Þjóðviljinn - 22.08.1974, Qupperneq 3
Fimmtudagur 22. ágdst 1S74. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Skuttogaraslysin
Gubbjörn Jensson
Að undanförnu hafa
orðið nokkur vofeifleg
slys um borð i skuttog-
urunum og hefur
mönnum orðið nokkuð
tíðrætt um þau. Blaðið
hafði tal af tveimur
mönnum vegna þessara
slysa og bað þá að segja
sitt álit á því af hverju
þau stöfuðu.
Hálfdán Henrýsson hjá
Slysavarnafélagi tslands
skýrði blaðinu frá þvi að frá
slðustu áramótum hefðu orðið
sjö stórslys um borð i skuttog-
urum. Tveir menn hefðu
drukknað, annar þeirra hvarf
á hafi úti en hinn féll niður um
skutrennu. Þjrú dauðaslys
hafa orðið við víravinnu, þar
af eitt við bryggju, og tveir
menn hafa stórslasast við
viravinnu.
Aðspurður kvaðst Hálfdán
vera þcirrar skoðunar að hér
væri kunnáttuleysi eða óvar-
Menn eru að
læra á skipin
segir Guðbjörn Jensson skipstjóri. — Ovarkárni eða
kunnáttuleysisegir Hálfdán Henrýsson hjá SVFI
kárni um að kenna. Þessi slys
gerðust yfirleitt þegar verið
væri að hifa eða slaka trollonu
og væri það þá gert of .jösna-
lega. Hann sagði að ekki væri
um að kenna framleiðslugalla
á virum eða öðrum tækjum
skipanna.
Mætti gefa út
skýrslur um skipin
Guðbjörn Jensson skipstjóri
á Spánartogaranum Snorra
Sturlusyni, sem BGR gerir út
sagði hins vegar að ekki væri
neitt undarlegt viö þessi slys.
„Skuttogurunum hefurfjölgað
gifurlega að undanförnu og
þetta er óumflýjanlegt meðan
menn eru að venjast skipun-
um. Það hafa nú orðið dauða-
slys um borð i siðutogurunum
og m.a.s. bátunum lika”.
— Þessi atvinnugrein er
áhættusöm og það veröur seint
komið i veg fyrir slysin. Eina
leiðin er liklega að hætta að
stunda sjó. En ég held nú að
þessum slysum muni fækka
þegar menn fara að venjast
skipunum.
— Það reynir enginn að
slasa neinn. En þegar verið er
að toga i misjöfnu veðri og allt
á fullri ferð má alltaf búast við
slysum. Mér finnst satt að
segja dálitið skritið að þau
hafi ekki orðið fleiri miðað við
þær aðstæður sem oft koma
upp.
— Hitt er annað mál að það
má ýmislegt gera og hefur
margt verið gert til að koma i
veg fyrir slys. Það mætti til
dæmis skýra betur frá þvi
hvernig slysin verða, gefa út
skýrslur um þau og dreifa
þeim til skipstjórnarmanna.
// ••• sem aldrei hafa
migið í saltan sjó"
— En það er eitt atriði sem
breyst hefur við tilkomu skut-
togaranna. Á mörgum þeirra
er það svo að skipstjórinn
hefur tekið við þvi starfi að
hifa og á hann þar með að sjá
um hvort tveggja að hifa og að
stýra skipinu um leið. Þetta
hefur gerst i kjölfar fækkunar
þeirrar sem orðið hefur um
borð i togurunum. Þaö gefur
auga leið að menn geta ekki
sinnt báðum þessum störfum i
einu, einkum og sér i lagi þeg-
ar þoka er eða mörg skip eru
að á sama blettinum. Hjá
BÚR hefur þetta þó ekki gerst
og hefur útgerðin fleiri menn
um borð en krafist er. Ég hef
sjálfur t.d. alltaf mann i
brúnni hjá mér, þegar verið er
aö hifa eða slaka.
— Nú og svo mætti fá ein-
hverja sjómenn til þess að
sinna slysavörnum en ekki
menn sem aldrei hafa migið i
saltan sjó, þó þeir hafi fin próf.
