Þjóðviljinn - 24.08.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 24.08.1974, Page 1
OIODVIUINN Laugardagur 24. ágúst 1974—39. árg. 157. tbl. Húsmæður mótmæla /,Það mun heyrast frá okkur bráðlega," sagði Ásthildur Mixa, formaður neytendanef ndar Hús- mæðrafélags Reykjavíkur, þegar Þjóðviljinn spurði, hvort Húsmæðrafélagið ætlaði að mótmæla verð- hækkunum á landbúnaðar- afurðum núna. Ásthildur sagði að þær í Húsmæðrafélaginu væru ákveðnar í að mótmæla hækkununum, en sem stendur væru konurnar að ræða með sér aðgerðir sin- ar. —GG Þetta er hægri stjórnin 2—3% hœkkun á sölu- skatti, 20% gengislœkkun, —Engar vísitölubœtur á kaup Stjórnin kemur á morgun eða mánudag Það liggur nú Ijóst fyrir, að samkomulag hefur tek- ist milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokks- ins um öll atriði varðandi stjórnarmyndun, nema um skiptingu ráðuneyta. Síðustu daga hefur stöðugt verið þráttað um þessa skiptingu og stundum legið viðað upp úr slitnaði vegna ágreinings um valdahlut- föll^þótt eining virðist full- komin um málefni. A fimmtudag bauð Sjálfstæðis- flokkurinn upp á tvo valkosti varðandi skiptingu ráðuneyta. Var annar kosturinn sá, að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi forsætis- ráðherrann, en ráðuneytunum 12 (öðrum en Hagstofu) yrði þá jafnt skipt 6 og 6 og ráðherrar yrðu fjórir frá hvorum flokki. Hinn valkosturinn sem Geir bauð Ólafi upp á var á þá leið, að Ólafur yrði áfram forsætisráðherra, en Framsókn fengi þá aðeins 5 ráðu- neyti og 3 ráðherra, en Sjálf- stæðisflokkurinn 7 ráðuneyti og 4 ráðherra. Þessum kostum svaraði Fram- sókn með gagntilboði þar sem Fóstbrœður Það var mikið um viðræður i alþingishúsinu i gær milli fuil- trúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Við eitt borðið sátu þeir Albert Guð- mundsson, stórkaupmaður, alþingismaður og borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, og félagi hans Kristinn Finn- bogason, fjármálahetja Framsóknar. Eins og myndin ber með sér er stórkaupmað- urinn rétt að koma seðlaveski sinu þægilega fyrir, en sjálf- sagt hefur hann nú bara verið að borga fyrir kaffið sitt. Hitt þarf enginn að efa, að ugg- iaust munu þessir tveir félagar ráða meiru en flestir aðrir um störf rikisstjórnarinnar nýju, og þvi ekki nema von að þeir hafi um margt að spjalla. (Ljósm. Gunnar Steinn) boðið er upp á að gegn þvi að Framsókn fái aðeins 5 ráðuneyti á móti 7 hjá Sjálfstæðisflokknum, þá haldi Framsókn forsætisráðu- neytinu og ráðherrar verði alls 8, fjórir frá hvorum flokki. Þessu tilboði hafði Sjálfstæðis- flokkurinn ekki svarað þegar við vissum siðast, en liklegt má telja að hann fallist á það. Af þessu er algerlega ljóst, að eina ágrein- ingsefnið, sem ekki hefur verið leyst er það, hvort Framsókn fái aðeins 3 ráðherra eða 4 eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Samkomu- lag er hins vegar orðið um að Framsókn fái aðeins 5 ráðuneyti, þar með forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn 7. Um ein- staka ráðherra i tilvonandi rikis- stjórn er það að segja að gæfan mun á ný hafa snuið baki við Tómasi Arnasyni, þingmanni Framsóknar, sem um skeið var ætlunin að gera að fjármálaráð- herra, og er nú fastlega gert ráð fyrir þvi að fjórði ráðherra Framsóknar, ef til kemur, verði Vilhjálmur Hjálmarsson og fái landbúnaðarmál. Verði ráðherrarnir átta, eins og Framsóknarflokkurinn leggur allt kapp á má búast við að rikis- stjórnin liti svona út: Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra Einar Agústsson, dómsmála-, heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðherra. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra. Vilhjálmur Hjálmarsson, land- búnaðarráðherra. Geir Hallgrimsson, utanrikis- og viðskiptaráðherra Gunnar Thoroddsen, mennta- málaráðherra. Ingólfur Jónsson, iðnaðar- og samgönguráðherra. Matthias Bjarnason, sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra. Frá þessu getur varla orðiö um mikla breytingu aðræðaá skipan ráðherra. Fái Frams. aðeins 3 ráðherra er trúlegt að Ólafur taki landbúnaðarmálin. Gunnar Thoroddsen mun heldur ókátur yfir sinu hlutskipti með mennta- málin og vill jafnvel fá dómsmál- in frekar, en óliklegt er að af þvi verði, og loks glimir Matthias A. Mathiesen enn við það verkefni að hafa ráðherradóminn af Ingólfi á Hellu. Þá er talið að Sjálfstæðisflokk- urinn fái I sinn hlut forseta Sam- einaðs alþingis og verður þar stutt gaman hjá vesalings Gylfa Þ. Um fyrirhugaðar efnahagsráö- stafanir hinnar nýju rikisstjórnar er það helst að frétta, að gert mun ráð fyrir 2—3% hækkun sölu- skatts, 20% gengislækkun og bindingu kaupgreiðsluvisitölu i heilt ár, svo að verðhækkanirnar munu dynja á almenningi bóta- laust. Visitala vöru og þjónustu: Obreytt frá 1. maí til 1. ágúst Visitala framfærslukostn- aðar var 2,8% hærri 1. ágúst si. en hún var I maibyrjun. Hækkunin nemur 2,8%. Þetta kemur fram i frétta- tilkynningu frá Hagstofu ts- lands. Hækkanirnar stafar af verðhækkunum á fjölmörgum vörum, erlendum og innlend- um, og á þjónustu. Liðurinn „vörur og þjónusta” hækkaði úr 230 stigum i 231 stig, stóð þvi sem næst i stað. Veruleg hækkun varð á liðnum hús- næði eða úr 189 i 207 stig. Þá var breytt fyrirkomulagi fjöl- skyldubóta á timabilinu, og er talið að hækkun framfærslu- visitölu hafi numið 3,4 stigum þess vegna. Kaupgreiðsluvisitalan stendur hins vegar i stað út septembermánuð samkvæmt nýsamþykktum lögum frá al- þingi. í DAG Gils Guðmundsson skrifar frá haf» réttarráðstefnunni i Caracas. - Siða 6. Myndasaga — siður 7 og 8.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.