Þjóðviljinn - 14.07.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Side 3
Sunnudagur 14. júli 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Hver myndar 13. ríkisst jórn lýðveldisms? Hvernig hefur gengið að mynda stjórnir? 3. GREIN verið við frásagnir Agnars Jóns- sonar i bókinni Stjórnarráð ts- lands 1904—64. Þrettánda stjórnin Þetta yfirlit sýnir að sú tilraun sem nú er gerð til myndunar stjórnar er tilraun til að mynda þrettándu rikisstjórnina i sögu lýðveldisins. Ef einhver hefur ótrú á tölunni, þá getur sá hinn sami huggað sig við að kannski sé eðlilegra að tala um 23. ráðuneyt- ið i sögu landsins allt frá þv.i Jón Magnússon myndaði fyrsta ráðu- neytið 1917. Þetta yfirlit sýnir einnig að ekki eru mjög fastmótaðar hefðir við myndun stjórna. Sú hefð er að visu föst, að forseti ræðir við for- menn flokkanna, en siðan hefur ýmist einstökum mönnum verið falið að gera tilraun eða að flokk- arnir tilnefna menn i viðræðu- nefndir. Sú siðarnefnda aðferð var einkúm notuð i forsetatið Sveins Björnssonar, sem einnig virðist hafa rekið mikið á eftir þeim sem gerðu tilraunir, oft veitt stuttan timafrest og verið fljótur að gripa til þess að vilja skipa utanþingsstjórnir. Aðstæð- ur voru hins vegar aðrar i for- setatið Ásgeirs Ásgeirssonar. eða 23. ráðuneytið á þessari öld? væri milli andstæðinga fram- sóknar um breytingu á kjör- dæmaskipuninni, þá reyndist ekki hægtað ná samstöðu um aðgerðir i efnahagsmálum. Framsókn var hins vegar andvig þvi að tekið væri á kjördæmamálinu, en hefði verið til i ihaldsúrræöin i efna- hagsmálum. Svo fór þvi, að Ólafur tilkynnti 17. des. að hans tilraun hefði mistekist. Þann 18. desember fór Ásgeir Asgeirsson fram á það við Emil Jónsson formann Alþýðuflokksins að hann reyndi myndun meiri- hlutastjórnar eða minnihluta- stjórnar er hefði stuðning þing- meirihluta. Emil samþykkti það og myndaði siðan á Þorláks- messu minnihlutastjórn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins. A alþingi um vorið var siðan gerð breyting á kjördæmaskipuninni með stuðningi Alþýðubandalags- ins en Framsókn hjálpaði stjórn- inni að koma efnahagsmálum i gegn um báðar deildir þingsins. Um sumarið fóru fram tvennar kosningar, þær siðari 25—26. okt. Alþingi kom saman mánuði siðar en daginn áður eða 19. nóv. sagði stjórn Emils af sér og daginn eftir var fyrsta viðreisnarstjórnin mynduð. Þrjár viðreisnar stjórnir Þann 20. nóv. 1959 var tilkynnt að samstjórn Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks væri mynduð undir forsæti ólafs Thors og gekk stjórnin undirnafninu viðreisnar- stjórn vegna útgáfu hvitrar bókar i upphafi stefnu stjórnarinnar, um viðreisn efnahagslifsins. 1 raun verður að telja að héf hafi þrjár viðreisnarstjórnir setið við völd á timabilinu 1959—71, þvi það telst ný stjórn þegar nýr forsæt- isráðherra tekur við. Óþarfi er i þessu yfirliti að greina frá stjórn- armyndunum i þvi sambandi, en viðreisnarstjórnirnar þrjár telj- Þá verður í þessari loka- grein fjallað um myndun ríkisstjórna eftir fall vinstri stjórnarinnar 1958. Einnig verður í þessari grein vikið að núverandi tilraunum til stjórnar- myndunar, sem væri sú þrettánda i röðinni. En spurningin er, hver mynd- ar þrettándu ríkisstjórn lýðveldisins? Það var 4. des. 1958 sem Her- mann Jónasson baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Næstu daga ræddi forseti við forystumenn stjórnmálaflokkanna um mögu- leika á stjórnarmyndun en fól sið- an 9. des. ólafi Thors að gera til- raun til myndunar meirihluta- stjórnar. Tók hann sér frest, en samþykktitveim dögum siðar að gera tilraun. Tvö mál voru helst til umræðu i stjórnmálunum þá stundina, verðbólgumálin og breyting á kjördæmaskipan. Að visu stóð yfir þorskastrið við Breta en það mál blandaðist ekki inn i viðræður um stjórnarmynd- un. Tilraun ólafs strandaði hins vegar á þvi, að þó ab samstaða Það er sjálfsagt að koma við í OLÍU STÖÐINNI Þegar þér eigið leið um Hvalfjörð er Oliustöðin áningarstaður. • Við bjóðum: • SMÁItfiTTI 9 SMURT BRAUÐ • KAKFI • TK • SÚKKULAÐI • oL • (lOSI)RYKKI • GOTT VIÐMÓT • BENSÍN OG OLÍUIt OPIÐ KL. 8-23,30 ALLA DAGA. OLÍUSTÖÐIN HVALFIRÐI ast: Stjórn Ólafs Thors frá 20. nóv. 1959—14. nóv. 1963, stjórn Bjarna Benediktssonar frá 14. nóv. 1963—10. júli 1970, stjórn- undir forsæti Jóhanns Hafstein frá 11. júli 1970—14. júli 1971. Vinstri stjórnin. Viðreisnarstjórnin missti þing- meirihluta sinn i kosningunum 13. júni 1971 og baðst Jóhann Haf- stein lausnar þegar að kosningum loknum. Forseti Kristján Eldjárn ræddi þá þegar við formenn stjórnmálaflokkanna og fól siðan formanni stærsta stjórnarand- stööuflokksins frá tið viðreisnar að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. Ólafur Jóhannesson for- maður F'ramsóknarflokksins hóf siðan viðræður við Alþýðubanda- lagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna er lyktaði eins og allir þekkja með myndun vinstri stjórnar 14. júli 1971. Óþarfi er að rekja siöan nýaf- staðið þingrof og kosningar á þessu sumri, en eftir kosningar 30. júni 1974 baðst vinstri stjórnin lausnar. Siðan hafa staðið yfir til- raunir til stjórnarmyndunar er urðu hvatinn að þvi, að hér i blað- inu hafa verið rifjaðar upp fyrri stjórnarmyndanir. Stuðst hefur Hér mun ekki fjölyrt um þá til- raun sem nú stendur yfir. Forseti fylgdi fyrrnefndri hefð að kalla til sin formenn flokkanna og fól sið- an formanni stærsta flokksins að gera fyrstu tilraun. Fyrir þvi eru mörg fordæmi eins og yfirlitið sýnir. Geir Hallgrimsson telur að til þess að hann geti hafið formleg viðtöl við formenn annarra flokka um stjórnarmyndun, þá þurfi að gera úttekt á stöðunni i efnahags- málum. Aður við stjórnarmynd- anir hefur nefnd frá öllum flokk- um unnið að slikum úttektum á efnahagsmálum og hefði það kannski verið eðlilegri fram- gangsmáti og er enn opinn. Yfir- litið sýnir einnig að misjafnlega lengi hafa inenn gert tilraunir, sumir gefist upp eftir fáeina daga, aðrir fengið rúman mánuð, svo ekkert verður fullyrt um það, hve lengi Geir er stætt á að reyna sig. Óhætt er að fullyrða að ekki hafa stjórnarkreppur verið tiðar eða langvinnar á Islandi. Sú lengst 117 daga árið 1947. En menn velta þvi fyrir sér hve löng hún verður að þessu sinni. Ljóst er að skriður kemst venjulega ekki á stjórnarmyndanir fyrr en alþingi kemur saman og verður það væntanlega nú. Þá má benda á að reynslan sýnir að meðalfæð- ingahriðir vinstri stjórna er um mánuður, en fæðingahriðir helm- ingaskiptastjórna öllu lengri og myndast jafnvel minnihluta- stjórnir i millitiðinni. (ó.r.e. tók saman)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.