Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 9
S SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júll 1974. Laugardagur 13. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Stelpur á stuttpilsum og strákar í stælbuxum Bæjarlífið í ferðamanna- miðstöðinni Akureyri hefur löngum verið nokkuð frá- brugðið því, sem annars staðar gerist. Þar virðast menn hjálpa sér sjálfir, og reisa blómlegan iðnrekstur. Sunnlendingum finnst gjarnan, að Akureyringar líti stórt á sig. En það ber að hafa í huga, að þeir hafa efni á að stæra sig. Þeir hafa f ramkvæmt hluti, sem aðrir hafa ekki gert, og kot- búskapur virðist óþekkt hugtak. Engri rýrð má þó kast á kotbúskapinn. Ef- laust er hann síst lakari en hinn og jafnvel öllu heilbrigðari; en Akureyring- ar setja markið ævinlega hátt og ná því, en það er meira en sagt verður um ýmsa aðra. Það er ýmislegt á döfinni hjá Akureyringum um þessar mundir. bannig er t.d. búið að taka frá þriggja hektara lóð undir eins kon- ar norðlenskan Reykjalund, þar sem sett verður á stofn vinnuheim- ili fyrir ýmis konar sjúklinga og eldra fólk. Fiskkassaverksmiðja á að risa á vegum rikisins á Akureyri innan tiðar, skiða- og sleðabrekku á að útbúa i hjarta bæjarins, 9000 manna ibúðahverfi hefur verið skipulagt og margt fleira má taka til, sem talað er um að götuhornum Akureyrar um þessar mundir. Hér i þessari opnu verður þó ekki sinnt um verklegar framkvæmdir, heldur birtar myndir af bæjarlifinu á sumardegi, en það er um margt sérstakt og frábrugðið þvi, sem Reykvikingar eiga að venjast. og svo fullt af ferðamönnum setja ríkan svip á Akureyrarrúntinn á sólbjörtum sumardegi MÁL OG MYNDIR: GUNNAR STEINN Enginn vafi leikur á, að hvergi á tslandi eru Ibúar bæjarfélags áhuga samari um garð- og gróðurrækt en á Akureyri. Mönnum þykir ekki ó- nauðsynlegra að hirða ióðina vel en aö gera fokhelt. Allir viröast samtaka um fegrun bæjarins, en ýmsu er þó gleymt, sem ekki er siöur árið- andi en „græna byltingin”. Þannig hafa Akureyringar t.d. alveg gleymt að huga aö hinni fallegu Glerá, sem rennur I gegnum bæinn, en hún virö- ist ekki þjóna öðrum tilgangi en að vera skólpleiðsla fyrir stærstu fyrir tæki staðarins. — A næstu slðu eru myndir af Glerá og fleiri stöðum, þar sem framkvæmdir þyrftu að hefjast eða eru fyrirhugaðar. A sólskinsdögum er skrúögaröurinn á Akureyri sóttur heim af mörgum bæjarbúum og ferðamönnum. Þessi var greinilega innfæddur, þvl hann virtist þekkja hvern krók og kima og hafði efni á að bera sig manna- lega. ptn*!** Æ TLm»tri BiOMSBODIN wmm ’kVirlíV Hún var brún og hraustleg þessi akureyrska mær. Eftir árangurslaus- ar tilraunir til aðná af sér húfugarminum, gafst hún upp, stakk puttan- um upp I sig og lagöi af staö I biómakönnun I skrúðgarðinum. Paradls barna og fullorðinna á Akureyri hlýtur að vera skrúögarður- Þau skreyta sjálf múrveggina sem umlykja róluvöllinn. Eins og sjá má eru myndskreyt- inn. Þar eru ræktaðar allar plöntur, sem finnast á islandi, og er enginn ingarnar hinar margvlslegustu, enda „einasta stolt þeirra, sem höfundarréttinn eiga”, vafi á að af þeim sökum er garöurinn einstakur I sinni röð. sögöu þessir strákar og sögðust kæra sig kollótta um mynd - og ljóölist. Sennilega verður seint sagt um krakkana og unga fólkið á Akureyri, að þaö sé „sveitó”. Þvert á móti virðist einkennandi á götum bæjarins, hve stift fyrirmælunum frá Paris er fylgt, og enginn virðist leyfa sér að brjóta þær reglur, sem tískuheimurinn setur. Honum leist ekkert á ljósmyndarann þessum snáða og tók á rás, um leið og vélinni var lyft. En litlu fæturnir voru ekki nógu snöggir að þessu sinni, og hvort sem honum likar betur eða verr, fær Stubbur mynd af sér „I blaöi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.