Ég er kannski dálitið gamal-
dags, en ég held að þetta verði
aldrei lært til fulls við skrif-
borðið. Menn verða að hafa
einhverja reynslu i sjó-
mennskustörfum áður en eir
fara að úttala sig um þessi
mál, sagði Guðbjörn aö lok-
um. —ÞH
Verð á stein-
olíu tvöfaldast
Fjármálaráðherra leggur til:
Bensin hækki um
7 kr. frá 1. sept.
Lagt hefur verið fram á al-
þingi frumvarp frá fjármála-
ráðherra um hækkun á
bensingjaldi úr tæpum 10
krónum i 17 krónur, eða um 7
krónur og 13 aurar á hvern
litra.
Jafnframt gerir frumvarpið
ráð fyrir þvi, að felld verði
niður á móti 38 gjöld, sem nú
eru lögð á notendur bifreiða.
Meðal þeirra gjalda, sem gert
er ráð fyrir að fella niður, eru:
Þungaskattur af bensinbif-
reiðum og bifhjólum, slysa-
tryggingargjald ökumanns,
skirteinagjöld, skráningar-
gjöld, skoðunargjald o.fl.
Þá er i frumvarpinu ákvæði
um hækkun þungaskatts frá
og með næsta ári af bifreiðum,
sem nota annað eldsneyti en
bensin. Fyrir bifreiðir innan
við 2000 kg á þungaskatturinn
að hækka úr kr. 27.500,- i kr.
45.000,-, en siðan skal greiða
kr. 1550,- fyrir hver full 100 kg
umfram 2000 kg.
' 1 greinargerð frumvarpsins
segir að með hækkun bensin-
gjalds og þungaskatts af disel-
bifreiðum sé annars vegar
stefht að fjáröflun til að bæta
upp tekjumissi af niðurfell-
ingu gjaldanna 38 og hins veg-
ar að aukinni fjáröflun til
vegagerðar.
Talið er að tekjur rikissjóðs
og Tryggingarstofnunar rikis-
ins skerðist við niðurfellingu
hinna 38 gjaldstofna um sam-
tals 150 miljónir króna. Hins
vegar er gert ráð fyrir að tekj-
ur af bensingjaldi og þunga-
skatti næmu á þessu ári að ó-
breyttum lögum um 1320
miljónum króna, og þar sem
frumvarpið gerir ráð fyrir um
70% hækkun ætti tekjuaukinn
að verða milli 900 og 1000
miljónir á ársgrundvelli.
í frumvarpinu er lagt til að
hækkun bensingjaldsins komi
til framkvæmda þann 1. sept.
nk.
Bréfaskóli SÍS og ASÍ
Verulegar breyt-
ingar áformaðar
fyrsta skrefið verður aukin
og bœtt tungumálakennsla
herra — en flokkur hans ber aðal-
ábyrgöina á slælegri frammi-
stöðu gegn fasistum siðustu fimm
árin — það sannaðist að allir
þræðirnir lægju til Parisar. En
hann hefur einnig viðurkennt, að
það geti ekki verið fullnægjandi
skýring, og sú viðurkenning kom
loks fram fyrir tveimur
mánuðum eftir viðtækar upp-
ljóstranir.
Stuttu eftir atburðina I Brescia
vakti Andreotti mikla athygli, er
hann skýrði frá þvi i viðtali við
kommúniskan blaðamann viku-
blaðsins II Mondo, að áreiðanlega
væri eitthvað bogið við leyni-
þjónustu landsins og þess vegna
hefði hann ákveðið að setja frá
störfum yfirmann hennar.
