Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júll 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley ekkl i öOru en undirkjól. Hún veitti þeim enga athygli, heldur rölti að dyrum til hægri, beint inn i svefnherbergið þar sem hún átti að vera. — Ekki heimamanneskja, sagði Chas. — Bara afgangur úr veislunni. Ég skal segja henni að hypja sig. Geri það strax. Og hann gerði það, reif upp svefnher- bergishurðina og sagði henni að hann mætti ekkert vera að þvi að gera meira við hana. — Hver er þetta — mella? spurði Tom þegar Chas kom til baka. — Mella? Chas var skelkaður. — Hvað er þetta maður — heldurðu að ég borgi fyrir það? Heyrðu ljúfur, ef einhver á að borga, þá geta þær borgað mér. Enda hugsa ég að þessi hafi meira upp úr sér en þú gerir. Hún er módel. Hvað hefurðu annars upp úr þér? Og hvað gerirðu eig- inlega. Tom útskýrði hvað hann gerði og sagðist hafa svo sem fimmtán hundruð pund i enskum peningum á ári. Chas fékk aftur á sig skelfingarsvip. — Góði maður, þetta er tittlingaskitur. Á enginn neinn pening af þessu frændfólki þarna fyrir handan? — Eitthvað smávegis, sagði Tom varfærnislega. Chas hafði ef til vill örvandi áhrif á hann, en ennþá fannst honum sem hann þyrfti að fara varlega i peninga- málum þegar Chas var annars vegar. — Segðu mér hvað þú gerir, Chas. — Ég er eins konar umboðs- maður. Reyndi einu sinni við útgerð, i smáum stil auðvitað. Siðan bila. Svo átti ég hlut i tveimur næturklúbbum. En ef ég var ekki viðstaddur, þá var ég fé- flettur, og ég var að drepast úr leiðindum. En svo seldu aularnir tveir sem voru i þessu með mér og náunginn sem keypti var æðis- legur refur. — En við skulum sleppa þvi i bili, vinur. Eins og ég sagði, þá hef ég fullt af sam- böndum. Ef ég frétti af einhverju billegu og tel mig vita um hugsanlegan kaupanda, þá sé ég um kaupin. Litill ágóði en auð- fenginn og engir fjandans yfir- menn. Tökum til dæmis þessi viðskipti i Manchester. Tiu notaðir einhentir ræningjar — gamla sortin — og nú er eina áhyggjuefnið mitt, að náunginn sem lofaði mér þeim, var pöddu- fullur þegar hann gerði það. Þú sérð það kannski ekki á mér, en ég á þetta hús. Pabbi gamli arf- leiddi mig að þvi ásamt nokkrum hlutabréfum sem ég lék mér að, áður en ég kyssti þau að skilnaði. — En þú hefur leigjendur á neðri hæðunum, er það ekki, Chas? Einhvern Dr Firmius i kjallaranum. Helgu greifynju eitthvað á næstu hæð; — Satt segirðu, Tom litli. Miðhæðin er i rauninni leigð fólki sem heitir Morgensten sem er i Bandarikjunum. Og þau endur- leigðu hana greifynjunni, sem er nokkuð fyrir augað. Biddu bara við — en láttu hana eiga sig. Firmius gamli gerir engum neitt, nema hvaðhann er hálfklikkaður. En heyrðu mig annars, af hverju klæði ég mig ekki og svo getum viðskroppið áheimakrána Svaninn og liljuna? Sammála? Sammála. Áður en hann komst að svefn- herbergisdyrunum kom stúlkan út, klædd gulum kjólstrokk og blúndusokkum og með hattöskju i hendinni. Hún stikaði framhjá Chas án þess að virða hann við- lits. — Þangað til næst, elskan, kallaði hann til hennar. — Ekki ef ég kemst hjá þvi. En hún stansaði til að virða Tom fyrir sér. — Og hver ert þú? — Eg er Tom, frændi Chas frá Ástraliu. — Almáttugur — varaðu þig á honum — annars plokkar hann þig inn að skinni, stóri minn. Og út fór hún. — Gefðu mér tiu minútur, sagöi Chas. Tom fannst auðveldara að byrja að taka til i herberginu en reyna að sitja kyrr i þvi. Hann var búinn að hreinsa burt flösk- urnar, glösin og megnið af diskunum þegar Chas kom til baka, sæmilega snyrtilegur i dökkum flannelfötum og með eitt af þessum