Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. september 1974. þjóÐVILJINN — StÐA 5 væri með ólikindum ef þessar á- ætlanir hefðu ekki verið sam- ræmdar. En hvernig stóð nú á þessum vilja Bandarikjamanna til að steypa stjórn Allendes — og þessu hiki þeirra, að þvi er virðist, i vali leiða til að ná markmiðinu? „Vestrænt frelsi” Auðlindir Chile höfðu vitanlega mjög mikla fjárhagslega þýðingu fyrir ýmsa bandariska auðhringi, eins og áður hefur verið sagt frá, en þótt það væri mikilvægt virð- ast önnur atriði hafa verið enn þyngri á metum. Vegna skipulags heimsveldis þeirra gátu banda- rikjamenn ekki sleppt Chile úr klóm sinum. Bandariska heims- veldið byggist nefnilega á frjálsu arðráni: „áhrifasvæði” þess eru opin og frjáls til afnota fyrir hvern bandarikjamann sem upp- fyllir rétt skilyrði, þ.e.a.s. hefur fjármagn til að festa i arðránsfé- lögunum, auðhringunum. Þetta er dýpsta merking orðanna „vestrænt frelsi”. En vegna þessa „frelsis”, sem er einnig þáttur af flóknu hugmyndakerfi, er Bandarikjastjórn um leið skuldbundin til að verja hags- muni heimsveldisins hvar i heim- inum sem er og hvernig sem að- stæðurnar eru. Ef hún sýnir ein- hvern bilbug i þvi, er sú hætta þegar fyrir hendi að hinir frjálsu auðkýfingar fari að draga fé sitt burt úr þeim heimshlutum, þar sem þeir álita að hætta kunni að vera á ferðum i náinni framtið — og þeir heimshlutar eru vitanlega æði margir. En undanhald af þvi tagi væri hins vegar allt of mikið áfall fyrir heimsveldið. Frá þessu sjónarmiði er aug- ljóst að alvarleg skerðing á hags- munum bandarikjamanna i Chile myndi stofna arðránskerfi þeirra um viða veröld i hættu. En til þess að bægja þeiri hættu frá dyrum hefði einföld „lögregluaðgerð” eins og i Dóminikanska lýðveld- inu, verið nægjanleg: hún hefði sýnt bandariskum auðmönnum „Marxistinn Allende” Eftir kosningu Allendes var sagt að hann væri fyrsti „Marx- istinn” sem hefði komist til valda á lýðræðislegan hátt — og ætlaði að „koma Marxisma á” með þessu móti. Nú táknar orðið „Marxisti” einungis mann sem aðhyllist vissar skýringaraðferð- ir i sagnfræði eða félagsfræði og hefur litla merkingu ef á að nota það til að tákna pólitiska stefnu: það væri alveg eins hægt að tala um „existensialista” eða „strúktúralista” sem hefði kom- ist til valda ,,á lýðræðislegan hátt” eða ekki. Þetta vigorð virð- ist þvi ekki hafa mikla pólitiska merkingu. Allende var vafalaust „Marx- isti” — að lifsskoðun, en i stjórn- málum boðaði hann sósiallska stefnuskrá, sem var i eðli sinu lik stefnuskrá ýmissa stjórnmála- flokka um viðan heim en aðhæfð að aðstæðum hans eigin lands og var reyndar tillaga um lausn á- kvebinna vandamála, sem ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar i Chile voru sammála um, en vildu leysa með öðrum leiðum. En ef við reynum að leiðrétta setninguna sem áðan var vitnað i með þvi að setja „sósialisti” i stabinn fyrir „Marxisti” tekur ekki betra við: hún er þá ekki merkingarlaus lengur, heldur röng. Sósialistar og sóslalskir flokkar hafa komist til valda á lýðræðislegan hátt i fjölmörgum löndum undanfarna áratugi, og viðtækar þjóðnýtingar og aðrar umbætur af sama tagi og Allende ætlaði að gera hafa verið gerðar á ekki siður lýðræðislegan hátt. En ef við viljum finna einhverja merkingu i þessu viðfleyga vig- orði, þá er hún þessi: að segja á- kvebna staðreynd en flækja hana um leið inn i vef gamalla goð- sagna. Staðreyndin var sú, að þetta var i fyrsta skipti, sem eðli- leg hugmynda-og lyðræðisþróun i þriðjaheimsriki hafði leitt til valdatöku stjórnar með skýr og ákveðin þjóðnýtingaráform, Allende hægfara? rækilega fram á að hagsmunum þeirra yrði ekki fórnað. En eins og kom fram i orðsendingunni til bandariska sendiherrans i Santi- ago var Bandarikjastjórn frá upphafi frábitin slikum aðgerð- um, og hvikaði hún ekki frá þvi: tilraun Allendes fól i sér aðrar hættur og flóknari sem bönnuðu að slik leið yrði valin. þannig að hagsmunum banda- riska heimsveldisins stæði bein ógnun af þvi. Vigorðinu var ætlað að segja að eitthvað hefði gerst i fyrsta skipti, en fella það um leið inn I þær manikeisku hugmyndir um baráttu „kommúnisma” og „vestræns lýðræðis’\ sem verið hefur helsta áróðursstef aftur- haldsins undanfarna áratugi, Kissinger-Metternich, breytingar eru eitur i þeirra beinum. TJIK WJIITF. JlOU.SE WUHIKOrOH Novomhor 9, 1970 D«nr Mr. Morrlam: Thnnk you vcry much íor your lettcr of Octobor 23 itnd tho oncloít.d paper on UnlVcd StoteB policy tow»rd Latin Amcrica. 