Þjóðviljinn - 22.08.1974, Side 12
UÚÐVIUINN
Fimmtudagur 22. ágúst 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldslmi biaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
16.-22. ágúst er i Laugavegsapóteki og
Holtsapóteki.
Tannlæknavakt fyrir skólabörn i
Reykjavik er I Heilsuverndarstöðinni i
júli og ágúst alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Grundarstigur 15, vinnustofa og heimili Rikarðs Jónssonar.
Fögnum þessu
r r
sögðu þær Olöf og Asdis, dætur
Rikarðs Jónssonar um ákvörðun
Reykjavikurborgar að gera
heimili listamannsins að safni
Vegna þeirrar ákvörðunar borg.
arráðs, að Reykjavíkurborg
kaupi hús Rlkarðs Jónssonar
listamanns að Grundarstig 15 og
að honum látnum verði þar komið
upp safni, höfðum við samband
við dætur hans Ólöfu og Asdisi
sem búa með föður sinum, og
spurðum þær um álit þeirra á
þessu máli. Þvi miður hefur lista-
maðurinn sjálfur átt við erfið
veikindi að striða undanfarið og
gátum við þvi ekki rætt málið við
hann.
Þær systur sögðu að bæði þær
og faðir þeirra fögnuðu þessari á-
kvörðun mjög. Þær sögðu að hug-
Flugslys
í Zaire
KINSHASA 21/8 — Allir þeir sem
voru um borð i flutningavél úr
flugher Zaire biðu bana, þegar
flugvélin hrapaði til jarðar
skammt frá bænum Kisangani i
norðausturhluta landsins fyrir
þremur dögum. 1 vélinni voru 24
farþegar og sjö manna áhöfn.
Orsök slyssins er óþekkt. Það
gerðist aðfaranótt sunnudags, en
flakið fannst ekki fyrr en á mánu-
dag.
myndin væri ekki ný. Upphafs-
maður hennar hefði verið vinur
Rikarðs, Jónas frá Hriflu, sem oft
hefði haft orð á þvi að nauðsyn-
legt væri að gera vinnustofu og
heimili.Rikarðs að safni að hon-
um látnum.
Forráðamenn borgarinnar
höfðu haft samband við þær og
föður þeirra áður en þessi á-
kvörðun var tekin, en þó á enn
eftir að ganga frá flestum atrið-
um þessa máls og verður það gert
i haust að öllum likindum.
Þær ólöf og Asdis sögðu að auk
margra listaverka eftir Rikarð
sem er^n væru i hans eigu ætti
hann óhemju mikið og gott bréfa-
safn, og þá ekki siður merkilegt
safn islenskra orða, einkum frá
Austurlandi þar sem hann er
fæddur. Þá á hann varðveittar
mjög margar vinnuteikningar og
fleira sem ómetariegt væri. En
þær tóku báðar fram, að þegar
safnið væri komið upp, þyrfti að'
stofna sjóð, sem gerði það mögu-
legt að kaupa til baka þau lista-
verk eftir Rikarð sem fáanleg
væru eða yrðu i framtiðinni, Verk
hans eru dreifð um allt land, bæði
i einkaeign og I eigu opinberra að-
ila.
Þá er gert ráð fyrir þvi að þær
systur annist um safnið og er
meiningin að varðveita vinnu-
stofu hans og heimili óbreytt frá
þvi sem nú er.
Tyrkneskt lýðveldi
stofnað á Kýpur
— ef Grikkir vilja ekki setjast aftur
að sanmingaborðinu
NIKOSÍU 21/8 — Ef Grikk-
ir samþykkja ekki fljót-
lega að taka upp að nýju
samningaviðræðurnar i
Genf um framtið Kýpur,
verður stofnað sjálfstætt
lýðveldi Kýpur-Tyrkja á
vesturhluta eyjarinnar,
sagði Rauf Denktash, leið-
togi tyrkneska minnihlut-
ans í dag. Hann sagði að
lýst yrði y.fir lýðveldi á
þeim þriðjung eyjarinnar,
sem tyrkneski herinn hefði
á valdi sinu/ ef Grikkir
vildu ekki ræða um stofnun
sambandslýðveldiis.
Glafkos Klerides forseti sagði
að tillögur Tyrkja um sambands-
lýðveldi hefðu ekki annan tilgang
en þann að fela hinar eiginlegu
fyrirætlanir Tyrkja. Hann sagði
að ummæli Denktash sýndu að
Tyrkir hefðu alltaf ætlað sér að
skipta eynni.
Tyrkneski herinn hefur skipað
herliði Sameinuðu þjóðanna að
yfirgefa Famagústa-svæðið á
austurströnd Kýpur, að sögn tals-
manna samtakanna I dag. Hann
bætti þvi við að farið hefði verið
fram á nánari útskýringu á þess-
ari fyrirskipun. 225 sænskir her-
menn eru nú á þessu svæði.
Rauf Denktash, sem kom til
eyjarinnar frá Ankara i gær,
sagði i dag i viðtali við frétta-
mann Reuters, að Tyrkir myndu
leyfa griskum kaupmönnum að
snúa aftur til þeirra svæða, sem
tyrkneski innrásarherinn hefur
nú á valdi sinu, en hann bætti þvi
við að þess yrði að gæta að menn
úr hreyfingum eins og Eoka-B
slæddust ekki með. „Við viljum
ekki taka land Kýpur-Grikkja”
sagði Denktash, „en menn verða
að muna að við eigum lika land
þeirra megin”. Hann sagði að það
væri samningsatriði hvernig
landamærin milli Kýpur-Grikkja
og Kýpur-Tyrkja væru dregin, en
vildi þó ekki segja neitt nánar um
það.