teinóttu bindum sem minna á eitthvert óljóst riddara- lið af betra taginu. — Tom, býrðu svo vel að eiga fimm pund aflögu? Það litur illa út i heimabúlunni, ef ég stend ekki fyrir mlnu. Þakka þér fyrir, þakk, þakk. Ég veit ekki um þig, en ég er geysiþurfandi fyrir hressandi svaladrykk. Komdu, frændi. Svanurinn og liljan á næsta horni, var lágt, langt hús sem sýndist mjög gamalt Barinn sem Chas stikaði beint inn i, vakti samstundis hrifningu Toms. Það var eiginlega ekki litill salur, en hann var svo mjór og lágur undir loft, með svo mörgum, dökkum bitum, og svo miklu fornlegu tré- verki, að Tom fannst hann vera að panta drykkina i sjálfri Hafmeyjarkránni. Að visu var frammistöðustúlkan ekki bein- linis með Elisabetarsniði, hún var ósköp mögur og með stutt, lakkað hár og náhvitt andlit með grænan klíning kringum augun og hefði getað komið beint úr hrollvekju. Og stöku sinnum sást rjóður og glóhærður unglingur, svo sem hálffertugur, sem stakk höfði inn um lúgu og hvæsti eitthvað að henni eins og ringlaður gæsar- steggur. En Tom gat látið sem hann tæki ekki eftir þeim, honum fannst staðurinn svo viðfelldinn. — Hér er dýrlegt andrúmsloft, sagði hann við Chas. — Þetta er ekki til I Ástraliu— er að sjálf- sögðu óhugsandi. Hvað heldurðu að þessi salur sé gamall? — Svona þriggja ára, sagði Chas. — Reg og Percy létu gera hann upp — fin plastvinna — rétt eftir að þeir keyptu búluna. Það erPercy sem er alltaf að reka inn hausinn. Reg er yfir kalda matnum, sem er ofsafinn og rándýr. Þeir eru auðvitað kommat. En einn svoleiðis sá um salinn hérna. Vann einu sinni fyrir mig — i næturklúbb. Hann seldi mér sjávarmótif — með æðislegum humrum sem komu beint út úr veggnum. Strax og viðskiptavinirnir fóru að kippa, þegar þeir fóru að byrja að verða eyðslusamir, þá litu þeir á vegginn og flýðu. Nú sneri Chas sér frá barnum og leit inn salinn sem var enn næstum tómur. — Ida, ljúfan, kallaði hann til óvenjulegu barstúlkunnar. — Hverjum attu von á núna sem ég þekki? — ómögulegt að segja, Chas. Og ertu viss um að þeir myndu þekkja þig? — Annan svona brandara, Tuðra, sagði Chas með iskaldri fólsku sem kom Tom á óvart, — og þú verður handlama það sem eftir er dagsins. Andlitið á honum var eins hvitt og á henni, en af eintómri reiði. Og meðan Tom horfði á hann, undraðist hann að hann skyldí sjaífur fínna til óvæntrar og fráleitrar löngunar til að hvekkja stúlkuna og meiða hana. Hann tók sig á og sagði: — Chas, hvað um hana systur þina? — Hvað um hana? Eins og hann hefði ekki hugmynd um hvað Tom átti við. — Nú, áttu ekki systur? Og það gæti verið að hún vissi eitthvað um föður minn. — Já, mikil ósköp, auðvitað, auðvitað! Hann var aftur kominn með eðlilegan litarhátt og um leið kom brosið og flögrandi augna- ráðið. Hann lauk við drykkinn sinn. — Það er eins gott að þú pantir tvo I viðbót. Ef ég geri það, þá er gálan þarna vis til að láta sem hún heyri það ekki. Já, það er nú það, hann Charlie frændi. Tja, auðvitað hefur Leonora ekki sams konar sambönd og ég, en það gæti verið að hún hefði heyrt eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Það væri reynandi. En láttu mig um allan undirbúning, Tom litli. — Með ánægju. En ég kæri mig ekki um að baka þér of mikla fyrirhöfn, Chas. — Þú og ég, sagði Chas með feikilegri einbeitni, — við ætlum að finna hann föður þinn, hann Charlie föðurbróður minn. Það er fyrsti liður á dagskrá. Hefur al- geran forgang. Ekkert til sparað, hvorki timi né fyrirhöfn né f járút- lát. Eins og ég sagði þér, skal ég færa þér hann á silfurbakka — áð- ur en þú veist sjálfur hvar þú