Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
SKÚLI GUÐJÓNSSON A LJÓTUNNARSTÖÐUM
skrifar um útvarpsdagskrána, stjórnarskiptin og einkaframtakið
Sumardagskráin
óvenju leiðinleg
Nú þarf ekki meira, nú þarf
ekki meira. Nú get ég, nú get ég.
Þjóðsagan hermir, að svo hafi
maður nokkur mælt við þann,
sem með góðum árangri hafði
lokið við að bera upp fyrir hann
bónorð.
Geir Hallgrimsson hefði gjarna
mátttaka sér þessi hin sömu orð i
mur.n, þegar Ólafur Jóhannesson
hafði lokið við að mynda fyrir
hann rikisstjórnina og færöi hon-
um forsætisráðherradóminn, svo
sem eins og á silfurdiski.
Ólafur Jóhannesson, hefði hins
vegar við þetta tækifæri, mátt
minnast sinna eigin orða, þeirra
er hann viðhafði á siðastliðnu vori
um Hannibal Valdimarsson:
,,Hann þorir, hann þorir, jafn-
vel að gera það sem er óskynsam-
legt”.
Nú veit þjóðin það, sem hún
hefir ef til vill ekki vitað áður, að
Ólafur Jóhannesson hefir einnig
hugrekki til að gera hið óskyn-
samlega.
Þess skyldi Ólafur einnig minn-
ast, að Hannibal Valdimarsson
hefur einnig hugrekki til að gera
það sem skynsamlegt er.
Eftir að hafa komið sjálfum sér
i pólitiska sjálfheldu, með óskyn-
samlegu hugrekki, átti hann af-
gangs hugrekki til að gera það
skynsamlegasta, sem völ var á.
Hann tók saman pjönkur sinar,
hvarf til bús sins vestur i Selárdal
og hóf að byggja fjárhús yfir 500
kindur.
Nú þyrfti Ólafur Jóhannesson,
að feta i fótspor Hannibals, finna
sér einhvern Selárdal, byggja yfir
500 fjár og una svo glaður við sitt.
Þó að reisn Ólafs Jóhannesson-
ar sé ekki ýkja fyrirferðarmikil,
verður hún að teljast himinhá sé
hún borin saman við þá pólitisku
niðurlægingu, er Einar Ágústs-
son virðist eiga i vændum.
Nú biða hans þau ömurlegu ör-
lög, að verða að éta ofan i sig til-
lögurnar, sem hann samdi og
sendi Bandarikjastjórn varðandi
brottför hersins.
Og ekki nóg með það. Hann
verður látinn tæma bikar niður-
lægingarinnar i botn. Hann verð-
ur sendur út af örkinni með nýjar
tillögur, andstæðar þeim er hann
hefir sporðrennt, þar sem farið
verður fram á hersetu um ófyrir-
sjáanlegan tima, jafnvel aukna
hersetu og meiri vernd. Getur
naumast hjá þvi farið, að slik
kollsteypa, hjá einum og sama
manni afli honum heimsfrægðar,
af þeirri tegund, er menn sækjast
sist eftir. Væri honum þvi enn
meiri þörf á þvi, en Ólafi
Jóhannessyni, að leita sér at-
hvarfs i einhverjum Selárdal, og
það áður en hann neyddist til að
vinna einhver þau ógæfuverk, er
gerðu hann að viðundri, frammi
fyrir allri veröld. Þar með yfir-
gefum við rikisstjórnina um sinn
og snúum okkur að sumardag-
skrá útvarpsins.
Venjufremur
leiöinleg
Ef ég ætti að segja i fám orðum
álit mitt á dagskrá þessa sumars,
gæti ég sagt, að hún hafi verið
venjufremur leiðinleg.