Litlar líkur virðast vera á þvi,
að Grikkir fallist á að setjast
aftur að samningaborðinu með
Englendingum og Tyrkjum i
Genf. Breski sendiherrann i
Aþenu, Robin Hooper, ræddi i dag
við Konstantin Karamanlis, for-
sætisráðherra Grikklands, til að
fá vitneskju um þau skilyrði sem
Grikkir settu áður en þeir féllust
á frekari samningaviðræður.
Buient Ecevit, forsætisráðherra
Tyrklands, sagði að Tyrkir hefðu
ekki gefið upp á bátinn áætlanir
sinar um stofnun sambandsrikis
á Kýpur ineð sérstjórn fyrir
hvorn hluta. Þeir væru fúsir til að
semja um stærð tyrkneska hlut-
ans.
Griskir heimildarmenn skýrðu
frá þvi i dag að Grikkir vildu ekki
he*ja samninga að nýju nema
Tyrkir drægju herlið sitt til baka
á þau svæði sem þeir höfðu á
valdi sinu 9. ágúst, þ.e.a.s. áður
en sióasta sókn þeirra hófst.
Flóðin
í rénun
MANILA 21/8 — Um ein miljón
manna hafa misst heimiii sin i
flóðunum á Filipseyjum, en þau
eru nú i rénum viðast hvar. Tals-
maður rikisstjórnarinnar upp-
lýsti i dag að 78 menn hefu beðið
bana i flóðunum hingað til. Eyjan
Luzon hefur orðið einna verst úti
og nemur tjónið þar miljónum
króna.
Flóðin eru einnig i rénum á
flóðasvæðunum umhverfis
Dacca, höfuðborg Bangladess.
En i suðvesturhluta landsins
versnar ástandið hins vegar stöð-
ugt. Bærinn Gopalganj er allur
undir vatni og Madaripur hefur
orðið illa úti. Björgunarstarfið i
Bangladess varð fyrir miklu á-
falli, þegar skip méð 700 tonnum
af hveiti fórst i Bengalflóa. '
SPÁKAUPMENN
VIIJA TIMBUR
Timbursalinn léggur aukagjald á timbrið vegna >
yfirvofandi gengisj'ellingar
" Geysiíeg spákaupmennska
hefur nú gripið um sig á ýms-
um sviðum vegna vissu iim
væntgnlega gpngisfellingu
ihaUlsstjórnarinnar, sem enn
er ófædd.
Timbur er ein þeirra vöru-
tegunda, sem. jafnan „cr við-
kvæm fyrir verðsveiflum. Og
nú vilja spákaupmenn kaupa ,
timbur fyrir hundruð miljóna.
Vegna nýrra og þrengri
reglna um kaup á gjaldeyri,
liggýa margir höndlarar með.
lager i skuld. Verði gengisfell-
ing á næstunni hljóta þeir að
fara illa út úr þvi, hafi þeir selt
þann lager á gömlu verði, en
verða svo að greiða skuld sina
i erlendri mynt á miklu lægra
géngi. . •/
Timburverslun Árna Jóns-
sonar & Co. liggur með mikinn
lager af timbri, sem fyrirtæk-
ið skuldar allan og fær ekki að
greiða fyrr en einhvern tima i
næsta mánuði, þegar gjald-
dagi rennur upp. Þóra'rinn
Björnsson, forstjóri timbur-
verslunarinnar sagði Þjóðvilj-
anum, að vegna yfirvofandi
gengisfellingar vissi hann
raunverulega ekki hvað lager
sinn kostaði.
; Þess vegna hefur fyrirtækið
lagt 20% gjald ofan á útsölu-
verð timburs, og kveðst greiða
. það gjald til baka, þegar
endanljegt verð timbursins
liggur fyrir — eftir gengisfell-
ingu. A höndlara-máli heitir
þetta að „depónera” og þýðir i
raun, að kaupin hafi ekki farið
fram', og verði ekki útkljáð
fyrr en eftir tiltekinn ti,ma. En
kaupándinn greiðiý' hækkun- ,
ina, ekki höndlarinn.
I 1 . V
\ Vilja kaupa
fyrir miíjónir
Þórarinn Björnssön kvaðst.
hafa getað selt lager.sinn fyrir
löngu spákaupmönnum':
„Menrí vilja kaupa timbur
fyrir hundruð miijóna núna —
einn kom i gær og vildi timbur
fyrir næstum tvær miljónir.
Hann hefði orðið að borga
skildinginn sá, 20% gjáld ofan
á allt 'saman —hann er enn'að
hugsa sig um”.
Ekki hægt aö
banna þetta
Við gett|m ekki bannað’
þetta, sagði starfsmaður verð,-
lagsstjóra, þegar Þjóðviljiríri
hafði samband við hann.
1 Ef viðskiptamenn fá'nótu,
. fyrir þessu 20% gjaldi, og •
þannig sýnt fram á að káupirv
séu ekki erjdanlega útkljáð,
héldur geti gengið til baka,
eða verði gerð upp bráðlega,
þá er alveg á mörkunuin aðF
við gétum gripið i táumanai
Ef þig vantar timbur, þá get-
um við aðeins ráðlagt þér áð
taka þessum. kjörum og sjá/
siðan til með- útkomuna”,
sagði verðlagseftirlitið.'
. Það er .ólöglegt að leggja á
vöru yegna einhverra yfirvof-
andi atburða — en verðlags-:
eftirlitjð kvað ekki- hægt að
banna höndlurum að gefa útt
nótu þar sem segir að viþ-
bótargjaldið verði endurgreitt
siðar, ef géngi verður ekki
fellt. , , i —GG
—S.dór