átt að bera niður. En auðvitað þurf- um við að athuga hvort Leonora veit eitthvað. Hann sagði ekki meira vegna þess að i þessu kom ungur maður askvaðandi, siðhærður og I svartri fráhnepptri skyrtu, tróðst á milli þeirra og hrópaði: — Glas af bitter, Ida. Svo gaf hann frá sér annars konar hljóð og sagði við Chas: — Hvað þykistu eiginlega vera að gera? — Ég er að troða á löppinni á þér, bölvaður aulinn þinn, sagði Chas kuldalega. — Og ég skal troða á hinum nema þú hypjir þig. Frá með þig. Aftur fann Tom þessa furðulegu löngun til að gera sjálfur eitthvað ofsafengið, þrifa jafnvel i unga manninn og hrinda honum kylli- flötum i gólfið. En eftir mann- drápsaugnaráð frá Chas I nokkr- ar sekúndur, þokaði ungi maður- inn sér að hinum enda borðsins. Tom var feginn þvi að hafa ekki látið undan þessari furðulega Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum r|3BÚNAÐARHANKIN N REYKJAVÍK Laugardagur 13. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ásdis Skúladóttir les framh. sögunnar „Lauga og ég sjálfur” eftir Stefán Jónsson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25. Borghildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir og Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Vronski og Babin leika á tvö pianó. a. Sinfóniskir dansar op. 45 eftir Rakhmaninoff. b. Tilbrigði eftir Lutoslavsky um stef eftir Paganini. 14.00 Vikan sem var, Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónieikar. Blásarakvintettinn I New York leikur Kvintett i þjóðlagastil eftir Heitor Villa-Labos. Nan Merriman syngur spænska söngva. Hljómsveit tónlistarskólans I Paris leikur dans nr. 1 úr ,,La vida breve” eftir Manuel de Falla og þætti úr „Iberiu”, hljómsveitarrunu eftir Isaac Albéniz, Rafael Frubeck De Burgos stj. 15.45 A ferðinni. ökumaður: Árni Þór Eymundss. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir) 16.30 Horft um öxl og fram á við. Gisli Helgason fjallar um útvarpsdagskrána siðustu viku og hinnar næstu. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „ „Heilbrigð sál I hraustum llkama” eftir Þóri S. Guðbergsson.Fjórði þáttur. Leikstjóri: GIsli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Þröstur..... Randver Þorláksson, Svandis—Anna Kristin Arngrimsdóttir, Spekingur- inn—Jón Júliusson, Jóhann- es—Sigurður Skúlason, Fréttamaður útvarps (Iþrótta)—Jón Ásgeirsson, Fulltrúi Iþróttasambands Islands—Erlingur Gislason, Fulltrúi ungtemplara—Þór- hallur Sigurðsson, Fulltrúi kirkju og kristil. æskulýðs- félaga—Jón Sigurbjörnsson, Félagsráðgjafi—Edda Þórarinsdóttir, Sögu- maður—Knútur R. Magnús- son, Guðmundur Jónsson, almennur borgari—Klem- enz Jónsson, Sveinn—Flosi Clafsson, Þorkell—Bessi Bjarnason. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá völdsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Irskt kvöld. a. Spjall um land og þjóð. Eggert Jóns- son borgarhagfræðingur flytur. b. trsk tónlist. c. Kafli úr sjálfævis- Franks O ’Connors. Hjörtur Pálsson les eigin þýðingu. 21.15 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Ófrúlega lágf verÖ Einstök gaeöi BARUM BREGST EKKI EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID Á ÍSLANDI SoLUSTAOIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði/ Garöahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f.#simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, sími 1158. m Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stæröum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Auglýsingasiminn er 17500 MOÐVnJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.