Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 13
J Laugardagur 13. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Beate Klarsfeld var dæmd í tveggja mánaða fangelsi Þýsk lögregla lúskrar á gömlum föngum sem kornnir voru til að bera vitni um hryðjuverk nasista BONN 10/7. — Hin kunna þýska kona, Beate Klarsfeld, sem mjög hefur lagt sig I lima við það síð- ustu ár, að koma gömlum strfðs- glæpamönnum undir manna hendur, var i gær dæmd i tveggja mánaða fangeisi fyrir tilraun tii að ræna Kurt Lischka, fyrr- verandi yfirmanni Gestapo I Út af rammafrétt, sem birtist i Þjóðviljanum laugardaginn 29. júnl 1974 undir yfirskriftinni „Yfirvaldið sveik Alþýðubanda- lagið um húsnæði,” leyfi ég mér að óska eftir birtingu á eftirfar- andi athugasemd: Nokkrum dögum fyrir alþingis- kosningarnar 30. júni sl. var mér tjáð að Alþýðubandalagið I Stykkishólmi ætlaði að hafa kosn- ingaskrifstofu sina i Norska hús- inu og væri byrjað að merkja sér húsið aö utan á áberandi hátt. Ég hafði þá þegar tal af sýslufulltrúa og spurði hann, hvort hann hefði veitt leyfi til þess á vegum emb- ættisins. Neitaði hann þvi ákveð- ið, en sagði jafnframt, að leitað hefði verið eftir sliku leyfi af hálfu bandalagsins. Við ræddum málið. Sagði ég honum, að mér fyndist vart viöeigandi að leigja húsiö, sem er eign Byggðasafns Snæfellinga, i þessu skyni. Engum myndi detta i hug að lána bókasafnið né aðrar hliðstæðar, opinberar byggingar til slikra nota. Var ákveðið að synja um- ræddri beiðni. Þvi er haldið fram, að Alþýöu- flokkurinn hafi haft kosninga- skrifstofu I byggöasafninu vorið 1971. Hafi svo verið, er það sýslu- mannsembættinu með öllu óvið- komandi og ekki með leyfi þess. Sannleikurinn er sá, að hús þetta var áður i eigu Kaupfélags Stykkishólms. Var þá m.a. versl- un rekin i einu horni þess. Byggðasafn Snæfellinga keypti húsið af Kaupfélaginu. Var þvi afsali þinglýst 14. september 1971. Hófust þá endurbætur á húsinu. Hefur nú milljónum króna af opinberu fé, bæði frá sýslu og riki, verið varið til þeirra endurbóta, þó aö enn sé langt I land að koma húsinu I viðunandi horf. Auk þess hefur safnið þegið góðar gjafir, svo sem frá Kf. Borgfirðinga og Búnaðarsambandi Snæfellinga. Norska húsið i Stykkishólmi er elsta hús á Islandi sinnar teg- undar, byggt 1828. Þjóðminja- vörður hefur oftar en einu sinni látið svo ummælt, að Byggða- safnið muni aldrei eignast svo góöan grip, að hann verði dýr- mætari en húsið sjálft. Það er sameign allra Snæfellinga i um- sjá byggðasafnsnefndar og sýslu- mannsembættis. Það er þvi að minum dómi allsendis óviðeig- andi að gera það að áróðursmiö- stöð fyrir einn eða annan stjórn- málaflokk. Svipuð frétt að efni og anda Verðlisti Framhald af bls 5. En fyrst verða konur að velja um það, hvers konar „týpur” þær vilja vera, hvaða hlutverki þær ætla sér að gegna: blóðsugu-eða rómantisku týpuna, þá sportlegu eöa leikhúslegu? Allt nema vera þær sjálfar. Konurnar i Vogue stara á þig með áminningarsvip. Tennur þeirra og hvita augnanna glitra, varirnar eru málað skraut i andlitum þeirra, á húðinni sér ekki minnsta blett eða hrukku. Verkefni þeirra er að sjá til þess, aö þér finnist þú ljót, ótilhöfö, illa klædd og slitin. Paris, og flytja hann til Frakk- lands, þar sem hans biður ævi- langt fangelsi. Kurt Lischka var yfirmaður Gestapo i Frakklandi á striðs- árunum og er talinn bera ábyrgð á fjöldahandtökum