Þjóðviljinn - 22.08.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.08.1974, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. ágúst 1974. Hryðjuverk fasista á Ítalíu Myndin sýnir afleiðingar sprengjutilræðisins f Brenner-lestinni — 12 létu Iffið, um M særðust. Var leyniþjónustan aö hylma yfir meö fásistum? 12 manns létust og um 50 særðust þegar sprengjutil- ræði var gert í Brenner- hraðlestinni í Italíu 4. ágúst sl. t 5 ár hafa ítalir lifað við stöðugan ótta við fasistísk sprengjutilræði. Það síðasta, 4. ágúst, virðist ætla að skipta sköp- um og hafa áhrif á þessi mál í aðrar áttir. Fyrir tveimur mánuðum létust 8 manns og hundrað særðust er sprengja sprakk í Brescia. Þetta sprengjutil- ræði varð til þess að hin fasísku einkenni urðu al- mennt viðurkennd, en þessi tvö tilfelli virðast ætla að leiða til þess, að fram í dagsljósið komi samband milli tilræðanna og fasistanna annars veg- ar og nokkurra þekktra einstaklinga, sem enn skipa virtar stöður í þjóð- félaginu. Rikisstjórnin hefur nú gjörsamlega lagt niður talið um „hinar andstæðu öfgastefnur” i þessu sambandi, og viðurkennt að það er aðeins einn öfgahópur, sá fasiski, sem dreifir sprengjum um alla Italiu. Og hvers konar stjórnmálasamtök krefjast þess nú i fyrsta lagi að ráðist sé gegn hryðjuverkamönnum fasista, i öðru lagi að það verði upplýst hvernig á þvi stendur að þessi til- ræði hafa aldrei verið upplýst i þau fimm ár sem liðin eru frá þvi þau hófust, og loks hvernig á þvi stendur að yfirvöldin hafa jafnan ákært stjórnleysihópa, en ekki — þrátt fyrir margskonar likindi og verulegar sannanir — snúið sér að samtökum fasista. Hættulegt fyrir Evrópu Sprengjutilræðin á Italiu eru að verulegu leyti ólik þeim, sem menn þekkja af fréttum frá Norður-trlandi. Þau eru einnig hættulegri fyrir Evrópu, segir greinarhöfundurinn Karen Dissing Melega, sem hér er byggt á eftir Information. Höfundurinn rökstyður skoðun sina þannig að átökin á Norður-Irlandi séu ein- angraðri. en tilræðin á Italiu snerti alla Vestur-Evrópu. Á ttaliu er ekki um að ræða borgarastyrjöld. Þar er um að ræöa opin átök milli tveggja aðila — annar er fasiskur. Fasistar eru þátttakendur i valdabaráttu sterkra afla á ttaliu gegn fram- farasinnuðum öflum, og þeir eiga marga bandamenn sem ekki hafa þorað að koma fram opinberlega. En nú loks hefur vaknað hreyfing á Italiu meðal allskonar aðila sem krefjast þess, að i ljós komi hversu viðtæk sambönd fasistarnir i rauninni hafa. Sprengjutilræðin á ttaliu siöustu fimm árin hafa ásamt öðru haft það i för með sér að ttalir standa frammi fyrir alvar- legustu efnahagskreppu og stjórnmálakreppu landsins frá þvi að fasisminn var upprættur fyrr á árum, og ttalia er orðin „sjúklingurinn” i samfélagi Vestur-Evrópurikja, og áreiðan- lega er veruleg hætta á „smitun”, ef sjúklingurinn fær ekki rétta meðhöndlun, sjúkdómsgreiningu og lækningu samkvæmt henni. Miðstöð í París ttalski varnarmálaráðherrann Giulio Andreotti staðhæfði fyrir nokkrum vikum að hann heföi undir höndum upplýsingar sem sönnuðu, að fasistarnir á ítaliu og annars staðar i Evrópu ættu sér sérstaka miðstöð i Paris. Ráð- herrann fékk yfir sig spurninga- dembu af þessu tilefni frá fjöl- mörgum blaðamönnum, en hann neitaði að gefa nánari upp- lýsingar. Þess vegna hafa menn verið með allskonar ágiskanir, m .a. um tengsl við alþjóðasamtök fasista i kringum kjarna gamalla nasista og OAS-manna. Margar sannanir eru til um sambönd milii þessara hópa, italskra ný- fasista og þessa alþjóðasam- bands. Einn tengiiiðurinn er sagöur vera fyrrum SS-foringi Otto Skorzeny, sem varð viökunn- ur vegna þess að hann bjargaöi Mussolini i flugvél af Gran Sasso- fjalli 1943. Skorzeny býr nú á Spáni, en þaðan stjórnaði hann samtökunum „Odessa”, sem höfðu það hlutverk að bjarga gömlum nasistum undan lögreglu og dómstólum. Nú er hann kaupsýslumaður, sem einkum fæst við ólöglega vopnaverslun. Þegar italska lög- reglan komst yfir vopn i fórum fasistahópsins MAR nýlega, konu i ljós vélbyssa og flugvél, sem Skorzeny hafði útvegað. Samtökin sem segja má að samsvari nú einna helst alþjóða- sambandi fasista eru „Ný regla”, sem eiga aðstandendur i ýmsum löndum, einkum Frakklandi og á ttaliu. A ttaliu voru þessi samtök bönnuð fyrir einu ári og ákærð fyrir „endurreisn fasistaflokks- ins” (sem er bannað samkvæmt stjórnarskránni.) Þó er starfandi á ítaliu nýfasistaflokkur, MSI, fjórði stærsti flokkur landsins, en hann hefur aldrei verið dæmdur .