Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — PJOOVILJINN Laugardagur 13. júli 1974. uobmuinn MÁLGAGN SÓSíALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÍSLAND FYRIR AUÐKÝFINGA EÐA ÍSLENDINGA? Um þessar mundir er aðal sumarleyfis- og ferðamannatiminn hér á landi. Margir nota hið kærkomna tækifæri sem opnun hringvegarins býður til að skoða islenska náttúrufegurð á hringleiðinni. Eflaust hef- ur þessi bætta aðstaða hvetjandi áhrif i þá átt að Islendingar eyði oflofi sinu innan- lands. Skilningur vinnandi fólks á nauðsyn orlofs og takmörkun vinnudags hefur auk- ist til muna siðustu árin, og er það vel. Lenging orlofs i 4 vikur og stytting vinnu- vikunnar i 40 stundir hefur haft jákvæð á- hrif, þó mikið skorti enn á að gera þessi mannréttindi að almennri reglu. Ljóst er, að gera þarf stórt félagslegt átak til að koma betri skipan á þessi mál og bæta or- lofs- og tómstundaaðstöðu. Til eru þeir, sem ekki eygja kosti is- lenskra náttúrufegurðar og nýtingu lands- ins gæða i þágu landsmanna sjálfra. Það eru þeir sem láta stjórnast af hinu blinda lögmáli gróðahyggjunnar. Slikir menn sjá aðeins auðgunarvonina og vilja laða hing- að sem mest af erlendum auðkýfingum. Einn þeirra skrifaði forystugrein i dag- blaðið Visi s.l. miðvikudag. Þar segir: „að æskilegast kynni að verða fyrir ísland i framtiðinni að einbeita þjónustu við er- lenda ferðamenn i þá átt, að hingað kæmu fyrst og fremst efnaðir ferðamenn”. Morgunblaðsmennirnir eiga sér draum um 20 álverksmiðjur, en þá á Visi dreymir um lúxushótel i Reykjavik og sumarvillur fyrir auðkýfinga t.d. i Skaftafelli, Þórs- mörk og Hallormsstað. Að sjálfsögðu fylgdi sliku innstreymi auðkýfinga einka- not þeirra af laxveiðiám. Ef fylgt væri draumsýn þeirra á Visi, þá myndi skapast sama ástand hér og á Kúbu forðum, þar sem landsmenn komust ekki að bað- ströndum, þvi slikir staðir voru afgirtir fyrir auðkýfinga. Ef menn með þessu hugarfari komust hér til áhrifa, þá væru bestu og fegurstu staðir landsins ekki lengur fyrir íslendinga, nema ef vera kynni fyrir þá auðugustu — hina feitu þjóna erlends valds. 1 fyrrnefndri forystu- grein er fullyrt að þessi „leið gæfi bestar tekjur til frambúðar”. En þeim sem þann- ig skrifaværi holt að muna, að það er ekki hægt að meta allt til peninga. Þeir sem stjórnast af peningagildi og lögmáli gróðahyggjunnar bera litið skynbragð á náttúruvemd og manngildishugsjón þá sem íslendingar hafa fram til þessa metið æðra en peningagildið. Hætt er við að ef framfylgt væri stefnu þeirra Visismanna, þá þætti alþýðu manna á Islandi orðið æði þröngt fyrir dyrum i eigin landi. Á þjóðhá- tiðarári frábiðja landsmenn sér slik auðg- unar-og undirlægjuskrif. Það er krafist þjóðlegrar reisnar á þjóðhátið. Á Alþingi á Lögbergi verður i lok þessa mánaðar flutt tillaga um landnýtingu og borin upp áætl- un um uppgræðslu lands. Ber að skilja skrif Visis sem breytingatillögu við land- nýtingaráform alþingismanna? Það er vissulega þörf á þvi, að gera skynsamlegar áætlanir um ferðamanna- straum til íslands og skapa bætta þjónustu fyrir ferðamenn. Auðvelda þarf lands- mönnum sjálfum að ferðast um landið og gera mönnum kleift að eyða orlofi sinu á ódýran og þægilegan hátt. Ekki sist býður islenskrar