1 hnvo road it carefttny and 1 hr.vo pa»ood it to thoee momboro of my otafí who ooaI with Latin Amerlc&n nwt* Un. It i« vory holpíul to have your thoughta *nd rocummomiMloni, *nd v/e ih*U cortainly Uko tliom into occount. I tm gratoful for your taking tha timo “lo give t>u:m to mo. With boot rcgKrdo, /t*------y /}. /£~ Henry A. Kioolngor Mr. WUlltm R. Merriam Vico Preoldent Intemotional Tolephono and Telograpli Corporation 1707 L Street, N. W. Weohinftton, D. C. 20036 Mr. E. J. Gorrity BoUovo thia 1» moro thar porfunctory. 71dn;:o aro browing on iho Chilo mat: »nd . will bo back to you Utor on that aubjoct. „Kæri herra Merriam...” Bréf Kissingers til ITT-forkólfanna. W. R. MERRIA/A • ,,Yfirleitt viröist goðsögnin um ihlutun bandaríkjamanna eiga rætur sinar í þeirri sérkennilegu, suður- amerisku og vinstri sinnuðu söku- dólgsþráhyggju, sem heldur því fram, að Yanquis beri ábyrgð á öllum sköp- uðum hlutum (nema að sjálfsögðu öllu því, sem gott er).'' #,,Engin rannsókn hefur enn leitt neitt i Ijós, sem bendir til þess, að farið hafi verið eftir ráðleggingunum (þ.e.a.s. ráðleggingum ITT). Þær voru teknar til athugunar af CIA, þar sem ein deildin samdi áætlun um hugsan- iega möguleika, sem byggð var á þessu skjali. En hvorki minnisatriðið né áætlunin virðist hafa hlotið sam- þykki á neinum æðri stað, og þegar á það er litið, hve rækilega menn hafa flettofanaf starfsemi Hvita hússins, CIA og flestra annarra aðila í Washington í sambandi við Water- gatehneykslið (svo og að menn hafa vænt Nixon um að vera í tengslum við ITT), á ég mjög erf itt með að trúa, að hægt væri að halda slíku samþykki leyndu, ef það hef ur á annað borð ver- ið veitt.'' • „Niðurstaðan er sú, að ég tel, að sú hugmynd, að bandaríkjamenn hafi staðið að samsæri um að velta Allende úr sessi, sé bæði ósönnuð og að auki óþörf til að skýra fall hans. Ég er eng- an veginn að halda því fram, að Washington hafi ekki létt við að sjá honum á bak. Þó er mér nær að halda, að sumir amerískir embættismenn hafi jafnvel kosið öllu fremur, að hann brölti áfram eitthvað lengur i von um, að vaxandi vonbrigði smituðu jafnvel traustustu stuðningsmenn hans og rýrðu þá um leið líkurnar á að hann yrði gerður að pislarvotti, þegar feig- um yrði ekki lengur forðað. En yfir- leitt virðist afstaða Bandarikjamanna hafa verið mjög gætin, eins og gera mátti ráð fyrir.'' Úr greininni „Allende og goðsagnasmiö- irnir eftir David Holden (þýð. Hersteinn Pálsson), sem birtist i Eimreiðinni og Morgunhlaðinu og Visir hafa siðan mjög vitnað i. Leturbreytingar Þjóðviljans. koma Allende á bás með félaga Jósef sálugum. (Þar sem „kommúnismi” (eða „marxismi”) merkir sama og einræði og kúgun innan þessa hugmyndakerfis, jafngilti vigorð- ið þvi að segja að Allende ætlaði að koma á kúgun á lýðræðislegan hátt!) Ef tilraunin heppnaðist... Nú hefur þetta stef verið geysi- mikið notað og er enn — með stöð- ugri tilvisun til Sovétrikjanna. En það getur verið mjög tvibent. Ef tilraun Allendes i Chile hefði heþþnast, þ.e.a.s. hann hefði get- að leyst helstu vandamál þjóðar- innar innan ramma þess stjórn- málakerfis sem var i landinu og án þess að skerða það frelsi sem við lýði var, hefði það óhjá- kvæmilega haft mikil áhrif i lönd- um, sem hafa svipuð vandamál og Chile og eru ofurseld arðráni auðhringa. Það hefði leyst upp hina goðsögulegu jöfnu sósialismi (Marxismi o.s.frv) = kúgun, og sýnt að fleiri leiðir væru færar til að leysa vandamálin en bylting með öllu þvi sem henni fylgir. Það hefði þvi gefið öðrum sósial- iskum flokkum byr undir vængi — ekki sist þeim sem eiga i höggi við bandariska heimsveldið. Aróðursstefið hefði þá snúist við. Þau áhrif sem slikir atburðir hefðu haft á önnur lönd Róm- önsku Ameriku eru augljós — en Kissinger sá þó enn lengra. A fundi hans með ráðgjöfunum i september 1970, sem áður hefur verið minnst á. nefndi hann það sérstaklega að þróunin i Chile væri mjög alvarleg fyrir öryggi Bandarikjanna vegna áhrifa hennar i Frakklandi og italiu. t báðum þessum löndum eru öflug- ar vinstri hreyfingar eins og kunnugt er, og i Frakklandi hefur oft munað sáralitlu að alþýðu- fylking Mitterrands sigraði i kosningum — svo litlu að engin fjarstæða er að eigna þann mun ..kommagrýlunni" sem mis- kunnarlaust er beitt i kosninga- áróðri þar i landi. Ef tilraun Al- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.