Andreotti skýrði einnig frá þvi
að leyniþjónustan hefði sl. 10 ár
einkum njósnað um einstaklinga
og hópa innanlands i þágu ein-
stakra persóna og hagsmuna-
aðila. Njósnastarfsemin hefði
ekki beinst að þvi að komast að
þvi hvort hugsanlega væri i gangi
einhvers konar starfsemi gegn
hagsmunum þjóðarinnar, heldur
að þvi að finna eitthvað gegn for-
ustumönnum i stjórnmálalifi i þvi
skyni að koma upplýsingum á
framfæri um trúnaðarviðræður
og fundi um efnahagsmál og
stjórnmála. (Vikublaðið L’
Espresso hefur einmitt birt fjöld-
ann allan af spjaldskrármiðum
handa Egenio Cefis, sem er einn
skuggabaldurinn i Itölskum
stjórnmálum.)
Leynir sannleikanum
Andreotti sagði lika, að leyni-
þjónustan feldi sannleikann, i
stað þess að upplýsa eins og henni
bæri skylda til. Hann sagði að
rannsóknir hennar væru oft
lokaðar inni, enda þótt dómstólar
eöa stjórnmálamenn færu fram á
upplýsingar. Hann sagði einnig
frá þvi, að ekki hefðu verið eyði-
legaðar 157 þúsund möppur með
upplýsingum um italska stjórn-
málamenn, en stjórnarvöld fyrir-
skipuðu eyðileggingu þessara
gagna eftir að upp komst um
njósnahneyksli. Þeir sem komust
á þessa skrá leyniþjónustunnar
voru einkum þekktir italskir
stjórnmálaemnn, i þeirra hópi
þáverandi forseti Giuseppi
Saragat — og páfinn! 1 þessum
möppum er að finna ýtarlegar
upplýsingar um einkalif þessara
manna, um stjórnmálasambönd,
um „snögga bletti”: kynvillu,
drykkjuskap, óskilgetin börn,
ástkonur, framhjáhöld eiginkon-
unnar, skyldmenni sem þeir
hefðu ástæðu til að skammast sin
fyrir o.s.frv.
Þetta upplýsingasafn var i
tengslum við ráðgerða valdatöku
1964, sem fyrrverandi forstjóri
leyniþjónustunnar skipulagði
ásamt öðrum. Hann er nú með-
limur i fasistaflokknum.
Fyrirsvarsmaður leyni-
þjónustunnar á árunum frá
1969—1972 — þegar leyniþjónust-
an kom I veg fyrir birtingu skjaia
um sök fasistanna á mörgum
sprengjutilræðunum — var
Eugeniko Henke, núverandi yfir-
maður hersins. Hann hefur haldiö
þvi fram, að hann hafi haldið
niðri þessum upplýsingum vegna
pólitiskra fyrirskipana. (Eitt af
þvi sem Henke ber ábyrgð á að
hafa falið er, að blaðamaðurinn
Guido Ginannettini, sem var
ákærður fyrir aðild að tilræði .1
Milanó 1969, var ráðinn starfs-
maður leyniþjónustunnar. Hann
dvelst nú I Paris, en þangað hefur
hann fengið sendar fjárfúlgur
mánaðarlega — sem svara um
170 þúsund isl. kr. — i laun frá
leyniþjónustunni.
Hver skipar leyni-
þjónustunni fyrir?
Spurningin er þvi þessi: Hver
skipar leyniþjónustunni fyrir? Og
hverskonar valdabarátta á sér nú
stað og veldur þvi, að nú fæst sá
annars mjög svo þegjandalegi
varnarmálaráðherra til þess að
tala?
1964 — þegar vinstrisósialistar
urðu aðilar að rikisstjórn landsins
— jók leyniþjónustan mjög um-
svif sin.
1 dag er það styrkur kommún-
istaflokksins, sem er tilefnið. Það
er ekki það, að kommúnistar séu
að fara i rikisstjórn, heldur hitt að
kristilegir demókratar og sósial-
istar annars vegar og kommún-
istar hins vegar hafa mjög nálg-
ast.
15. ágúst sl. hækkaði verð á
steinoliu um rúmlega 100%. Aöur
var i gildi verö frá þvi siðari hluta
mars og var það 9,30 kr. á litra úr
tunnu en 12,40 kr. á litra i smáilát.