franskra gyðinga og kommúnista og brott- flutningi þeirra til fanga- og birtist i Vestlendingi, blaði Al- þýðubandalagsins i Vesturlands- kjördæmi, siðustu dagana fyrir kosningar. Þar hét hún: Pólitisk- ar ofsóknir sýslumanns i Stykkis- hólmi. — Verður henni ekki svar- að sérstaklega, enda veit enginn, hvenær það blað kann að koma út næst. — Eitt sinn kvað breiðfirsk- ur hagyröingur visu þessa: Tala geira gautur kann glaðvært tveimur munnum. Fjöldans eyru fyllir hann fréttum heima-unnum. Þaö virðist hafa verið kærkom- iö tækifæri fyrir „málstaðinn” að birta „heima-unnar fréttir” svo stuttu fyrir kosningar, aö ókleift var að svara þeim fyrr en að kosningum loknum. Verður hver að njóta iðju sinnar. Með þökk fyrir birtinguna. útrýmingarbúða. Árið 1950 dæmdi franskur dómstóll hann fjarverandi i ævilagnt fangelsi, og hafa frakkar siðan reynt að fá hann framseldan. Þótt frakkar og vestur-þjóðverjar hafi gert sin á milli samning um framsal striðs- glæpamanna, hefur vestur-þýska þingið neita að staðfesta þann samning, og þvi hafa Frakkar aldrei getað haft hendur I hári Lischka, sem hefur lifað rólegu lifi I Köln, siðan styrjöldinni lauk. Arið 1971 hafði Beate Klarsfeld upp á Kurt Lischka og reyndi að ræna honum og flytja hann til Frakklands. Mun hún einkum hafa stefnt að þvi, að vekja athygli á þessu máli og knýja vestur-þýska þingið til að stað- festa samninginn um framsal striðsglæpamanna. Þetta „mann- rán” mistókst, en Beate Klarsfeid slapp þó undan þýsku lögreglunni og komst sjálf til Frakklands. 1 vor sneri hún aftur til Vestur- Þýskalands til að taka þátt i minningarathöfn fyrrverandi fanga i útrýmingarbúðum nasista, og handtók þýska lögreglan hana við athöfnina, þar sem hún var iklædd fanga- búningi. Þetta atvik vakti mikla reiði i Frakklandi, en vestur-þjóðverjar reyndu að gera sem minnst úr málinu og fara með það eins og einfalt sakamál. Þegar verjendur Beate Klarsfeld ákváðu að leiöa fórnarlömb Kurts Lischka fram sem vitni, neitaði forseti réttarins lengi vel að hlusta á framburð þeirra, þangað til Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, skrifaði bréf, þar sem hann lýsti áhyggjum sinum vegna þessarar málsmeðferðar. En þótt vitnin fengju að skýra frá „afreksverkum” Kurts Lischka, var þó augljóst, að reynt var að hlifa striðsglæpa- mannir.um sem mest og breiða yfir allan bakgrunn málsins. Sterkur lögregluvörður verndaði hann á meðan á réttarhöldunum stóð, og I hvert skipti sem lög- fræðingar Beate Klarsfeld spurðu hann óþægilegra spurninga um fortíð hans, leysti forseti réttarins hann undan þvi að svara þeim. Loks var réttarhöldunum hleypt upp og réðst þá vestur-þýsk lögregla á fórnarlömb nasista, sem komin voru til að bera vitni, og barði miskunnarlaust á þeim — væntanlega til að refsa þeim fyrr að hafa sloppið lifandi úr fangabúðunum. Eftir það fóru Til að sýnast Framhald af 1 stóru byggingaraðilanna. Þær lána kannski ekki Pétri og Páli sem standa i að byggja og kannski ekki heldur smábröskur- um sem eru að byggja raðhús og selja þau fokheld. A slika menn verkar þetta þannig að þeir verða að selja fyrr og græða aðeins minna, ef þeir þá fá ekki fyrir- greiðslu annarsstaðar. En það er hreinlega út i hött að ætla, að steypustöðvarnar reyni að krefja þá stóru um staðgreiðslu. Þess vegna verður mjög litill samdráttur i byggingariðnaðin- um vegna þessa, og alls ekki eins mikill og