verkalýðshreyfingar og starfs- mannasamtaka mikið félagslegt verkefni, að skapa orlofsbúðir og bætta aðstöðu fyrir alþýðumanna til að njóta hvildar i orlofshúsum eigin samtaka. Stórauka þarf aðstoð rikisins við uppbyggingu slikrar aðstöðu. Þar er verðugra verkefni að vinna að, en að skapa auðkýfingum að- stöðu og gera landsmenn að skósveinum auðkýfinga. Félagshyggjufólk mótmælir fyrrgreindum skrifum gróðahyggju- manna,og það krefst félagslegs átaks i or- lofsmálum launafólks. Þorsteinn Ö. Stephensen: Að gelda tunguna Hver sá Islendingur sem metur eins og vert er þá dýru arfleifð sem hann er borinn til, islenska tungu, hlýtur að unna henni og fylgjast af áhuga með þróun hennar til góðs eða ills. Sjái hann þess merki að úrkynjun aldar- farsins sé að veikja hana eða skemma verður hann að minnsta kosti að vekja athygli samtiðar sinnar á þvi að reyna af fremsta megni að afstýra slikum ófarn- aði. Sem betur fer standa margir landsmenn vel á þessum verði. Þótt tslendingar séu auðvitað ótrúlega sundurlyndir, jafnvel þegar um er að ræða verndun þjóðarverðmæta, sem hver ær- legur maður ætti að taka fram yfir einkahagsmuni, verða þeir þó, hvað sem ööru liöur, að gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að tungan haldi reisn sinni, og um fram allthrópa varnaðar- orð, þegar þeir sjá að verið er að svifta hana möguleikum sinum til frjóvgunar og þróunar. Hnignun þjóðtungu er ekki aðeins fólgin i tökuorðum úr öðrum málum, „slettum” sem kallað er, henni er einnig hætta búin af fábreytileik daglegs máls, i vali orða og tals- hátta. Til dæmis þegar farið er að nota einn lágkúrulegan „frasa” i tima og ótima, og hann látinn koma i staðinn fyrir fjölda fag- urra og fjölbreytilegra orða og talshátta sem smám saman hafa orðið til i munni gáfaörar alþýðu um aldir. Þetta kalla ég að gelda tunguna. Þó tekur út yfir þegar talsháttur sem áður var til i málinu, og sómdi sér vel á sinum stað, er sviftur réttri merkingu sinni um leið og byrjað er að jórtra á honum. Þessu veldur áreiöanlega grunnfærni hugsunar og tilfinninga og hnignun smekks, sem á rót að rekja til auvirðilegs lesefnis. Any way: ég hef lengi ætlað mér að vekja athyglu á rassbögu einni, sem nú virðist vera að festast i islenzkri tungu. Þetta er orðatiltækið „allavega”. Allir vita að það er lengi búið að vera til i islenzku máli og hafa merk- inguna „alls konar” eða „með öllu móti”, eins og Arni Böðvars- son segir vera merkingu þessa talsháttar i orðabók sinni. En að orðtakið geti táknað „að minnsta kosti”, „hvað sem öðru liður”, „hvaö um það”, „samt sem áður”, „svo mikið er vist”, „áreiðanlega”, „eigi að siður” og fjöldamargt annað, nær engri átt, er hrein málleysa. Eigi að siður hefur maður mátt lesa eða heyra jafnvel hina mætustu menn ganga þessari ambögu á hönd hver af öðrum, lærdómsmenn og menn sem maður hélt að væru smekkmenn á mál og hefðu næm- leik til að kveinka sér vegna tung- unnar þegar þannig er verið að reita af henni fjaðrirnar. Að þess- ir menn skuli ekki hafa varnað á sér, þegar lágsmekkurinn tekur að geisa, hef ég undrast mikið. Þá tók steininn úr þegar ég las i Þjóðviljanum þ. 30. júni sl. af- mælisgrein eftir Arna Björnsson, sem er annars skemmtilegur penni og maður hélt að ætti heima