Á ég þá einkum við það, sem
þeir i útvarpinu kalla pródiíserað
efni og manni skilst, að sé fram-
leitt og tilsniðið i sjálfri stofnun-
inni. Manni hefir skilist, að það sé
framtiðardraumur þeirra sér-
fræðinga, er um útvarpsmál
fjalla, að þetta sé það sem koma
eigi i enn rikari mæli, en hingað
til. Manni skilst jafnframt, að það
sé andskotans peningaleysið,
manneklan og húsnæðisvandræð-
in, sem standa þessari þróun fyrir
þrifum.
En Eyjólfur hressist þegar
hann Vilhjálmur ráðherra er bú-
inn að taka fyrstu skóflustung-
una, með gylltu skóflunni, að út-
varpshúsinu.
Þegar Vilhjálmur hefir stungið
af hjartans lyst, með hinni for-
gylltu skóflu, og hefur upp sina
raust, að verki loknu, ætti hann að
minnast orða Bjarts i Sumarhús-
um:
„Þegar ég byggi, þá byggi ég
stórt”.
í þessu húsi þarf að vera starfs-
aðstaða fyrir hverskyns athafnir,
jafntandlegar sem tæknilegar og
allt þar á milli. Svo öll prodúksjón
Vilhjálmur ætti aö minnast orða
Bjarts: Þegar ég byggi, þá byggi
ég stórt.
gangi áfalla- og snurðulaust. Þar
þarf einnig að vera starfsaðstaða
fyrir fjölskyldulif, af öllum gráð-
um, svo sem ibúðir fyrir venju-
legar fjölskyldur, fyrir einhleyp-
inga og siðast en ekki sist fyrir
einstæða foreldra. Svo þarf auð-
vitað að vera þar vöggustofa,
leikskóli, dagvistunarheimili, og
hvað það nú heitir allt saman,
sem þegnar velferðarrikisins
gera kröfu til úr hendi þjóðfélags-
ins.
Og auk alls þessa þarf svo að
vera þarna starfsaðstaða fyrir
skiptingar út á við og inn á við og i
allar áttir.
Nú skulum við nefna nokkra af
hinum pródiiseruðu þáttum sum-
arsins.
Pródúseraö efni
Mér kemur þá fyrst i hug þáttur
Jökuls Jakobssonar, er fluttur
var á sunnudagskvöldum, en er
nú ekki lengur á dagskrá.
Hann var nokkuð góður framan
af, en varð æ þynnri er á leið sum-
arið, og rann þá stundum út i
meiningarlaust hjal. Má sem
dæmi nefna þáttinn um tilkynn-
ingaskylduna.
Þá skal aðeins minnst á þátt
Vilmundar Gylfasonar, sem flutt-
ur hefir verið á fimmtudags-
kvöldum og ber heiti dagsins.
Raunar hefi ég ekki heyrt nema
fáa af þessum þáttum, en þeir
sem ég hef heyrt eru að þvi er
virðist upprifjun á ýmsum at-
burðum kreppu og striðsáranna.
Hvort sem það hefir verið af ó-
kunnugleika mannsins, eða af á-
settu ráði, gætti sumstaðar nokk-
urrar hlutdrægni i frásögninni, og
hefði mátt skýra sjónarmiðin,
sem þá voru i sviðsljósinu, frá
fleiri hliðum.
En hitt er þó verra, að maður-
inn felldi inn i frásögn sina tölu-
vert af alkunnum öndvegiskvæð-
um, eins og til dæmis eftir Tómas
og Stein Steinarr.
Vel hefði á þessu farið, ef mað-
urinn hefði kunnað að lesa ljóð.
Honum tókst með afbrigðum
vel að eyðileggja svo gersamlega
ljóð þessara höfunda, að manni
myndi hafa fundist þau hreinn
leirburður hefði maður ekki þekkt
deili á þeim áður.
