Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. september 1974. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9
'/i/trzaíi'
Tilgátur og veruleiki
— Hve miklu máli skipti bréfa-
fundurinn fyrir verkið?
— Mjög miklu. Meðan ég hafði
einungis bréf Brynjólfs sjálfs
þurfti margt að ráða af llkum var
margt eins og i þoku. Svo fékk ég
þessi bréf i hendur,og það var eins
og að halda áður á dósarloki og fá
svo dósina sjálfa; hlutina klára
og kvitta.
Af þvi að það þykir mikil dyggð
I sagnfræði að álykta, jafnvel
meira virði að koma með skyn-
samlegar tilgátur en greina frá
staðreyndum, þá skal ég geta
þess, að við bréfafundinn fengu
þær ályktanir, sem ég hafði
dregið, heldur raunaleg afdrif.
Þótt maður sé e.t.v. ekki langt frá
réttu i tilgátum, þá er eins og
hlutirnir stækki og vaxi við
óvissuna. Svarið var venjulega
einfaldara en maður bjóst við.
Þvi komst ég að þeirri niðurstöðu,
að álykta sem minnst út fyrir
heimildir. Ég segi ekki, að út-
koman hefði orðið eins og hjá
Kaupa-Héðni, þegar hann átti við
Hrút og hafði annaðhvort atriði
rangt. En það er leiðinlegt, að
hafa fært rök að þvi að hlutirnir
hafi veriðmeðtilteknum hætti, og
svo kemur litið og hversdagslegt
skjal i leitirnar einhvern daginn
og kippir fótum undan öllu saman
eins og spilaborg.
Dýrðarljómi?
— Ég segi fyrir sjálfan mig, að
áður en ég les ýmislegt það, sem
Lúðvik Kristjánsson skrifar um
Jón Sigurðsson og svo þina bók þá
hef ég fyrirfram, eins og sjálfsagt
margir islendingar, tilhneigingu
— Reyndar var hlutur hans i
Fjölni langminnstur. Hann
skrifaði að visu merka grein um
Alþingi, en hún var þannig
skrifuð, að hún var langt á undan
samtið sinni; hún kunni ekki að
meta svona málflutning. Mér
sýnist, að hún hafi haft frekar litil
áhrif. Jón Sigurðsson aftur á
móti.'hann tálar í sinum greinum
mál, sem menn skilja miklu betur
en þetta. Og Brynjólfur hefur
reyndar horfið i skugga Jóns i
hugmyndum manna um þennan
tima. Jón Sigurðsson er alltaf I
sviðsljósinu, meðan Brynjólfur
situr i Rentukammerinu, og getur
ekki haft sig i frammi með sama
hætti. Eins og hann segir sjálfur,
þá þarf hann að hafa frið við
stjórnina, en Jón var ákveðinn i
að striða við hana.
— Þegar Kristinn E. Andrésson
ber saman Jón Sigurðsson og
Fjölnismenn, ekki sist Brynjólf,
þá heldur hann mjög fram hinni
rómantisku hlið þeirra gegn þvi,
sem hann telur kaldrifjaða real-
pólitik Jóns. Nú virðist mér hins-
vegar af þinni bók, að Brynjólfur
sé einmitt realpólitfkusinn.
— Jú, hann er svo sannarlega
realisti...
— Þú vitnar hér á einum stað til
ummæla Brynjólfs: „Þaðséég að
verður mestur munurinn milli
okkar Jóns Sigurðssonar i þvi —
þótt við viljum báðir sama
Resultat — að hann vill ná þvi
með að striða við stjórn Dana og
þykir nóg, ef hún fæst til að láta
undan með illu eða góðu, þar sem
ég vildi vera i friði við stjórnina,
en útrýma svo þvi óþjóðlega úr
þjóðinni, að stjórnin yrði og hlyti
af sjálfu sér að snúa sér eftir
fi**' %</ 4/r/ <23. /6W
t/t/ r <4// , a/ JrttrcJ/er/aenmé/f//
/tr -mi/ /ííttSýtU /t/ frrttatr//cs
trtíatj 'ttoa'vcn/t-px, tt/ tm/tu, g$a/rt/ee/$ jCeýttSaöyt
t «St-(f 1/, t/á/ í/u//t grtt/t/tfettt /_
/ttfítf, Jrrcn-/ t, en e*een t/e$v*tw/taj^t c
tú/ dtrgxter t/nre/ J$l'/t/■ Sý/ra/ Sí *ne*/ t/t-n c
/ftyoK) t/tt t/cYrvt/ ’i’/ntr* /a cSrrYam/ín^,
/ayt /at/t/ ,/t'ilr /t*/s t n m e/str Jr /ttt'tt *//*-'^ Smhs
/Á. i/*t//ap e$ e^/er^gjen*/e -/pir, fm> tzj//r tr^ Wxres
Sjetjr/jorc, ^itta. SJnan ants <í$CrTtcC uStn/etJe*t f/atS
S*/eJc4^ am Jf/écnsá jj'tc/mr'ýri'm aMtps. S$í//trt^ i
eet^et/ Sttnrnívr/,4- //tr^t f Syrrztee/ e/c//c S/Jcf Jret**/-
/ct/ v ttj/c t/tmJ Svm tný*n Jerttn t/rín^
Fyrsta siðan af frumvarpi Brynjólfs Péturssonar f eiginhandriti.