Nú er verðið orðið 19 kr. á lítra úr
tunnu en 25 kr. á smáilát.
A skrifstofu verölagsstjóra fékk
blaðið þær skýringar á þessari
hækkun að verð á steinoliu væri
Við gátum um það i gær, að
borist hefði tilboð frá Kanada i
þær birgðir af loðnumjöli sem til
eru i landinu og hefði það verið
nokkuð hátt miðað við það sem
Miles
efstur á
HM
í skák
Fyrir skömmu sögðum viö frá
ágætum árangri Svians Lars-íke
Schneider á heimsmeistaramóti
unglinga i skák, sem fer fram i
Manilla á Filipseyjum. I sjöttu
umferð úrslitakeppninnar sigraði
hann Sovétmanninn Kotjev i 40
leikjum. Að 6 umferöum loknum
var Schneider i 1.-2. sæti ásamt
Bretanum Miles, og voru þeir
með 4,5 vinning. A mánudaginn
mættust svo Schneider og Miles,
og bar þá Miles sigur úr býtum
eftir 46 leiki.
Að 7 umferðum loknum af 9 var
staðan þessi:
Miles 5,5 vinningur
Dieks (Hollandi) 5 vinningar
Schneider og Kotjev 4,5 vinn-
ingur
ekki jafnað milli farma heldur
hækkaði það þegar ný farmur
kæmi. Steinolian er það litið
brúkuð hérlendis að ekki hefur
þurft að flytja hana inn siðan i
febrúar. A helstu oliutegundum
er verðið hins vegar jafnað milli
farma þannig að þótt verð farm-
anna sé misjafnt er verðinu hald-
ið stöðugu. —ÞH
menn voru farnir að gera sér von-
ir um að fá fyrir mjölið.
Við hringdum i viðskiptaráðu-
neytið og spurðum hvort eitthvað
frekar hefði gerst i málinu, en þar
fengum við þau svör aö fyrir
miðjan júli hefði komið hingað is-
lenskur aðili, sem taldi sig geta
selt mjölið Kanadamönnum fyrir
gott verð.
Siðan, eða i rúman mánuð,
hefði ekkert gerst. Voru menn
orðnir harla vondaufir um að
maður þessi léti frá sér heyra á
nýjan leik og tortryggnir á að
nokkuð yrði úr þessari sölu.
—ÞH
Stuttur fundur
í efri deild
Fundur var haldinn i efri
deild alþingis i gær. Var þar til
umræðu frumvarpið um stað-
festingu á bráöabirgðalögun-
um frá 21. mai i vor um ráð-
stafanir til viðnáms gegn
verðbólgu og framlengingu
gildistima laganna til septem-
berloka. Málið hafði áöur ver-
ið afgreitt frá neðri deild.
Ólafur Jóhannesson forsæt-
isráðherra mælti fyrir frum-
varpinu I efri deild og fór fram
á að deildin afgreiddi frum-
varpið óbreytt sem lög nú i
dag, fimmtudag.
Málinu var visað til 2. um-
ræðu og nefndar án frekari
umræðna.
Fyrir dyrum standa all-veru-
legar breytingar á Bréfaskóla SIS
og ASI sem miða að þvi að gera
hann að betri skóla, og von for-
ráðamanna hans er aö með tim-
anum verði hann það fullkominn
að frá honum verði hægt að ljúka
gagnfræðaprófi og siðan stúd-
entsprófi i samvinnu við einn
skóla hvors þessara menntastiga.
Þetta kom fram i samtali við
Sigurð Markússon forstööumann
fræðsludeildar SIS i gær, en við
höfðum heyrt aö fyrir dyrum
stæði veruleg breyting á skólan-
um og spurðum Sigurð hverjar
þær yrðu, en það skal tekið fram
að hinn nýskipaði skólastjóri
bréfaskólans, Sigurður A.
Magnússon, er erlendis, og þvi
var ekki hægt að ræða málið viö
Framhald á 11. siöu.
Gott tilboð í loðnumjöl, en
Ekkert gerst í mánuð