úr leik þó ekki fari hann dult með grundvallarstefnu sina. Þrátt fyrir bannið á samtökunum „Ný regla” héldu þau áfram að starfa og heita nú „Svört regla” — „Ordine nero”. Þessi samtök tóku á sig ábyrgð á sprengjutil- ræðinu við Brenner-hraðlestina. Eins og glæpareyfari Það væri áreiðanlega hentugt fyrir Andreotti varnarmálaráð- SPRENGJUTILRÆÐIN A ITALIU 400 sinnum á 5 árum! Frá 1969 hafa verið gerð um 400 sprengjutilræði á Italiu. Þessi sem hér verða t'alin hafa vakið mesta athygli: 25. aprll 1969: Tvær sprengjur sprungu á kaupstefnu i Milanó. Margir særðust. Hópur róttækra vinstrimanna ákærður, en þeir höfðu verið i tengslum við bóka- útgefandann Feltrinelli. Mörgum árum siðar kom i ljós, að hér hafði verið um fasistana að ræða. Ágúst 1969, Norður-ttaiia: Sprengjur sprungu i járn- brautarlestum. Margir særðir. Stjórnleysingjar ákærðir. Sannað þremur árum siðar að fasistar báru ábyrgðina. 12. desember 1969, Mllanó: Sprengjutilræði i Búnaðarbank- anum. 16 létust, 90 alvarlega særðir, þar af margir lifshættu- lega limlestir. Stjórnleysinginn Valpreda handtekinn þremur dögum eftir sprenginguna og talinn sekur. Sat i fangelsi i þrjú ár án þess að koma fyrir dóm- stóla. Fyrir liðlega einu ári var tveimur fasistum stefnt fyrir sama tilræðið, á grundvelli sannana og ábendinga sem lágu fyrir strax nokkrum vikum eftir tilræðið. Sönnunargögnin voru langtimum saman falin af leyniþjónustunni. Fyrir nokkrum mánuðum var ákveðið að sameina málin gegn þessum aðilum, — en réttarhöld hafa enn ekki hafist. Sama dag sprakk sprengja undir banka i Róm. 15særðust. I Milanó fannst sprengja i Verslunarbankanum. 22. júli 1970: Lest fór af sporinu i Reggio Calabria á Suður-Italiu. Sex létust, 129 særðust. Yfirvöldin lýstu þvi fyrst yfir að hér væri um að ræða tæknilega bilun, en siðar kom i ljós, að einnig hér voru fasistar að verki. 15. mars 1972, Segrate (Milanó): Feltrinelli, vinstri- sinnaður útgefandi og miljóna- mæringur, finnst drepinn undir háspennumastri. Margt bendir til þess að Feltrinelli hafi verið dreginn að mastrinu og þar hafi sprengjan sprungið. Málið sagt óupplýst. 17. mai 1972: Lögreglumaður skotinn fyrir utan heimili sitt i Milanó. Þessi lögreglumaður var einmitt um þessar mundir að rannsaka ólöglegan vopna- innflutning fasista. Tveir fasistar handteknir, ákæröir fyrir morðiö, en voru látnir lausir vegna skorts á sönnunar- gögnum. Þeir eru nú ákærðir á ný ásamt tyrkneskri konu, en þeim tókst að sleppa yfir til Spánar. 21. — 22. október 1972: Sprengjutilræði við sérlest sem flutti félaga I verkalýðs- samtökunum til ráðstefnu um þróunarvandamál Suður-ítaliu. Sprengjutilræði á allri leiöinni frá Reggio Calabria til Róm skapa öngþveiti. Fimm særðust. 7. april 1973: Ungur meðlimur fasistasamtakanna særðist þegar hann var að koma fyrir sprengju i lest á leiðinni Torino — Róm. Hann var ákærður ásamt þrem öðrum. 12. april 1973, Milanó: Lögreglumaður lét lifið vegna handsprengju sem fasisti kastaði til hans á fundi fasista- samtakanna. 35 særðust. Nýfasistar segjast enga ábyrgð bera á verknaðinum og lýsa yfir að hér hafi verið um að ræða ögrunaraðgerðir leyniþjón- ustunnar. 17. mai 1973, Milanó: Þegar ár er liðið frá þvi að lögreglu- maðurinn lést er kastað var sprengju inn i lögreglubæki- stöðvarnar á sama tima og for- sætisráðherrann Mariano Rumor afhjúpar myndastyttu. Tilræðismaðurinn Bertoli var handtekinn á staðnum. Hann segist vera stjórnleysingi, en margskonar likur benda til þess að hann tilheyri alþjóðlegum fasistasamtökum sem hafa bækistöðvar I Marseilles. Nú, fyrir tveimur vikum, er fasiskur bakgrunnur hans viðurkenndur i ákæruskjalinu gegn honum. 28. mai 1974, Brescia.Sprengju- tilræði á verkalýðsfundi, 8 létu lifið, 100 særðust. t fyrsta sinn er nú viðurkennt af stjórnar- völdum að þetta tilræði beri öll merki fasista. Viðbrögð almennings neyða stjórnarvöld til þess að taka til hendinni. Margir eru handteknir og sér- stök stjórnardeild i innanrikis- ráðuneytinu sett á stofn, sem fáist við þessi mál. 4. ágúst 1974: Sprengingin i Brenner-lestinni, sem sagt er frá i greininni og „Ordine Nero” viðurkenndi að bera ábyrgð á.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.