i samtökunum „Varin tunga” ef til væru. (Er ekki hugsanlegt að þegar prófessorar okkar stiga næsta, stóra skrefið i baráttu sinni fyrir islenzkri menningu stofni þeir samtök með þessu nafni?) Sök Arna i þessu greinar- horni er að minum dómi mjög alvarlegs eðlis. Hann leggur ekki ómerkari manni en Jóni Helga- syni prófessor i munn þessa ambögu og segir: „Og seinast þegar ég kom við i Arnasafni spurði Jón mig, hvort ég ætlaði að staldra eitthvað við núna. Nei, ég sagðist vera að fara heim með flugvél um kvöldið. Nú, það er þá allavega landhreinsun — fyrir Danmörku að minnsta kosti, sagði Jón”. Ég þori að hengja mig uppá það svona hefur Jón ekki orðað þetta. Ég vona að þessar linur komi fyrir augu hans, eins og flest það sem skrifað er á íslandi, en ég get ekki vænst þess, að honum þyki taka þvi að skera úr þessu, eins og atvikum er háttað. En þann dag sem ég læsi slika setningu i rituðu máli eftir Jón, eða heyrði hann segja hana, mundi ég gefa upp alla von. Má ég að siðustu þreyta les- endur með þvi að biðja þá að lesa aftur upphaf þessarar greinar, þar sem ég set inn umrædda ambögu I stað nokkurra þeirra talshátta sem íslenskri tungu eru tamir, en eru nú i þeirri hættu, Þorsteinn ö. Stephensen. ásamt mörgum öðrum, að hverfa úr málinu, samkvæmt þvi al- kunna náttúrulögmáli, að það lif- færi sem ekki er notað visnar og deyr. Upphaf greinarinnar mundi hljóða svo: Hver sá íslendingur sem metur eins og vert er þá dýru arfleifð sem hann er borinn til, islenzka tungu, hlýtur að unna henni og fylgjast af áhuga með þróun hennar til góðs eða ills. Sjái hann þess merki að úrkynjun aldar- farsins sé að veikja hana eða skemma verður hann allavega að vekja athygli samtiðar sinnar á þvi og reyna af fremsta megni að afstýra slikum ófarnaði. Sem bet- ur fer standa margir landsmenn vel á þessum verði. Þótt Islendingar séu auðvitað ótrúlega sundurlyndir, jafnvel þegar um er að ræða verndun þjóðarverðmæta, sem hver ær- legur maður ætti að taka fram yfir einkahagsmuni, verða þeir þó allavega að gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að tungan haldi reisn sinni, og alla- vega hrópa varnaðarorð, þegar þeir sjá að verið er að svifta hana möguleikum sinum til frjóvgunar og þróunar — o.s.frv. Ég bið lesendur að hugleiða hver yrðu örlög islenzks máls ef þessi yrði þróun tungunnar. Þorsteinn ö. Stephensen Raflagnaefni úr plasfi ódýrt og þjált TVÖFÖLD EINANGRUN, ENGINN SAGGI — EKKERT RYÐ ALLT ANNAR KOSTNAÐUR HJÁ ÞEIM SEM BYGGJA ALLT ANNAÐ LÍF HJÁ ÞEIM SEM LEGGJA Raflagnaefni úr plasti - létt og þjált í meðförum - við margvísleg skilyrði. Mjög góSar raflagnir að dómi eftir- litsmanna og þeirra fagmanna sem reynt hafa. Helmingi ódýrari en járnrör. Fylgist meS tímanum. Aðalsölustaðir: REYKJAFELL HF LJÓSFARI HF RAFLAGNDEILD KEA SKIPHOLTI 35 GRENSÁSVEGI 5 AKUREYRI______________ LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA - HÓLATORG 2 PLASTIÐIAN BJARG AKUREYRI SlMI (96) 12672 Dæmi: I 24 íbúða blokk munaði 96 búsund krónum í hreinan efnissparnað með því að nota plast rafiagnaefni, auk þæginda og minni flutningskostnaðar. Plastið er hreinlegra og fljótunnara. Með plast raflögn fæst einnig tvöföld einangrun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.