auglýsing steypustöðv- anna gæti gefiö til kynna, væri nákvæmlega farið eftir henni. Beate Klarsfeld réttarhöldin fram fyrir lokuðum dyrum. Mál þetta hefur vakiö óhemju reiði i Frakklandi og Israel, en raddir heyrðust um það i vestur-þýskum blöðum, að réttast væri að telja striðsglæpi fyrnda. Auk þess tekur þetta nokkurn tima að virka i átt að samdrætti hjá byggingariðnaðarmönnum, sagði Jón Snorri. Bæði biða bygg- ingariðnaðarmanna mjög mikil verkefni, auk þess sem nú fara i hönd sumarfri manna og þvi daufara yfir en i annan tima. —S.dór Æskulýðsmál Framhald af bis'. 16. hafa þeir boðiö starfsfólki og sér- fræðingum I æskulýðs- og félags- málastarfi til þriggja mánaða náms- og ' kynnisferða i Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Tveir Islendingar hafa nú þegar þegib þetta boð og hlotið til þess styrk frá Æskulýösráði rikisins. Sth. I júli 1974 Friðjón Þórðarson. Sigling um ísaljarðardjúp, heimsóttar eyjarnar nafnfrægu Æðey og Vigur og fleiri markveröir staðir. Ferðir á landi til næstu hóraða. ÍSAFJÖRÐUR ÞINGEYRi PATREKSFJÖRÐUR Hér er láírabjarg skammt undan og auðvelt er að ferðast til næslu fjarða. Höfuðborgin sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrír list og mennt, stjórn, verzlun og mannleg viðskipti. Héðan ferðast menn á Þingvöll, til Hvera- gerðis, Gullfoss og Geysis eða annað, sem hugurinn leitar. Skipulagðar kynnísferðir á landí og á sjó. Gott hótel. Merkilegt sædýrasafn, Og auðvitaö qldstöðvarnar. Bilferðir um Skaga- fjörð, ferðir til Siglu- fjarðar og þaðan um Ólafsfjörð, Ólafs- fjarðarmúla, Dalvik Höfuðstaður Narðuriands. Kynnisferðir um gjörvalla Eyja- fjarðarsýslu og til nærliggjandi byggða. i Vaglaskógur og Goðafoss prýða __ - - 1 leiðina til Mývatnssy ARHOFN ÞÓRSHÖFN Nýtt og glæsilegt hótel. Þaðan eru skipulagðar ferðir og steinsnar til Ásbyrgis, Hljóðakletta, Ðetti- foss, Mývatnssveitar, Nómaskarðs og Tjörness. NESKAUPSTAÐUR Áætfunarferðir bif- reiða tll nærlíggjandi fjarða. Fljótsdals- hérað, Lögurínn og Hallormsstaðaskógur Innan seitingar. VESTMANNAEYJAR Ferðir I þjóðgarðinn að Skaftafelli, Öræfa- sveit og sjáið jafn- framt Brelöamerkur- sand og Jókuisárlón. Flugleiðir um landið allt Áætlunarflug Flugiélagsins tryggir fljóta, þægilega og ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðrið er bezt. I sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í viku milli Reykja- víkur og 13 ákvöröunarstaöa um land allt. Og til þess að tengja einstaka landshluta betur saman höfum við tekið upp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landið með áætl- unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 getið þér ferðast hringinn Reykjavík — ísafjörður — Akur- eyri — Egilsstaðir — Hornafjörður — Reykjavik. Það er sama hvar ferðin hefst. Sé isafirði sleppt kostar hringur- inn kr. 6.080. Allir venjulegír afslættir eru veittir af þessu fargjaldi, fyrir hjón, fjölskyldur, hópa o. s. frv. Kynnið yður hinar tíðu ferðir, sem skipulagðar eru frá flestum lendingarstöðum Flugfélagsins til næriiggjandi byggða og eftirsóttustu ferðamannastaða. Stærri áættun en nokkru sinnl — allt me5 Fokker skrúfuþotum. Frekari upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof- urnar og skrifstofur flugfélaganna. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Friðjón sýslumaður svarar fyrir sig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.