danska embættismenn. Þegar
hann getur haft áhrif á veitinga-
valdið er það fyrsta verk hans að
koma islenskum mönnum I sýslu-
mannsembætti, þótt þeir hafi ekki
lokið prófi, t.d.' Jóni Thorodd-
sen. Þetta er einn liður I þeirri
ekki tala
sbaráttuna nú
til að fegra Fjölnismenn fyrir
mér, Jón og hans lið, og svo sam-
heldni og samstöðu íslendinga i
sjálfstæðisbaráttunni. Var þér að
nokkru sinni svo farið áður en þú
færðist nær timanum i heimildum
hans?
— Já, við erum vissulega aldir
upp við að sjá þessa öld i dýrðar-
ljóma. Það er auðvitað tengt þvi,
að öldin hefur leift svo mörgu
glæsilegu, og nægi að nefna
skáldskap aldarinnar og önnur
afrek i bókmenningu. Það er ekki
að undra þótt menn fái nokkra
glýju i augun af þessum stór-
virkjum. En að þvi er varðar
samheldni meðal islendinga, þá
hafa þeir löngum verið sjálfum
sér likir. Jóni Sigurðssyni tókst að
visu að sameina Islendinga i
sjálfstæðisbaráttunni. En ég veit
ekki, hvort þú hefur veitt þvi
eftirtekt, að þeir menn, sem stóðu
með Jóni i sjálfstæðisbaráttunni
og lentu aldrei i andstöðu við
hann, þeir verða allir eins og núll
jafnskjótt og hann fellur frá. Það
er engu likara en hann hafi heila-
þvegið þá. Það eru þeir, sem
brjótast undan valdi hans, er
halda áfram.
Af hverju gleymist
Brynjólfur?
— Þegar vikið er að Fjölnis-
mönnum, er Brynjólfi lang-
minnstur gaumur gefinn, enda
þótt hann hafi komist til mestra
pólitiskra áhrifa. Hvernig
stendur á þvi?
henni”. Má ekki telja þetta eins-
konar kjarna i stefnu Brynjólfs?
— Jú, þetta er hans stefna. Það
var eitt, sem hann beitti sér fyrir,
og það var að losa íslendinga við
viðleitni að „útrýma því óþjóð-
lega”. Hann talar um það við Jón
bróðir sinn að það sé lika pólitik
að efla atvinnuvegi, uppfræðslu
og annað þviumlikt. Og ég held —
þótt maður eigi ekki að fullyrða of
mikið — að hann sé fyrsti maður-
inn sem segir, að það eigi sem
mest að skilja að stjórn dana og
islendinga, þó hvorttveggja sé
undir sama komungi. Það var
árið 1843, rétt áður en Alþingi
kemst á laggirnar.
Frumvarpið
— Stundum virðist hann standa
i einskonar skæruhernaði til að
snúa á dani, eins og þegar hann
segir á einum stað i drögum sin-
um að frumvarpi um réttarstöðu
Islands frá 1848 að „þú sérð,
vonar mig, glögglega, að þó ég
hafi haldið fast hugmyndinni um
eitt riki, eru sameiginlegu málin
(beggja landanna) i rauninni ekki
annað en nafn”.
— Kristinn Andrésson var I bók
sinni mjög hrifinn af þessu frum
varpi, en ekki veit ég, hve ná-
kvæmlega hann hefur skoðað það.
