátíð Þjóöhátiö Vestmannaeyja veröur haldin dagana 9.-11 ágúst nk. á Breiðabakka við Stórhöföa. Þar veröur bryddaö upp á ýmsu að vanda, svo sem ræðuhöldum, Iþrótt- um, leikjum, dansi, þjóðhátiöarbrennu og margs kónar skemmtiatriðum. Reynt verður að gera þjóöhátiöina sem veglegasta þrátt fyrir aö hinn hefðbundni hátiöarstaður, Herjólfsdalur er ekki tilbúinn til hátiða- halda. Með þessari hátiö minnast Vestmannaeyingar 1100 ára afmælis íslands- byggðar og 100 ára afmælis þjóöhátiöar sinnar. Formaður þjóðhátiöarnefndar er Valtýr Snæbjörnsson en að þessu sinni er það Iþróttafélagiö Þór sem heldur hátiöina. Oliufrumvarp Wilsonstjórnar: Aukin skattlagn- ing en ekki þjóð- nýting LONDON 12/7 Breska stjórnin hefur lagt fram frumvarp, sem gerir ráö fyrir miklu hærri skatt- greiðslum af oliuvinnslu i Noröursjó en áöur var reiknaö meö, en hún hefur heykst á aö þjóönýta oliuna, en allsterkar raddir i þá veru hafa verið uppi I Verkamannaflokknum. I gær geröi stjórnin grein fyrir tillögum sinum og eins og búast mátti viö krefst hún stærri hluta af ollugróðanum en ihalds- stjórnin, sem áöur sat. Stjórnin telur aö oliufélögin geti grætt allt aö fjórum miljöröum punda (ca. 90 milljaröi króna) á oliu- vinnslunni á næstu tiu árum. Til aö tryggja aö þessar tekjur komi breskum þegnum til góöa vill stjórnin áskilja sér rétt til ráöa yfir meirihluta þeirrar oliu, sem finnast mun á svæöum, sem úthlutað veröur til vinnslu i fram- tiöinni. Auk þess ætlar stjórnin að setja sérstakan skatt á oliu- vinnsluna i Noröursjó og taka upp samningaviöræöur viö oliufélögin um eftirlit meö þeirri oliu, sem þegar er fundin. Stjórnin óttast bersýnilega aö róttækari skref i þjóðnýtingarátt hefði leitt til þess, aö oliufélög heföu minnkað fjárfestingu i vinnslunni og þar meö tafið aö olian færi aö streyma i stórum stil til hins þéttsetna og orkufreka iðnrikis. Yfir 1500 íslendingar fóru til Kanarieyja á siðastliönum vetri. Þetta er fjóröi veturinn sem ís- lendingar flykkjast I vetrarfri til Kanariu. Farnar voru 12 orlofs- feröir á s.l. vetri og flutti Flugfé- lag íslands fólkiö suöureftir, Fyrsta feröin var farin 1. nóvem- ber en sú siðasta 2. mai. Farþeg- ar voru samtals 1542. Undirbúningur sólarferða á næsta vetri er hafinn. Fyrsta feröin veröur farin 31. október og sú siðasta 22. mai 1975. Kosningahátíð G- listans á Akureyri Alþýöubandalagið í Norðurlandskiördæmi Stefán Einar eystra efnir til kosninga- hátíðar í Alþýðuhúsinu í kvöld laugardaginn 13. júlí og hefst hún kl. 21. Stefán Jónsson alþingis- maður flytur stutta ræðu og Einar Kristjánsson rit- höfundur fer með kosninqaannál. Dansað til kl. 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.