Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júll 1974. Sjálfsbjörg á Akureyri rekur fyrirtækið Bjarg í eigin húsnæði. I sama húsi er endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. Bjarg hefur nú þegar sprengt utan af sér húsnæðið, og er Ijóst, að ráðast verður í byggingarframkvæmdir. Aðeins ein fiskkassaverksmiðja er starfandi á Norðurlöndum. Verkefni fyrir slíka verksmiðju hér á landi yrðu því án vafa næg. í athugun er hvort ekki sé unnt að sameina Bjarg og kassaverksmiðjuna ogmundu þáfötluð- um opnast nýir atvinnumöguleikar. Öfiugt starf Sjálfsbjargar á Akureyri Gunnar Helgason stendur hér I einu horni verksmiðjunnar, og eins og sjá má virðist fremur þröngt á Starfsmaður Bjargs staflar fiskbökkum sem framleiddir eru fyrir vörulagernum. frystihús og smærri báta. Ahugi er nú mikill á að hefja framleiðslu fiskkassa fyrir togara. í plastverksmiðjunni Bjargi hafa starfað allt að 14 manns í einu og þá mis- munandi langan tíma á dag. Fyrirtækið var sett á stofn fyrir u.þ.b. sex ár- um, og hefur það frá upp- hafi verið undir stjórn Gunnars Helgasonar raf- vélavirkja. Sl. sunnudag var Gunnar tekinn tali og spurður um rekstur þessa fyrirtækis, sem er eina f yrirtækið sem Sjálfsbjörg rekur hér á landi. — Þetta var glæsilegt framtak Sjálfsbjargar — félagsins á Akur- eyri — á sinum tima, að koma Bjargi á laggirnar. Við höfum frá upphafi verið i eigin húsnæði, sem áður var notað sem félagsheimili Sjálfsbjargar og fleira. Hér er lækninga- og þjálfunarmiðstöð fyrir fatlaða, og eru starfandi 2 sjúkraþjálfar og hjúkrunar- kona. Þegar fólkið telur sig fært um að gripa I vinnu er þvi gefinn kostur á starfi I verksmiðjunni sjálfri, sem er „hinum megin við vegginn” og þar fær það starfs- þjálfun, sem siðar gerir þvi e.t.v. kleift að fara út á almennan vinnumarkað. Afköstin hafa verið furðu mikil, og við höfum algjörlega sprengt utan af okkur húsnæðið, sem i upphafi þótti jafnvel ævintýra- lega stórt. Hér hafa unnið allt að 14 manns við gerð margs konar hluta, s.s. raflagnatækja, fisk- bakka, plastskilta o.fl. — Er nægilegt framboð af starfsliði? — Já, svo sannarlega. Hingað kemur fólk úr öllum áttum, ekki aðeins frá Akureyri, heldur einn- ig að austan og vestan og svo af Norðurlandinu.Það er ekki aðeins útlimabæklað fólk sem hér vinn- ur, heldur einnig t.d. blóðtappa- og kransæðasjúklingar og það .fólk annað, sem ekki er sam- keppnisfært við fullkomlega heil- brigðan starfskraft. Okkur hefur gengið mjög vel, enda njótum við mikils skilnings bæjarbúa og stuðnings frá öflugu starfi Sjálfsbjargar. — Er þá e.t.v. fyrirhugað að ráðast i stækkun fyrirtækisins?, — Já, við veltum ýmsum möguleikum fyrir okkur, og það Plastiðjan Bjarg Hyggst færa út kvíarnar og hefur gerst hluthafi í fiskkassaverksmiðju sem verður reist á Akureyri innan tíðar Heiðrún Steingrlmsdóttir hefur verið formaður Sjálfs- bjargar um árabil og stjórnað félaginu af stakri röggsemi. wmmmaammmmmmmm i Or endurhæfingarstöðinni. Hér fá menn nauðsynlega þjálfun áöur en þeir hefja starf I sjálfri plastverksmiðjunni. er ljóst, að ef vel á að vera þarf að ráðast i verulega stækkun. í verk- smiðju sem þessa er næstum ó- endanlegt framboð af starfs- krafti, hér er ekki aðeins starf fyrir sjúklinga, heldur er mögu- leiki á að veita þeim mönnum at- vinnu, sem vilja fá tiltölulega ein- falda vinnu á elliárunum, þegar ekki er rúm fyrir þá annars stað- ar. Gamla fólkið og atvinnumál þess er höfuðverkur allra þjóðfé- laga, og það er á fáum stöðum þar sem það er ekki vanræktur þjóð- félagshópur i sambandi við at- vinnu- og kjaramál. Með veru- legri stækkun eða tilkomu fleiri verksmiðja á borð við Bjarg væri unnt að nýta þennan ágæta starfskraft, sem annars mundi ekki gera sitt gagn. Fiskkassaverksmiðja rís e.t.v. á Akureyri — Hvað um fiskkassaverk- smiðjuna? — Hjá Bjargi hafa verið fram- ieiddir fiskkassar i sem næst allar gerðir báta og skipa, nema tog- ara. Kassarnir i þá eru keyptir frá Noregi, en þaðan koma nánast allir togarakassar, sem notaðir eru af Norðurlandaþjóðunum. ís- lendingar kaupa alla sina togara- kassa frá þessari verksmiðju. Bjarg og fleiri aðilar vöktu á sin- um tima athygli islenskra stjórn- valda á þeim möguleika að setja fiskkassaverksmiðju á stofn hér á landi, og leiddi það til þess, að nefnd var látin kanna málið og hefur hún þegar skilað áliti sinu. Álitsgerðin var mjög jákvæð og er mælt með Akureyri sem aðset- ursstað verksmiðjunnar. Ef af stofnun hennar yrði, sem er mjög liklegt, munum við reyna að sam- eina fyrirtækin eða tengja á ein- hvern hátt, og mundu þá vafa- laust opnast nýir möguleikar fyrir bæklað eða máttfarið fólk á að fá starf við sitt hæfi. Sjálfs- björg á Akureyri hefur þegar gerst hluthafi að þessu nýja fyrir- tæki, og undirbúningur að stofnun þess er hafinn. Við vonumst til að fiskkassaverksmiðja muni risa á Akureyri innan tveggja ára. Hér i Bjargi höfum við fram- leitt fiskbakka fyrir frystihús og smærri báta i tvö og hálft ár, en ekki haft tækjabúnað né aðstöðu til að ráðast i stærri framkvæmd- ir. Stór fiskveiðiþjóð eins og ís- lendingar eru ætti hins vegar að vera sjálfri sér nóg um fram- leiðslu slikra bakka, og ef vel tekst til er alls ekki útilokað að leita fyrir sér á erlendum mark- aði. —gsp - fasa „ . _ „

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.