í vörn minni benti ég á einn hlut,
sem andmælendur minir virtust
ekki hafa tekið eftir, að i raun
gerir Brynjólfur ekki mikið annað
i þessu frumvarpi en að staðfæra
Doktorscfni, forseti heimspekideiidar Sigurjón Björnsson og andmælendur, Bergsteinn Jónsson og
Björn Þorsteinsson.
dönsku grundvallarlögin. Að visu
gátu sjö fyrstu greinarnar, um
sambúð Islands og Danmerkur,
ekki verið sóttar beint i einhverja
erlenda stjórnarskrá. En þær eru
til orðnar i umfjötlun Brynjólfs
um hugmyndir þær sem Páll Mel-
steð setti fram i álitsgerð um það,
hvernig Alþingi ætti að fjalla um
samskipti landanna á þinginu
1849, en þar átti Páll að vera
konungsfulltrúi. Að öðru leyti eru
allar greinarnar nema þrjár stað-
færsla á dönsku grundvallar-
lögunum, og ég sé þvi ekki ástæðu
til að ætla, að hann hafi leitað
viöa til fanga i þessum málum,
t.d. með þvi að athuga norsku
stjórnarskrána.
Seta á rikisþingi
1 frumvarpi Brynjólfs er m.a.
atriði, sem ég tel nokkuð hæpið,
en það lýtur að setu islenskra full-
trúa á danska rikisþinginu. Ég er
hræddur um að þetta hefði orðið
okkur seinna fjötur um fót.
Brynjólfur skýrir þetta með þvi,
að alþingi eigi að takmarka þau
mál, sem þessir islensku fulltrúar
fari með, við sameiginleg mál
landanna ein, svo að danska
rikisþingið hafi ekki áhrif á sér-
islensk mál. Þetta er lika til um-
ræbu 1849 i tillögum Páls Mel-
steðs, þótt Páli væri i raun og
veru illa við þetta. Islendingar
voru búnir að fá smjörþefinn af
þessu áður, þegar þeir áttu að
senda fulltrúa á þing eydana —
það hafði þegar komið i ljós, að
þessi þingseta var i raun og veru
gagnslaus. Eða verri en gagns-
laus. Þegar Brynjólfur gerir ráð
fyrir þvi i drögum sfnum, að þing
annars lands, þótt samveldis-
land sé, fái vissan ákvörðunarrétt
um Island, þá felst i þvi hætta
sem við getum lýst t.d. með til-
visun til hliðstæðna i samtiðinni:
að Haagdómstól sé fengið vald til
að takmarka útfærslu landhelgi
okkar, eða þegar norðmönnum
var boðið að afhenda Efnahags-
bandalaginu hluta af sjálfstæði
sinu — sem þeir reyndar höfnuðu
eins og menn vita.
— Var það ekki þetta, sem þú
áttir við, þegar þú segir á þá leið i
lokaorðum bókar þinnar, að
Brynjólfur hefði fyrr eða siðar
lenti andstöðu við Jón Sigurðsson
hefði honum orðið lengra lifs
auðið?
— Já, það hefði varla farið hjá
þvi. Og það er eftirtektarvert, að
Jón talarþvikuldalegar um Bryn-
jólf sem frami hans verður meiri
hjá dönsku stjórninni. Það er
alveg greinilegt. Samt segir
Jón i bréfi til Jóns Péturssonar,
sem kannski ber að taka meö
nokkrum fyrirvara, að Bryn-
jólfur bróðir hans sé sá
eini af Fjölnismönnum, sem
hann hefði viijað hafa i útgáfu-
félagi Nýrra félagsrita. Enda
þoldi t.d. Konráð Gislason ekki
Jón — þeir voru báðir jafn ráð-
rikir og einsýnir.
Hin sögulega umgjörð
En það er eitt sem mér finnst
ekki metið sem skyldi við
Brynjólf, og það er það, að hann
kemur þvi i kring, að það er ekki
minnst á tsland i grundvallarlög-
um Dana —og þetta sýnir lika, að
hann skildi þá hættu, sem verið
var að tala um áðan. Það var i
sjálfu sér ekki minna virði að
þetta skyldi gerast á grundvallar-
þinginu en að Jón Sigurðsson kom
i veg fyrir það á Þjóðfundinum
1851 að samþykkt væri frumvarp
frá dönsku stjórninni, sem þýddi i
raun innlimun i danska rikið.
En það er ekki sama, hvernig
sögulegir atburðir verða. Það er
glæsileg umgjörð um þau tiðindi,
að Jón hafnar frumvarpinu:
Þingheimur ris upp og i kring eru
vopnaðir hermenn. Hann á
sjálfur að hafa sagt, að hafi af-
skipti hans' af stjórnmálum ein-
hverntima skipt sköpum fyrir Is-
land, þá hafi það verið á Þjóð-
fundinum.
Framhald á bls. 13
segir dr. Aðalgeir Kristjánsson í þessu viðtali