Ég minnist þess, að hafa ein-
hverntima heyrt einhvern þátt
herfilega ómerkilegan og eigin-
lega langt fyrir neðan það, að
vera útvarpshæfur. Mig minnir,
að hann nefndist Ot um allar
trissur. Þetta var aðallega upp-
lestur úr Morgunblaðinu. Var
klykkt út með frásögn af ein-
hverjum islenskum ungkommún-
istum, sem voru á leið til útlanda,
komu við i Færeyjum og unnu það
sér til óhelgis, að hrópa húrra
fyrir Jóhannesi Paturssyni og
sitthvað fleira, álika ljótt, gerðu
þeir þar þjóð sinni til vanvirðu.
Þáttur Hrafns Gunnlaugssonar,
Skúmaskot, hefur verið misjafn.
Tildæmis voru viðtölin við Ragn-
ar i Smára nokkuð góð á köflum,
en allt of langdregin. Hrafn er
ekki góður spyrjandi. Hann hefur
allt of mikla tilhneigingu til þess
að leiöa viðmælandann inn á sin-
ar eigin koppagötur og fá hann til
þess að gerast jábróðir sinn.
Þættir hans um fjölmiðlana,
voru mjög leiðinlegir og lang-
dregnir. Þar var markvisst stefnt
að ákveðnu marki. En svo sem
eins og til að villa um fyrir hlust-
andanum um hinn eiginlega til-
gang, var farið eftir ótal króka-
leiðum. En i lokaþættinum rak þó
tilgangurinn trýnið fram undan
gæru hlutleysisins.
Hann var einfaldlega sá, að
gefa útvarps- og sjónvarpsrekst-
ur frjálsan, lofa einstaklings-
framtakinu að taka við af rikinu
eða að minnstakosti, að lofa þvi
að keppa við rikið.
Ekki Morgunblaðsútvarp!
Sannarlega má margt að okkar
annars ágæta Rikisútvarpi finna.
Sannarlega verður þvi oft fóta-
Samband islenskra sveitarfé-
laga, 10. landsþing, gerði svolát-
andi ályktun um endurskoðun
sveitarstjórnarlaganna:
„10. landsþing Sambands is-
lenskra sveitarfélaga, haldið i
Reykjavik 3.-5. sept. 1974, áréttar
fyrri stefnu sambandsins, að
sveitarfélögin verði áfram grund-
vallareiningar islenska stjórn-
kerfisins og að nauðsyn beri til,
að réttarstaða allra sveitarfélaga
verði sú sama.
Þingiö bendir á þýðingu lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga, en
sameiginlegt meginmarkmið
þeirra hefur verið:
að vinna að hagsmunum sveit-
arfélaga i landshlutanum, eink-
um i atvinnu-, efnahags-,
ólafur þorir að gera það sem
óskynsamlegt er.
skortur á hinu hála svelli óhlut-
drægninnar og hlutleysisins.
En það yrði að fara úr öskunni i
eldinn, ef hið marglofaða einstak-
lingsframtak ætti að taka að sér
hlutverk rikisrekins útvarps.
Til þess að reka útvarp, þarf
peninga. Auðvaldsþjóðfélagið er
einstaklingsframtak og peninga-
vald, nákvæmlega hið sama.
Að gefa útvarpsrekstur frjáls-
an, er nákvæmlega hið sama og
að gefa Morgunblaðinu einkarétt
á útvarpsrekstri, þvi Morgun-
blaðið, einstaklingsframtakið og
peningavaldið yrði þá hinn þri-
eini guð forréttindastéttarinnar i
þessu landi. Er ekki nóg fyrir
þjóðina að hafa á herðum sér
slikan húskross og Morgunblaðið,
þótt hún bæti ekki á sig Morgun-
blaðsútvarpi?
Heilög kýrorðin lasin
Við skulum ögn minnast nánar
á einstaklingsframtakiö, þessa
heilögu kú, sem okkur er sagt, að
öll okkar timanlega og jafnvel
andlega velferð velti á.
Það virðist, að á þessum sið-
ustu og verstu timum sé kýrin
orðin eitthvað lasin.
Naumast liður svo nokkur
fréttatimi i útvarpinu að ekki séu
lesnar samþykktir og ályktanir
einhverra samtaka atvinnurek-
enda, þar sem þvi er lýst með á-
takanlegum orðum að rekstrar-
grundvöllurinn sé brostinn og allt
sé að sigla i strand.
Og þeir krefjast skjótrar og á-
hrifamikillar lækningar.
Og lækningin kom; það var hið
gamalkunna húsráð gengisfell-
mennta-, skipulags-, samgöngu-
og félagsmálum
að efla samstarf sveitarfélag-
anna um ýmis verkefni og auka
kynningu sveitarstjórnarmanna.
að samræma rekstarfyrir-
komulag sveitarfélaganna i þvi
skyni að gera það sem hagkvæm-
ast,
að styrkja þjóðfélagslega að-
stöðu landshlutans i flestum þýð-
ingarmestu málum.
Löggjafinn hefur þegar falið
landshlutasamtökunum ýmis
veigamikil verkefni. Landsþing
leggur áherslu á, að landshluta-
samtök sveitarfélaga eflist og
réttarstaða þeirra verði viður-
kennd, og að tryggt verði, að þau
geti staðið við fjárhagslegar
skuldbindingar og verkefni, sem
löggjafinn leggur þeim á herðar.
Minnist ég þess ekki að nokkrum
hafi tekist betur upp en Andrési.
ing, með viðeigandi hliðarráð-
stöfunum eins og það heitir á fag-
máli. Svo komu hliðárráðstafan-
irnar ein af annarri og enginn sér
enn fyrir endann á öllu þvi sem
einu nafni er nefnt hliðarráðstaf-
anir.
En við spyrjum i okkar ein-
feldni: Væri nú ekki einfaldara
fyrir rikið, að segja við atvinnu-
rekendurna, þegar þeir flýja á
náðir þess og biðja um nýjar
rekstrargrundvöll: Hafið þið eng-
ar áhyggjur, elskurnar minar. Ef
þið getið ekki rekið ykkar fyrir-
tæki sjálfir, skulum við bara taka
við þeim og reka þau. Og væri það
ekki viðkunnanlegra fyrir fólkið i
landinu, sem alltaf verður i ein-
hverri mynd að borga hugsanleg-
an hallarekstur fyrirtækjanna, að
greiða slikan skatt beint til fyrir-
tækjanna, en að stinga honum
fyrst niður i vasa atvinnurekend-
anna?
Það er svo eldgömul saga, sem
alltaf verðurþó ný, að atvinnurek-
andinn á gróðann af fyrirtæki
sinu og hefur til frjálsra afnota,
en þjóðin verður að borga töpin,
þegar þau skella yfir, og venju-
lega töluvert meira.
Baldur skirari
Eins og Jóhannes skirari er
sagður hafa undirbúið jarðveginn
fyrir komu Krists, þannig hefur
Baldur Guðlaugsson reynt með
þáttum sinum um peninga- og
gengismál að undirbúa
jarðveginn undir valdatöku Geirs
Hallgrimssonar.
Landsþingið fagnar endurskoð-
un sveitarstjórnarlaga, sem nú
stendur yfir, og samþykkir að
kjósa 3ja manna milliþinganefnd,
til að vera stjórn samtakanna til
ráðuneytis varðandi þessa endur-
skoðun. Leggur þingið sérstaka
áherslu á þá þjóðhagslegu nauð-
syn, að opinberar þjónustugrein-
ar verði i auknum mæli fluttar til
sveitarfélaganna og landshlut-
anna, og á þann hátt verði raun-
verulega aukið sjálfsforræði
byggðarlaga og aukið jafnvægi i
byggð landsins".
1 milliþinganefnd samkvæmt
þessari ályktun, hlutu kosningu
Haukur Harðarson, bæjarstjóri á
Húsavik, Alfreð G. Alfreðsson,
sveitarstjóri i Sandgerði, og Jón
Helgason, oddviti i Kirkjubæjar-
hreppi.
Framhald á bls. 13
Endurskoðun
sveitast j órnarlaga